Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1984, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1984, Blaðsíða 9
DV. MIÐVIKUDAGUR 22. AGUST1984. 9 Hór má sjá umrædda sendingu sem er verðlaun frá bókaklúbbi eriendis fyrir að hafa aflað nýrra áskrif- enda. D V-mynd Ingibjörg Magnúsd. Neytendur Neytendur Neytendur TolEar á gjöfum erlendis frá: „Gjafir” frá bókaklúbbum eru tollskyldar Frá Ingibjörgu Magnúsdóttur frétta- ritara á Húsavík. Það getur verið gaman að fá gjafir, verölaun og viðurkenningar. En gamanið getur kárnað ef þessar gjafir berast frá útlöndum. Tollyfirvöld hér á landi meta slíkar gjafir til verðs eins og þær myndu kosta út úr búð hér. Og að auki bætast tollar ofan á það verð. Á þessu fékk ung kona á Húsavík, Oddfríður Reynisdóttir, að kenna ný- lega. Þannig var að hún hafði safnað tveimur áskrifendiun fyrir Hjemmet kogeklubb í Noregi. En eins og flestir vita er algengt að bókaklúbbur verð- launi þá sem afla nýrra áskrifenda. Oddfríði var sendur myndalisti og boðið að velja sér gjöf sem verðlaun fyrir dugnaðinn. Hún valdi fjórar stærðir af glösum og sex glös af hverri stærð. Þá valdi hún einnig salatsett. Sendingin var því nokkuð fyrirferðarmikil en ekki að sama skapi verðmæt. Tollyfirvöld neituðu að afgreiða sendinguna sem gjöf og mátti Odd- fríður greiða alls 1.499 krónur áður en hún fékk sendinguna afhenta. „Mér hefði aldrei dottið í hug að kaupa mér þessa hluti hér fyrir þessa upphæð,” segir Oddfríður. „Eg er ekki sátt við það að þurfa aö borga fyrir þetta þessa upphæð. Eg lít á sendinguna sem gjöf eða viðurkenn- ingu. Ef ég hefði vitað um þetta áöur en ég pantaði heföi ég beðið um eitthvaö f y rirf erðarminna. ’ ’ Svar: Við höfðum samband við tollstjóra- embættið í Reykjavík og spurðumst fyrir um hvernig vörur af þessu tagi væru metnar til tollafgreiðslu. Páll Fransson varð fyrir svörum. Hann sagði að ákveðin ákvæði í lögum fjölluöu um gjafir. I þeim er gert ráð fyrir að heimilt sé að lækka eöa fella niður öll gjöld af gjöfum. Þetta á við gjafir sem gefnar eru á milli félaga, s.s. líknarfélaga og ekki eru notaðar í atvinnuskyni. Þessi ákvæði ná einnig tiltækifærisgjafa, s.s. jólagjafa. Það er því spuming hvort þessi sending fellur undir þá skilgreiningu að vera tækifærisgjöf. Páll sagði að þessi sending, eða gjöf, gæti ekki fallið undir þá skilgreiningu að vera tækifærisgjöf. Hún ætti því að vera tollskyld eins og aðrar vörur sem fluttar eru inn til landsins. Þetta voru m.a. glös og væri 40 prósent tollur á þeim, 30 prósent vörugjald og 25,85 prósent sölugjald. Það er því full ástæða til að vara fólk við því hér á landi að taka við gjöfum frá klúbbum og öðrum sem bjóða slíkar gjafir eða verðlaun fyrir að útvega nýja viðskiptavini. Fólk ætti aö kynna sér fyrst þær reglur sem gilda um þennan varning áður en það ákveður aö þiggja þessar gjafir. APH Mikil álagning á mjólkurglas — segir veitingahúsgestur „Þaö kostar 16 krónur eitt mjólkurglas á veitingastaðnum Ar- seli á Selfossi,” sagöi veitingahús- gestur sem nýlega hafði samband við DV. Benti hann jafnframt á að í sama húsi væri hægt að kaupa 1 lítra af mjólk fyrir krónur 22,30. Stóö hann í þeirri meiningu að Mjólkurbú Flóa- manna ætti staðinn, ásamt Kaup- félagi Arnesinga, og þótti því nokkuö mikil álagning á mjólkurglasi. Matreiðslumeistari á veitinga- staðnum Árseli verður fyrir svörum. Veitingastaöurinn Ársel er einungis í eigu Kaupfélags Árnes- inga og á það skal bent að frjáls álagning er á veitingastöðum. Ferðamannaverslun er á staðnum þar sem mjólkin er seld á 22,30 lítr- inn. I sömu byggingu er þar einnig vísir að kaffiteríu og grilli. Vísaði hann síðan á verðkönnun sem Verð- lagsstofnun gerði nýiega á veitinga- stöðum. Þar kemur fram að verð á einu mjólkurglasi er á bilinu frá 13 krónum í 21 krónu. Mjólkin er af- greidd í glasi sem tekur 25 sentilítra og hefur verðið verið óbreytt í meira en eitt ár. Til samanburðar fengum viö upp verð á fleiri drykk jum sem seldir eru á veitingastaðnum Arseli. Te kostar 21 krónu, kaffi 25, gos 28, malt og pilsnersglas kostar 35 krónur. Tuborg-bjór kostar 35 krónur og er afgreiddur í flöskunni ásamt krús. Sami háttur er hafður á ef afgreidd er bjórdós frá Carlsberg, en hún kostar 52 krónur. -RR VERKSMIÐJUSTÖRF - STARFSFÓLK ÓSKAST Starfsfólk óskast til eftirfarandi starfa: I. Til stillinga og keyrslu véla. II. Tilverksmiöjustarfa. Mötuneyti á staðnum. Upplýsingar gefnar í síma 38383 eöa á staðnum. Kassagerð Reykjavíkur hf., Kleppsvegi 33. HUMA- NIC Þessi vinsælu leðurstigvél frá HUMAIMIC eru seld í eftirtöldum verslunum: Skósölunni, Laugavegi 1. Skóverslun Kópavogs Staðarfelli, Akranesi M.H. Lyngdal, Skóverslun ’ Leos, ísafirði. Er bleyta i garðinum? DRENBARKAR Ef bleyta er í garðinum, tjaldstæðinu eða annars staðar, þá getur lagning drenbarka verið rétta lausnin. Drenbarkar til ræsilagna eru úr plasti, léttir og auðveldir í notkun. Allir fylgihlutir fyrirliggjandi. Stærðir 50,80 og 113 mm (50 m rúllur). VATNSVIRKINN/J Ármúli 21. S Skrifstofa: 685966. Verslun: 686455. Sölum.: 685961.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.