Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1984, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1984, Blaðsíða 37
DV. ÞRIÐ JUDAGUR 26. JONI1984. 37 Sviðsljósið Sviðsljósið Sviðsljósið Kostabod Þeir sem keyrt hafa þjóðveg númer 1 hafa ábyggilega veitt þessari verklegu eldavél athygli, en hún hefur staðið við bæinn Svignaskarð í Borgarfirði þó nokkurn tíma. Það er furðulegt að vegfar- endur skuli hafa getað staðist þetta freistandi tilboð því það er ekki á hverjum degi sem mönn- um býðst svona verklegur gripur, en einhverra hluta vegna hefur hún ekki selst. Því er ekki seinna vænna, vilji menn eign- astsvonaforláta- grip, að drífa sig á staðinn. Eftir birtingu þessarar i greinar verður ábyggilega sleg- ist um hana. Vannærður Travolta á yngri ár- um. Travolta horast Frá því var greint fyrir skömmu að John Travolta hefði átt við offituvandamál að stríða. Ef svo ólíklega vill til að einhver muni eftir þeirri frétt þá er orðið tíma- bært að létta spennunni af þeim sama því Travolta tókst að grenna sig og er orðinn sama horgrindin aftur. Þau tíðindi hafa einnig borist að í tilefni af vel heppnuðum megrunarkúr hafi hann opn- að heilsukiúbb í Los Angeles. Aðgangur að þeim klúbbi kostar aðeins um 200.000 krónur á ári og af því má draga þá ályktun aö venju- legir launaþrælar séu þar óvelkomnir. íBorgarfíröi Málshátturdagsins Flot spillir meyjum, mergur húsfreyjum og mör karl- greyjum. brúðkaupsveisluna. Myndin er tekin í Beirút í Líbanon og þegar fólk giftir sig þar þá getur það frekar búist við að fá yfir sig grjótmulning úr nær- liggjandi húsum en skæðadrífu af hrísgr jónum. Það hefur hingað til ekki þótt gæfulegt að hjónaband sé í rústum sjálfan brúðkaupsdaginn en í þessu til- felli varð ekki hjá því komist. Eins og myndin ber með sér þá hefur mikið gengið á og er þá ekki átt við Travolta á efri árum, pattara- legur og með glerlaus gler- augu. Brúðguminn tekst á við ,,hættur hjónabandsins". Þaðnýjasta afNixon Glæfra- leg gifting 20 ti'ma snyrti- vinna Hvort sem menn trúa því eða ekki þó er það staðreynd að bandaríska söng- konan Diana Ross eyðir bvorki meira né minna en 20 klukkustundum ó viku í það eitt að snyrta á sér neglumar. Þetta dútl hefur tekið það mikinn tima stjömunnar frá öðmm aðkallandl störfum að hún hefur róðið til sin mann- eskju til að sjá um þá hllð mála og mun hún fyigja söngkonunni eftir á tón- leikaferðum hennar. Ekki fyigdi sögunni hvort tánegluraar féllu undir starf- Sumt fólk leggur sig í framkróka við að vekja á sér athygli. Tökum sem dæmi hjónin Marsha Polekoff og Radames Pera. Þau tóku upp á því fyrir skömmu að gifta sig og ákváðu að það skyldi verða borgaralegt brúð- kaup. En athöfnin varö langt í frá að vera látlaus því hún fór fram í flugvél í tveggja kílómetra hæð yfir Kalifomíu. Þegar búið var að setja upp hringana voru flugvéladymar opnaðar og brúð- hjónin stukku út, í fallhlíf að sjálf- sögðu. Skýringin sem þau gáfu á þessu var álíka gáfuleg og sjólf athöfnin. „At- höfnin átti að tókna þá hættu er fólk leggur út í þegar það giftir sig.” Hvorugt hafði stokkið í fallhlíf fyrr. Forsetinn fyrrverandi, Richard Nixon, hefur verið lítið í fréttum upp á síðkastið. Þó hafa þau tíðindi spurst að hann sé að minnka við sig þessa dagana því stórhýsi eitt mikið sem hann á í New Jersey er til sölu. Hús þetta er 15 herbergja og er sagt að forláta vínkjallari fylgi, að vísu án víns. Af föstum fylgi- hlutum má nefna tennisvöll, sundlaug og jafnvel einka- flugvél. Þessi herlegheit kosta aðeins tæpar 30 milljón- ir króna. Tilboö sem hægt er aö hafna, ogþó Sá undarlegi orðrómur er á kreiki vestanhafs að Catherine Deneuve, hinni góðkunnu frönsku leikkonu, hafi verið boðið að leika í Dallasgrínþáttunum sem enn er verið að framleiða. Hlutverk það sem henni er ætlað er ekki bitastætt frá listrænum sjónarhóli séð, því henni er ætlað að leika ástkonu Joð Err. Hins vegar eru launin öllu bitastæðari því henni eiga að hafa verið boðnir 30.000 dollara fyrir bvern þátt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.