Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1984, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1984, Blaðsíða 21
DV. LAUGARDAGUR 25. ÁGUST1984. 57 Bílar Fiat, hefur hún fengið innanhússnafnið Y—10 og mun vera byggð á Uno og koma á markað sem Lancia í mars 1985. Aifa Romeo bíður með sinn „Tipo 4” Búist er viö að Alfa Romeo fari sér hægt að setja sína útgáfu af Tipo 4 á markað, alla vega fram eftir árinu 1985. Búist er viö að nýja Alfan verði með tveggja lítra, f jögurra strokka vél meö tveimur yfirliggjandi knastásum svipað og í Alfa 6 og einnig að vélin úr GTV, 2,5 h'tra V-6, komi þar við sögu. Þrátt fyrir að Alfa komi fram með Tipo 4 er búist viö nýrri Alfettu, sem köliuö hefur verið K2 og fengið hefur mikla yfirhalningu, aöallega í útliti. Bertone endur- bætir X 1/9 Frá Bertone er von á endurbættri útgáfu á Fiat x 1/9 sportbílnum, en þessi tveggja sæta sportbíll með miðjumótor hefur verið nær óbreyttur frá 1973. Aðalbreytingarnar liggja í gjörbreyttum afturenda og straum- línulagaðri framenda. Nýr Opel Kadett Opelverksmiöjurnar fóru ekki var- hluta af verkfalli málmiðnaðarmann- anna. Ætlunin var að kynna nýjan Opel Kadett í júh, en fyrirsjáanlega seinkar þeirri kynningu fram eftir sumrinu. Þessum nýja Kadett var ekki ætlað að koma á markaö fyrr en voriö 1985, en var flýtt. Ástæðan var einföld: Nýi Golfinn varö að fá samkeppni á heima- markaði sem fyrst. Lögð hefur verið áhersla á sportlegt útlit og hafa loft- mótstöðuna sem minnsta. Vind- stuðullinn á fólksbílnum er aöeins 0,32 og á sportútgáfunni 0,30, eða sama og á Audi sem komst lægst af verksmiöju- framleiddum bílum til þessa. Minni breytingar verða undir vélar- hlífinni og halda menn sig að mestu viö vélargerðirnar sem voru í bílnum. Nýja hönnunin á bílnum hefur það aftur á móti í för með sér aö hámarks- hraðinn eykst og fer yfir 200 km. Nýr arftaki Ford Granada Hvað hinn nýi arftaki Ford Granada kemur til meö að verða kallaöur er ekki vitað nú. Þessi nýi Ford tekur svip af Sierra, en hefur þó sinn eigin svip. Loftmótstaðan hefur spilað hér veru- lega inn í enda er hún komin niður í 0,29—0,31 eöa sama og Audi 100 og Renault 25.1 útliti svipar þessum nýja Ford aö nokkru til nýju Benz-línunnar. Vélar verða væntanlega tveggja lítra, V-6 2,3 lítra og 2,8 lítra með beinni inn- spýtingu. Nýr, „stór” Benz I desember er búist við nýjum, „stórum” Benz sem kallaður hefur verið W124, nýr fjögurra dyra bíll sem koma skal í stað módellínunnar 200 til 280. Upphækkaður afturendinn er framhald línunnar sem lögð var með 190 bílnum. Innanrými mun verða betra en í núverandi 123 línunni. Búist er við að Benz bjóði upp á fjórhjóladrif í þessum nýju bílum á árinu 1986. Eftir ár er síðan búist viö „T” — gerð sem er stationbíll og loks ári þar á eftir er von á tveggja dyra bíl í þessari línu. Ný sportútgáfa frá BMW: M535 BMW ætlar sér stóra hluti á sama markaði og 190 E 2.3—16 bíllinn frá Benz hefur veriö nær einráður. I október er von á nýrri „fimmu” sem til Bílar viðbótar fær ,,M” á vatnskassahhfina sem tilgreinir að hann sé kominn frá mótorsportdeild verksmiðjanna. Undir vélarhhfinni verður sex strokka vél meö tveimur ventlum á hverjum strokki