Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1984, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1984, Blaðsíða 5
DV. MIÐVIKUDAGUR 22. ÁGUST1984. 5 Leifur Benediktsson heldur á tveimur fallegum löxum úr Brynjudalsá nýlega, 8 og 4 punda f iskum. Veiðst hafa um 65 laxar í ánni. DV-mynd G. Bender. Stóra-Laxá í Hreppum: Töluvert af væn um laxi í ánni — veiðst hafa 530 laxar „Það hefur verið mikil bleikjuveiði á fremsta svæðinu í Eyjafjarðará, en veitt er á f jórum svæðum, mest eru þetta 2 til 5 punda bleikjur,” sagði Jóhannes Kristjánsson á Akureyri í gær, er við spurðum frétta úr sólinni nyrðra. „8 punda bleikja er sú stærsta sem veiðst hefur ennþá af silungi. En strákurinn minn missti væna nýlega, 11—12 punda og tók hún litla flugu, en mikið er veitt á þær í ánni. Líklega hafa veiðst um 600 bleikjur og 9 laxar, 13 punda sá stærsti. Aðalbleikjutíminn er að byrja á neðstu svæðunum í bleikj- unni. Lax hefur veiðst á öllum svæðum.” En hvað er að frétta úr Fnjóská? „Ætli þaö séu ekki komnir 80 laxar og um 200 bleikjur. Þaö hefur ekkert sést af smálaxi ennþá, besti staðurinn í ánni er Kvíslardjúp og þar er alltaf lax og um alla á eitthvað, en ekki mikiö,” sagði Jóhannes í lokin. Og Jóhannes var að fara í veiði í Laxá í Aðaldal og viö skulum bara vona aö hann fái lax. Annars væri bleik brugðið. Stóra-Laxá í Hreppum hefur komiö vel út i sumar og er það fyrst og fremst aö þakka því að laxinn kom snemma. Hafði vit á að koma áður en netin voru lögð og slapp við að lenda í þeim. En þar sem netaveiði er ennþá stunduð í ölfusá, kemur það í veg fyrir aö Stóra- Laxá sé í hópi fengsælustu veiðiáa landsins. En kannski kemur sá dagur að netin verða tekin upp, hver veit? Viö fréttum af veiðimönnum, sem veiddu sunnudag og mánudag, á svæði 1 og 2. Fengu þeir þrjá væna laxa, 16, 18 og 14,5 punda. Sáu þeir nokkra væna og fallega laxa, en vatnið fer VEIÐIVON minnkandi í ánni og ættu næstu veiðimenn að fá hann. Misstu veiði- mennirnir stóran lax í Kálfhagahyl og var hann nokkru stærri en þessi 24,5 punda fiskur, sem veiddist á fluguna Þingeying. Svæði 1 og 2 hafa gefið 278 laxa, 3. svæðiö 79 laxa og 4. svæðið 173 laxa, sem þýðir að Stóra-Laxá hefur gefið 530 laxa. Það stefnir því í topp- sumar í ánni. Veiðin í Hvolsá og Staöarhólsá hefur verið jöfn og góð síðustu daga og eru komnir á land 126 laxar og 250 bleikjur. Stærsti laxinn var 16 pund, en stærsta bleikjan 3 pund. Mest af laxin- um hefur veiðst í Staðarhólsánni. Um 220 laxar hafa gengið í árnar og má því vel veiða næstu daga, en það er víst hægt að fá einhverja daga í september hjá Straumum og hver veit nema hann taki. Veitt er á tvær stangir í hvorri á og þetta er þrigg ja daga holl. G. Bender. GunnarBender Silungsveiði getur verið skemmtileg líka og menu fengið væna fiska. Veiði- maður reynir að ginna fisk með flugu á vatnasvæði Lýsu nýlega. Jú, fékk nokkra. DV-mynd G. Bender. Seinagangur í dómskerf inu að leggja f jölskyldu í rúst: Skíthræddur víö póstkassa — segir Ómar Kristvinsson sem varð fyrir barðinu á óprúttnum fasteignasala Ómar Kristvinsson, fómarlamb í svikamyllu fasteignasala: — Ég hef heyrt um félagsmáiapakka en ég vissi ekki að dómskerfið væri einnig komið með sína pakka. DV-mynd S. „Ég er orðinn skíthræddur við póstkassann. Eg hugsa vart um annað allan daginn og þegar ég svo kem heim fæ ég brjóstsviða af því einu að sjá bréf í kassanum — sér- staklega ábyrgðarbréf. Enn einn rukkarinn kominn af stað og á eftir mér,” segir Omar Kristvinsson, kvæntur og þriggja barna faöir, maður sem lenti í klónum á óprúttn- um fasteignasala fyrir rúmum tveim árum með þeim afleiðingum að nú er líf hans líkast rúst. Húsiö sem keypt var og átti að verða samastaður f jöl- skyldunnar um ókomna framtíð er löngu glatað og allar tekjur þeirra hjóna faraíþaöeitt