Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.1984, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.1984, Blaðsíða 40
I FRETTASKOTSÐ 68-78 18 SIMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu , eða vitneskju um frétt — hringdu þá í: sima 68-78-58. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað i DV, greið- ast 1.000 krénur og 3.000 krónur fyrir besta fréttaskotið i hverri viku. Sími ritstjórnar: 68-66-11. Auglýsingar, áskrift og dreifing, sími 27022. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Frjálst,óhá6 dagblað ÞRIÐJUDAGUR 10. JULI1984. REISIR KIRKJU A EIGIN REIKNING —f orst jóri í Reykjavík lætur endurbyggja fornt bænhús við sumarhús sitt í Mývatnssveit Guömundur Bifreiöa- og Gislason, forstjóri landbúnaöarvéla í Reykjavík, ætlar að reisa bænhús í fomum stíl við sumarhús sitt í Mývatnssveit. Framkvæmdir eiga aö hef jast í næsta mánuði. Bænhúsiö eöa kirkjan á aö standa viö Sandvatn sem er um 4 km frá þjóðveginum viö Grímsstaöabæina. Höröur Ágústsson listmálari hefur haft veg og vanda af undirbúningi verksins, gert nauösynlegar rannsókn- ir og teiknað. Hann hefur einnig meö höndum verkstjórn. Teikningarnar sagðist Höröur hafa gert eftir lýsing- um i visitasíu Gísla biskups Þorláks- sonar. Kirkjan verður úr torfi og tré- gríndin innan i svokallað stafverk. Efni í þaö er af bestu gerö og var keypt í Noregi í fyrra. Frá öndveröu og fram á 17.—18. öld voru meiriháttar torfhús meö slíka trésmiö, en þá tók bindings- verkið viö. Húsiö verður mjög lítið og telur Höröur eölilegast aö kalla slíkar kirkjur á heimilum fólks bænhús. Kirkjubyggingin hefur verið lengi í undirbúningi. Náttúruvemdarráð heimilaði hana fyrir sitt leyti í febrúar 1981, með því skilyrði aö húsið y rði opið almenningi. Siguröur Þórarinsson jarðfræðingur, sem þá var í ráðinu, lagöist eindregiö gegn byggingunni viö Sandvatn. önnur tilskilin leyfi liggja fyrir og kirkjubyggingin mun gerö meö vitund biskups. Siguröur Guðmundsson, prófastur Þingeyjar- prófastsdæmis, sagöist ekki telja lík- legt að staðið yrði gegn því að vígja húsið ef leitað yrði eftir því. ööruvísi væri þetta engin kirkja. búið er aö skera torf í bænhúsiö og á að hlaða það í haust. Trésmíðavinna hefst ekki fyrr en næsta sumar. SJ/JBH Akureyri. J0NL. GERÐI JAFN- TEFLI Jón L. Árnason gerði jafntefli við Danann Kurt Hansen Norðurlanda- meistara í 37 leikjum í fyrstu skák sinni á Norðursjávarskákmótinu sem nú stendur y fir í Esb jerg í Danmörku. Jón hafði hvítt og kom upp Sikileyjarvöm. Skákin var mjög tvísýn en Jón hafði þó ívið betra tafl. Greip Daninn til þess ráðs að þráskáka til að tryggja jafntefli. Mikið var um jafntefii í fyrstu um- ferð en þó var barist til þrautar í hverri skák. Ein óvænt úrslit urðu: Englendingurinn Short, sem náð hefur stórmeistaraáfanga, tapaöi fyrir titils- lausum Svía, Wiedenkeller að nafni. ás 5 I I SAT0G BEIÐ K0NU SINNAR Björgunarsveitarmenn og þyrla Landhelgisgæslunnar voru kölluö út í fyrrinótt til leitar að hestamanni sem riöiö hafði á hesti sínum af hesta- mannamótinu á Kaldármelum. Er leitin var rétt hafin gaf hestamaðurinn sig fram en hann hafði setið í góðu yfir- læti á Shell-stöðinni í Borgarnési þar sem hann beið konu sinnar. Hestamaðurinn mun hafa ætlað að ríða á hesti sínum aö bæ í Borgar- hreppi. Síðar fannst hestur hans mann- laus um morguninn og þá var haft samband við lögregluna og hún hafði svo samband við björgunarsveitar- menn. Þyrla Landhelgisgæslunnar mun svo hafa veriö komin á staöinn er maöurinn fannst á Shell-stöðinni en hann mun hafa ætlað að fá sér göngu- túr um sveitina og skiliö hestinn eftir. -FRI LUKKUDAGAR 10. júlí 25255 REIÐHJÓL FRÁ FÁLKANUM AÐ VERÐMÆTI KR. 10.000,- Vinningshafar hringi í sínia 20068 LOKI Gjaldið keisaranum það sem keisarans er. . . Ráðist á tvær fullorðnar konur Ráðist var á tvær gamlar konur í Reykjavík á sunnudagskvöld. Voru veski þeirra hrifsuð af þeim. Arásar- menn annarrar konunnar náðust. Fyrra atvikið átti sér stað við gamla kirkjugarðinn í Suðurgötu. Þar var áttræö kona á ferð þegar maður vatt sér að henni og hrifsaði af henni veskið og tók á rás. Árásar- maðurinn hefur ekki náðst en veskið fannst í kirkjugarðinum í gær meö öllu sem í því var. Konuna sakaði ekki. Seinna atvikið átti sér staö nálægt Hlemmtorgi. Þar ruddust tveir ungir menn aö konu á áttræðisaldri sem þar var á ferð. Var lögreglunni strax gert viðvart. Náðust peyjamir og játuðu þeir verknaöinn og skiluöu veskinu með öllu sem í því var. Þeir hafa áður komið viö sögu lögregl- unnar fyrir ýmiss konar afbrot. -KÞ Þœr dæstu i sundlaupunum i gmr, þessar blómarósir, líkastar fHmstJörnum á frönsku Rivierunni. Enda var veðrið i Reykjavík líkastþvísem gerist ímið- evrópskri stórborg íágúst. Strákarnir voru lika hressir og berir að ofan eins og stelpurnar. p V-mynd A S BJARGAÐI FR0SKMANNI Báturinn Sigurborg HF 116 kom að vélarvana sportbáti út af Suöumesjum á laugardaginn en um borð í sportbátn- um vom þrír froskmenn. Haföi einn þeirra lagst til sunds til lands að ná i hjálp er Sigurborg kom að en hún sigldi á eftir honum og tók hann upp í enda mun þá mikið hafa verið dregið af honum. Er þetta gerðist mun björgunar- sveitin Albert hafa verið í viðbragðs- stöðu en aöstoðar hennar reyndist ekki þörf. ,-FRI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.