Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1984, Síða 9
DVj LAUGARÐtAQUR 7. 'JOLl'1984.
•9
Gunnlaugur Olafsson
leikari Var kallaður Flosi Gulli sem krakki
— Þaö eru engar sérstakar ástæður
fyrir því aö ég nota Gunnlaugsnafnið
ekki, ég notaði það lengi og mig minnir
aö ég hafi verið kallaður Flosi Gulli
þegar ég var krakki, segir Flosi Gunn-
laugur Olafsson leikari.
— Gunnlaugur er annars ágætis nafn
en líklegast hefur mér fundist það of
langt og því hætt að nota þaö. Ég held
aö ég hafi hætt að nota þaö einhvem
tímann í skóla.
Flosi segir að Gunnlaugsnafnið sé
þannig tilkomið að móður sína hafi
dreymt mann sem var að læra til
prests og hét Gunnlaugur og dó
skömmu áður en skíra átti Flosa.
Lárus Gests
hljómplötuútgefandi
Tvö nöfn tíðkuðust ekki þá
— Það eru í mesta lagi 10—15 ár síð-
an fólk sem heitir tveimur nöfnum fór
að nota bæði nöfnin, sú er ástæðan fyr-
ir því að ég nota ekki Lárusamafn
mitt, segir Svavar Lárus Gests hljóm-
plötuútgefandi.
— Ef farið er í árgangana sem eru
35—40 ára og eldri er viðburður að
finna fólk sem notar tvö nöfn.
Lárusarnafn Svavars var því aldrei
notaö, hvorki fyrr né síðar. Nafnið er
annars tilkomið úr fjölskyldu Svavars
sem og Svavarsnafniö.
Klemenz Sophusson
alþingismaður
Notaði millinafnið fram undir tvítugt
— Eg notaöi þetta millinafn mitt al-
veg framundir tvítugt og skammstaf-
aði þaö þá oft Kl. Það hefur síðan falliö
niður hjá mér í seinni tíð án þess að
nokkrar sérstakar ástæður liggi þar að
baki, segir Friörik Klemenz Sophus-
son, alþingismaöur og varaformaður
Sjálfstæðisflokksins.
Friðrik segir að nafniö Klemenz sé
þannig tilkomið að langafi hans í móö-
urætt hafi heitið Klemenz og hafi
hann verið skíröur í höfuðiö á honum.
Friðriksnafnið sé hins vegar komið frá
iangalangafanum.
Aðspurður kveðst Friörik vera eini
maðurinn í sinni ætt sem beri Klem-
enzar nafnið og sé það greinilega á und-
anhaldi.
Kevin Bacon leikur í Footioose stórborgardrenginn Ren sem dansar trúar-
ofstækið út úr smábænum með Ariel dóttur prestsins (hún er leikin af Lori
Singer).
NÝSTIRNIÐ
KEVIN BACON
Kevin Bacon er rólegur tuttugu og
fimm ára gamall með húmor. Honum
finnst gott aö borða góðan mat, spilar
rokktónlist með bróður sínum, stundar
brimbrettasiglingar í frístundum
sínum ásamt útreiöum og iangar að
eignast f jögur böm með vinkonu sinni,
Tracy Pollan.
Um Footloose segir hann: „Myndin
segir ekki frá neinu óraunverulegu.
Það eru margir svipaðir smástaöir í
Bandarikjunum þar sem dans og rokk
er bannaö. Við tókum myndina upp í
Utah, þar sem fólk er mjög trúað.
Fyrsta daginn gerðum við senuna þar
sem ég segi Willard frá Chicago.
Myndavélinni var fyrst beint að mér.
Þegar því var lokið var vélinni beint aö
honum og viðbrögð hans sýnd. An þess
að myndavélinni væri beint að mér tók
ég mig til og fór að skálda. tJt úr
nokkrum tvíræðum setningum sem ég
sagði óx meiri háttar klámmál á
staðnum. Nokkrir þeir sem léku
statistahlutverk í myndinni misskildu
þetta og sögöu það um allan bæ að
Footloose væri klámmynd.
Af því spratt hrein múgsefjun.
Mormónarnir ætluðu að reka okkur úr
bænum og stöðvuöu kvikmynda-
tökuna. Kvikmyndafélagið varð að
lofa því að þaö sem ég haföi sagt
myndi ekki koma í myndinni. Síöan
var dreift fjölriti til okkar þar sem
meðal annars var sagt að við mættum
ekki reykja þar sem það væri bannað
og aö við ættum að passa upp á orð-
bragðið í vinnunni. Sem betur fer var
myndin ekki stoppuð af.”
„Ég hélt að ég kynni að
dansa"
Stjórnandi myndarinnar Footloose
setti Kevin Bacon í æfingu hjá Lynne
Taylor ballettkennara fyrir myndina og
að auki lærði hann karate fyrir
bardagaatriði.”
Hvernig kann Kevin við Ren?
„Ég vissi hvaða manngerð þetta var
um leið og ég las handritið. Hvernig
hann var, hvað hann sagði og hvemig
hann gekk. Nú er ég búinn að sjá
myndina þrisvar og er ennþá undrandi
á því hvað ég er frábrugðinn því sem
ég hélt aö ég væri að leika. Mér finnst
hann vera fínn náungi. Eg var
metnaðargjam eins og hann en ekki
svona árásargjarn og hann er líka
hávaðasamari. Jafnvel þó að myndin
gangi út á að allt gangi upp hjá honum
sem ungu ofurmenni þá hrasar hann
dálítið. Eg kann vel við það. Persóna í
mynd verður að hafa einhverja snögga
bletti til þess aö maður trúi aö hún sé
af holdi og blóði. Það er enginn full-
kominn.
Það er spennandi að leika einhvern
annan en vera maður sjálfur um leið á
einkennilegan hátt,” segir Kevin.
Hann fór úr skóla og fluttist til New
York sautján ára. Hann taldi aö það
væri betra aö freista gæfunnar strax
heldur en að naga sig í handarbökin
síðar. Ur smáhlutverki í Animal
House, sem var léttvæg mynd, hélt
hann áfram á braut sem hefur legið til
Footloose sem vitaskuld hefur gert
hann stórfrægan.
„Okkur langar í barn"
Vinkona Kevins Bacon heitir
Tracy Polian. Kevin er engin launung
á því að þau langar til að eignast barn
ef þau hafa tíma til þess.
Getur hann gefið einhverja lýsingu
ásjálfumsér?
„Já. Það er erfitt og löng saga.
Sumum spumingum svara ég aldrei,
eins og hvaða leikstjóra ég vilji helst
vinnameð.”
En hvaða leikkonu vill hann leika á
móti?
„Þeirri sem ég bý með. Viö hittumst
í leikriti og hún er besti mótleikari
minn.”
TJALDBORGARFELLITJALDIÐ
er sérhannað fyrir íslenska
veðráttu, það kostar aðeins
brot af verði tjaldvagns og er
jafnauðvelt í uppsetningu.
Stærð 205 x 410 cm. Stærð
svef ntjalds er 205 x 200.
TómsTunonHúsiÐ hf
Lsugauegi ÍM-Reytiauil: »21901