Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1984, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1984, Blaðsíða 10
10 DV. MIÐVIKUDAGUR 22. AGUST1984. Otgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaðurog útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EÍNARSSON. Ritstjórar: JÖNAS KRlsTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aöstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON. Fréttastjórar: JÓNAS HAPALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON. Ritstjórn: SÍÐUMÚLA 12—14. SÍMI 684611. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI 27022. Afgreiðsla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI11. SÍMI 27022. Sími ritstjórnar: 686611. Setning, umbrot, mynda-og plötugerð: HILMIR HF., SÍÐUMÚLA 12. Prentun: Árvakur hf., Skeifunni 1». Áskriftarverð.á mánuöi 275 kr. Verð í lausasölu 25 kr. Helgarblað28,)<r. ■ Framleiðsluráð rotnunarinnar Komið hafa í ljós óeðlileg hagsmunatengsl á vegum Framleiðsluráðs landbúnaðarins, þeirrar stofnunar, sem miðstýrir landbúnaðinum og ráðskast meðal annars með sjóði og millifærslur í því skyni. Eitt dæmi af þessu tagi var rakið hér í blaðinu nýlega. Gísli Andrésson og sonur hans, Jón Gíslason, eru bænd- ur á jörðinni Hálsi í Kjós. Þeir standa í miklum fram- kvæmdum viö að auka framleiöslu býlisins, þótt Fram- leiðsluráð landbúnaðarins þykist vera að reyna að koma upp kvótakerfi til að draga úr offramleiðslunni. Samt situr Gísli í Framleiðsluráði og þar á ofan í fram- kvæmdanefnd þess, æðsta ráðinu. I Framleiösluráði út- hlutar hann meðal annars lánum og styrkjum úr Kjarn- fóðursjóði. Þessi úthlutun er fræg fyrir, að hennar njóta einkum skjólstæðingar Framleiðsluráðs. Gísli er einn af stofnendum fuglasláturhússins Hreiðurs hf. (Isfugl), sem hefur fengið 3,3 milljón króna lán úr Kjarnfóðursjóði á núgildandi verðlagi. Til samanburðar hefur fuglasláturhúsið Dímon, sem afkastar meiru, feng- ið 1,3 milljón króna lán úr þessum sjóði. Stærsti hluthafi Hreiðurs hf. er Sláturfélag Suðurlands. Það á líka fulltrúa í Framleiðsluráði landbúnaðarins, sem úthlutaði láninu. Sláturfélagið tekur þannig þátt í að úthluta sér fjármagni umfram aðra. I öðrum greinum væri þetta talin stórfelld spilling. Hagsmunaflækjan er ekki fyllilega rakin enn. Jón á Hálsi er formaður Sambands eggjaframleiðenda, sem hefur reist eggjadreifingarstöð fyrir 4 milljón króna styrk úr Kjarnfóðursjóöi, sem kallaður er lán til að byrja með. Öðrum hefur verið neitað um slíkt. Og nú hefur Sláturfélag Suðurlands bréflega sagt upp viðskiptum við alla eggjabændur, sem ekki leggja inn hjá Isegg, eggjadreifingarstöð Jóns og Sambands eggjafram- leiðenda. Þannig lokast hagsmunahringur Sláturfélags- ins, Framleiðsluráðs og Hálsbænda. Rotnunin í Framleiðsluráði landbúnaðarins og um- hverfis það mun halda áfram, af því að ráðið nýtur sér- stakrar verndar Framsóknarflokksins, ekki bara hluta hans, sem er í Framsóknarflokknum, heldur líka hins, sem er í Sjálfstæðisflokknum og öðrum flokkum. Kjarnfóðursjóður er ekki eina illræmda stofnunin á vegum Framleiðsluráðs landbúnaðarins. Ráðið gerir líka út Grænmetisverzlun landbúnaðarins, verst ræmdu ein- okunarstofnun landsins, sem hefur hvað eftir annaö verið staðin að ofbeldi gagnvart neytendum. Nú síðast er Framleiðsluráð landbúnaðarins að reyna að tefja fyrir, að einstakir kartöflubændur selji afurð sína beint til stórverzlana. Það svarar ekki leyfisbeiðnum til að vinna tíma fyrir Grænmetisverzlunina til að setja dreifikerfi sitt fyrst í gang. Framleiðendur og neytendur eiga enga vörn í hinu póli- tíska kerfi, sem hefur slegið skjaldborg um spillinguna í Framleiðsluráði landbúnaöarins. En neytendur eiga þó einn mótleik í stöðunni, ef þeir hafa siðferðilegan styrk til að fara í stríð við kerfið. Neytendur geta neitað að skipta við gæludýr Fram- leiðsluráðs. Þeir geta skipt við óháða framleiðendur, sem ekki selja undir merkjum Isfugls, Iseggs og Grænmetis- verzlunar landbúnaðarins. Þeir geta sprengt kerfið, ef þeir viljaog þora. „A/menna reg/an er sú að þegar /jóst er að lögreglumaður er barnshafandi er hann færður til istarfi og lát- inn stunda dagvinnu eða önnur störfsem ekki ógna öryggi hans." Gleymdist að gera ráð fyrir bamshafandi lögreglumönnum? Áriö 1974 var stigiö stórt skref í jafn- réttisátt þegar fyrstu tvær konurnar voru ráönar í lögregluna í Reykjavík. I kjölfarið komu síöan fleiri konur til starfa og eru nú konur starfandi sem fullgildir lögreglumenn hjá þremur lögregluembættum hér á landi. Á þeim tíu árum sem liöin eru