Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1984, Page 8
Kristinn
Björgvinsson
framkvæmda-
stjóri
Nota Kristinsnafnið
afogtil
— Eg nota þetta millinafn mitt af og
til, til dæmis þegar ég þarf aö gefa upp
fullt nafn og einnig stundum þegar ég
skrifa eitthvað, segir Sighvatur Krist-
inn Björgvinsson, framkvæmdastjóri
Norræna félagsins og fyrrverandi al-
þingismaður.
Sighvatur segir að ástæðan fyrir því
að hann noti miliinafniö litið sé sú aö
fyrra nafn hans sé það langt að óþarfi
sé að bæta öðru jafnlöngu viö. Hann
segist ekki hafa notaö Kristinsnafnið
meira þegar hann 'var yngri en þegar
hann hafi notað það hafi hann oft
skammstafað það Kr.
MiUinafnið segir Sighvatur aö sé til-
komiö á þann veg að hann sé skírður
í höfuöiö á föðurafa og -ömmu sinni
sem hétu Sighvatur og Kristjana, en
hjá þeim dvaldist hann mikið sem barn
ogungUngur.
Hilmar
Bergmann
ritstjóri
Hættiaðnota
millinafnið íMoskvu
— Ég notaöi HUmarsnafnið mjög
lengi en hætti að nota það er ég var við
nám í Moskvu. Það var nefnilega nógu
erfitt aö kenna Rússunum að segja
Árni svo ég bætti ekki öðru nafni við,
segir Ámi HUmar Bergmann, ritstjóri
Þjóðviljans.
Hilmarsnafnið er þannig tilkomið að
amma Áma hét Bjamhildur og er
nafnið leitt af því. Árnanafnið er hins
vegar komið frá afa Áma.
Ámi segist oft hafa hugsað um að
taka HUmarsnafnið upp aftur en af því
hafiekki orðiðenn.
— Ég hef hálfpartinn samviskubit
gagnvart ömmu minni út af þessu en
hún var hin besta kona, segir Ámi og
bætir þvi viö aö ekki sé öll nótt úti enn.
Guðbjörg
Þórisdóttir
leikkona
Snemma byrjað
að kalla mig Lilju
— Ég veit ekki hvort það eru neinar
sérstakar ástæður fyrir því að ég nota
Guðbjargamafnið ekki, það var bara
byrjað að kalla mig LUju þegar ég var
litil og því hefur verið haldið áfram,
segir Guðbjörg Lilja Þórisdóttir leik-
kona.
Einu skiptin sem Guöbjargarnafnið
er notað er á opinberum plöggum og
finnst Lilju óþægilegt að hafa þetta
nafn fyrir framan en nafnnúmerið
ræöur því að svo er.
— Svo getur þetta veriö pirrandi
stöku sinnum þegar ég gleymi því að
ég heiti Guðbjörg og er svo köiluð upp
undir því nafni og fatta ekki neitt, segir
Lilja.
Guðbjargarnafnið er komið frá
ömmu Lilju sem hét líka Guðbjörg
LUja og það sem meira er, hún var
einnig köUuð LUja aöaöalnafni.
— Ætli það hafi ekki haft áhrif í þá
áttina aö ég var snemma bara köUuö
LUja, segir LUja.
Marteinn
Guðmundsson
rithöfundur
Gatekkinotað
miHinafnið af hlédrægni
— Það er þannig, sjáðu, að ég er
skírður Marteinsnafninu í höfuðið á
Marteini Maulinberg, fyrrum kaþólsk-
um biskupi í Landakoti. Sjálfur gekk
ég í Landakotsskólann og var svo hlé-
drægur aö ég gat ekki notaö biskups-
nafnið í skólanum, segir Jónas Mar-
teinn Guömundsson stýrimaður, rit-
höfundur og Ustmálari.
— Mér fannst það svipað og að taka
biskupsvigslu aö fara að nota þetta
nafn i skólanum, bætir hann við.
Marteinsnafnið hefur Jónas því
aldrei notað og hefur ekki í hyggju að
geraþaö.
ÐV. LAUGARDAGÚR7. JULri984.
Gunnsteinn
Snævarr
hæstarétt-
ardómari
Myndaðist venja
um millinafnið
— Þegar ég var drengur austur á
Norðfirði myndaðist einhvern veginn
sú venja að ég var bara kallaður Ár-
mannsnafninu, segir Gunnsteinn Ár-
mann Snævarr, hæstaréttardómari og
fyrrverandi háskólarektor.
Ármann telur að það hafi helst verið
félagar hans fyrir austan sem hafi
komið þessari venju á.
— Einu skiptin sem ég man eftir að
hafa veriö kaUaöur báöum nöfnunum
var þegar veriö var að finna að við
mig heima hjá mér, segir Armann og
hlær.
Gunnsteinsnafnið er þannig tilkom-
ið að bróðir Armanns hét þessu nafni,
en hann dó 12 ára gamall, árið áður en
Armann fæddist. Armannsnafnið er
aftur á móti draumnafn.
Georg
Friðriksson
alþingismaður
Aldrei notað
Georgsnafnið
— Ég hef aldrei notað Georgsnafnið
nema þar sem ég hef nauðsynlega
þurft að gera það, segir Georg Helgi
Seljan Friðriksson alþingismaður.
— Ástæðumar fyrir því eru eðUleg-
ar, ég hef aldrei verið kaUaöur þessu
nafni og mér finnst þetta eins og hvert
annaö aukanafn þarna fyrir framan.
Um föðurnafn sitt segir Helgi að það
hafi hann fellt niður sem strákur.
— Eg er alinn upp annars staöar og
tók þetta Seljansnafn upp eftir jörðinni
sem fósturforeldrar mínir bjuggu á.
Ég lét svo skýra mig Seljansnafninu
þegar ég fermdist og það hefur síðan
þróast þannig að ég hef notað það ein-
göngu,segir Helgi.