Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1984, Side 21

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1984, Side 21
DV. LAUGARDAGUR 7. JULI1984. 21 Joseph Losey að störfum fyrír framan kvikmynda- tökuvélina. JOSEPH LOSEY (19091984) BANDARISKI KVIKMYNDALEIKSTJÓRINN JOSEPH LOSEY, SEM GERÐI MEÐAL ANNARS MYNDINA THE SERVANT OGTHE GO-BETWEEN, LÉST NYLEGA AÐ HEIMILI SÍNU í L0ND0N 75 ÁRA AÐ ALDRI , JJg kann mjög vel við leiklist og kvikmyndir enda snýst líf mitt meira eða minna um þetta tvennt.” Þessi setning var eitt sinn höfð eftir banda- ríska leikstjóranum Joseph Losey en hann lést nýlega 75 ára að aldri. Þótt Losey væri bandarískur að uppruna eða frá Wisconsin, þá dvaldist hann síðustu 30 árin af ævi sinni í Evrópu eftir að hafa orðið að yfirgefa heima- land sitt vegna pólitískra skoðana sinna á tímum ofsóknastefnu Mc- Carthy. Evrópubúar tóku Losey hins vegar mjög vel og var hann m.a. valinn besti leikstjórinn úr hópi „bestu leikstjóranna” af hinu virta franska kvikmyndatímariti Cahiers du Cinema. Þótt þetta sé nú ef til vill einum of sterkt til orða tekið, þá hafði hann mjög mikil áhrif á evrópska gagnrýnendur og unga kvikmyndagerðarmenn sem voru að hefja störf. Þótt Losey væri sár þegar hann var settur á svarta listann yfir þá leikstjóra í Hollywood sem taldir voru hafa óæskilegar skoðanir á tím- um McCarthy, þá fékk hann síðar meir dálitla uppreisn æru í heimalandi sínu. Voru honum veitt heiðursverðlaun af Dartmouth skól- anum 1973 en þar stundaöi hann á sínum yngri árum læknisfræðinám. Tíu árum síðar hlaut hann einnig við- urkenningu frá háskólanum í Wis- consin. Peningar og frægð Joseph Losey sagði í blaðaviðtali á sl. ári að það besta sem hefði fyrir hann komið væri að hann var settur á svarta iistann. „An þess hefði ég lík- lega átt núna 3 Cadillac bifreiðir, tvær sundlaugar, milljónir dollara og væri liklega dauður þar að auki,” sagði hann. „Þetta var slæmur tími og nið- urlægjandi en aftur á móti getur maður auðveldlega látið glepjast af peningum og frægð. Þótt það sé hrist duglega upp í manni gerir það engum mein.” Eins og kemur fram í þessum um- mælum Losey þá er hér um að ræöa þrjóskan einstaklingshyggjumann. Hann hefur löngum háð harða bar- áttu gagnvart fordómum bæði á stjómmála- og listasviðinu. Þótt Losey stundaöi læknisfræði við Dart- mouth skólann í fyrstu.þá snerist hugur hans fljótlega að leiklistinni. Þegar árið 1930 var hann farinn að skrifa fyrir tímaritið Theatre Arts Magazine um leiklist. Skömmu síðar fékk hann starf sem aðstoðarleik- stjórí og var aðeins 23 ára gamall þegar hann setti .á svið sitt fyrsta leikritáBroadway. Leikhúsið heiilar Joseph Losey hafði mjög ákveðn- ar skoöanir á leikhúsmálum á þess- um árum og þótti ýmsum þær vera einum of róttækar miðað við banda- rískar hefðir. Arið 1935 fór hann til Moskvu og setti upp leikritið „Wait- ing for Lefty” og ári síðar vann hann að verkefni sem var stutt af banda- riska ríkinu og bar nafnið „The Liv- ing Newspaper”. Hápunkturinn á leikhúsferli hans var þegar hann setti upp leikrit Bertolt Brechts, ”Galileo Galilei”, með Charles Laughton i aðalhlutverki. Hann hitti Brecht sjálfan og aðra leiðandi aöila í