Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1984, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1984, Blaðsíða 28
28 DV. MIÐVIKUDAGUR 22. ÁGUST1984. Andlát Tímamiði: Gefur þér kost á að ferðast ótakmarkað með öllum sérleyfisbifreiðum á Islandi innan þeirra timatakmarkana sem þú sjálf ur kýst. I gærkvöldi í gærkvöldi MED SPAGHETTUM Umfangsmikið spaghettuát varð þess valdandi að bresk fræðslumynd um Funní-flóa fór aö mestu leyti fram hjá mér í gærkvöldi. Var þar á ferðinni meinlaus náttúrulífsmynd af því tagi sem varpað er á skjáinn með jöfnu miliibili árið um kring. Ekkert til að gera veöur út af. Ágætt til aö sofna út frá. Fer vel með spaghettum. Eg hef ekki fylgst með framhalds- myndaflokknum um aðkomumann- inn Frank en fimmti þáttur átti sínar senur. Aftur á móti var fengur í breskri fréttamynd um land klerkanna, Iran. Sjónvarpsmenn dvöldust þar í þrjár vikur í vor og kynntu sér þetta þjóöfélag þar sem trúarbrögðin eru sett ofar öllu. Fannst mér þeir koma því vel til skila hve hugsunarháttur þessa fólks er ólíkur okkar Vestur- landabúa, eins og atriðin um blóð- gosbrunninn, drengdátana og fleira báru með sér. Breskar fréttamyndir standa yfirleitt fyrir sínu. Meira af ' þeim. Erling Aspelund. Guörún Sigríður Benediktsdóttir, Vífilsgötu 16 Reykjavík, verður jarð- sungin frá Hallgrímskirkju í dag, 22. ágúst, kl. 13.30. Hún fæddist 1. júní 1896 á Eskifirði, dóttir hjónanna Benedikts Hallgrímssonar og Jónínu Guömunds- dóttur. Guðrún var fjórða í röð 8 syst- kina. Árið 1921 fór hún til Reykjavíkur og þar giftist hún Guömundi Helgasyni trésmiði 1929. Þeim hjónum varð 8 barna auðiö. Margrét Pétursdóttir, Hamrabergi 44, lést í Landspítalanum aö morgni þriðjudagsins21. ágúst. Guðný Vigfúsdóttir frá Seyðisfirði, Álfheimum 40 Reykjavík, andaðist 20. ágúst. Hannes Jónsson, matreiðslumaður frá Látrum í Aðalvík, Stóragerði 10, lést í Landspítalanum 21. ágúst. Jón B. Helgason, fyrrverandi kaup- maður, Melabraut 5—7 Seltjarnarnesi, andaðist mánudaginn 20. ágúst. Ani Björnsson múrari, Skúlagötu 70, andaðist 20. ágúst í Landspítalanum. Guðmundur Helgi Guðmundsson, fyrr- verandi næturvörður á símstöðinni Isafirði, lést þriðjudaginn 21. ágúst á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð, Kópa- vogi. Sigurður Friðriksson, Unnarbraut 13 Seltjarnarnesi, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 23. ágúst kl. 10.30. Tilkynningar Afsláttarkjör með áferleyfisbifreiðum Hrlngmlði: Gefurþér kost á að ferðast „hringinn” á eins löngum tíma og með eins mörgum við- komustöðum og þú sjálfur kýst fyrir aðeins kr.2.500. Minnst aldarafmælis Hvammskirkju í Dölum Sunnudaginn 26. ágúst nk. verður minnst 100 ára afmælis Hvammskirkju í Dölum og af því tilefni fer fram hátíðarguðsþjónusta í kirkj- unnikl. 