Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1984, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1984, Blaðsíða 16
52 DV. LAUGARDAGUR 25. ÁGUST1984. Sjötti stærsti þéttbýliskjarni landsins Kynnisferö á Völlinn Talsvert er af börnum á Vellinum. Hér takast nokkur á í ameriskum fótbolta. Þaö er allt svo stórt í Ameríku. Og þess vegna kemur þaö óneitanlega flatt upp á mann aö uppgötva aö aöset- ur upplýsingafulltrúa varnarliösins í Keflavík er í pínulitlum gulum timbur- hjalli. Þaö dregur þó nokkuð úr sjokk- inu að mæta þar inni þeim Dorothy J. Schmidt, Commander aö tign og stjórnanda almannatengsla á vellin- um, og Friöþóri Kr. Eydal aöstoöar- blaðafulltrúa. Friöþór útskýrir þaö aö ástandið sé ekki svona slæmt hjá þeim venjulega. (Þau eru saman í einu herbergi) heid- ur sé verið aö taka skrifstofur þeirra í gegn hinum megin gangsins. Á meöan veröi þau aö kúldrast í helmingi húss- ins þar sem öllu ægir saman. Dorothy J. Schmidt er vingjamleg kona og hefur strax kurteislegar sam- ræöur. Friöþór útskýrir aö hann ætli aö leyfa mér aö heyra og sjá mynd- skyggnu og segulbandskynningu á starfsemi hersins og tilgangi meö veru hans hér. Friöþór segist sýna þetta Dorothy J. Scmidt, stjórnandi almannatengsla. Hún hefur verið 13 ár i hernum. hópum eins og Lions, skólum og fleir- um sem koma til aö skoða völlinn. Síð- an er farið meö hópana í heimsókn til björgunarsveitarinnar, brunaliösins og svo framvegis, allt eftir því hver áhuginn er. Friöþór segir að vinna þeirra sé að sjá um miðlun upplýsinga um herinn en þau sjá einnig um öll boö innan vallar. Þau gefa út The White Falcon sem er vikurit á Vellinum. Þau hafa ginnig þaö starf meö hönd- um að kynna hermönnum og f jölskyld- um þeirra sem koma til dvalar á Vell- inum Island og Völlinn. Schmidt segir að um þessar mundir séu um þaö bil 3100 hermenn á Vellin- um og um þaö bil 2000 konur og böm. Um þessar mundir eru 1000 Islending- ar sem starfa í fullu starfi á Vellinum og 5 til 800 Islendingar sem vinna hiutastörfþar. Því næst skýrir Schmidt frá ýmsum framkvæmdum sem hafa staöiö yfir, einangrun, gangstéttarlagningu, hita- veitulögn og fleira og fleira. Flestir hermenn, sem á Völlinn koma, hafa ráöningu í eitt ár þar. Ef þeir koma meö f jölskyldur sínar veröa þeir að ráöa sig til aö minnsta kosti tveggja ára. Sjötti stærsti þéttbýliskjarninn Þaö hefur verið mjög hátt hlutfall manna sem halda áfram og fram- lengja dvölina. Schmidt telur þaö eöli- legt vegna þess meðal annars aö hér- lendis sé glæpatíöni mjög lág og gott atvinnuástand. Næst víkur talinu aö lífi hermann- anna. Schmidt bendir á að hægt sé aö fara í feröir ofan af Velli meö feröa- skrifstofu sem rekin er á Vellinum. Hún segir aö fariö sé meö allt nýtt fólk til Reykjavíkur og á söfn og með fyrir- lestrum reynt aö gefa fólkinu tiifinn- ingu fyrir því hvernig Island sé. Trú, innflutningi, útflutningi, bókmenntum og fleira. Þá tekur viö tuttugu mínútna pró- gramm með litskyggnum og dálítið út- lenskulegu tali Mik Magnússon undir. Þar er sagt frá Vellinum. I því er meö- al annars sagt frá aðstoð hermanna í Heimaey er þar var gos, samvinnu veðurfræðinga Islendinga og Banda- ríkjamanna viö veöurrannsóknir og því að 25% af starfsmönnum vamar- liösms séu Islendingar. Á þaö er einnig bent aö þetta sé sjötti stærsti þéttbýliskjaminn á Islandi. Um 900 íbúöir séu á Vellinum og makar hermanna og fjölskyldur séu hvattar til aö koma. Þá er sagt frá uppbygg- ingu „bæjarins” og menntakerfi, frí- stundastörfum, sjónvarpi í gegnum kapal og aö reynt sé aö draga úr áhrif- um á menningu Islendinga. Vamarlið- iö sé vísvitandi haft fáliöaö til aö leggj- ast ekki þungt á. Eftir dagskrána sitja Friðþór og Schmidt fyrir svömm um líf fólksins á vellinum. Ariö 1974 var gert samkomulag um aö hermenn byggju eingöngu á Vellin- um og 1976 og 1977 voru tilbúnar blokk- ir sem hafin haföi veriö bygging á og allir fluttir inn á Völlinn. Einu banda- rísku ríkisborgararnir, sem nokkru sinni dveljast utan Vallar, sögðu Schmidt og Friðþór vera fjölskyldur hermanna sem kæmu í stutta heim- sókn. Kynjaskipting hermanna á Kefla- víkurflugvelli er