Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1984, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1984, Síða 4
„Buddan tæmdist jaf nf Ijótt hér heima og í Noregi” — segir blakmaðurinn og þjálf arinn Guðmundur E. Pálsson, Þrótti „Ástæöan fyrir því að ég er nú aö vinna í málningarvinnu er einfaldlega sú aö kennaralaun eru nokkuð sem ekki er hægt að lifa af í dag,” sagöi blakmaöurinn Guðmundur E. Pálsson í samtali viö DV í vikunni en hann er viðmælandi okkar í dag. Guömundur er búinn aö vera kunnur íþróttamaöur í mörg ár og um árabil hefur hann staöiö einna fremstur blak- manna okkar. Ávallt veriö mjög traustur leikmaöur og mikið hefur hann gert af því aö þjálfa. Guðmundur er læröur íþróttakennari og málari og þegar við ræddum við hann var hann önnum kafinn á gjaldkeraskrifstofum Háskóla Islands. „Eg er svo aö segja ákveðinn í að hætta í kennslunni. Þetta gengur ekki lengur. Ég hef miklu meira upp úr því aö mála. Faöir minn er Páll Guðmundsson og hann er málara- meistari. Ég vinn hjá honum.” Málar rósir á ýmislegt Ég hef gert dálítið aö því aö mála rósir á hitt og þetta, til dæmis platta, bakka eöa kistur. Þetta er mjög skemmtilegt og krefst mikillar nákvæmni. Ég lærði þetta svolítiö í Iðnskólanum og svo þegar ég dvaldist í Noregi fór ég á námskeið og hafði mjög gott af því. Nei, nei, ég sel ekkert af þessu. Ég geri bara fyrir sjálfan mig DV. LAUGARDAGUR 7. JULl 1984. ■ Guðmundur E. Pálsson ásamt eiginkonu sinni, Sigrúnu Erlu Hákonardóttur, og sonum, Páli Liljar, lOára, og Ólafi Heimi, 8 ára. *> * og gef þetta stundum mínum nánustu.” „ Vildum prófa eitthvað nýtt" Segöu okkur eitthvaö meira frá þessari Noregsferö? ,,Ég fór til Noregs.meö fjölskylduna fyrir um þaö bil tveimur áriun og viö vorum ytra í eitt og hálft ár. Okkur langaöi til aö prófa eitthvaö nýtt og ég fékk vinnu viö málun í Noregi. Við kynntumst mörgu góöu fólki, lærðum málið, sem er mjög líkt íslenskunni, og ég held að strákarnir okkar hafi haft sérstaklega gott af þessu. Þeir tala báðir norsku eins og innfæddir. Einnig var þessi utanferö okkar ákjósanlegt tækifæri fyrir mig aö kynnast fjöl- skyldunjii. Þaö fer mikill tími i íþróttirriar og maður hefur ekki tíma handa fjölskyldunni sem skyldi.” Hvernig var að lifa í Noregi? Var dýrtíðin meiri þar en hér? „Nei, hún var ekki meiri. Mjög svipuð, held ég. Vöruverö var yfirleitt svipað en þó voru einstaka vörur ódýrari en hér á landi. Buddan tæmdist alltaf í Noregi þegar líða tók að mánaöamótunum eins og hér. Það var ekkert ööruvísi. ” Af hverju varð Noregur fyrir valinu? „Aðalástæðan var sú aö ég fékk vinnu í Noregi. Ef ég hefði ekki fengið vinnu þar heföi ég þess vegna getað valið eitthvert allt annaö land.” Þú talaöir um það í upphafi að kennaralaunin væru lág. Hvemig hafðir þú efni á að flytja til annars lands meö alla f jölskylduna? „Auðveldara en margur heldur" „Viö byrjuðum á því að selja bílinn. Meö því sem fyrir hann fékkst gátum Matstofa NLFÍ <L?<L?'r Bezt er að hafa sem flestar kokkahúfur og fæstar krónur Bmgðbetri jurtafæða Austræn áhrif Matstofur náttúrulækningamanna á Vesturlöndum hafa batnað mikið í kjölfar áhrifa frá austrænni mat- reiöslu, einkum indverskri. Á þeim slóöum hefur fólk öldum saman not- að grænmeti og ávexti sem grund- vallarfæðu og lítt eöa alls ekki notazt viö fæðu úr dýraríkinu. Þaö á því á þessu sviði eldri og traustari mat- reiösluheföir en Vesturlandabúar. Slik áhrif eru að koma í ljós í Mat- stofu Náttúrulækningafélags Islands á homi Laugavegs og Klapparstígs. Á kvöldin er kominn þar í notkun matseðill með ýmsum réttum, flest- um austrænum. Þar má sjá kín- verska Wun Tun súpu og Tofu og jap- anska Miso súpu. Raunar má segja, aö á kvöldin sé Matstofa NLFI orðin austrænni en hinn hálf-vestræni Dreki handan götunnar. TQ skamms tíma var nytjastefna alls ráöandi í matstofum náttúru- lækningamanna. Þá var eingöngu hugsaö um næringargildi og annað slíkt, en lítil áherzla lögð á lystugt út- lit matarins og bragðgæði hans eða þá á aölaðandi umhverfi máltíðar- innar. Hvort tveggja hefur breytzt í Matstofu NLFl, sem þar með hefur sótt inn á hinn almenna veitinga- húsamarkað. Raunar er Matstofa NLFI enn sjálfsafgreiðslustaður og er þannig strangt tekið