Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1984, Side 10
10
DV. LAUGARDAGUR 7. JULl 1984.
Skálavarir.
ÞAÐ NÆGIR El SEM NÁTTÚRAN GAF
- ÝMSAR AFMYNDANIR Á LIKAMANUM
Margar tilraunir hafa veriö geröar á
langri vegferö mannsins við aö breyta
lögun likamans, eyrna og útlima til
þess að falla að þeim gildum sem feg-
urst þykja. öskubuskusagan þar sem
systumar hjuggu af sér tá eöa hæl er
eitt frægt dæmi um þaö. Hér á eftir fer
nokkur f róðleikur sem upp er aö mestu
snúið af R. Broby-Johansen í bók hans
Kropogklæder.
Það að binda um iíkamshluta th að
framkaUa aUs kyns bugður á iíkam-
ann. Karaiberamir, fyrstu indíánamir
sem Evrópumenn rákust á í Ameríku
voru með bönd um hné og mjóaleggi
þannig að leggurinn var bólginn og
kúlulaga. Papúar á Nýju Gíneu setja
þrönga málmhringi um handleggina
þannig aö vöðvarnir bólgna upp báðum
megin við þá eftir því sem handleggur-
inn verður stærri og þykkari.
Flathöfðar þekkjast meðal
amerískra indiána. Þá er höfuð bams-
ins sett í pressu sem Utur út eins og
risastór hnetubrjótur. Víða er einnig
stunduð höfuðbinding í Afríku en slík
binding var ástæðan fyrir einkennileg-
um blöðrulaga hnökkum egypskrar
yfirstéttar á tímabili.
Allir þessir þjóðflokkar nota höfuöiö
til að bera með vatn og þungar byrðar.
Með því að gera höfuöiö uppmjótt er
það undirstrikað að viðkomandi þarf
ekki að nota höfuðið til annars en
skrauts.
Skálavarir og hengieyru. Meðal
margra afrískra negraflokka eru kon-
ur með tréskífur allt upp í diskstærðir í
vörunum. Athyglisverð kenning geng-
ur út á að varirnar hafi upprunalega
verið afmyndaöar af hagrænum ástæð-
um. Arabar námu eitt sinn þrælastúlk-
ur í kvennabúr sín frá þessum svæðum
og negramir uppgötvuðu að þeir
slepptu kvenfólki úr sem var með af-
myndaðar varir. Arabamir kyssa eins
og Evrópumenn en kossinn er óþekkt-
ur meðal viðkomandi negraþjóöflokka.
Hvaö snertir nefið er líka sett gat á
miðsnesið og sett í það stykki, úr tré,
beini, málmi og skeljum.
En eyrun eru án nokkurs vafa sá lík-
amspartur sem, meðal frumstæðra
þjóða, er mest unnið í af listrænni elju.
Það er eins og hið seiga eymabrjósk
hvetji sérlega til tilrauna.
Það er varla til sá frumstæði þjóð-
flokkur þar sem einhverjar afmyndan-
ir á líkamanum eiga sér ekki stað. Á
mörgum stöðum í Suður-Indlandi og
meðal papúanna er stunga í gegnum
eyrun trúarleg athöfn sem er hliðstæð
bamaskím okkar. Meðal kaffa er
eyrnastunga eitt af því sem einungis
veitist karlmönnum, zambesinegrar
eru með eymasnepilinn lafandi niður á
öxl og með götum sem eru nógu stór til
þess að hægt er a ö stinga handleggnum
í gegnum þau. Ný-kaledóníumenn eru
með heimilisáhöld sín í eyrunum.
Atriði sem skiptir áreiöanlega miklu
máli í heitu loftslagi er umskurðurinn.
Hann er þekktur í Evrópu sem gyðing-
legur siður en er stundaöur meðal alira
islamstrúarmanna frá Atlantshafi til
Kyrrahafs, meöal afriskra negra,
meðal Ástraliumanna og meöal
indíána, bæði í Norður- og Suður-
Ameríku.
Guði þóknanlegar sjálfspyndingar.
Hið frumstæða bændasamfélag byggir
á andatrú með guðum sem líkjast
mönnum. Umskurðurinn er ekki skoð-
aður út frá þeim sjónarhóli aö hann sé
praktískur heldur verður liður í trúar-
athöfn. Við aðra athöfn þar sem menn
eru teknir i fulioröinna manna tölu eru
framtennumar dregnar úr eða sargað-
ar til i þeim tilgangi aö greiða aögang
fyrir sálina.
Hárklipping er tískubundin afmynd-
un. Meðal kragafólks indíána eru kon-
umar stuttklipptar og karlamir með
sítt hár. Það er athyglisvert að slétt-
hærðir kynþættir reyna allt hvað þeir
geta til að krulla hárið og hrokkinhærð-
ir kynþættir gera allt sem þeir geta til
að slétta úr hárinu.
Afmyndanir á eyra eru meðal okkar
takmarkaðar við götun fyrir eyrna-
lokk. I Indlandi er borað í gegnum ann-
an nasavænginn og sett gull eöa silfur-
djásn þar eða jafnvel eöalsteinn.
I Evrópu hefur höfuð barna verið af-
myndað fram á vora tíma meö þröngu
höfuðbindi.
I Riddartiolmskirkjunni í Stokk-
hólmi hafa fundist afmyndaðar haus-
kúpur frá því á 13. öld. Og þegar
nasisminn grasseraöi i Þýskalandi á
þriðja og f jórða áratug þar sem arískir
langhöföar voru í miklum metum af-
löguðu margir foreldrar höfuð barna
sínna.
Hvíti maðurinn hefur beint áhuga
sínum að öörum svæðum en aðrir viö
aflögun likama síns. Með því að
stækka eyrað eða bora í gegnum miðs-
nesið eru ekki unnar skemmdir á
heyrn eða lyktarskyni og höfuðbeina-
og limaafmyndanir eru ekki heilsu-