Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1984, Side 16

Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1984, Side 16
16 - Spurningin Hvert fórstu 17. júní? Garðar Ragnarsson bifreiðasali: Ég fór inn í Landmannalaugar og slappaði af. Ég er ekki mikið fyrir að taka þátt í hátíöarhöldum, ég fagna bara með sjálfum mér. Sverrir Jóhannesson verslunarmaður: Ég skrapp í bæinn. Það var ágætt þar„ lítil ölvun og allir prúðir og stilltir. Ég treysti mér aftur á móti ekki í Höllina umkvöldið. Trausti Magnússon matreiðslunemi: Ég tók þátt í hátíöarhöldunum uppi í Borgarfirði og var fenginn til að synda meðsólglerauguogattí keppnisemég skíttapaði. Maður gerir þetta fyrir ánægjuna. Jens Brynjólfsson nemi: Ég var heima og hreyfði mig sem minnst. Ég er lítiö fyrir skemmtanir. Ingvar Finnbjörnsson sendibilstjóri: Ég fór ekkert, hef lítinn áhuga á úti- hátiðum. Erlendur Ingjaldsson verslunar- maður: Ég fór í afmælisveislu, ekki hjá lýðveldinu heldur í tveggja ára afmæU hjá frændsystkini mínu. DV. ÞRIÐJUDAGUR26. JÚNl 19M. » Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur Mánadatiaun: Sjómannafélagið gerir ekkert í málinu Einn „sauðaiegur” skrifar: Ég rita þetta bréf tU að gefa fólki, og þá einkum sjómönnum, kost á að heyra sögu mína sem ég tel að sé einnig saga fjölda annarra. Um mánaðamótin mars-aprU réð ég mig á tuttugu tonna netabát frá Hafnarfirði sem háseti. I tvær vikur gekk aUt snurðulaust fyrir sig, við drógum netin og lönduðum fiskinum og fengum okkar peninga fyrir. En eins og þruma úr heiöskíru lofti kom ólánið yfir okkur því einn föstu- daginn bar svo við að ekkert var kaupið sem við áttum að fá útborgað. Skýringin sem við fengum var sú að útgerðarmaðurinn heföi verið lagður inn á spítala haldinn einhverjum sjúkdómi sem var ekki nánar sldl- greindur okkur. Sökum þess að ég hef nokkum skilning á mannlegum vesaldómi lét ég, því miður, blekkjast af sífeUdum loforðum um úrbætur á launa- greiðslum. Afleiðingin þessarar ein- feldni minnar er sú að ég á nú uppundir mánaöarlaun inni hjá út- gerðinni. Þetta þykir nú varla í frásögur færandi á þessum síöustu og verstu tímum en meira er eftir. Ég haföi ne&iilega samband við stéttarfélag mitt, Sjómannafélag Hafnarfjarðar, og hugðist i gegnum það fá rétt minn ígegn. En ég fæ aUtaf sömu svör er ég hef samband við þá. Formaðurinn er er- lendis, hann er úti á landi, hann er á fundi. Eftir mánaöartíma tekst mér loks að ná sambandi við formann þennan, í fínu formi, brúnan og sæUegan, en hann tjáði mér að félagsskapur hans gæti ekkert gert og ráölagði mér að leitatUlögfræðings. Það gerði ég Uka en sá góöi maöur tjáði mér að innheimtuaðgerðir gætu tekið ár og aldir og þar við situr. Ég er ekki aö skrifa þetta vegna þess að ég haldi að það komi að ein- hverju gagni, heldur vU ég bara segja sögu mina og vona að aðrir i svipaðri áðstööu geri sUkt hið sama. Nóg finnst mér að laun sjómanna séu skammarlega lág en að gírugir steU þeim með aðstoð stéttarfélags er fullmikið af hinu góða. Símamál virðast víðast hvar í ólestri og nú hefur borist bréf frá Hvolhreppi um miður gott ástand i símamálum þar. Símamál í Hvolhreppi: AFLEITT ÁSTAND Meiri vandi aðgæta fjáren aflaþess — slæmt ástand í gatna- málum á Eskifirði Regína