Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1984, Qupperneq 12
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stiórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON.
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖROUR EINARSSON.
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM.
Aöstoðarritsi|órar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON.
Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON.
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON.
Ritstjórn: SÍÐUMÚLA 12—14. SÍMI 684611. Auglýsingar: SÍDUMÚLA 33. SÍMI
27022.
Afgreiösla, áskriftir/ smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI11. SÍMI 27022.
Sími ritstjórnar: 686611.
Setning, umbrot, mynda-og plötugerö: HILMIR HF., SÍÐUMÚLA 12.
Prentun: Árvakur hf., Skeifunni 19.
Áskriftarverð á mánuöi 275 kr. Verö í lausasölu 25 kr.
Helgarblaö28 kr.
Einokun eykst
Landbúnaöarmafían fullyrðir, aö hækkun kjarnfóður-
gjalds úr 19% í 89% sé tilraun til að draga úr offram-
leiðslu á mjólk. Ekki er aögerðin þó áhrifameiri en svo,
að í undirbúningi er aukin mjólkurframleiðsla á búi fram-
leiösluráðsmannsins á Hálsi og ráðherrans í Seglbúðum.
Hægt er að benda á mun áhrifameiri aðgerðir til að
minnka mjólkurframleiðsluna. Til dæmis mætti hætta að
niðurgreiða áburð með hinu fáránlega lága orkuverði til
Áburðarverksmiðjunnar. Ennfremur mætti einfaldlega
lækka verð til neytenda á mjólk og mjólkurvörum.
Kjarnfóðurgjald hefur hins vegar fyrst og fremst áhrif
á framleiðslu eggja, kjúklinga og svína. I þessum
greinum er langmest notað af kjarnfóðri. Hin gífurlega
hækkun gjaldsins mun einkum hafa þau áhrif, að egg,
kjúklingar og svínakjöt hækka í verði.
Þegar landbúnaöarráðherra ákveður að stórhækka
kjarnfóðurgjaldið samkvæmt tillögu Framleiðsluráðs
hinna hefðbundnu greina landbúnaðarins, er hann fyrst
og fremst að reyna að færa neyzlu frá kjarnfóður-
greinunum yfir í hinar hefðbundnu greinar kúa og kinda.
Um leið er stefnt að auknum tökum landbúnaðarmaf-
íunnar á bændum í ræktun svína og alifugla. Það gerist á
þann hátt, að hluta kjarnfóðurgjaldsins er skilað til baka í
verkefni, sem njóta náöar mafíunnar. Við höfum þegar
séð dæmið af eggjadreifingarstöðinni.
I Kópavogi er verið að reisa stöð fyrir peninga, sem
neytendur hafa í rauninni greitt, því að það eru þeir, sem
að lokum borga kjarnfóðurgjaldið í hærra vöruverði. Að
þessari stöð standa hinir þægari eggjabændur, sem eru
þóknanlegir hinum einokunarsinnuðu.
Ætlunin er að þröngva hinum óþægari eggjabændum
smám saman inn í þessa stöð. Niðurstaðan á að vera, að
„jafnframt yrði undirboðum hætt”, svo sem einn blaða-
fulltrúa mafíunnar játaði í nýlegri lofgrein um eggja-
dreifingarstöðina. Fá orð hans segja langa sögu.
Einokunarlið landbúnaðarmafíunnar vill koma eggja-
framleiðslu í sama ofsadýra skipulagið og ríkir í hinum
hefðbundnu greinum landbúnaðarins. Það vill hindra, að
stórtækir eggjabændur geti blómstrað með tækni og hag-
ræðingu og lækkað eggjaverð í landinu.
Athyglisvert er, að á tímum, þegar frjálsræði fer vax-
andi á ýmsum sviðum, er einokun að færa út kvíarnar á
öðrum sviðum. Á sama ári og miklar sprungur hafa
myndazt í einokun á kartöflum er verið að koma á fót
einokun í eggjum, þar sem áður ríkti frelsi.
Furðulegt er, að sex ráðherrar Sjálfstæðisflokksins
skuli ekki geta haldið aftur af einokunarstefnu land-
búnaðarráðherra Framsóknarflokksins. I þessum
ráðherrum á þjóðin ekki nokkra vörn, þegar hagsmunir
landbúnaðarmafíunnar eru í húfi. Þá blaktir einokunin.
