Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.1984, Blaðsíða 7
DV. LAUGARDAGUR18. ÁGÚST1984.
7
maðurinn væri samsettur af sjö líköm-
um, efnislíkama, skugga, tvífara, sál,
hjarta, anda, er nefndist khu, afli,
nafni og andlegum líkama.
Við dauðann var skugginn skilinn frá
efnislíkamanum og var hægt aö ná
sambandi við hann aðeins með vissum
dulrænum athöfnum sem aðeins fáir
útvaldir kunnu (e.k. miðilsfundur).
Aöallega er þó talað um aöeins tvo
andlega líkama er nefndust ka og ba.
Ka bjó í grafhýsinu eða múmíunni, og
varð til við fæðingu, og var einnig lífs-
kraftur einstaklingsins.
Konungar og guðir áttu tvö ka,
annað er bjó á „himnum” eða með
guðunum, og hitt er var í líkamanum
og bjó í pýramídanum eftir dauðann.
Ba, sem táknaður var fugl með
mannshöfúö, yfirgaf líkamann á
dauöastundinni en mátti ferðast um á
daginn en varð aö koma aftur inn í
múmíuna aftur aðnóttu til.
Dánarheimur almennings var ekki
hinn sami og dánarheimur faraóanna.
Almenningur fór til heims þar sem
hann lifði svipuðu lifemi og hann gerði
ihér, og ef vanþroskaöur varð hann að
Itaka út refsingu er nefnd var „endur-
fæðing” (þ.e. koma aftur hingað til
jaröarinnar og þroska sig betur).
Konungsstéttin fór aftur til
goðheima því í þessu lífi var hún álitin
afkomandi guðanna eöa milliliður
þeirra. Ein trúin var sú að við dauðann
yrði konungurinn að nýrri stjörnu á
næturhimninum til þess að verða al-
séður um gjörvallt Egyptaland.
— Einnig var því haldið fram að
konungurinn hitti sólguðinn Re eða Ra
og sigldi með honum um himininn á
barkskipi sínu, (sólinni). Þessi trú var
algeng á fimmta konungstímabilinu
. (2494 -2345 f.Kr.).
Einnig var sú trú aö þegar konungur
andaöist færi sál hans til dánarheima
þar sem hann mætti fyrir dómstól 42
dómara og þyrfti að svara fyrir sig
(ósiris trú). Jafnframt var hjarta hans
vegið á vogarskálum réttlætis og ef
hann reyndist verðugur fékk hann inn-
göngu í hina eilífu sælu.
Ekki er alveg öruggt hvort nokkur
kvalarstaður eöa helvíti hafi verið í
dauðahugmyndum Egypta. — Þó er
getið um óvætt einn er Ammút hét,
sem var að hluta ljón, krókódíll og flóð-
hestur. Sagt er að hann hafi verið
vörður er gætti inngönguleiöarinnar í
hina eilífu sælu. En sumir vilja halda
því fram að hjarta þeirra sem ekki
reyndust verðugir að dvelja meðal
réttlátra, væri kastað til hans. Ekki er
sú hugmynd ólíkleg því að nafn hans
þýðir „HAMUR.”
Osiris-trúin, og þær hugmyndir er
tengjast henni um dauðann, var afar-
vinsæl og í hávegum höfð. Væri of langt
mál aö útskýra þá trú hér.
Skraut
I nýkonungsríkinu (1300—1200
f.Kr.), var hætt að fjarlægja innyflin,
og í stað kanópik-krukkanna voru settir
fjórir verndarvættir er nefndust hinir
fjórir synir Hórusar. — Þekking
manna á varðveislu líka og öðrum iön-
greinum jókst og umbúðir urðu
vandaöri í alla staði. T.d. var farið að
skreyta líkkistur og mála mynd af
hinum látna á þær á 21. konungstíma-
bilinu (1085—945 f.Kr.) og um 305—30
f. Kr., á hinum svonefnda PTOLE-
MISKA-tíma, var farið að skreyta lík-
kistur með gleri og eðalsteinun.
Síðan var farið að hafa þetta einfalt
(um 30 f.Kr.) og múmíum komiö fyrir í
trjágrindum er síðan voru vafðar og
skreyttar. Enda geymdar í húsi eftir-
lifandiættingja.
Á þriðju og f jórðu öld eftir Krist má
segja að múmíugerö sé meö öllu
horfin.
-Ronald M. Kristjánsson.
Heimildlr: Death in Ancient Egypt e.
A.J. Spencer.
Egyptian Mythology e. Veronica Ions.
minnisleysi sálarinnar (hinn annar
dauði) sem Egyptar óttuöust mest.
Elstu heimildir, sem við höfum í dag
varðandi greftrun í Egyptalandi, er
hægt aö tímasetja allt að 3000 árum
fyrir Kristsburð.
Þá voru grafir opnar og hring- eða
egglaga. Voru þær þar sem eyöimörkin
og frjósamur Nílardalurinn mættust.
Þurr eyðimerkursandurinn þótti
heppilegri greftrunarstaöur því að
hann varðveitti líkið mun betur en
rakur, fr jósamur jarövegurinn.
I dag má enn finna slíkar grafir og
líkin ótrúlega vel varöveitt.