2 e.h. Þar mun biskupinn, herra Pétur Sigurgeirsson, prédika en sóknarpresturinn, sr. Ingiberg J. Hannesson, prófastur á Hvoli, flytur ávarp og þjónar fyrir altari. Að messu lokinni verða fram bornar veit- ingar í Laugaskóla og þar mun Einar Kristjánsson, fyrrum skólastjóri á Laugum, segja sögu kirkjunnar. Allmiklar endurbætur hafa verið gerðar á kirkjunni og umhverfi hennar á undanförnum árum. Þess er vænst að sem flestir velunnarar kirkjunnar og brottfluttir sveitungar sjái sér fært að taka þátt í þessari kirkjuhátíð. kirkjunnar í Hólastifti (Æ S K ) 25 ára. öllum er boðið að taka þátt í afmælishátíð í Sumar- búðum Æ S K við Vestmannsvatn 26. ágúst nk. Formleg dagskrá hefst með messu kl. 14 en síðan er öllum gestum boðið að þiggja afmæhskaffi. Vmislegt fleira verður á dag- skránni. Fólk getur komið fyrir hádegi og notið þess að dvelja á staðnum, fara á báta, vera í íþróttum o.fl. Greiðasala verður í hádeginu. Æskulýðsfélögum á Norðurlandi gefst einnig kostur á því þessa helgi að dvelja í sumarbúðunum og taka þátt í þessari afmælisdagskrá. En einnig verður sérstök dagskrá fyrir þau. Er þess vænst að æskulýðs- félagar komi á föstudagskvöld. Þeir sem hefðu áhuga á slikri dvöl tilkynni þátttöku til sumarbúðanna í sima 43553. Stjórn sumarbúðanna væntir þess að sem flestir sjái sér fært að koma við í sumar- búðum ÆSK við Vestmannsvatn í Aðaldal sunnudaginn 26. ágúst, jafnt fyrrverandi dvalargestir sem aðrir, og taka þátt í af- mælishátíðinni og þiggja kaffisopa. IMý frímerki Blómafrímerki 1984. Verðgildi 650 aurar sauðamergur og 750 aurar sortulyng. Frí- merkin eru teiknuð af Þresti Magnússyni, Reykjavík. Farstöðvafélagið Bylgjan Farstöðvafélagið Bylgjan er komin með nýtt félagsmerki. Aðalaðsetur félagsins er nú sem áður í Kópavogi og geta þeir sem áhuga hafa á að kynna sér starfsemina og/eða ganga í fé- lagið fengið allar upplýsingar í síma 45530 öll kvöld á milli kl. 19 og 23. Félagið er með símaþjónustu í gegnum rás 9 í CB tíðnisviðinu, frá kl. 19 og fram eftir nóttu, og þá þarf að kalla í B-radíó 200. Sumarbúðir ÆSK Afmæiishátíð í sumarbúðum ÆS K við Vest- mannsvatn 26. ágúst. Sumarbúðir Æ S K við Vestmannsvatn 20 ára. Æskulýðssamband Hjólreiðar í Hafnarfirði Sunnudaginn 2. september klukkan 2 e.h. mun JC í Hafnarfirði halda sitt árlega hjólreiða- mót í hjarta Hafnarfjarðar. Hjólaö verður í tveim flokkum, opnum flokki og keppnis- flokki. Lagt verður af stað frá lögreglustöð- inni Suðurgötu og hjólaður verður rúmlega 4 km hringur, þannig að mjög auðveit verður fyrir áhorfendur að fylgjast með mótinu, en aðgangseyrir er enginn. Að flestra áliti var þetta best heppnaða hjólreiðamót síðastliðið sumar svo við hvetjum alla Hafnfirðinga til að mæta og hjóla sér til afþreyingar og ánægju. Því fátt er hollara en góð hreyfing. HFR. V/extir banka oq SDari . siéða Rlþýðu- bankinn BÚnaðar- bankinn Iðnaðar- bankinn L cKids— bankinn Samvinnu- bankinn - Útvegs- bankinn Uerslunar bankinn - Spari- sjóðir INNLáN Sparisjóðsbækur 17.0% 17.0% 17.0% 17.0% 17.0% 17.0% 17.0% 17.0% Sparireikninqar 2ja mán. uppsögn 18.0% 3ja mán. uppsögn 19.0% 20.0% 20.0% 19.0% 19.0% 19.0% 19.0% 20.0% 4ra mán. uppsögn 20.0% 5 mán. uppsögn 22.0% 6 mán. uppsögn 24.5% 23.0% 23.5% 12 mán. uppsögn 23.5% 21.0% 21.0% 21.0% 23.0% 24.0% 18 mán. uppsögn 24.0% ^ariskirteini 6 mánaða 23.0% 23.0% 23.0% 23.0% 23.0% 23.0% 23.0% Uerðtryqgðir reikn. 