Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1984, Side 36

Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1984, Side 36
36 DV. ÞRIÐJUDAGUR 26. JUNl 1984. ++**+*+■ Sviðsljósið Sviðsljósið Birna Valmunds- dóttir-Driva, sirk- useigandinn i Sviþjófl. VAR SKOTINNIANDLITIÐ EN KYNGDIKÚLUNNI Það sannaðist heldur betur fyrir skömmu i bænum San Angelo i Texas að raunveruleikinn er oft lygilegri en skáldskapur. Lögregluþjónn þar í bæ varð fyrir þeirri óvenjulegu lífsreynslu að glæpamaður skaut hann í andlitið af dauðafæri og í staðinn fyrir að hniga í valinn kyngdi hann kúlunni og sallaði byssumanninn niður. Lögreglumanninum Elidoro Gonzales sagðist svo fró að hann hefði verið kallaöur á slysstað þar sem bíl Harfljaxlinn ð spitala eftir afl gert haffli verið afl sárum hans. Staður hjól- hestur Þessi hjólgarmur á myndinni kæmist ekki langt hversu kröftuglega sem pedalarnir væru stignir. Ástæður þessa eru í fyrsta lagi þær að það er kirfilega steypt fast við jörðu og í öðru lagi er það einir tuttugu metrar á hæð og fjörutíu á lengd. Þetta minnismerki stendur á hæð nokkurri fyrir utan borgina Jedda í Saudi-Arabíu. Nastassja Kinski með þrennu Leikkonan unga Nastassja Kinski, sem lék í myndinni Cat People á sínum tíma við góðan orðstír, hefur komið víða við seinustu misseri. Hún lék aðalhlutverkið í þremur kvikmyndum sem sýndar voru á kvikmyndahátíðinni í Cannes. Þessar kvikmyndir heita „The New Hotel Hampshire”, „Marias lovers” og „Paris, Texas”. Nastassja er dóttir þýska leikarans Klaus Kinski. ISLENDINGUR í SIRKUS- REKSTRI hafði verið ekið á tré. „Þegar ég kom á staðinn þá sá ég að pariö sem var í bílnum var ölvað. Eg var ekki lengi að handtaka pakkið og ætlaöi að drífa það niður á stöð. A leiðinni lét maöurinn öllum illum látum og öskraði á mig að hann myndi drepa mig ef ég stöðvaði ekki lögreglubílinn strax. Að þeim orð- um mæltum otaði hann byssuhólk að mér og ég tróð bremsufetann snarlega í gólfiö. Hins vegar náöi hann aö skjóta af einu skoti. Ég fann fyrir ógurlegum sársauka í hægri vanga og munnurinn fylltist af blóði og tannbrotum og því gumsi neyddist ég til að kyngja. Eg stökk síð- an út úr bílnum og dró upp hólkinn minn. Byssumaðurinn stökk líka út og ætlaöi að skjóta aftur en ég náði að skjóta fimm skotum áður. Hann skjögraöi síðan eina fimm metra og féll síðan saman eins og sprungin blaðra.” Þegar farið var með Gonzales á spít- ala kom í ljós að kúlan hafði á leið sinni rekist á jaxla í munni hans og splundr- að þeim. Við það breytti kúlan um stefnu. Þegar hann kyngdi blóðinu og tannbrotunum hafði kúlan flotið með og fannst hún i maga hans. Þaö eru örugglega ekki margir Is- lendingar sem lagt hafa í það að stunda sirkusrekstur. Fyrir skömmu barst Sviðsljósinu í hendur sýningar- skrá Sirkus Royal sem starfræktur er í Suður-Svíþjóð. 1 skránni er meðal annars greint frá þvi að íslensk kona, Birna Valmundsdóttir-Driva, sé meðal eigenda og stjómenda sirkusins. Við slógum á þráðinn til að forvitnast um þennan Islending sem stendur í þess- um óvenjulega rekstri. — Hvað kemur tll að tsleudingur fer að leggja fyrlr sig slrkusrekstur? „Ég hef verið búsett í Svíþjóð um árabil og ég og maðurinn minn höfum rekið okkar eigið fyrirtæki í Skurup í Suður-Svíþjóð. Þetta er gjafavöru- fyrirtæki og gefur það okkur vinnu ó haustin og fram í mars. Sumarið er dauður tími hjá okkur og þegar við vorum spurð að því nú í vor hvort við vildum gerast meöeigendur þá ákváð- um við að hoppa meö. Eg tek ekki þátt í sýningunni sjólf, heldur sé ég um reksturinn. Nú sem stendur erum viö með 800 manna tjald sem við sýnum í og kemur sirkusinn til meö að ferðast um Suður- Svíþjóð í sumeu- með sýningar. Við höfum aðallega verið með sýningar fyrir skóla og dagheimili og reksturinn hefur gengiö vel. Hins vegar eru 14 sirkusar á ferðinni um Svíþjóð á sumrin og samkeppnin því mikil. Hér er einnig mikið annað sem dregur fólk að eins og íþróttamót og svoleiðis.” — Hversu lengl stendur sirkus- vertíðin? „Hún stendur allt sumariö og fram á haust og eftir það tekur fyrirtækja- reksturinn við. Þennan tíma starfa við sirkusinn 25 manns, og hjálpast allir að við að reisa tjöld og keyra bíla. Stærsta sýningin sem við höfum haldið hingað til var fyrir 1700 manns og urðum við aö sýna í íþróttahöll þar sem tjaldið okkar tekur ekki fleiri en 800 manns í jæti.” Þess má aö lokum geta aö sirkusinn hefur fengið lofsamlega dóma í sænsk- um blööum. Dómarinn hespaði athöfnina afá fimm minútum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.