Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1984, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1984, Blaðsíða 26
26 DV. MIÐVIKUDAGUR 22. AGUST1984. Vegaræsi Eigum fyrirliggjandi rör í vegaræsi, rillustyrkt, mjög sterk úr galv.-efni. Stærðir: 10, 12,14,16, 18, 20, 22, 24, 26, 28, 30, 32, 40, 44 og 48 tommur. Nýja Blikksmiðjan hf., Ármúla 30. Sími 81104. x XXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXX j llrauMa í tohur o$ fi. sími 50003. x X X X X X x xxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxx Auglýsing um rækjuveiðar innanfjarða á hausti kom- anda Umsóknarfrestur til rækjuveiða á Arnarfirði, isafjaröardjúpi og Húnaflóa á rækjuvertíðinni 1984 til 1985 er til 5. september nk. I umsókn skal greina nafn skipstjóra og heimilisfang, enn- fremur nafn báts, umdæmisnúmer og skipaskrárnúmer. Umsóknir sem berast eftir 5. september nk. verða ekki teknar til greina. Sjávarútvegsráðuneytið, 17. ágúst 1984. Utboð — Loftræsing Stykkishólmshreppur óskar eftir tilboðum í smíði og uppsetn- ingu loftræsikerfis í nýbyggingu Gagnfræðaskólans í Stykkis- hólmi. Utboðsgögn verða afhent hjá Verkfræðistofunni Fjarhitun hf., Borgartúni 17, Rvík., gegn 2.500 kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð föstudaginn 31. ágúst nk. kl. 11 f.h. hjá F jarhitun hf. /KJÖRINN \ FERÐAFÉLAGI, | FER VEL í VASA, VEL ÍHENDI ÚR VALSEFNI ÖLLU TAGI. Launamál lögreglukvenna: Vandamál í Kópavogi —í lagi f Reykjavík „Þetta er ekkert vandamál hjá okkur,” sagöi Páll Eiríksson, aðstoö- aryfirlögregluþjónn í Reykjavík, þegar hann var inntur eftir því hvernig fariö væri meö mál lögreglu- kvenna í Reykjavík á meðan á meö- göngu stendur. Eins og fram kom í DV sl. laugardag hefur veriö leitað til stjórnar Landssambands lög- reglumanna vegna misréttis sem lögreglukona úti á landi taldi sig hafa verið beitta á meðgöngutíma og í bamsburðarleyfi hvaö varðar launamál. I Reykjavík eru starfandi sex lög- reglukonur í föstu starfi en þrjár í Kópavogi. Ásgeir Pétursson, bæjar- fógeti í Kópavogi, sagöi aö málið væri í kyrrstööu þessa stundina en veriö væri aö semja bréf til dóms- málaráðuneytisins vegna þess. Hann sagði ennfremur aö þetta væri nýtt mál fyrir sér, en vitanlega hlyti þetta aö vera mál sem sætti sam- komulagi milli Landssambands lög- reglumanna og samninganefndar ríkisins. SJ Nú er veriö í fyrsta sinn á tslandi aö reisa einbýlishús innandyra. (DV-mynd: GVA) EINBÝLISHÚS í LAUGARDALSHÖLLINNI Nú er verið að reisa einbýlishús inn- andyra í fyrsta sinn á íslandi. Húsið er á annað hundrað fermetra stórt og bygging þess mun einungis taka eina viku. Húsið er reist í tengslum við sýninguna Heimilið ’84 sem hefst í Laugardalshöll nk. föstudag. Það eru 20 aðilar sem standa að byggingu hússins og í því verður allt sem prýða má eitt heimili, allt frá stein- Staða alþjóð- legra orkumála — rædd á f undi orkumálaráðherra Á fundi orkumálaráðherra Norður- landanna, sem haldinn var á Húsavík í fyrradag, var rædd þróun á orkusviöi í hverju landi fyrir sig svo og staða