Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.1984, Page 31

Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.1984, Page 31
DV. ÞRIÐJUDAGUR10. JULt 1984. 31 Sandkorn Sandkorn Sandkorn Thalía og Bakkus LeiklistargyÖjan Thalía og Bakkus konungur eiga ekki alltaf samleiö eins og kunnugt er. Þó munu ein- hverjir tilburöir í þá átt eiga sér stað í leikhúsum höfuö- borgarinnar og t.d. hefur Stúdentaleikhúsið haft það til siös aö selja gestum sínum rauövínskúta á borðin á meðan á sýnbigum stendur. Þykir þetta . afskaplega huggulegt — stundum. Þó fóru huggulegheitin dálítið á skjön hér um daginn þegar heili saumaklúbbur mætti á sýninguna „Láttu ekki deigan síga, Guömund- ur” og þaö var augljóst að kvensurnar ætluöu heldur ekki aö láta deigan siga. Búnar að hita sig upp á Griliinu með drinks og til- heyrandi og svo voru aö sjálf- sögðu pantaöir nokkrir rauövinskútar á boröiö áður en sýning hófst. Framan af Ein úr saumaklúbbnum. gekk allt vel, sýníngin leið áfram á sviðiuu og rauðvínið ofan í saumaklúbbinn. Klúbburiuu skemmti sér vel, hló á réttum stööum og allir voru ánægðir... þangað til saumaklúbburinn var farinn aö hlæja stanslaust. Nú voru góö ráð dýr, starfsmaður reyndi kurteislega að draga úr innsoginu í öndunarfærum kvennanna með þeim árangri að upp hófust orðaskipti á milli leikenda og sauma- klúbbsins scm enduðu með þvi að síðarnefndi hópurinn yfirgaf leikhúsiö og hálftóma kútana í fússi. Hott, hott! Það var líf og f jör á hesta- mannamótinu á Kaldár- melum um síðustu belgi. Þar öttu menn ekki eingöngu saman hestum sinum heldur og cinnig sjálfum sér viö aðra. A kvöldvöku einni sem haldin var kepptu menn m.a. i því hver væri fyrstur aö ríða hesti berbakt að planka einum miklum, reka í hann nagla, éta pulsu upp úr potti án þess aö nota hendúrnar og stökkva síöan upp á pall og syngja Gamla Nóa. Gekk þetta að vonum misjafniega. Margir ultu af baki enda óvanir aö ríöa berbakt. Flestum tókst aö reka niður naglann og éta pulsuna en verulega kom á óvart hversu margir kunnu ekkiGamla Nóa... „Samfarir" hjá Flugleiðum ! júníheflti timaritsins Frequent Fiyer sem dreift er til tugþúsuuda lesenda i viöskiptalífinu í Bandaríkj- unum og víðar cr að finna grein um borgina Orlando i Flórída og fiughöfnina þar sem er í hvaö örustum vexti allra flughafna vestanhafs. tbúaf jöldi eykst hröðum skrefum og flest flugfélög i S- Ameríku og Evrópu eru með Orlando-flughöfnina einhvers staðar i áætlunum sinum. í blaðinu er því velt fyrir sér hvaö vaidi þessum vinsældum Orlando. Sumir segja að nálægð Disneylands ráði þar einhverju cn aðrir eru þeirrar skoðunar aö íslenska flugfélagið Flug- leiðir eigi sinn þátt i vinsæid- unum. t fréttatilkynningu frá félaginu sem send var Amcrikumönnum segir nefnilega aö Flugleiöir hafi lengi haft augastað á Oriando Behind that dean-cut image How did lirtle Orlando bccome a primc destination tor í'or* cigners visiting the U.S., and whv is it that probably evcry Euro- ncan and Latin American airline has the Florida city in its long-range plans? Conventional w isdom holds that the wholcsome fun of Disncy World is the main lure. But Ieeland* air, which will bcgin scrvice from Luxembourg to Orlando in Scptem* ber, may have found another reason whv Europeans want to come (if the carricr is to bc taken at its word). In a press release announcing thc new service, an lcclandair executive was quotcd as saying: “Wc’vc had our eyes on Orlando £or somc time. lt’s onc of the fastest- growing arcas of thc U.S., which mcans thcrc is a substantial copula- rion basc to draw Trom... it is a high- !y’ attractivc vacation dcstination for Europcans.” Whcrc do wc book? Kynlifsgreinln í Frequent Flyer. og hyggist nú hefja áætlunar- flug þangað