skrifar: Jóhann Clausen hefur á undan- fömum áratugum unnið mikiö starf hjá sveitarstjórn Eskifjarðar og þá aðaUega sem bæjarstjóri, oddviti eöa sveitarstjóri. Margt gott hefur hann gert en mal- bikun hefur alveg mistekist í bænum í hans stjórnartíð. Jóhann lét flytja inn norska möl og voru margir sem gerðu smágrín að þessu og fannst sniðugt að grjót skyldi flutt inn frá Noregi. Átti þá að malbika aUan kaupstaðinn eins og hann lagði sig og voru íbúarnir þar að vonum ánægðir. Sú malbikun mistókst herfilega og síðan hafa þessi mál veriö í ólestri. Nú er málum svo háttað að Strandgata er orðin ein af dýrustu götum á Norður- löndum. Það hefur orðið að endurnýja hana á hverju ári og er eins og eitt- hvert bindiefni vanti í götuna. Sama er með næststærstu götu Eski- fjarðar, Bleiksárhlíð. Þangað var borin hinfínastagróðurmold,húnvar jafnvel sigtuð, en eitthvert bindiefni hefur vantað því hún fýkur aUtaf jafn- skjótt upp. Þeir á Eskifirði ættu að taka Selfoss sér tU fyrirmyndar, þar er ekki úr miklum peningum að spUa en samt eru göturnar alltaf malbikaðar, alveg frá því hverfin rísa. Nú er til nóg af peningum á Eskifirði því vel hefur aflast undanfarin 20 ár og fólk í kaup- staðnum harðduglegt en samt hefur ekki tekist að koma gatnagerðar- málum í lag. Eitt sinn var fenginn sérfræðingur frá Litla-Rússlandi (Neskaupstað) tU að reyna að lappa upp á ástandið á götunum en það mistókst aUt og nú er fyrirtækið farið á hausinn. Já, þaö er skrítið að svona skuli geta gerst í tiltölulega vel stæðum kaupstað. Það sannast í þessu dæmi að meiri vandi er að gæta fjár en afla þess. Hríngduísíma 68-78-58 milli kl. 13 oglSeða skrifaðu íbúi í Hvolhreppi hringdi: Eg er afskaplega óánægð meö ástandið í simamálum hérna um þessar mundir. Það er mjög erfitt að fá rétt númer og ef á annað borð kemur sónn í símann þá kemur ýmist bara talsónn, hátíðnUiljóð eða ekki neitt. Oft þegar ég tala kemur hátíöniurg svo maður heyrir ekki neitt og það sUtnar ekki einu sinni þó lagt sé á. Um daginn þurfti ég að hringja til Svíþjóðar og þá kom þetta hátíðniurg. Þar að auki er ég ekki sátt við sím- reikningana hérna. Síðast fékk ég reUuiing upp á tæp 20.000. Ég tek það fram að ég er meö langlínulás og hann er aldrei opinn. Ég er margbúin að tala viö stöövarstjórann en hann vUl ekkert gera. Hér í hreppnum hafa aUir sömu sögu að segja, við erum ekki sátt við svona ástand í símamálum og jafnháa reikninga. Við krefjumst úrbóta á þessu! Láglauna- fólkstofni flokk Aðalbjörn Amgrímsson skrifar: Ekki verður því neitað að núverandi rUcisstjórn hefur tekist það höfuðverk- efni sitt að hraðlækka verðbólguna og það jafnvel umfram vonir manna. En i hrópandi mótsögn við lækkun verðbólgunnar er síhækkandi vöruverð og hverskonar þjónustu sem láglauna- fólkið ræður iUa við. En séð er fyrir því að nokkur hluti þjóðarinnar, það er þeir sem hafa skömmtunarvöldin, þurfi ekki að kvarta enda séð fyrir margföldum launum þeirra sem aö öflun þjóðar- teknanna vinna og þar á ofan marg- háttuðum fríðindum sem oft munu nema launum fiskiðjufólks. Þó er kórónan á misréttiö það að við hverja launahækkun (oft af sárri þörf) fær hátekjumaðurinn margfalt hærri launauppbót en þeir sem lægst hafa launin. Árum saman hefur verið uppi hávær