Áður en múmíur komu til sögunnar
voru líkin í fyrrnefndum gröfum lögö
þannig til að hnén voru dregin upp aö
höku (dregin í kuðung), hendurnar
lagðar fyrir framan andlitið og líkið
látið snúa í vestur (sólsetur, í átt að
dánarheimi). Egyptar héldu því fram
að án líkamans ætti sálin engan
hvíldarstað og gæti því ekki þrifist
(leystist upp). Það tíðkaöist einnig aö
ýmsum veraldlegum hlutum væri
komið fyrir í gröfinni sem hinn fram-
liöni gat notiö góös af á ferð sinni um
dánarheima og þegar hann kom aftur í
gröf sína. Þetta voru til dæmis leirker,
verkfæri, matur og ýmsir verndar-
gripir.
Síðar þróast grafir upp í þaö að þeim
er lokað. Voru sum lík þá vafin geitar-
skinni eða ullarbrekáni.
Viöarkistur var farið aö nota
snemma á fyrsta konungstímabilinu
(3100—2890 f.Kr.), þó með sama sniöi
og áður, að draga líkið í kuöung.
Því næst þróast hinar egglaga grafir
í rétthymdar þar sem auðveldara var
aö loka þeim.
Ut frá þeim þróast e.k. jaröhús sem
kistan var lögð í ásamt hlutum þeim er
nauðsynlegir þóttu fyrir hinn látna.
Frá þessum gröfum þróast svo graf-
hýsi er mastaba nefndust (hlaðnar
grafir með flötu þaki). Á þriðja
konungstímabilinu (2780—2680 f.Kr.)
koma þrepa-pýramídarnir, og svo
hinir eiginlegu pýramídar. Stærstur
þeirra er Keops-pýramídinn, eöa pýra-
mídinn mikli eins og hann er oftast
nefndur. Er hann 160 m hár og þekur
um 13 ekra svæöi.
öll ofantöld grafhýsi vom hin mestu
völundarhús, með löngum göngum og
ranghölum til að villa um fyrir
ræningjum er vildu stela fjársjóðum
og verðmætum sem sett höfðu verið
með hinumlátna.
Múmíugerð
Egyptar fundu þó fljótlega út að í
viðarkistum varðveittist líkið ekki eins
vel og með gömlu aðferðinni. Voru þá
gerðar tilraunir með aö binda um líkin
og elsta heimild sem viö höfum í dag
um þessa aðferð er frá tímum Djer
konungs í ABYDOS (ca. 2800f.Kr.). En
aöeins hönd hans (eða talin vera af
honum) hefur varðveist. Það er ekki
fyrr en á fjóröa konungstímabilinu
(2613—2494 f.Kr.) aö hin eiginlega
múmíugerð nær einhverjum fram-
förum.
Þá var farið með líkið á ákveðna
múmíuvinnustofu er nefndist „Uabit
per nefer” og þýðir hús endur-
fæðingar, einnig nefnt hið góða hús,
staður hreinsunar og gullsins hús.
Þar var líkiö þvegið upp úr Nílar-
vatni, síðan var heilinn fjarlægður
gegnum nasaholurnar sem síðan voru
fy lltar upp aftur með leir eöa hörlérefti
til að sálin leystist ekki upp. Næst var
framkvæmdur uppskuröur á vinstri
síðu og innyfli (lungu, lifur, þarmar og
magi) f jarlægð. Þessu var komiö fyrir
í ákveðnum krukkum er nefndust
kanópik-krukkur. — Hjartaö var ekki
fjarlægt því það var taliö aðsetur vits-
munanna og vegið í dánarheimi.
Að uppskurði loknum var líkiö smurt
með pálma-víni, kryddjurtum og
dýrmætum smyrslum. Því næst var
það lagt í sódium-salt og geymt þar í 70
daga til að þurrka þaö. Því næst var
bundiö um líkið með umbúðum,
vættum smyrslum, kryddjurtum, víni
og bræddri viðarkvoðu (harpeis).
Á meðan verið var að binda um líkið
var lesið upp úr dauörabókinni svoköll-
uöu, sem var e.k. leiöarvísir sálar-
innar um dánarheima.
Þegar talað var um látinn mann var
talaö um hann sem ósiris, en um látinn
kvenmann aftur sem haþor. Þetta
jafngildir þvi er við segjum í dag
heitinneðasálugi.
Osiris og Haþor (Ament) voru
nefnilega yfir dánarheimum.
Dánarheimur
Fom-Egyptar héldu því fram að
Sanyo er með á nótunum.
GXT-200
Ótrúleg tóngæði og fallegt útlít fyrir breakara
á öllum aldri.
Magnarí 2X10 sin. wött.
Útvarp með FM steríó (rás 2) MW-LW.
Plötuspílari, hálfsjálfvírkur með moving
magnet, pick-up og demantsnál.
Segulband með DOLBY Nr og METAL
stíllingu.
50 watta hátalarar og stórglæsilegur víðar-
skápur með reyklitðum glerhurðum og loki.
VEFÐ AÐEINS
KR. 18.876,00 stgr.
Gunnar Ásgeirsson hf.
Suóurlandsbraut 16 Sími 9135200