Neytendur hafa enga pólitíska vörn í eggjastríðinu,
sem einokunarliðið hefur blásið til. Hið eina, sem þeir
geta gert, er að treysta á sjálfa sig. Þeir geta hafnað eggj-
um einokunarinnar og eingöngu keypt egg frá hinum
frjálsu, sem enn hafna fjötrunum.
Alveg eins og í kartöflunum geta neytendur brotið
eggjaeinokunina á bak aftur. Það mundu neytendur í út-
löndum gera, ef þröngva ætti upp á þá einni dreifingar-
stöö með einu verði. Þeir geta neitað að skipta við
einokunarstöðina, sem landbúnaðarmafían er að þröngva
upp á þá.
Jónas Kristjánsson.
Kjallari
á fimmtudegi
„Hafa þessir einkaboðberar andvaraleysisins marsérað um götur og torg þegar helst var von á fóiki á ferli
tilað kyrja siagorð sin og veifa svivirðingum um Vesturlönd."
Skuggahlið á
skoðanakðmun
Mönnum hefur oröiö tíðrætt síö-
ustu dagana um skoðanakönnun
nokkra, sem meðal annars leiddi i
ijós meiri samstööu um utanríkismál
en margir bjuggust viö. Hávaða-
samir minnihlutahópar hafa haldiö
uppi harðsnúinni andstöðu gegn þátt-
töku Islendinga í varnarsamtökum
vestrænna þjóöa og bergmálaö
dyggilega allar kenningar Kreml-
verja um nauösyn þess fyrir
Evrópubúa aö vera vopnlausir og
andvaralausir svo auöveldara yrði
fyrir þá aö koma á afgönsku lýðræði
á Vesturiöndum. Hafa þessir
einkaboðberar andvaraleysisins
marsérað um götur og torg þegar
helst var von á fólki á ferli til aö
kyrja slagorö sín og veifa sví-
virðingum um Vesturlönd. Fyrirferö
þeirra hefur oft á tíðum verið slík aö
menn hafa ofmetið styrk þeirra og
fylgi. Skoðanakönnunin nú og raunar
fyrri skoöanakannanir hafa leitt
sannleikann áþreifanlega í ljós. Yflr-
gnæfandi meirihluti þjóöarinnar
fylgir í grundvallaratriðum þeirri
utanríkisstefnu sem fylgt hefur
veriö.
Auövitaö er það mjög misjafnt
hvaö mönnum finnst eftirtektar-
veröast við þessa nýjustu skoðana-
könnun. Mér finnst þó á umræðu
manna aö tvennt veki mesta
athygli. Annars vegar það að fjóröi
hver kjósandi Alþýðubandalagsins
er fylgjandi þátttöku Islendinga í
vamarbandalagi Vesturlanda,
NATO, hitt er þaö aö meirihluti
þjóðarinnar virðist samþykkur
gjaldtöku í einhverri mynd fyrir dvöl
vamarliðsins á Islandi.
Þaö er í meira lagi hjákátlegt aö
heyra forystumenn Alþýðubanda-
lagsins foröast að minnast á fylgi
kjósenda þess viö Nato og þótt ekki
nema 7% kjósenda þess styöji ennþá
dvöl vamarliðsins hérlendis er mjög
líklegt aö sú tala eigi eftir að hækka.
Veröur að segjast eins og er að ekki
er von aö forystumönnum Alþýðu-
bandaiagsins gangi vel að telja
þjóðina á úrsögn úr Atlantshafs-
bandalaginu á meöan kjósendur
flokksins virðast vera í óöa önn að
snúa baki viö stefnunni. Hið mikla
fylgi innan Alþýðubandalagsins við
gjaldtökuna bendir einmitt til þess
aö þama sé komin af staö þróun er
enginn veit hvar endar. Er greinilegt
aö til lítils hefur veriö kyrjað á
götum og torgum.
Gjaldtakan á sér mikið
fyigi
Hitt atriðiö sem ég held að hafi
komið mönnum verulega á óvart er
hiö mikla fylgi viö gjaldtöku fyrir
dvöl vamarliðsins hérlendis. A þaö
hefur veriö bent af andstæðingum
gjaldtöku aö stjórnandi skoöana-
auka öryggi þegna þessa lands.
