Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1984, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1984, Blaðsíða 4
4 DV. MIÐVIKUDAGUR 22. ÁGUST1984. í dag mælir Dagfari _____________í dag mælir Dagfari___________I dag mælir Dagfari Boxkeppni í karphúsinu Dagfari fór stundum í Hálogaland í gamla daga. Þar voru háðar eftir- minnilegar hnefaleikakeppnir. Há- punkti náði boxið þegar islenskir hnefaleikakappar börðust gegn Ameríkönum af Vellinum. Þá var troðfullt hús og mlkil stemmning, ekki síst þegar landinn rotaði and- stæðingana, sló þá kalda, þannig að enginn vissi hvort þeir voru lífs eða liðnir. Þá æptu menn sig hása af fögnuöi. Hnefaleikakeppni fer þannig fram að áður en s jálf keppnin hefst gengur < dómarinn inn í miðjan hringinn og kynnir keppendur. Þegar nöfn þelrra eru lesin upp ganga kapparnir fram á gólfið, lyfta höndum til himins, og taka á móti fagnaðarlátum. Síðan eru þeir kynntir hver fyrlr öðrum og núa saman boxhönskunum ábúðar- miklir og einbeittir á svipinn. Þetta voru rafmögnuð augnablik og ólýs- anlegur hrollstraumur fór um hverja taug hjá áhorfendum sem þyrsti í blóð og góðan bardaga. Þessar boxkeppnir í Hálogalandi rifjast óneitanlega upp þegar maður virðir fyrir sér myndlr af upphafi þeirra samningaviðræðna sem nú eru að hefjast milli Verkamanna- sambandsins og Vinnuveitendasam- bandsins. Þelr standa álengdar Guðmundur jaki og fulltrúar vinnuveitenda og takast í hendur eins og boxarar sem eru þess albúnir að lumbra hver á öðrum. Dramatíkln leynir sér ekkl. Þeir brosa góðlátlega, sigurvissir og elnbeittlr, núa saman boxhönskun- um og velfa til áhangenda sinna. Sástu hvernig ég tók hann? sagðl Jón vinnumaður. Sjáið þið hvernig ég tek hann segja þeir Guðmundur og Magnús Gunnarsson og tvístíga í hringnum af einskærri óþollnmæðl. Taugarnar eru þandar tll hins ýtrasta. Sennilega verður að teija að þessi keppni vinnuveltenda og verka- manna sé í þungavigt. Að minnsta kosti eru þeir keppendur sem teflt er fram allir í pólitiskrl þungavigt. Guðmundur jaki hefur vöxtinn með sér. Þar að auki reiðir hann hátt til höggs, hvorki meira né mlnna en 40 tll 50% kaupkröfur sem eru taldar hafa 100% verðbólgu í för með sér. Guðmundur ætlar sér að sigra með rothöggi. Slá andstæðinginn kaldan svo kommarnir æpi sig hása af fögn- uði. Það dugar ekkert minna þegar andstæðingurlnn rifur kjaft og derrir sig. En vinnuveitendur tefla einnig fram harðsnúnu liði og þetta verður tvísýn keppni. Fyrsta lotan er að hefjast. Enginn býst við úrslitum strax. Keppendur munu þreifa fyrir sér, gefa lausa kinnhesta, pústra og högg hér og þar eftir því sem andstæðingurinn gefur færi á sér. Vlð heyrum til dæmis að vinnuveit- endur byrji á því að vísa kröfum Verkamannasambandsins algjör- lega á bug. VUji halda fast við sam- komulagið frá því í fyrravetur. Guð- mundur joð segir kröfurnar smáræði og fylgir þeim fast eftlr. Þannig munu þeir standa hvor frammi fyrir öðrum og yggla sig eins og mannýg naut og hnykla vöðva eins og góðum boxurum sæmir. Vinnuveltendur ætla sér að þreyta kappann, enda eru feltir menn í þungavigt fljótir að mæðast. Vinnu- veitendur ætla sér að sigra á „teknisku knock outi”. Hvorugur sækist eftlr fegurðarverðlaunum þegar dansinn er stlginn á hnefa- leikapalli kjarabaráttunnar. Þess er og að minnast úr Háloga- iandi að áður en yfir lauk tóku kepp- endur til þess ráðs að hvíla slg í faðmlögum hver við annan. Það voru leiðinleg endaiok. Vonandi fer ekki eins fyrir boxurum í karphúsinu. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.