frá því konur hófu störf í lögreglunni hafa þær sann- aö svo ekki verður um vilist aö þær eru fullfærar um aö takast á viö þau verk- efni, sem starfiö býöur upp á, enda gerðar til þeirra nákvæmlega sömu kröfur og karlmanna innan stéttar- innar. Launakjör eru þau sömu, jafnt og önnur hlunnindi, sem starfinu fylgja. En þeir sem málefnum lögregl- unnar stýra viröast þó ekki hafa gert ráö fyrir þeirri líffræðilegu staöreynd aö viö konur göngum meö og fæöum börn þessa lands. Þar eru konur innan lögreglunnar engin undantekning. Lögreglumenn búa við þá sérstööu fram aö fæðingu. Almenna reglan er því sú aö þegar ljóst er að lögreglu- maöur er barnshafandi er hann færöur til í starfi og látinn stunda dagvinnu eöa önnur störf sem ekki ógna öryggi hans. Oft er hér ekki um að ræða lög- gæslustörf og er þá um fátt annað að ræöa en almenn skrifstofustörf. Aukagreiðslur Nú er það svo aö laun lögreglu- manna byggjast aö miklum hluta til upp á ýmsum aukagreiðslum s.s. vaktaálagi og aukavinnu. (Enda eru lögreglumenn aukavinnuskyldir ef svo ber undir.) Sé lögreglumaður síöan skyndilega færöur til í starfi, vegna tímabundins ástands, missir hann oft á tíðum þessar föstu greiöslur og lækka þá laun hans verulega, oft allt að helm- ingi. Breyting þessi á sér jafnan staö þegar nokkuö er liöiö á meðgöngu og Ragnheiður Davíðsdóttir A „Dæmið sem ég rakti hér er þó sönnun þess að heildarlausn til frambúðar verður að finnast á málefnum barnshafandi lögreglu- manna og verður eitt yfir alla að ganga, hvar sem þeir kunna að starfa á landinu.” aö geta ekki öryggis síns vegna stund- aö venjubundin löggæslustörf á meöan á meögöngu stendur. Konur, í flestum ef ekki öllum störfum, geta ef heilsa þeirra leyfir stundað sína vinnu nokk- uö fram á meðgöngutímann, jafnvel eru því laun viökomandi verulega skert síðustu mánuöi meðgöngu- tímans. Og þá er komið aö óréttlætinu: Þegar hinn þungaöi lögreglumaöur fæðir barn sitt, og byrjar þar með sitt barnsburðarleyfi, er samkvæmt gild- andi reglugerö reiknaö meöaltal af aukavinnu síðustu sex mánaöa fyrir fæðingu. Slíkt meöaltal hlýtur aö vera óraunhæft meö öllu þar sem viðkom- andi hafði á þeim tíma enga aukavinnu og ekkert vaktaálag þar sem einungis var um dagvinnu aö ræöa. Meö öörum orðum, ef hinn þungaði lögreglumaöur heföi getaö starfað aö óbreyttu viö sín reglubundnu störf ailt fram á síðasta dag meögöngunnar, heföi hann í barnsburðarleyfi sínu fengiö greitt í samræmi við þaö. Þess í stað er honum refsað launalega fyrir það aö vera barnshafandi. Eins og upplýstir menn vita berst Sjálfstæðisflokkurinn ákaflega fyrir frelsi og nánast öilu því er til frjáls- lyndis horfir í samskiptum manna. Það er því kannski aö bera í bakkafullan lækinn að minna á þessa sjálfstæðis- stefnu, en á tímum forsjárhyggju er okkur skylt aö minnast hennar sem afl- gjafa frelsis og valddreifingar. Vextirnir Þegar þakka ber Sjáifstæöisflokkn- um fyrir frjálslynda stjóm á síðustu misserum kemur fyrst upp í hugann vaxtafrelsið, þessi „róttækasta upp- stokkun sem gerð hefur veriö í 25 ár”. En þrátt fyrir þetta vaxtafrelsi hefur Sjálfstæðisflokkurinn, með þá gull- vægu reglu í huga að frelsi eins takmarkist af frelsi annars, gefið Seðlabankanum frelsi til aö ráöa hve vextirnir megi vera háir og líka hve lágir þeir megi vera. En samkvæmt venju hefur hinn frjálsi Seðlabanki frjáís samráð við hina frjálsu ríkis- stjóm um hámark og lágmark hinna frjálsuvaxta. Grænmetið Sjáifstæðisflokkurinn berst víöar fyrir frelsi. Þegar viö bandalagsmenn Kjallarinn STEFÁN BENEDIKTSSON ALÞINGISMAÐUR Í BANDALAGI JAFNAÐARMANNA lögðum það til ásamt alþýöuflokks- mönnum aö einokunarverslun meö grænmeti yröi aflétt stóö Sjálfstæðis- flokkurinn gegn þeirri tillögu. Þegar betur var að gáö höfðu sjálfstæðis- menn nokkuð til síns máls, einkum meö hliösjón af frelsinu. Meö frjálsum innflutningi var grænmetisversluninni náttúrlega ekki lengur frjálst að sjá um allan innflutning. Sem ábyrgt stjórnmálaafl vildi Sjálfstæöisflokkur- inn auðvitaö ekki rasa um ráö fram og afnema einokun með einu pennastriki. Þess vegna var tekinn sá kosturinn aö skella málinu í frjálsa nefnd þar sem það veröur afgreitt meö frjálsum hætti einhvern tíma fyrir aldamót. Bjórinn Þegar taka átti afstööu til þess á Al- þingi hvort leyfa ætti fólki að ráöa því sjálft hvort það drykki bjór eöa ekki rann ýmsum blóöiö til skyldunnar. Þegar hugmyndin var drepin réð af- staöa hinna frjálslyndu sjálfstæðis- manna úrslitum. Meö einurð og festu, Jónas Kristjánsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.