Þarna hafa menn einkum og sér í
lagi góða vegi í huga, sem gætu tekiö
viö miklum straumi fólks er kynni aö
þurfa að leita skjóls í fjarlægum
landshlutum. Hafnir og flugvellir eru
einnig gjama nefndir sem hugsanleg
„greiðsia” fyrir landið undir her-
stöðina. Yfirleitt segist fólk ekki
vilja beinar peningagreiöslur er
gangi inn í reksturinn, en finnst h'til
sem engin hætta í hinu f ólgin.
MAGNUS
BJARNFREÐSSON
Skylt er skeggið
hökunni
Auðvitað er ekki hægt annaö en aö
viðurkenna aö í þessu eru nokkur
sannindi fólgin. Engu aö síöur er
ljóst aö allar slíkar greiöslur og öll
slflc framlög koma til með aö hafa
áhrif á íslenskt efnahagslíf. Og öll
koma þau til með að gera okkur
háöari dvöl herliðsins hér en ella.
A „Ég hefi áður látið í þessum greinum
W í Ijósi andstöðu við gjaldtöku í hvers
konar mynd og hefi ekki skipt um skoðun.”
könnunarinnar hafi sjálfur tekiö
fram að spurningar um þetta atriði
kunni aö hafa verið þannig fram sett-
ar aö svör hafi fremur hnigið í þessa
átt. Þaö kann aö vera rétt, en ég held
aö menn megi ekki vanmeta þessa
niöurstööu.
Hið mikla fylgi við gjaldtökuna
kom mér á óvart, það skal ég hrein-
skilnislega viöurkenna. Mér datt
ekki í hug að hún væri svona almenn.
Allir stjórnmálaflokkamir hafa lýst
yfir andstöðu við hana, þaö er nánast
hiö eina sem fullt samkomulag hefur
virst um milh þeirra í öryggis- og
vamarmálum.
Eftir að þessar niðurstöður
skoöanakönnunarinnar lágu fyrir
hefi ég reynt að leita álits fólks í
kringum mig á þessu atriði og ég er
sannfærður um aö svörin eru ekki út
í hött og eru ekki nema að litiu leyti
afleiðing leiöandi spurninga. Ötrú-
legasta fólk hefur látið í ljósi fylgi viö
þessar skoöanir og ég er hræddur um
aö þeim sé sífellt að aukast fylgi.
Raunar er ég sannfærður um aö
þaö er mjög misjafnt hve langt fólk
vill ganga. Ekki nándar nærri alhr
sem vilja gjaldtöku í einhverri mynd
vUja fá beinar peningagreiöslur fyrir
afnot af landi. En margir benda á að
ekki sé óréttlátt að á meðan viö lán-
um land undir herstöö sem líkleg sé
til þess aö draga að sér hemaðar-
aögeröir ef tU styrjaldar kæmi, þá
séu hinir sömu aöUar skikkaöir til
þess á móti að leggja fram fé tU að
Eg hefi áöur látiö í þessum
greinum í ljósi andstöðu við gjald-
töku í hvers konar mynd og hefi ekki
skipt um skoðun. Eg held líka aö ekki
fari miUi mála aö ég sé fylgjandi
aðUd aö Nato og dvöl vamarUösins
eins og á stendur. En ég vil ekki að
viö verðum fjárhagslega háöari dvöl
þess en þegar er oröið. Þaö verður ef
við tökum gjald fyrir hana i ein-
hverri mynd. Þaö er önnur ástæöan
fyrir því aö ég er andvígur g jaldtöku.
Hin meginástæðan er sú aö mér
finnst það ekki sæmandi okkur sem
þjóö að reyna aö hagnast á þennan
hátt á því aö öryggi okkar sé treyst
tU hins ýtrasta. Þar þýðir ekkert aö
vitna tU suðlægra þjóöa með vafa-
samt siöferöi í hvers kyns fjármála-
vafstri, þar sem mútur og hvers kyns
spUUng em lyklar að völdum og veg-
semdum. Halda menn að það sé
langur vegur í miUi greiðslna fyrir
landafnot og mútugreiöslna fyrir
skoöanir og völd? Nei, takk, hann er
stuttur og við skulum ekki byrja á að
feta hann.
Hiö mikla fylgi viö gjaldtökuna
sýnir hins vegar að nauðsynlegt er
aö koma á upplýsandi umræðu um
þessi mál. Hana hefur skort og ef til
vUl hefur sumt fólk ruglað saman
andstöðu viö gjaldtöku og andstööu
við dvöl vamarUösins. Það verður aö
gera ahnenningi ljóst, að það eru tvö
algerlega aðskUin mál.
Magnús Bjarnfreðsson.