sem gefa mun 218 hestöfl og há- markshraða yfir 230 km. Stationgerð af Citroen BX Eins og áður hefur komið fram hér í blaðinu verða htlar breytingar á hn- unni frá Citroen í ár. CX bíhinn kemur með afgasforþjöppu sem gefa mun honum 160 hestöfl. Þessi nýi toppbíll CX Ununnar verður kynntur á Parísar- sýningunni í október. Þar bætist einnig viö BX línuna, því þá kemur station- gerð til viðbótar. Einnig veröur sú breyting á BX linunni í haust að fólks- bílhnn fær sömu vél og er í Peugeot 205 GTI sportbílnum. Nýrbíllfrá Talbot Von er á alveg nýjum bíl frá Talbot, sem kallaöur hefur verið C—28. Þessi bíll er á nýrri línu, með framhjóladrifi og stórum opnanlegum afturenda, að mestu úr gleri. Þessum bíl verður ætlað að reyna aö lyfta Talbot upp úr þeirri lægð sem Tagora og Murena bílamir settu verksmiðjurnar í, en þeir voru mjög misheppnaðir. Renault Alpine í stað fimmunnar Renault hefur nú þegar sett fram nýjan bíl í fjölskyldubílaflokknum, Espace, sem sagt var frá hér á dögun- um. Von er nú á arftaka Renault 5 sem hannaöur var í samvinnu við dóttur- fyrirtæki Renault, Alpine. Þessi nýi bhl, A 310, er blanda af því að vera með mótorinn aftur í og miðjumótor meö drifi á afturhjólunum. I vélarrúminu er búist við 2,7 htra V—6 ásamt þekktu fjögurra strokka 1,4 htra véhnni úr Renault 5. Fjórhjóladrifin útgáfa mun vera í hönnun, enda mun 4x4 útgáfa af Fuego veröa kynnt í haust. Samvinna Honda og Rover Eins og áður hefur verið sagt frá í DV hafa Honda í Japan og Rover í Bretlandi haft samvinnu um hönnun nýs bíls í mihiklassa. Nú er útkoman komin, frá Honda er það Executive og frá Rover er það XX. Bílamir em mjög svipaöir, þaö er aö aftan sem munurinn sést best. Rover heldur afrúnnaðri Ununni sem hefur einkennt bíla þeirra siðustu árin. Báðir verða bílamir framhjóladrifnir og með bæði V—6 eða Rover V—8 vél. Rover x x er ætlaö í framtíðinni aö koma i staö 2600 og3500geröanna. Nýr arftaki Volvo 240? Það eru fleiri sem hyggja á fram- hjóladrif. Frá Volvo er sögð vera ný gerð af 240 bílnum á leiðinni þrátt fyrir að talsmenn Volvo hafi reynt að sverja fyrir að bíllinn komi fram á næstunni. I úthti svipar þessum nýja Volvo tU 760 bílsins en með styttri afturenda, hkari hoUenska Volvonum. Vélar verða þær sömu og í eldri 240 bílnum og hjóla- mhhbil sagt veröa það sama, raunar setja Volvoverksmiðjumar þar nokk- urs konar met því sama hjólabU hefur verið á bUum verksmiöjanna aUt frá gamla góða Amazonbílnum, arftaka kryppunar. En það verður fróðlegt að fylgjast meö framvindu mála hjá Volvo og sjá hvenær þessi nýi framhjóladrifni Volvo kemur fram í dagsljósið, en sagt er að þaö verði á árinu 1985. Umsjón: Jóhannes Reykdal Fiat Topolino— „litla músin", nýr smábill frá Fiat, sem þrátt fyrir smæð sína og tveggja strokka vél á að flytja fjóra farþega. Bflar Samstarf Honda og Rover hefur nú komið i Ijós i þessum tveimur bílum, Honda Execut- ive (efri) og Rover XX. X 1/9 frá Bertone hefur nú fengið góða andlitslyft- ingu. Porsche kemur nú fram með sér- stæðan sportbil sem búinn er tveimur forþjöppum og skilar 300 hestöflum. Alfa Romeo Tipo 4 sem biður væntan- lega næsta árs.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.