3ja mán. uppsögn 2.0% 0.0% 0.0% 4.0% 2.0% 3.0% 2.0% 0.0% 6 mán. uppsögn 0,5% 2.5% 6.0% 6.5% 4.0% 6.0% 5.0% 5.0% Safnlán, heimilislán 3-5 mánuðir 19.0% 20.0% 6 mán. og lengur 21.0% 23.0% Stjörnureikningar^) 5.0% Kaská-reikningar 2) Tákkareikningar Avisanareikningar 15.0% 5.0% 12.0% 9.0% 7.0% 7.0% 12.0% 12.0% Hlaupareikningar 7.0% 5.0% 12.0% 9.0% 7.0% 7.0% 12.0% 12.0% Gialdeyrisreikningar Bandarikjadollarar 9.5% 9.5% 9.5% 9.5% 9.5% 9.5% 9.5% 9.5% Sterlingspund 9.5% 9.5% 9.5% 9.5% 9.5% 9.5% 9.5% 9.5% Vestur-þýsk mörk 4.0% 4.0% 4.0% 4.0% 4.0% 4.0% 4.0% 4.0% Danskar krónur 9.5% 9.5% 9.5% 9.5% 9.5% 9.5% 9.5% 9.5% útlAn Almennir víxlar (f orvextir) 22.0% 22.0% 22.5% 22.0% 22.5% 20.5% 23.0% 23.0% \/iðskiptavixlar (forvextir) 23.0% Almenn skuldabréf 24.5% 25.0% 25.0% 24.0% 26.0% 23.0% 25.0% 25.5% V/iðskiptaskuldabréf 28.0% Hlaupareikningar Yfirdráttur 22.0% 21.0% 22.0% 21.0% 22.0% 26.0% 23.0% 22,0% Verðtryqqð lán flllt að 2 1/2 ári 4.0% 9.0% 7.0% 8.0% 8.0% 8.0% 8.0% Allt að þrem árum 7.5% Lengri en 2 1/2 ár 5.0% 10.0% 9.0% 10.0% 9.0% 9.0% 9.0% Lengri en þrjú ár 9.0% Framleiðslulán V. sölu innanlands 18.0% 18.0% 18.0% 18.0% 18.0% 18.0% 18.0% 18.0% V. sölu erlendis 10.0% 10.0% 10.0% 10.0% 10.0% 10.0% 10.0% 10.0% 0 Stjörnureikningar Alþýðubankans eru fyrir yngri en 16 ára eða eldri en 64 ára, verðtryggðir. Ný störf Hinn 30. júlí 1984 veitti forseti Islands að til- lögu heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra Sigurjóni Jónssyni lyfjafræðingi leyfi til reksturs lyfjabúðar Vestmannaeyjaumdæmis (Apótek Vestmannaeyja) frá og með 1. janú- arl985aðtelja. Heilbrigðis- og tryggiugamálaráðuneytið, 8.ágúst 1984. Golf Ferðalög Geir P. Þormar „OPEN" 1984 Þann 26. ágúst 1984 veröur haldin Geir P. Þormar Open golfkeppnin hjá golfklúbbnum Keili Hafnarfirði. Er þetta drengja- og stúlknakeppni og er aldurstakmark 16 ára. Þetta er í 5. sinn og jafnframt það síðasta sem þetta mót verður haldið. Stórglæsileg verðlaun verða veitt í ár, má þar nefna að 1. verðlaun án forgj. eru öku- kennsla hjá Geir P. Þormar ökukennara að verðmæti kr. 10.000,-, auk annarra glæsilegra verðlauna eins og hefur verið undanfarin fjögur ár. Þar fyrir utan munu „Tomma hamborgar- ar” láta hvern þátttakanda fá kort sem sýnir að þeir eiga hjá honum einn hamborgara með tilheyrandf. Þátttöku þarf að tilkynna í sima 53360 fyrir föstudag 24. ágúst 1984 og mun þá verða gef- inn upp rástími þátttakenda. J.G. silfurkeppnin 3. verðlaun án forgj. Kristín Pétursdóttír GK 93högg. 2. verðlaun án forgj. Lóa Sigurbjörnsd. GK 89 högg. 1. verðlaun án forgj. Þórdís Geirsdóttir GK 