Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1984, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1984, Blaðsíða 3
DV. MIÐVIKUDAGUR 22. AGUST1984. 3 Bardastaðafólki bannað ævilangt að eiga búfé „Ákæröu eru hvort um sig svift ævilangt frá birtingu dóms rétti til aö eiga, nota, hafa í umráðum sínum, slátra eða sýsla um búfé nokkurrar tegundar.” Svo segir í dómi, sem nýlega var kveðinn upp hjá sýslumannsemb- ættinu í Snæfells- og Hnappadals- sýslu, yfir bónda og vinnumanni á bænum Baröastöðum í Staöarsveit fyrir brot á dýraverndunarlögum. Hin ákærðu, Guðrún Jóna Halldórsdóttir og Ellert Guömunds- son, voru einnig dæmd til að greiða hvort tíu þúsund krónur í sekt eða sæta átta daga varðhaldi. Þessum dómi hafa þau áfrýjað til Hæsta- réttar. Barðastaðir komust á forsíður blaða í apríl síðastliðnum er fulltrúi sýslumanns fór ásamt liði lögreglu- manna að bænum til að farga bú- fénaði sem samanstóð aðallega af fuglum. Þessi harkalega aðgerð var framkvæmd eftir að fyrirmælum héraðsdýralæknis, um úrbætur varöandi fóðrun og aöbúnað fugl- anna, hafði ekki veriö sinnt. Heilbrigðisnefnd héraðsins haföi einnig afskipti af Barðastöðum. Hún krafðist þess á sínum tíma að íbúðar- húsnæðið yrði þegar í stað rýmt. Skírskotað var til velferðar tveggja ára gamals barns á bænum. Barðastaðir á Snæfellsnesi. Heilbrigðisnefnd hóraðsins vildi láta brenna íbúðarhúsið. Nefndin taldi að mjög erfitt yrði að gera húsnæðið íbúðarhæft á ný enda gólf og veggir innbrennd af andaskít. Gaf hún eigendum þó frest til aprílloka í vor til að gera við- eigandi hreingerningar- og sótt- hreinsiaðgerðir. „En að þeim tíma liðnum, ef ástand verður óbreytt, telur nefndin ekki annaö fært en að láta brenna húsnæðiö og jafna það síðan við jörðu,” sagði í bréfi heilbrigðis- nefndarinnar til hlutaðeigandi aðila. Barðastaðir hafa ekki enn verið brenndir og ólíklegt að það verði gert. Þar hefur enda ekki verið búið frá því í vor. -KMU. Arnarstofninn í hættu vegna eiturútburðar æðarræktarmanna: Dreifa eitri sem gæti drepið alla íslendinga - nú eru 115-120 fuglar í arnarstofninum Þessa dagana eru um 25 arnar- ungar að verða fleygir á landinu. 37 pör eru á landinu sem hafa helgað sér svæði (óðal). Um 25 tmgar komust upp úr um 20 hreiðrum. Með vissu er vitað um varp 8 annarra para sem misfórust af einhverjum orsökum. Einstaka ernir hafa sést á flugi það sem af er þessu ári frá Gullbringusýslu til Húnavatnssýslu, að Strandasýslu undanskilinni. Af þessum 25 ungum komust 8 ungar upp á svæði sem örn verpti ekki á fyrir 10 árum. Tvö arnar- hræ fundust sjórekin. „Fordómar gegn örnum hafa minnkað mikið og eins kvartanir um tjón vegna ama sem í raun er mjög lítið, einkum þar sem um varp er að ræða og nytjafugl venst honum; einnig verja ernir svæði sín fyrir öðmm fuglum,” segir í frétt frá Fuglaverndarfélagi íslands. „Arnarstofninn á tslandi er líklega um 115-120 fuglar sem er mjög lítil stofnstærð. Mesta hætta sem nú steðjar að erninum er eiturútburður æðarræktar- manna. Undanfarið hafa 217 aðilar keypt í handkaupi hjá Lyfjaverslun rikisins 300 kg af fenemali sem nægja myndi til þess að drepa alla Islend- inga. Þetta er gert með leyfi mennta- máiaráðherra og samþykkt af for- manni eiturefnanef ndar. Aö dómi okkar er útrýming svart- baks með eitri þýðingarlaus, stofninn er það stór að þeir sem drepast af eitri myndu drepast hvort sem er og máfar forðast ekki hræ af sinni tegund. Eina leiðin til þess að fækka svart- bak er að henda ekki slori i sjó og moka yfir sorphauga alls staðar.” Alþjóðareglur um áhafn- irfiskiskipa? Þrjár alþjóðastofnanir, Alþjóða- siglingamálastofnunin, IMO, Alþjóða- vinnumálastofnunin, ILO, og Fisk- veiða- og landbúnaðarstofnunin, FAO, hafa ákveðið að setja á stofn sam- starfsnefnd þessara þriggja alþjóða- stofnana til að semja alþjóðleg ákvæði til leiðbeiningar um menntun, þjálfun og vagtstöðu áhafna fiskiskipa. I þessari nefnd eiga sæti 2 fulltrúar frá IMO, 2 frá FAO og 4 frá ILO, þar af tveir frá útgerðarmönnum og tveir frá sjómönnum. Annar tveggja fulltrú- anna frá IMO var kosinn Hjálmar R. Bárðarson siglingamálastjóri en hinn fulltrúi IMO er frá Japan. 20% Við erum löngu orðnir landsþekktir fyrir okkar frábæru greiðslukjör á notuðum bílum. Hér fást bílar án útborgunar og kaupveröið lánað til 6—12 mánaða. Nú bætum við um betur og bjóðum ST AÐGREIÐSLUAFSLATT til þess að þeir sem hafa handbæra peninga geti gert hér hagkvæm viðskipti eins og aðrir. SKIPTIVERSLUN Hvergi annars staðar býðst þér að koma á gamla bílnum og skipta honum uppí annan nýrri. Svo lánum við þér jafnvel alla milligjöfina. örugg viðskipti við « leiðandi fvrirtæki í verslun með notaða bíla. > J3 H 2 ECILL VILHJÁLMSSON HF. Smiöjuvegur 4 - Símar. 79944 og 79775.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.