al- þjóðlegra orkumála. A fundinum var lögð fram skýrsla um olíuhreinsistöðvar. Ráðherrar töldu nauðsynlegt aö kanna möguleika á hagnýtri, norrænni samvinnu á þessu sviði. Verður máliö rætt frekar á næsta fundi orkumálaráðherra. A sviði orkurannsókna samþykktu ráðherramir að fram skuli fara ýmis Leyfi verður ekki veitt Landbúnaöarráðuneytið hefur ákveðið að leyfi verði ekki veitt fyrir því grænmeti sem heildverslun Egg- erts Kristjánssonar flutti inn og kom í sölu án þess að tilskilin leyfi hefðu verið fengin frá ráðuneytinu. Að sögn Guðmundar Sigþórssonar, skrifstofustjóra í landbúnaðarráðu- neytinu, telur ráöuneytið að þetta sé brot á lögum og heföi viðkomandi toll- vörður, sem gaf út neyðarleyfi, átt að ganga úr skugga um að leyfi væru fyrir þessum innflutningi af hálfu land- búnaðarráðuneytisins. upplýsingaþjónusta og samhæfing milli Norðurlandanna. Þetta mun fela í sér sameiginlega skráningu á r£um- sóknarverkefnum og útgáfustarfsemi, stuðning við sérstök námskeið á olíu- og gassviöinu, sameiginlegar námstefnur, stuðning við ferðir rann- sóknarmanna, sameiginlega bókaút- gáfu o.fl. Orkuráðherrar töldu að auka ætti samvinnu á orkurannsóknarsvið- inu. Ráðherrar lögöu áherslu á mikil- vægi náinnar samvinnu um upplýsing- ar í orkumálum, þ.á m. með útgáfu- starfsemi, sýningum og námskeiöum. Þá bentu ráðherrarnir á aö fram- kvæmdir í orkumálum gegndu mikil- vægu hlutverki í efnahagslegri þróun og i að halda uppi fullri atvinnu, en ályktun þessa efnis hefur komið fram í Norðurlandaráði. Þeir sem sátu fundinn á Húsavík voru: Seppo Lindblom, viðskipta- og iðnaðarráöherra Finnlands, Sverrir Hermannsson, iðnaðar- og orkumála- ráðherra Islands, Birgitta Dahl, orku- málaráðherra Svíþjóðar, Arild Rod- lend, aðstoðarmaður orkumálaráö- herra Noregs, og Michael Lund, ráðu- neytisstjóri í orkumálaráðuneyti Dan- merkur. Ingibjörg Magnúsdóttir Húsavik klæðningum, parketgóUum, húsgögn- um og hreinlætistækjúm upp í sófa- púða og myndlist á veggjum. Og auðvitað er öllum sýningargestum boðið í heimsókn. ÞJH Dýralæknafélag Islands50ára Aðalfundur Dýralæknafélags Is- lands var haldinn að Bifröst í Borg- arfirði dagana 27. til 28. júlí. Var það jafnframt hátíöarfundur í til- efni af 50 ára afmæli félagsins. Til hátíðarfundarins var boðiö frammámönnum í íslenskum land- búnaði og fulltrúum frá norrænu dýralæknafélögunum. Þá voru sex dýralæknar gerðir að heiðursfélög- um og sæmdir gullmerki félagsins fyrir störf í þágu þess. 1 þeim hópi voru þrír af núlifandi stofnendum félagsins, þeir Jón Pálsson, Ásgeir Þ. Ólafsson og Asgeir Einarsson auk Guöbrands Hlíðar. Tveir er- lendir dýralæknar voru einnig gerðir að heiðursfélögum. Auk hátíðarfundarins hélt félagið árlegan fræðslufund, sem var helg- aður fiskirækt og fisksjúkdómum. I stjórn Dýralæknafélags Islands voru endurkjörnir Halldór Runólfs- son formaður, Gunnar örn Guð- mundsson ritari, Grétar Hrafn Harðarson gjaldkeri og Gunnlaug- ur Skúlason, sem var kjörinn vara- maður. EA APH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.