Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1984, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1984, Blaðsíða 6
6 DV. MIÐVIKUDAGUR 22. AGUST1984. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Smyglbáturinn Marlta var tekinn af danska tollinum með 176 flöskur af áfengi. Suöur-Noregur: Smygla miklu r i smáum stíl Vestan viö Jótland, rétt undan strönd Vestur-Þýskalands, er eyja sem kallast Helgoland. Þessi þýska eyja er paradís smyglaranna. Þaðan er smyglaö áfengi til Noregs í stórum stíl. Þaö sem gerir smyglið svo auövelt er aö til suöurstrandar Noregs má sigla á venjulegum hraöbáti. Repúblikanar og demókratar: Meira ber á milli hjá stjórnmálaflokkunum nú Tollyfirvöld í Þýskaiandi, Danmörku og Noregi hafa meö sér samband til aö ná smyglurunum en trúlegt er að aðeins fáir náist. Þaö er allt annað en auðvelt aö fylgjast meö hraöbáti úti á Atiantshafi. Fyrir skömmu handtóku dönsk tolla- yfirvöld fjóra Norðmenn sem reyndu aö smygla 176 flöskum af brennivíni til Kristiansand á bátnum Marita. Norömennirnir fengu sem svarar um 300þúsundkrónum íslenskumísekt. Smyglið er yfirleitt í tiltölulega smáum stíl, og oft er um að ræöa milli 50 og 250 flöskur af brennivíni. En slíkur er fjöldi hraðbáta á svæöinu að nær ógerlegt er aö fylgjast með hverjum og einum. Má næstum segja að landamæri ríkjanna séu opin fyrir smyglurum. Norskir bátar sem fara út fyrir landhelgi Noregs eiga samkvæmt lögum að gera vart við sig þegar þeir koma til baka. En hætt er viö að menn sleppi því þegar 100 flöskur eru í ká- etunni. Sennilega er meiri munur milli stjómmálaflokkanna tveggja í Banda- ríkjunum fyrir þessar kosningar en oft áöur. I stefnuskránni, sem Demókratar samþykktu fyrr í sumar, er lögð mikil áhersla á aö koma klausu inn í stjómarskrána sem mælir fyrir um jafnrétti milia kynjanna. Repúblikanar minnast ekki á slfkt. Keyrði á vörubíl Svona leit bifreiö Ted Kennedys út eftir áreksturinn á föstudag. Þing- maöurinn bandaríski var lagöur inn á spítala í Cape Cod í Massachusetts meö skurði á andliti og fótum. Sonur hans, Patrick, 17 ára, meiddist einn- ig. Bifreið Kennedyanna var ekið á vörubíl sem taliö er að hafi verið í órétti. Sri Lanka: Tamflar fá skaðabætur Stjórn Sri Lanka hefur viöurkennt aö En að sögn stjórnarinnar var þarna her iandsins hafi að óþörfu ráðist á um að ræða „öfgasinna og marxista” í tamíla, sem er minnihlutakynþáttur. - hernum. I síðustu viku réöust hermenn á bæ tamíla, drápu fimm óbreytta borgara og brenndu fleiri en 100 heimili og verslanir í eigu tamíla. Þetta gerðu þeir eftir að vinstrisinn- aðir tamílskir skæruliðar geröu fyrir- sát að flutningalest hersins. Tamílar, sem búa aðallega í norður- og austurhluta Sri Lanka, hafa um langan tíma barist fyrir sjálfstæði eða heimastjórn. Sri Lanka stjórn lofaöi að borga hverjum manni, sem hefði orðið fyrir því að hús hans liefði verið brennt, sem svar- ar um 60.000 krónum í skaðabætur. Umsjón: Guðmundur Pétursson og Þórir Guðmundsson Skæruliðar stela mat Hondúrasher kvartaði yfir því í dag að hægri sinnaðir skæruliöar í Nicaragúa stundi rányrkju í Hondúras meðfram landamærum Nicaragúa. Bæjarstjóri einn á þessu svæði segir að skæruliöamir steli mat, búfénaði og gulli frá bændunum í nágrenninu. RepúbUkanar vilja hins vegar fá inn í stjómarskrána setningu sem myndi banna fóstureyðingar. Demókratar segjast styöja úrskurð hæstaréttar frá 1973 þar sem fóstureyðingar eru leyfðar. RepúbUkanar vilja banna algerlega halla á fjárlögum. Demókratar em móti „tilbúnum og ströngum” boðum og bönnum í þessa átt. Á meöan Repúblikanar styöja dauöarefsinguna minnast Demókratar ekki á hana, enda ólíkar skoðanir um hana innan flokksins. Flokkarnir erú líka ósammála um hve auðvelt eigi að vera aö kaupa skammbyssur. Repú- bUkanar „verja stjómarskrárlegan rétt Bandaríkjamanna til að bera vopn.” Demókratar vilja hins vegar strangt eftirlit meö sölu skammbyssa. ÖU eru þessi málefni mjög umdeUd í Bandaríkjunum og þó mikið fari fyrir efnahags- og utanríkismálum í fréttum þá skipta margir Bandaríkja- menn sér í flokka eftir stööu þeirra gagnvart málum eins og fóstur- eyðingum og jafnrétti. 4 l'* ♦ : ReykingaríKína: Nú skal hætt Reykingar eru fyrir marga Kínverja ein af fáum afþreyingum daglega lífslns. Yfirvöld í Kína hafa hafið herferð gegn reykingum. Áöur þótti sjálfsagt að hafa sígarettur á borðum í flug- vélum og í opinberum veislum en nú á sUkt ekki að sjást lengur. Reyking- ar hafa veriö bannaðar í leikhúsum, sjúkrahúsum, strætisvögnum og á bókasöfnum. Verö á sígarettum hef- ur veriö hækkaö um samtals 30 prósent á síöustu þremur árum. Kínverjar eru sennilega einhverjir mestu reykingamenn veraldar. Einn af hverjum fjórum Kínverjum reykir reglulega. Hinar 140 sígarettuverk- smiðjur landsins framleiða um 1000 tegundir af sígarettum á ári. Meðal- reykingamaöur reykir um 3.600 síga- retturá ári. En nú á aö bæta heilsu lands- manna meö því að heröa tökin á lík- kistunaglanotendunum. Jafnvel helsti leiðtogi landsins, Den Xia- oping, kemst ekki undan herferöinnl Hann verður að passa sig á því aö reykja ekki opinberlega og sérstak- lega aö ekki séu teknarafhon- um myndir með sígarettu í hendi. Hann hefur viðurkennt að hans helstu gallar séu keðjureykingar og að vera sífellt hrækjandi. Dagblöö landsins standa eins og venjulega í fremstu fylkingu í barátt- unni gegn sígarettunum. Þau eru farin aö birta alls kyns harmkvæla- sögur um reykingamenn sem hafa oröiö reykingum aö bráð. Til að mæta andstöðunni eru svo sígarettu- fyrirtækin farin að minnka tjöruinni- hald sígarettnanna, taka upp sam- starf við R.J. Reynolds fyrirtækið í Bandarikjunum og nefna tegundirn- ar nöfnum eins og Eilíf hamingja.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.