umræða um launajöfnuö og munu allir flokkar hafa rætt um nauðsyn þess að jafna biliö milli hinna hæstu og lægstu i launastiganum. Á vilja þingmanna reyndi fyrir nokkrum árum þegar Stefán Jónsson, þingm. Alþýðubandalagsins, flutti á þingi að enginn hefði hærri laun en tvö- föld laun verkamanna. Nú hefði mátt ætla að þeir sem hæst höfðu galað um launamisrétti gengju til liðs viö Stefán, að minnsta kosti flokksmenn hans. En svo varð ekki. Málið var svæft undir glotti þeirra athvæðaháka sem áður höfðu gasprað um óþolandi misrétti í launamálum. Hvað er til ráða fyrir það fólk sem skilið er eftir þegar þjóöarkökunni er skipt, kökunni sem mestanpart er tilkomin fyrir þess atbeina. Rætt er um verkföll og harðar aðgerðir en reynslan sýnir að verkföll skila sjaldan raunhæfum árangri en valda beinum og óbeinum skaöa sem oft getur reynst erfitt að bæta. Þótt ég telji núverandi stjórnmála- flokka alltof marga, (tveir nægðu), tel ég rétt aö láglaunafólkið stofni sinn flokk, hætti stuðningi við þá sem virð- ast hafa gleymt tilveru þess nema helstákveðnadaga. Ætti sá flokkur að geta orðið stærsti flokkur landsins með þátttöku örorku- og ellilífeyrisþega og leitt þjóðina til þeirrar farsældar sem hún þráir. Gaman væri að heyra hvemig þeim sem helst hafa haldið trúnað við fólkið, t.d. Aðalheiði og „öskukarlinum”, litist á þessa hugmund. ðmerkt vegamót við Þorlákshaf naraf leggjara Magnús hringdl: mjög flatt þama í kring og vegurinn Astæðan er sú að þessi gatnamót eru fellur alveg inn í landslagið og mjög illa merkt og þyrftu yfirvöld að drífa í Hann var heldur óhress með vega- erfitt er að átta sig á að þarna séu því að merkja þau vel og vandlega mótin á Þorlákshafnarveginum og gatnamót fyrr en maður er kannski áður en dauðalsysin verða fleiri þarna veginum sem liggur inn í ölfus.Þaö er kominn framhjá þeim. því þau hafa orðið. Öfgarnar í Samhygð Lesandiskrlfar: Ekki veit ég hvað þetta Samhygðar- fólk er aö meina með því að senda þessar 40.000 undirskriftir til Alþjóöa- vinnumálastofnunarinnar í Genf og með þeim einhverja tillögu um aö gjaldþrotafyrirtækjum verði breytt í samvinnufélög launþega. Ekki skrifaði ég undir neina slíka tillögu heldur asnaðist ég til aö skrifa á eitthvert blað sem það eitt var á ritað að ég væri á móti atvinnuleysi. Það kom einu sinni að máli við mig stúlka á veitingastaö hér í bæ og vildi fá aö rabba viö mig. Mér fannst þetta svolítið sniðugt hjá henni svo ég bauð henni sæti. Hún sagöist vera frá Samhygð og reyndi þama á nokkrum mínútum að koma mér í þennan félags- skap sem hún lofaði mjög. Sagðist hún alltaf hafa verið svo niðurdregin og döpur þangað til hún fór á námskeið hjá Samhygð í ölfus- borgum, þar hefði hún breyst og orðið öll önnur manneskja og full af „energy”. Ég innti hana eftir því hve lengi þetta námskeiö hefði staðið. Eina helgi sagði hún og mér féll allur ketill í eldeinsogþar segir. Að manneskja geti breyst á svona skömmum tíma er ekkert nema lygi, ekki viljandi lygi heldur hefur hún eng- an platað nema sjálfa sig, a.m.k. tókst henni ekki aö plata mig. Stefna Samhygöar er í sjálfu sér í lagi en það er of mikil öfgakeyrsla á hlutunum hjá þeim. Þess vegna tekur fólk ekki mark á þeim.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.