Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1984, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1984, Blaðsíða 5
DV. LAUGARDAGUR 25. ÁGUST1984. 41 Þá fann ég til meö fólkinu í Bhiwandi-bænum sem varð fyrir því að nágrannar þess réðust á það og drápu eða brenndu hús þess vegna þess eins aö það var annarrar trúar- skoöunar. Það eitt að tala við svona fólk verður til þess að opna huga manns. Þaö er mikilvægt að við hér á Islandi höfum í huga að þótt fiskur- inn vilji ekki alltaf rata í netin hjá okkur þá er það varla það versta sem geturgerst.” Þórir hefur unnið af og til, meira eða minna, við DV og áður Vísi siðastliðin sjö ár. Hann haföi skrifað í blaðið frá Grænlandi, Sovétríkjun- um, Bandaríkjunum, Bretlandi, Danmörku og Póllandi áöur en hann lagði í þessa ferð. Hvert er ferðinni heitiðnæst? „Æth þaö komi ekki í ljós nokkrum dögum áður en ég legg af stað, sem getur verið hvenær sem er. Annars er ég staðráðinn i aö halda mig á landinu um nokkurt skeiö í þetta sinn. Eg var farinn að tapa niður málinu. Þegar maður heyrir ekki ís- lenskuna mánuðum saman og byrjar að tala algerlega og hugsa á ensku þá er auðvelt að tapa tilfinningunni fyrir góðu og réttu máU. Það skal hins vegar ekki gerast hjá mér og þess vegna verð ég um kyrrt hér í einhverntíma.” Nú var eftir því tekið að þú varst eini íslenski blaðamaðurinn á staön- um þegar Bjarni vann bronsið í júdó- inu á ólympiuleikunum. „Já, þeir sögðust líka vera ánægö- ir með það, júdómennirnir. Þeir væru ekki vanir því að sjá blaða- menn í kringum sig. Það var senni- lega fákunnáttu minni á íþróttamál- um aö kenna að ég mætti. Þegar maöur veit ekki að það er heimska em að vera að mæta á júdóið þá álp- ast maður á þetta. Þetta var held ég í fyrsta skipti sem ég sá júdó en ég fékk sUkan áhuga á íþróttinni að eftir daginn var ég jafnvel kominn meö stöfunina á japönsku bragðaheitun- um nokkurn veginn á hreint.” Æðstipresturinn, Jarnail Singh Bhindranwale, sem Þórir tók viðtal við á Indlandi. Stjórnarherinn drap svo prestinn mánuði siðar. DV-mynd Þó. G. r I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I \ I I I I I I FULLTNAFN: Þórlr Guðmundsson. HÆÐ OG ÞYNGD: 1,75 og 70 kg. GÆLUNAFN: Ekkert. BIFREIÐ: Strætó. UPPAHALDSÍÞROTTAFÉLAG ÍSLENSKT: Grótta. uppAhaldsíþrOttamaður ÍSLENSKUR: GísU Þorsteinsson. UPP AHALDSMATUR: Kjöt og kartöflur. UPPAHALDSDR YKKUR: Þurrt hvttvin. UPPAHALDSSJÓNVARPSÞATT- UR: Kastljós. uppAhaldsledcari ÍLENSK- UR: Bessi B jamason. uppAhaldslekari ERLEND- UR: Ingrid Bergman. UPPAHALDSTONLISTAR- MAÐUR: Louis Armstrong. UPPAHALDSBLAÐ : Christlan Science Monltor. HELSTA METNAÐARMAL í LÍFINU: Að gera betur en mttt besta. HVAÐA PERSONU LANGAR ÞIG MEST TIL AÐ HITTA: Móður Teresu. HELSTI KOSTUR ÞINN: Hef óhuga á öUu sem ég geri. HELSTIVEIKLEIKI: GleymiöUu. YRÐIR ÞÚ HELSTI RÁÐAMAÐ- UR ÞJÓÐARINNAR A MORGUN, HVERT YRÐI ÞITT FYRSTA VERKEFNI? Að setja iög um upp- lýsingaskyldu rikisstofnana gagn- vart i almenningi. ANNAÐ VERK: Fyigja því fyrsta eftir. Ástin og efnu- fræðin Phenyi.ktiiyi.amink Horfðu vel á þessa sameind, kemur hún þér til að verða máttlaus í hnjánum, roðna í framan og fá hjartað til að slá örar? Tæplega .. Samt skaltu ekki brosa því að það hrannast upp vís- bendingar og óbeinar sannanir fyrir því að þessi litla sameind sé í þjónustu Amors. Hún gengur undir nafninu phenylethylamine meöal efnafræðinga og oft einungis köUuð PEA. PEA hefur með efnafræöUeg boð í heila að gera og hefur verið sýnt fram á að hún á virkan þátt í veUíðaninni og rósrauðu skýjunum sem umlykja hina ást- föngnu. Sameindin hefur áberandi skemmti- lega uppsetningu sé tekið tiUit tU þess hlutverks sem hún gegnir. Hún minnir nefnilega þó nokkuð á lykU og hefur húmoristinn þama uppi án vafa hannað hana þannig með tiUiti til þess hlutverks sem hún leikur. Sé kenn- ingin um þátt PEA í ástinni rétt þá mun PEA reynast sálfræðingum og þeim sem rannsaka tilfinninga- og hugarUf fólks mikil búbót. Aftur á móti er það svo annaö mál aö ekki munu rit- höfundar veröa alltof hressir með þetta nýja framlag vísindanna. I stað setninga eins og: „Hún leit á hann þeim augum sem hann fengi