frá Luxembourg í september. Orlando sé sá staöur í Baudarikjunum sem sé i hvaö örustum vexti. Þar séu samfarir tíðar og borgin því ákjósanlcg fyrir Evrópu- menn sem eyða vilja sumar- ieyfi sinu vestan hafs. Þetta með „samfarirnar” í Orlando er til komið vegna þess að í fréttatilkynningu Flugleiöa rugluðust saman orðin „population” (íbúa- fjöldi) og „copulation” (samfarir) Greminni í Frequent Flyer lýkur með spurningunnf hvar hægt sé að panta miða hjá Flugleiðum. Heimaæfingar Sundiaugarvörðurinn í Borgarncsi er yfirleitt í góðri æfingu í starfi sinu sem felst í að gæta sundlaugar sem er 12 m löng. Heima hjá sér er hann nefnilega með einka- laug sem er 8 m löng og þar getur hann æft sig í fristund- unum. Umsjón Eiríkur Jónsson. Amerísk þjóðhátíð í Árbæ Kvikmyndir Kvikmyndir r Bíóhöllin/Tvífarinn: Yktur Bogart Heiti: The man with Bogarts Face. Þjóðerni: Bandarísk. Argerð: 1980. Leikstjóm: RobertDay. Handrit: Andrew J.Fenaday. Kvikmyndun: RichardC. Glouner. Aðalhlutverk: Robert Sacchi, Olivia Hussey, Herbert Lom, Sybil Dann- ing. Hvað er hægt að kalla mann sem lætur breyta andliti sínu þannig að hann líti út eins og Humphrey Bogart, kallar sig Sam Marlowe og opnar einkaspæjaraskrifstofu? Það er til dæmis hægt aö kalla hann því snotra nafni Lúní eða eitthvað annað álíka. Þetta gerir engu að síður persónan í Tvífaranum og græðir á því. Verkefnin hrannast upp en öll virðast þau beinast í einn farveg, í átt að bláu safírunum, tveimur dýr- mætustu steinum jarðríkis. Kannski er Sam Marlowe lúní en þaö kemur aldrei upp á yfirboröið í myndinni, þetta er skemmtileg grín- mynd með sæmilega spennandi sögu- þræði. Aldrei er gert grín að meistara meistaranna, töffara töffaranna, sjálfum Humphrey Bogart, óumdeilanlega mesta gæja frá upphafi. Sacchi er ótrúlega likur þessum látna snillingi en sennilega er þetta í eina skiptiö sem hann á eftir að græða á því (fyrir utan auglýsingar) sem er synd því hann er ekki svo af- leitur leikari. Hann nær Bogart nokkuð vel og gott betur því hann ýkir allar hreifingarnar og verður fyrir bragðið fyndinn. Allar frægustu klisjumar úr Holly wood hefur hann á hreinu, lifir sig inn í þennan heim þar sem allt er í plati, því Sam Marlowe er sífellt að vitna í hinar og þessar kvikmyndastjörnur og má ekki sjá nýtt andlit, þá er hann farinn að velta því fyrir sér hver hefði leikið viökomandi væri þetta kvikmynd. Stöku sinnum bregður Fenady, handritshöfundur og framleiöandi myndarinnar, út af Bogartlinunni og lætur Sam (Spade) (Phillip) Marlowe missa stjóm á sér, nokkuð sem varla henti Bogart er hann túlkaði Phillip Marlowe eöa Sam Spade. Það má hafa gaman af þessari mynd hvort sem maður er brjálaöur Bogart-aðdáandi eða hefur aldrei séð Fyrsta spurning i getraunaieikn- um: Br þetta Borgart eða er þetta ekki Bogart? mynd með honum því hún stendur ágætlega að vígi ein sér. Urvalsliö leikara bakkar Sacchi upp, þar á meðal Herbert Lom og Franco Nero (sérlega viðkunnanlegt nafn). Já þetta var bara helv. gaman. Sigurbjöra Aðals teinssou. SMÁAUGLÝSINGAÞJÓIMUSTA VIDGETUV1 IETT ÞER SPORIN OG AUDVELDAÐ ÞER FYRIRHÖFN • Afsöl og sölutilkynningar bifreiða • Húsaleigusamningar (löggiltir) • Tekið á móti skriflegum tilboðum Við viljum vekja athygli á að þú getur látið okkur sjá um að svarafyrir þig simanum. Við tökum á móti upplýsingum og þú getur siðanfarið yfir þær i góðu tómi virka daga kl. 9—22 OPIÐ: laugardaga 9—14 sunnudaga kl. 18—22 Tekið er á móti myndasmáauglýsingum og þjónustuauglýsingum virka daga kl. 9—17. SÍMINN ER 27022. ATHUGIÐ Ef smáauglýsing á að birtast í helgarblaði þarf hún að hafa borist fyrir kl. 17 föstudaga. SMÁAUGLÝSINGADEILD, ÞVERHOLT111, SÍMI 27022. Kvikmyndir Kvikmyndir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.