Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1984, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1984, Blaðsíða 8
8 DV. MIÐVIKUDAGUR 22. AGUST1984. Nú stendur yfir útsala á blómkáli og því kjöriö tækifæri aö kaupa birgðir og frysta. Notiö meira af blómkáli nú þegar þaö er ódýrt. Nú eru verslanirnar fullar af norsku, ódýru blómkáli, reyndu því að notfæra þér tækifærið á meöan það býðst. Blómkál getur þú notað meö næstum því öllum mat og einnig fryst þaö. Mundu að smásjóöa þaö fyrst í 3-4 mínútur. Kauptu nokkur höfuð í dag. Við rákumst á þessa auglýsingu í norsku blaöi. Nú er fyrirsjáanlegt aö mikil framleiðsla verður á grænmeti í ár hér á landi. Spurningin er því hvort nægilega mikið sé gert aö því að auglýsa og kynna fyrir neytendum hvað hægt er að gera við grænmetið. Stefnir í metuppskeru á grænmeti þetta áriö Bruk mer bíontkálitá somctenermttjg! Nd er butikkene fulle av bitíig norsk bhhnkdl, sdbenytt sjansen mens du harden. BlomkM kan du bruke til nesten all mat, dessuten er . den fin til frysing. Husk forveUing 3-4 min. Kjop noen hoder i dagí Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur 13VWUV Á BLAÐSÖLUSTÖÐUM Einkaviðtal Vikunnar við Pierre Cardin - eða var það kannski einkaviðtal Pierre Cardin við blaðamann Vikunnar? Það er kannski vandséð hvort er hvort, en svo mikið er víst að þessi frægasti af öllum frægum tískuhönnuðum var fullur af áhuga á íslandi og lét hann ótæpilega í Ijós í þessu sér- stæða og hressilega Vikuviðtali. Svæðanudd gegn höfuðverk - og nú er kennt hvernig nudda skal fingurna til að losna við fjandans hausverkinn! Dreymdi fyrir bílnum - Það var létt yfir hjónunum sem fengu bílinn í afmælisget- raun Vikunnar, eins og sjá má í Vikunni núna. Ljós í Viðeyjarstofu Jónas Árnason ríthöfundur fer á gömlu, giðu kostunum í þessum frásöguþætti úr daglega lífinu. Hann er úr bók sem Jónas hefur á prjónunum nóna og kemur út á næstunni - ásamt endurútgáfu á gömlu, góðu bókinni með Jóni Kadett, sém Jónas er með hór á myndinni. rju svaraði steinninn? Umsögn dómnefndar: Úvenjuleg frásögn um óvenjulegar kringumstæður, og á sem slik erindi til almennings. - Þetta er frásögnin sem fékk önnur verðlaun i samkeppn- inniVIKAN OG TILVERAN. Bflasýning í Los Angeles Sveinbjörn Guðjohnsen sýnir okkur myndir af nokkrum völd um „hot rods" sem voru á sýningu þar fyrir vestan fyrr í sumar. OG ÁRÍÐANDI TILKYNNING FRÁ AUGLÝSINGADEILDINNI: Nú er það auglýsingaverðið sem gildir! Litaauglýsing í Vikunni margborgar sig! Beinn sími auglýsingadeildar: 68 53 20. Hvít peysa úr bómull og hör í handavinnuþættinum. „Ef heldur fram sem horfir verður metuppskera á öllum garðávöxtum í ár,” sagöi Þorvaldur Þorsteinsson, framkvæmdastjóri hjá Sölufélagi garðyrkjumanna, í viötali við DV. Hann sagði aö nú stæði yfir útsala á blómkáli og myndi hún standa yfir í nokkra daga. Heildsöluverð á blóm- kálinu væri nú 30 krónur. Þaö var áður 45 krónur en fyrst þegar það kom á markað 110 krónur. En er gert nógu mikið að því að kynna fyrir neytendum möguleikana á að geyma grænmeti og að borða hrein- lega meira af því? Þorvaldur