tilraunaleikhúsi, meöal annars Mayerhold, meöan hann dvaldist í Moskvu. Þótt Losey sneri sér siðar að kvikmyndagerð þá hélt hann allt- af góðu sambandi við leikhúsið og leikstýrði meðal annars i London „The Wooden Dish” og „The Night of theBall” 1954 og 1955. Upphaf ferils Joseph Loseys sem kvikmyndagerðarmanns má rekja aftur til ársins 1939 þegar hann leik- stýrði sinni fyrstu stuttu mynd. Var það myndin PETE ROLEUM AND HIS COUSINS en áður hafði hann séð um framleiðslu á kennslukvikmynd- um fyrir Rockefeller Foundation. Meðan seinni heimsstyrjöldin stóð yfir vann Losey við útvarpsstöð og einnig fyrir Army Signal Corps. Árið 1948 leikstýrði hann síðan sinni fyrstu mynd í fullri lengd sem bar heitiö THE BOY WITH GREEN HAIR. Var myndin framleidd fyrir Dore Schary sem þá var yfirmaður RJC.O. fyrirtækisins. Eins og með svo margt í lífi Losey, þá lenti hann í vandræðum með myndina. Efnið fjallaði um afskaplega viðkvæma þætti í bandarísku þjóðfélagi, eöa um kynþáttavandamál. Upphaflegi framleiðandinn, Adrian Scott, var tekinn í karphúsið af „Unamerican Activites” nefndinni og framleiðand- inn sem tók við misskildi efni mynd- arinnar. Dore Schary var ýtt til hlið- ar þegar Howard Hughes tók yfir R.K.O. kvikmyndaverið og ný stefna leit dagsins ljós. Vandamál af þessu tagi áttu eftir að koma oft upp hjá Loseysíðarmeir. Gerður útlægur Losey hélt samt sem áður ótrauð- ur áfram að gera margar kynngi- magnaðar myndir í Hollywood sem fjölluðu um þjóðfélagslegt efni. Þar má telja THE LAWLESS sem gekk undir nafninu THE DIVDING LINE í Bretlandi (1949), THE PROVLER sem var endurútgáfa af M og THE BIG NIGHT gerð 1951. I þessum myndum kom fram sú listræna stefna sem átti síðar eftir að ein- kenna myndir hans. Fjallaöi hann á meistaralegan máta um mannleg samskipti og þann eiginleika manns- ins aö reyna að koma sér áfram í líf- inu oft án tillits til þess hvað það kostaöi. Þegar Joseph Losey var staddur í Evrópu 1953 var hann settur á svarta iistann í heimalandi sínu og eftir aö hann sneri til baka fékk hann hvergi vinnu. Þegar Losey fluttist alfarinn til Evrópu neyddist hann til aö vinna undir nafni annarra leikstjóra til þess að fá eitthvað að gera. A þess- um tíma gerði hann m.a. myndirnar STRANGER ON THE PROWL sem hann gerði á Italíu 1952, THE SLEEPING TIGER 1954 og THE INTIMATE STRANGER 1956 í Bret- landi. Allar þessar myndir verða að teljast frekar veigalitlar og það var ekki fyrr en 1957 þegar hann gerði sína fyrstu mynd í Bretlandi undir sinu eigin nafni að hann náöi sér á strik aftur. Var það myndin HME WTTHOUT PITY sem fjaUaði um réttarkerfið í Bretlandi. Næst tók við dálítið væmin mynd sem hét GYPSY AND THE GENTLEMAN en það var þó ekki fyrr en 1959 að hann gerði nokkuð vinsæla mynd, BLIND DATE, þar sem hann tvinnaði sam- an við dularfuUa atburðarás f lóknum persónuleikum og innri togstreitu meðal hástéttarinnar. Ástríða, ástir, völd Augsýnilegt var á þessum tíma að Joseph Losey var kominn langt með að þróa sinn eigin kvikmyndastíl. Hann missti áhugann á að fjaUa um efnisþráðinn í kvUunyndum sínum á beinskeyttan og einfaldan máta en einbeitti sér þess í stað að að byggja upp persónuleika viðkomandi aðUa. Sérstaklega