aðgreiðaauka- kostnaö af alls konar lánum sem þau uröu að taka til aö brúa þaö bil sem myndaðist þegar fasteigna- salinn flaug með peningana þeirra. „Ég veit svei mér ekki til hverra ráða grípa skal,” sagði Ömar í sam- tali viö DV. „Eg hélt að dómskerfið kæmi manni til hjálpar í tilvikum sem þessum en sú virðist ekki vera raunin. I október 1982 fór máliö til Rannsóknarlögreglu ríkisins, þaðan til saksóknara, þá aftur til RLR, svo aftur til saksóknara og nú liggur það i Sakadómi og hefur gert í 9 mánuði. Hversu lengi til viðbótar ég á að bíða veit ég ekki en ég sekk dýpra og dýpra í skuldafenið með hverjum deginum sem líður, og veit reyndar ekki hversu miklu lengur ég get haldiðþetta út.” I stuttu máli er sorgarsaga Ömars og fjölskyldu þessi: Þau hjón bjuggu á Akureyri ásamt börnum sínum þegar þau ákveöa að flytjast suður. Eiginkonan er gerð út af örkinni og ratar inn á fasteignasöluna Húsa- miðlunina sem Pétur nokkur EinaFS- son rak í Veltusundi 3 í Reykjavík. Er gengið frá kaupum á íbúð í Hafn- arfirði og í kaupsamning er bætt á- kvæði um að Omar og frú skrifi undir víxla sem auðvelda eiga seljandan- um að festa kaup á einingahúsi sem fýrrnefndur Pétur var að selja honum. Gallinn var bara sá að víxl- arnir fóru aldrei lengra en í vasa Péturs sem eftir öllum sólar- merkjum að dæma notaði féð til eigin þarfa. Víxlamir voru þrír og hljóðuöu upp á 100 þúsund krónur hver á þáverandi gengi. Þessi mistök akureyrsku fjölskyldunnar hafa nú orðið til þess að húsið er tapaö og lífið lítið annað en streð og endalaus hlaup á milli lánastofnana og lög- fræðinga til að bjarga því sem b jarg- að verður og þá alltaf fyrir hom. „Þetta tekur óneitanlega á mann og þá ekki sist tilfinningalega. Þaö er ekki skemmtilegt að vera ekki maður til að gefa börnunum sínum vasapeninga eins og gerist og gengur og svo er maður geðillur og vitlaus í tíma og ótíma,” segir Omar, sem á nú þá einu von að dómskerfið fari að taka við sér og málið verði útkljáð í eitt skipti f yrir öll. En hann á ekki því láni að fagna. I Sakadómi hefur mál hans legið meðal annarra í heila 9 mánuði án þess að nokkur hreyfing sé á þvi. Eða með oröum Ármanns Kristinssonar sakadómara sem hefur máliö á sinni könnu: „Við erum enn að rannsaka, það hafa bæst ný mál á Pétur Einarsson og hugmyndin er sú aö sameina þau máli Ömars og taka allt fyrir í einum pakka.” Sagöist Ármann ennfremur ekki geta tjáð sig um hvenær niöur- staða fengist í málinu. Omar á vart orö til að lýsa til- finningum sínum þegar honum eru færð þessi tíðindi. ,,Ég hef heyrt um félagsmálapakka og flugpakka Flugleiða en ég vissi ekki aö dóms- kerfið væri einnig komið með sína pakka. A ég að líða fyrir það að ein- hverjir aörir aðilar eigi kröfur á hendur Pétri Einarssyni?” spyr Omar Kristvinsson og lái honum það hver sem vill. Aftur á móti er það af Pétri Einarssyni að frétta að hann er sagður heildsali í Reykjavík. Ná- kvæmlega hvar vita f áir. -EIR. r1 WUBÖÐ — NÖTÁÐÍR BÍLAR Teg. Árg. Km. Verð Útb. Eftirst. til Skoda '77 75.000 12.000,- 0 4 mán. Skoda120 L '81 6 mán. áb. 75.000 85.000,- 10.000,- 8 mán. Plymouth Volaré coupé '80 6 mán. áb. 54.000 280.000,- 100.000,- 10 mán. Chrysler LeBaron T/C '79 6 mán. áb. 50.000 370.000,- 100.000,- 12 mán. Mustang Mach 1 '69 uppt. vél 115.000,- 5.000,- 10 mán. Lada1500 '77 104.000 40.000,- 5.000,- 6 mán. Lada 1500 station '78 85.000 55.000,- 5.000,- 6 mán. Fiat 131 super Mirafiori '78 67.000 70.000,- 0 8 mán. Fiat 127 '78 70.000 75.000,- 5.000,- 8 mán. Simca 1307 GLS '78 55.000 95.000,- 20.000,- 10 mán. Austin Mini '76 75.000 45.000,- 0 6 mán. Willys Golden Eagie '76 100.000 330.000,- 75.000,- 12 mán. Eða þá að við tökum gamla bílinn upp í og semjum um milligjöfina jöfur hf. Nýbýlavegi 2 - Kópavogi - Simi 42600 1

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.