ekki innan ramma þessa greinaflokks um íslensk veit- ingahús. En starfsfólk er farið að freistast til að bera aðalrétti á borð fyrir gesti. Mikilvægara er þó, að matstofan er ekki meira af sama, eins og flest nýstofnuð veitingahús eru, heldur öðruvísi staður, sem víkkar svigrúm íslenzkrar matar- gerðariistar. Þess vegna er matstof- an tekin með hér. Eins og skurðstofa Salurinn á annarri hæð hússins er kaldur og nánast skurðstofulegur, þótt innbúið sé nýtt og betra. Allt er haft í ljósu. Hvítt er loftið, veggirnir neðanverðir og viðamiklir glugga- karmamir. Ljósbláir eru veggimir ofanverðir. Og ljós furulitur er í gólfi og húsbúnaði. Furuparketiö á gólfinu glansar af hreinlæti eins og raunar salurinn í heild. Við hringlaga borð úr massífri furu eru 35 nettir stólar úr sveigðum krossviði. I gluggum eru pottablóm, en að öðru leyti er horfið fyrra blómaskrúð. I heild er andrúmsloftið fremur heilsuverndarlegt en nota- legt. Eina frávikið frá lystugu útliti matarins I Matstofu NLFI reyndist vera heilhveiti-snittubrauðið, sem var bæði gamalt að sjá og á bragöið. Vonandi er þar ekki um að ræða sömu sérvizkuna og á sjúkrahúsun- um, þar sem brauð er af hollustu- ástæðum geymt í sólarhring fyrir notkun. Ég hef alltaf talið hina raun- verulegu ástæðu vera óbeit sjúkra- húsa á sjúklingum, hina sömu óbeit og lýsir sér í skjannahvítum sjúkrastofum. Sveppasúpa Matstofu NLFI var ekki merkilegur matur, enda var hveitibragðið of áberandi, eins og í, sumum öðrum réttum staðarins. Ef ekki er tími til að losna við hveiti- bragöið, er betra aö hafa súpurnar tærar. Wanton-súpa var sterk, dökkbrún súpa með hveitinúðlupokum, ágætis súpa, gott dæmi um, að matur náttúrulækningamanna getur verið eins lystugur og hver annar vel heppnaðurmatur. Japanska Miso súpan var hins veg- ar dauf og lítt áhugaverð súpa með baunafroöuhlaupi og ýmsu græn- meti. Hana hefði mátt krydda meira og betur. Pottréttir í karrísósu Bezti aðalréttur prófunarinnar var bananakarrí-pottréttur. Hann var borinn fram með karríhrísgrjónum, bakaöri kartöflu, röspuðum gulrót- um, tómötum og alfa-alfa spírum á sérstökum hliðardiski. Á hinum diskinum var mikið af bananasneið- um með papriku og annars konar grænmeti í miklu magni af mildri karrísósu, sem ekki haföi alveg losn- að við hveitibragðið. En þetta var eigi aö síöur hinn lystugasti matur. Sveppa- og bauna-karrípottréttin- um fylgdi sams konar meðlæti á hliðardiski. Sveppirnir virtust því miður vera úr dós, en baunirnar voru ágætar. Karrísósan var nokkru sterkari en hin, sem var í banana- réttinum. Kínverska eggjarúllan var þunn og stökk og góð, meö baunakássu innan í. HliðaiTéttirnir voru hinir sömu, en ekki á sérstökum diski. Með rúllunni var mild og sæt tómat- sósa í sérstakri skál. Kínverskur Tofuréttur fólst í soyabaunafroöuhlaupi á eins konar tortilla-brauðbotni með áðurnefnd- um grænmetis-hliðarréttum. Þetta var skemmtilegur réttur, gersam- lega ólíkur því, sem fæst í öðrum veitingahúsum. Ljómandi eftirréttir Eftirréttir Matstofu NLFI ljómuöu í prófuninni, bæði bakaðir bananar með döðlum, möndlum og rjóma, svo og kiwi með eplum, vínberjum og kókosmjöli. Svo óvenjulegir eöa betri eftirréttir fást ekki annars staðar í bænum. I hádeginu er gamla formið áfram við lýði. Þá er á boðstólum réttur dagsins á 160 krónur eða súpa á 140 krónur, hvort tveggja með aðgangi að salat- og brauðbar. Á kvöldin er miðjuverð á súpum 90 krónur, aöalréttum 150 krónur og eftirréttum 85 krónur. Jurtate kostar 20 krónur og íslenzkt grasate 30 krón- ur. Súpa og aöalréttur kosta að meðaltali 240 krónur. Matstofa NLFI er því í ódýrasta flokki íslenzkra veitingahúsa, en er þó á kvöldin held- ur dýrari en Laugaás, Potturinn & pannan, Veitingahöllin og Drekinn. Matstofan er komin á rétta braut. Hún er að vísu ekki orðin að matar- gerðarmusteri eins og sumar slíkar erlendis, sem hafa sýnt fram á, að náttúrulækningafæða getur í bragð- gæðum keppt við hvaða aðra vel matreidda fæðu sem er. En hún hef- ur komizt áleiðis á þessu ári. En mér fannst þetta vera hvítt hveiti, en ekki heilhveiti. Er þaö samkvæmt reglunum? Jónas Kristjánsson. ....... ., ,■ ■■ .1 ÚI 1,1 i.,,-; .. •

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.