aldrei gleymt og hjarta hans fylltist hlýrri og krefjandi ástríðu sem þó fyllti hann unaði.” Þá kemur: „Er rafboöin frá ljósnæmu frumunum og boðin frá þef- færunum bærust til heUans varð um > ch2 ch ch3 - / I nh2 A.MI'HKTAMINK aUmUda losun ó phenylethylamine að ræða og olU það samfara losun á ýmsum öðrum boðefnum er styrktu hvetjandi virkun þess á taugalíffræði þau er hafa með tilf inningar að gera.” Sem betur fer eru tilfinningar ekki undir stjórn neins einstaks efnis eða líffæris og það er af þeirri ástæðu sem ekki er hægt að lauma ástardrykk í glas þess útvalda og hremma hann svo. Eh án vafa þá myndi fæði og ytri umhverfi sem styrkti framleiðslu PEA í heUanum ekki spiUa fyrir samdrætti tveggja einstaklinga. Ástin og amphetamine Hin nýju fræöi um ástina hafa skipt eðli hennar í tvo þætti. Hin fyrri er svonefndur aðdráttarþáttur. Hann einkennist af hraöa og örum geðbrigðum. Það virðist vera sem þessi þáttur sé einkenndur af amphetamineUkum metabóUsma sem hefur innbyggða tímavirkun. Það má því segja að ástin kveiki eld sem getur ekki enst nema í ákveðinn tíma vegna ákveðinna innbyggðra efnaferla í líkamanum. Þessi hröðun á tilfinn- ingum nær brátt ákveönu hámarki og stöðvast þar. Með öðrum orðum má segja aö þú verður einungis ástfanginn að ákveðnu marki og eftir það ertu jafn- ástfanginn og áður, en veröur ekki ást- fangnari. Þú gerir þér því ljóst að þú ert drukkinn af ást en ert hættur að verða drukknari af tilfinningunum. Þessi fyrri þáttur og áhrif hans eru fyrir tilstuölan phenylethylamine og hrööunaráhrifin eru vegna þess hversu verkun phenylethylamine er lík verkun lyfsins amphetamine. Smám saman aölagast líkaminn áhrifunum og sambandið getur rofnað þegar áhrif phenylethylamine á meðvitundina minnka. Ástin og opíum Oft skiptir þó hugurinn um e&iaáhrif og nú tekur hann til viö notkun ópíuinlíkra efna og við það breytist sambandið þannig að báðir aðilar fyllast öryggistilfiimingu og vellíðan í návist hvor annars. Líkt og önnur eiturlyf þá er ópíum og ópíumlik lyf (efni) vanabindandi og því veita þau sér áfram likt og snjóbolti þannig að hvorugur aðilanna gerir sér í raun grein fyrir hversu mikilvægur hinn aðilinn er fyrir vellíðan hvors um sig. Það eru morfín og önnur efni sem valda vellíðaninni og því veröur ailur aðskilnaður mjög sársauka- fullur því aö fráhverfseinkennin eru ekk- ert grín. Fráhvarfseinkennin eru sterk í bæði fyrri og seinni þætti ástarinnar og þó mismunandi vegna hinna mismunandi nautnaefna sem hvor þátturinn um sig orsakast af. Ástarsorg ætti því að vera læknanleg með lyfjagjS, PEA PEA-kenningin kom fyrst fram á sjónarsviðið árið 1979 og var sett fram af dr. Klein og dr. Liebowitz við Colombia College of Phisicans and Surgeons og birtist í „Psychiatric Clinics of North America”. Reyndar var greinin rituð um „Hysteroid dysphoria” sem er undirflokkur af huglægum sjúkdómum. I greininni kemur fram að: „Stjórn- un á phenylethylamine, sem tekur þátt í taugaboðum í heila og er byggingarlega skylt amphetamine, er óeölileg í hysteroid dysphoria . . . Upplyftingin og aukning á lífsorku við hrós og velþóknun annarra og minnkun á orku, aukin svefnþörf og aukin matarlyst við það að sjúkl- ingunum finnst þeim hafnað á ein- ^hvern hátt er einkenni fyrir áhrif amphetaminegjafar og fráhvarfsein- kennum þess efnis. Þessar tilfinn- ingasveiflur má útskýra sem sveiflur i magni amphetaminelíks boöefnis í heila (PEA) sem orsakast af örvunarbreytingum af völdum þeirra aðila sem sjúklingurinn umgengst.” Það er einnig talið allliklegt að PEA hafi mikið að segja gagnvart þunglyndi því að við það að vera gefið inn MAO-blokkerar (MAO brýtur PEA niður) og þannig auka magn PEA í heila hefur verið sýnt fram á að skortur á PEA í tauga- kerfinu veldur þunglyndi. Það lítur út fyrir að rannsóknir á sambandi einstakra tilfinninga og efnaferla í heila séu fyrst núna að ná sér virkilega á strik. En það mun án efa þykja nokkuð kaldhæðnislegt að það verða væntanlega lífefna- fræðingar sem verða sérfræðingarnir í ástamálunum i framtíðinni en ekki sálfræðingar eða rithHundar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.