f jaUaði hann vel um þær hefðir og snobb sem einkenndi breskú hástéttina ásamt þvi að blanda inn i það þeirri togstreitu sem myndast þegar ástriða, ástir og völd takastá. Það var þó ekki fyrr en hann hafði gert myndirnar THE CRIMINAL, THE DAMNED og EVE1962 að kom- ið var að því tímabUi í ævi hans sem lUdega verður að telja frjóast frá kvUtmyndalegu sjónarmiði. Þá gerði hann myndir sem hlutu mikið lof gagnrýnenda og gengu vel peninga- Loseys sem var THE GO-BE- TWEEN. Gerði hann þá mynd 1971 og er hún byggð á verki L.P. Hartleys. Þessa mynd gerði Losey aftur í samvinnu viö Harold Pinter sem skrifaði kvikmyndahandritið og fjallaöi eins og svo oft áður um mannleg samskipti. Sagan segir frá ungri hefðarmær af breskri hástétt sem verður ástfangin af bóndasyni. Þetta var efni sem Losey hafði gam- an af að fjalla um enda tókst honum að draga mjög vel fram andstæður og fordómana í bresku þjóðfélagi. Hlaut Joseph Losey gullpálmann á Cannes kvikmyndahátíðinni 1971 fyr- irþessamynd sína. Hann hlaut aftur verðlaun á sömu kvikmyndahátíð sjö árum seinna fyrir kvikmyndaútgáfu sína af óperu Mozarts, „Don Giovanni” með Ruggiero Raimondi, Kiri te Kanawa Ein af þekktarimyndum Losey er liklega THE SERVANTmeð Dirk Bogarde og James Fox i aðalhlutverkum. lega séð. Má þar nefna THE SERV- ANT með Dirk Bogarde í aöamlut- verki, gerð 1963, KING AND COUNTRY með Tom Courtenay og Dirk Bogarde ári seinna og svo MODESTY BLALSE árið 1965. Líklega er sú mynd sem flestir muna eftir Josep Losey ACCIDENT, sem byggð er á leikriti Harold Pint- ers. Enn var það Dirk Bogarde sem fór með eitt aðalhiutverkið ásamt Stanley Baker og Elizabeth Taylor. Myndirnar sem fylgdu á eftir, þ.e. BOOM, byggð á verki Tennessee Williams, og SECRET CEREMONY (1968) hlutu ekki eins góðar undir- tektir þó þær væru á margan hátt vel gerðar. Það sem háði þeim var að Joseph Losey hafði nú of mikil fjár- ráð þannig að þær virkuðu of fburð- aimiklar og virtist að framleiðand- inn hefði lagt meira upp úr mörgum stjömum í aðalhlutverkum heldur en gæðum myndarinnar. Veikur fyrir óperum Næst kom myndin FIGURESIN A LANDSCAPE 1970 sem var nokkurs konar upphitun fyrir aðra stórmynd og Joee Van Dam í aðalhlutverkum. Inn á milli gerði hann myndirnar THE ASSASSINATION OF TROTSKY 1972 með Richard Burton í aðalhlutverki, sem hlaut frekar lé- lega dóma. Einnig gerði Losey árió 1974 myndina THE ROMANTICS ENGLISH WOMAN þar sm Glenda Jackson fór með eitt aðalhlutverkið á frábæran máta. Er ekki að efa að mörgum er sú mynd mjög minnis- stæð. Joseph Losey hafði um áraraöir haft mjög mikinn áhuga á óperum og hafði lengi gengiö með þann draum að getað kvikmyndað verk Mozarts, Don Giovanni. Sjötugur að aidri setti hann á svið í óperunni í París „Boris Godunov” við misjafnar undirtektir. Þótt Joseph Losey væri 75 ára að aldri þegar hann lést þá hafði hann nýlokið við nýjustu mynd sína STEAMING og hefur hún nú verið frumsýnd við þokkalegar undirtekt- ir. Með Joseph Losey er fallinn frá mjög sérstæður leikstjóri sem .allt sitt líf stundaði kvikmyndagerð af fullu kappi og lét hvorki fordóma né ofsóknir hafa áhrif á sköpunargáfu sina. B. H.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.