Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1984, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1984, Blaðsíða 12
12 DV. MIÐVIKUDAGUR 22. AGUST1984. Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur á 10 sýningum af 14 og fylgdist oft meö úr plötusnúöaklefanum, veit ég fyrir víst aö á spólunni var ekki röddin hennar. Enda söng hún sjaldan sama lagið nákvæmlega eins en þó alltaf jafn vel. Og þetta gat hver maöur séö sem var í ástandi til þess. Angraðir lesendur ættu að láta það ógert aö skrifa um hluti sem þeir hafa lítið vit á og síst af öllu að láta þaö bitna á saklausu fólki sem gerir ávallt sitt besta til að skemmta öðrum. Dvöl þeirra Miquel og Mel var mörgum til ánægju og hef ég sjaldan hitt fólk jafnskemmtilegt og heiðar- legt. Mér þykir því leitt að sumir kunna ekki gott að meta. Hver er þinn uppáhalds- matur? Tapað segulbandstæki Nina Guðlaugsdóttir hafði samband viðDV: Sonur minn var staddur í Þjórsár- dal um verslunarmannahelgina og hafði nýkeypt segulbandstæki sitt með sér. Á laugardeginum lánaöi hann ein- hverjum tækið en sá skilaði því ekki aftur og hefur sonur minn ekki séð þaö síðan. Eins og áður sagði var tækið ný- keypt og er skaði stráksins tilfinnan- legur þvi það var bæði dýrt og auk þess hefur strákurinn ekki lokið við að borga það. Eg vil því biðja þann sem fékk tækið lánað aö skila því aftur og hafa vinsamlegast samband í síma 36308. Eg hef svo í fórum mínum karl- mannstölvuúr sem fannst í Háagerði. Eiganda þess er velkomið að vitja þess hjá mér. Símanúmerið er 36308. Söngkonan IVJiquel Urown. „MIQUEL BROWN ER FRÁBÆR SÖNGKONA” Davíð hringdi: Svar við lesendabréfi Rúnu í DV 14. ágúst sl. sem bar yfirskriftina „biöraðir og gabb í Hollywood”. I bréfi sínu segir Rúna okkur frá því hvernig hún þurfti að troðast fyrir utan og innan skemmtistaðinn í heilt kvöld fyrir 170 kr. sér til lítillar ánægju. Ekki ábyrgist ég aðstöðu né biöraðir þeirra í Hollí en hitt er vist að söngkonan Miquel Brown stóð sig ailtaf frábærlega. Það vita það flestir sem fengu tækifæri til aö sjá Miquel skemmta aö hún hefur stór- kostlega rödd og meiriháttar radd- svið (meira en hægt er aö segja um margar stjörnur poppsins í dag) og hreint æðislega sviðsframkomu. Henni tókst alltaf að fá stuð á áhorfendur sína og jafnvel þátttöku allra hvort sem hún skemmti í Holly- wood eða Brodway. Þar sem ég fylgdi söngkonunni og aðstoöarmanni hennar, Mel að nafni, Sigurður H. Sigurðsson kennari: Mér finnst íslenska hangikjötið best af öllu. En annars finnst mér allur matur góður. Agnar Þorleifsson blikksmiður: Fyrir utan saltfisk finnst mér matur yfirleitt góður, svið sérstaklega. Þessu mótmæli ég! Bangsi hringdi: Það er nú sitt af hverju sem mér liggur á hjarta, en það helsta er það að ég fagna því aö Hrafn Pálsson, ritari bindindis — þrjósku — nefndarinnar, var persónulega á móti áliti nefndar- innar. Það eru einnig eflaust 90% þjóðar- innar. Nú, þá er það meö mataræðið. Við hér á heimilinu erum alveg hætt að borða kjötfars og pylsursíðan rann- sóknir sýndu innihald þessa. Nú er hér á borðum fiskibollur og soðinn karfi. Einnig höfum við aukið grænmetisát og fer það vel í krakkana líka. Viö höfum lært að borða sojabaunir og eru I þær steiktar á pönnu eftir að fiskurinn eða bollurnar eru tilbúnar. Mér finnst ósanngjarnt að einokun á grænmeti og kartöflum verði til þess að viö neyöumst til aö boröa það sem bændur ákveða, þótt annað sé á boð- stólum. Eða hvemig er þetta? Þaö má ekki hafa vísitölu á okkar laun en laun bænda verða áfram á þeirra eigin vísitölu. Þessu mótmæli ég. Bangsi minnist á físk i groin sinni. Hórsjáum við nóg afhonim. Anna Jónsdóttir húsmóðir: Eg borða allan hollan mat. En betra en flest annaö finnst mér skyr meö rjóma. Það er minn uppáhaldsmatur. Marsibil Gunnarsdóttir, vinnur á Grensási: Mitt uppáhald eru kjúk- lingar. Eg borða alltaf kjúklinga þegar mig langar í eitthvað mjög gott. Helga Halldórsdóttir nemi: Ég borða flestan mat. Mitt uppáhald er þó lík- lega slátur og ég borða það yfirleitt einu sinni í viku. Hólmfríður Bergþórsdóttir húsmóðir: Eg er hrifin af öllum mat, sérstakiega hangikjöti og sviöum. ATHUGASEMDIR VEGNA „SKOPMYNDAR” Kona hringdi: Mig langar að gera stutta athugasemd vegna „skopmyndar” sem birtist á bls. 29 í DV 14. ágúst sl. Mynd þessi hafði yfirskriftina „þurfa ekki að borga fyrir sexið”. Þó að nafn teiknarans hafi ekki fylgt myndinni langar mig að varpa fram þeirri spurningu til hans hvort jafn- réttisumræða seinustu ára hafi alveg farið fram hjá honum? Það væri fróðlegt ef teiknarinn vildi skýra frá því opinberlega hvert markmið textans og myndarinnar sé. Eg tel mynd þessa skerða veru- lega sjálfsmynd ómótaðs fólks, t.d. bamaog unglinga, og gefa ranga mynd af jafnrétti kynjanna yfir höfuð. Það væri gaman ef teiknarinn fengist til að svara þessum spurn- ingum mínum. Spurningin

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.