88 högg. 3. verðlaun með forgj. Guðrún Madsen GK 75 högg nettó 2. verðlaun með forgj. Hrafnhildur Eysteinsd. GK 75 högg nettó 1. verðlaun með forgj. Björk Ingvarsd. GK 67 högg nettó. Aukaverðlaun voru fyrir að vera næst holu á 5. braut. Þórdís Geirsdóttir komst næst holu 4,25 m og voru aukaverðlaunin gullhringur, en öll verðlaunin voru mjög veglegir skart- gripir. ATH. ber að allir verðlaunahafar eru frá Golfkl. Keili. Utivistarferðir Helgarferðir 24.-26. ágúst. 1. Berjaferð í Þórsmörk. Tilvalin ferð f. unga sem aldna. Berjatínsla og gönguferðir eftir vali. Kvöldvaka. Gist í hinum vistlega Gti- vistarskála í Básum. Ath. um síðustu helgi var sólskin í Mörkinni þrátt fyrir rigningu víða annars staðar. 2. Einhyrningsflatir — Emstrur — Hólmsárlón. Fallegt svæði að Fjallabaki, m.a. farið að Strútslaug. Tjöld og hús. Uppl. og farmiðar á skrifst. Lækjargötu 6a, símar 14606 og 23732. Útivistarverðir Sumarleyflsferðir Útivistar. 1. Berjaferð á Austurland 25.-29. ágúst. Ovænt og ódýrt ferðatilboð í góða veðrið og berjasprettuna fyrir austan. Rúta — flug. Svefnpokagisting á Hallormsstað. Skoðunar- ferðir. Pantið strax. 2. Kjölur-Vesturdalur-Sprengisandur 30. ág.—2. sept. 4 dagar. Farið að Asbjamar- vötnum, Laugafelli, Hallgrímsvörðu, Nýjadal og víðar. Sundlaug. Svefnpokagisting. Uppl. og farm. á skrifst. Lækjargötu 6a. Sjáumst. Otivist. Tapað -fundið 3 mánaða kettlingur týndur Hvitur og svartur kettlingur með svartan blett á öðrum afturfæti týndist frá Vitastíg síðastliðið sunnudagskvöld. Finnandi vinsam- legast hringi í sima 24332. Afmæli 80 ára er í dag Stefán Guðnason, fyrr- verandi tryggingayfirlæknir, Álfheim- um 70 Reykjavík. Kona hans er Elsa Kristjánsdóttir hjúkrunarfræðingur. Þau ætla að taka á móti gestum í Borg- artúni 17,3. hæð, í dag kl. 17 til 19. Dráttarvextir eru 2,75% á mánuði eða 33.0% á ári. hæstu innlánsvexti í bankanum hverju sinni. Sumarleyfisferðir Ferðafélagsins 1. 23.-26. ágúst (4 dagar): Núpsstaðaskógur — Grænalón. Gist í tjöldum. 2 . 24.-29. ágúst (6dagar): Landmannalaug- ar — Þórsmörk. Gönguferð milli sæluhúsa. Fá sæti laus. 3. 30. ágúst — 2. sept. (4 dagar): Norður fyrir Hofsjökul. Gist í sæluhúsum F.L á Hveravöll- um og í Nýjadal. Þessi ferð er spennandi óbyggðáferð einungis farin á þessum árs- tfma. Nánari upplýsingar og farmiðasala á skrif- stofu F.I. ATH.: Sumarleyfisferðirnar eru á greiðslukjörum. Ferðafélaglslands. Helgarferðir 24.-26. ágúst: Brottför kl. 20 föstudag. 1. OVISSUFERÐ. Gist í húsi. 2. Hveravellir — Þjófadalir. Gist í sæluhúsi F.I. á Hveravöllum. 3. Landmannalaugar — Eldgjá. Gist í sælu- húsiF.f. 5. Þórsmörk. GistíSkagfjörðsskála. Farmiðasala og nánari upplýsingar á skrif- stofu F.l. öldugötu 3. ATH.: 29. ágúst er síðasta miðvikudagsferðin í Þórsmörk. Ferðafélaglslands. BELLA fast — ég hef fengið kraft á öllum löðrungunum sem ég hef gefið Hjálmari.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.