Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.1984, Side 13
DV. LAUGARDAGUR18. ÁGUST1984.
13
Ég vilgjaman vita hver hringir svo
ág lyfti tólinu afog svara: „Þetta er
sjáifvirkur símsvari Roh/ Wesen-
lunds..."
Hvemig tekst þér þetta?
,,Égnota valíum!”
—Hvaðsegiröu?
,,Já, ég siappa af í bátnum minum
og ég hef skírt hann Valíum.”
En aftur að sviðinu...
„Já, ég tel það tiltölulega erfitt. Eg
held að ég hafi verið skynsamur þegar
ég tók mér hvíldarár fyrir fjórum
árum. Eg komst að þeirri niöurstöðu
að það væru það margir félagar í
minni starfsstétt bæði í Noregi og Sví-
þjóð sem lentu í alvarlegum vanda-
málum aö ég hugsaði:
Wesenlund, þú verður aö slappa af.
Og ég tók mér frí í heilt ár!
Það var stórkostlegt. Eg yngdist um
tíu ár. Um leið fékk ég nýtt viðhorf til
tilverunnar. Hræðslan um að ráða ekki
við allt hvarf. Þess vegna gat ég á ný
glaöst yfir því að vera til. Auk þess
hitti ég Ruth, nýju konuna mina. Eg á
eftir að taka mér fleiri hvíldarár. ”
—Hvað gerðirðu á hvíldarárinu?
,,Eg skrifaði bók og vann við
góögerðarmál. Eg vann meðal annars
fyrir sjómenn. Skemmti þeim ókeypis
þegar þeir voru í landi.
— Þannig að lífið hefur aftur fengið
tilgang?
„Já, ég er ekki lengur hræddur um
að deyja. Nú getur lífið boðið mér
næstum hvað sem er og ég veit að ég
ræðviðþað.
Hatar símtæki
og tómata
I þessu samtali hefurðu verið ákaf-
lega alvarlegur. Er það tilfellið?
,,Nei, ég býst við því að ég sé af-
skaplega alvarlegur. Eg vil að menn
taki mig í alvöru og líka að litið sé með
meiri alvöru á skemmtun en venja er.”
— Nefndu eitthvað sem pirrar þig.
„Það eru tveir hlutir sem ég get
sagt beint að pirri mig. Það eru tómat-
arogsímtæki!”
—Hvaðáttuvið?
„Tómata hata ég vegna þess að
allur matur er borinn fram og
skreyttur með tómötum. Off, þessir
rauðu hlutir eru bara skrautmeti. Þar
fyrir utan eru þeir bragðlausir. ’ ’
— Og símar?
„Þeir hringja bara. Eg hata þá."
— En þú getur nú sveigt hjá því
vandamáli. Sem þekktur maöur get-
urðu með góðri samvisku orðið þér út
umleyninúmer.
„Jú, það er fyrir sitt leyti góð hug-
mynd en ekki nógu góö. Ég vil
nefnilega vita hver það er sem vill ná í
mig og hvers vegna.”
—Hvernig leysir þú vandamálið?
„Eg er minn eiginn sjálfvirkur
símsvari.”
— Hvemig virkar það?
,Jíg lyfti tólinu með annarri
hendinni og held fyrir nefið með hinni
og svara. „Þetta er sjálfvirkur
símsvari Rolv Wesenlunds. Þegar fólk-
ið byrjar svo að tala og heldur að það
sé að tala við símsvara legg ég inn eitt
og eitt viðeigandi orö. I níutíu og niu
prósent tilvika heldur fólk að svörin
hafi verið leikin inn. Svona heldur leik-
urinn áfram eins lengi og mig lystir.
Þegar ég er orðinn leiður legg ég tólið
á. Þá verður enginn reiður. Það var
nef nilega ekki ég sem skellti á neinn! ”
ENNBESTA AVOXTUN SPARIFJAR!
Sparifjáreigendum gefst nú kosturá
nýjum Landsbankaskírteinum. Öllný
skírteini, sem stofnað er til 20. ágúst eða
síðar, bera lVi% vaxtaálag á ári umfram
almennasparisjóðsvexti semnúeru
17%. Þannig gefa nýju
Landsbankaskírteinin 26% ársávöxtun.
Hagkvæmari ávöxtun sparifjár er ekki
að finna í öðrum bönkum eða
sparisjóðum.
STARFSFÓLK LANDSBANKANS
AÐSTOÐAR.
Allt starfsfólk í sparisjóðsdeildum
Landsbankans er þaulkunnugt kjörum á
skírteinunum semogöðrum innláns-
formum. Þú getur því snúið þér til
einhvers þeirra og rætt mál þín í trúnaði.
HUGIÐ AÐ FJÁRMÁLUM YKKAR.
TRYGGIÐ YKKUR LANDSBANKA-
SKÍRTEINI.
LANDSBANKINN
Græddur er geymdur eyrir
NÝIANDSBANKÁSKÍRTEINI
með 71/2% vaxtaálagi