sagði að það væri mikið gert að því og m.a. væri skrifað mikið um grænmeti í blöð sem heföi að sjálf- sögðu þau áhrif að salan ykist. Það sem gerði hins vegar útslagið í sölunni á grænmeti væri verðið. Sölu- félag garðyrkjumanna auglýsti mikið í útvarpi fyrir nokkru þegar tómatar voru seldir á lágmarksverði. Að þessu sinni veröur einnig auglýst í útvarpi út- salan á grænmetinu. En það et ljóst aö það stefnir í met- uppskeru á grænmeti og kartöflum og má búast við því aö verð lækki mjög vegna offramboðs. Það er einnig vert að kynna sér alla möguleika á því að sjóða og frysta grænmeti. Þá er einnig vert að benda á að mikiö framboð er nú á hvítkáli og er heildsöluverðið á því 30 krónur. Hins vegar er erfiðara að geyma hvítkálið en blómkálið. APH Fjördagurskáta: Mikið um að vera — um næstu helgi Þaö verður mikið að gera nk. sunnudag í f jölmörgum kaupstööum á landinu. Það eru skátar sem ætla að standa fyrir svokölluöum fjör- degi. Eins og nafnið bendir til á að vera mikið fjör á hverjum stað. Á þeim stööum þar sem fjördagurinn verður haldinn verður margt í boði. Það sem þeim er sameiginlegt er það að keppt verður í 10 íþróttagreinum og verður keppt í tveimur aldurs- flokkum. Það verður sippaö, farið i snú-snú, hlaupið, labbað á grind- verki og haldið kassabílarall svo eitt- hvaðsénefnt. Það sem vakir fyrir skátunum er að gera fjördaginn að árlegum skemmtidegi þar sem ungt fólk kemur saman. Og á næsta ári, sem er ár æskunnar, er stefnt að því að fjördagur verði haldinn í nær hverjum kaupstað á landinu. Skátar hafa undanfarin ár staðið fyrir skemmtun í Hljómskála- garðinum í Reykjavík og verða fjör- dagarnir með svipuöu móti. I Hljóm- skálagaröinum verður boðið upp á fjölmörg skemmtiatriði auk íþrótta. Þar verða 14 dagskráratriöi, júdó, glíma, karate, kraftlyftingar og margt fleira. Þá gefst tækifæri til að reyna krafta sína undir leiðsögn lyftingamanna og hægt verður að tala við aðra krakka, sem mættir eru á f jördaginn úti á landi, gegnum tal- stöö. Þá koma 8 hljómsveitir fram og spila. Skemmtunin byrjar kl. 14.30 og stendur fram til kl. 18 og er þetta kjörið tækifæri fyrir fjölskylduna að njóta útiverunnar. VAR SEM NÝTT EFTIR FJÖGUR ÁR Maður nokkur kom í verslunina Kjötmiöstöðina til að láta saga niður fyrir sig læri. Hann ætlaði að steikja lærissneiðar til aö hafa með í ferðalag- ið. Hrafn Backmann í Kjötmiðstöðinni tók viö lærinu og ætlaði að fara að saga en varð þá litið á verðmiða sem hékk á því. Við nánari athugun kom í ljós að lærið var frá árinu 1980 og kostaði þá 2.740 gamlar krónur sem þýðir aö það kostaði 27 nýjar. Nú kostar læri sem kunnugt er 206 krónur kílóið svo að greinilegt er að eitthvaö hefur þessi ljúffengi gripur hækkað á þessum tíma. En það er oft erfitt að gera sér grein fyrir svona hækkunum sem átt hafa sér stað milli ára. Og hvað sem því líður var merkilegt við læri þetta að það var orðiö 4 ára og ekki byrjað að láta á sjá. Það var næstum því sem nýtt og það fylgdi sögunni að maðurinn sem kom með lærið átti afar góða frystikistu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.