þannig aö um 17 pró- sent hermanna á Vellinum eru kven- kyns. Þaö er dálítið yfir meöaltali því í bandaríska hernum eru óbreyttir kvenmenn 9,2 prósent en foringjar 8,8 prósent. Vinnutími hermannanna margra á Vellinum er frá átta til fimm en svo eiga þeir iíka skyldudaga sem geta lent á helgi. Þetta er líka misjafnt eftir því hvar þeir starfa því sums staðar eru vaktir tuttugu og fjóra tíma sjö daga vikunnar eins og Schmidt orö- ar þaö. Hermennimir fá 30 daga frí á ári sem þeir geta tekið í pörtum eða allt í einu. Þaö fer eftir fjárhag þeirra hvernig þeir verja því. Sumir fara um landið, aörir fljúga meö Flug- leiðum til Evrópu. I ferðir um landið fara þeir með feröaskrifstofu af Vellinum. Schmidt fór til dæmis sjálf nýlega til Víkur. Afskekkt En hvemig skemmta hermennirnir sér? „Margir fara á matsölustað í Kefla- vík en þeir hafa einnig aösögn Schmidt nýtt sér vel þá vakningu sem oröiö hef- ur í veitingahúsalífi og matsölustööum í Reykjavík. Schmidt segir að fólk sem hingað komi sé ákaflega hrifið af fiskinum og brauöi og kökum sem séu hérlendis léttari og meö minni sykri en Bandaríkjamenn eigi aö venjast. Unga fólkið fer eitthvaö á diskótek. Friöþór upplýsir þaö aö óbreyttum hermönn- um af lægstu gráöum sé óheimilt aö vera á almannafæri milli tólf á miö- nætti og f ram til sex á morgnana. Á vellinum eru skólar. Þaö eru um 700 böm þar og því nauösynlegt að vera meö menntastofnanir. En á hvaða aldri eru hermennirnir á Vellinum? „Obreyttir eru á aldrinum 20 til 25 ára. Foringjar eru frá því á þrítugs- aldri til langt fram á fimmtugsaldri. Minni hluti er á fimmtugsaldri og mjög fáir á sextugsaldri. Um fimmtíu pró- sent hermannanna eru í yngsta aldurs- hópnum. Er Island vinsælt meöal hermann- anna? Þaö er í hópi þeirra landa sem kall- ast afskekkt. Ýmsar ívilnanir valda því hins vegar að menn geta séö sér í hag aö koma til Islands. Dæmi um það er til dæmis hermaður sem býr í Texas og hefur verið þar í þrjú ár og þarf að flytja sig annaö. Ef hann fer af frjáls- um vilja til Islands í ár getur hann ákveöiö hvert hann fer eftir áriö og getur þess vegna aftur farið til Texas og veriö þar næstu þrjú árin. Menn sem eru í flugsveitum koma hingað hugsanlega vegna þess aö hér fá þeir tækifæri til aö vinna þau störf sem þeir eru þjálf aöir til. Heilmikiö af fólkinu sem hérna dvel- ur fær aö sögn Friöþjófs Islandsdellu. Þaö reynir að læra íslensku og kynnast menningunni. Friöþór segir aö þaö sé almennt geysimikill áhugi. Hann segir að þaö hafi áreiöanlega aukist eftir aö hlutfall f jöiskyldufólks jókst. Sjálfboðaliðar Bandaríkjaher er byggöur upp af sjálfboðaliðum. Menn gera samninga í ákveðinn árafjölda. Til dæmis 3, 4 og 6 ára samninga sem þeir geta svo endur- nýjað. En hvers vegna fara þeir í herinn ? Hermennirnir fara til dæmis í herinn til aö fá tækifæri til að geta ferðast, aö sögn Dorothy J. Schmidt. Ef menn ætla aö vinna sig upp í hernum þýðir þaö venjulega tuttugu ár. Eftir þann árafjölda geta menn dregiö sig í hlé með hálft kaup. Foringjar veröa að hafa verið í College og óbreyttir veröa aö hafa gengiö í gegnum High school. Hermenn geta fengið aukna menntun á meöan á herþjónustu stendur. Á Vell- inum er til dæmis rekinn kvöldskóli frá Websterháskóla. Laun nýbyrjaðs óbreytts hermanns eru 596 dollarar á mánuði og laun fyrstu gráöu foringja eru 1143 dollarar. Síðan hækka þessi laun eftir starfs- reynslu og tign. Eftir þessar upplýsingar aUar fór Friðþór meö mig í mat í Messanum svonefnda. Þar matast óbreyttir og Is- lendingar. Starfsfólkið er yfirleitt ís- lenskt. Bandarískir stjórnendur sögð- ust afgreiöa um 700 máltíöir í hádeginu og um 2000 máltíöir á sólarhring. Á boðstólum voru þennan dag hamborg- arar, kjúklingar, fiskur, lambakjöt og fleira. Friöþór sagöi aö lambakjötiö væri mjög vinsælt þegar þaö væri á boðstólum enda þætti lambakjöt hinar mestu kræsingar í Bandaríkjunum. I Messanum, sem svo er nefndur, voru verkaklæddir Islendingar, hinar ýmsu geröir Bandaríkjahermanna sem ófróöum Islendingi var ómögulegt aö greina í sundur. Eftir þetta ók Friöþór hring um vöU- inn og lét dæluna ganga um byggingar- tíma, eldsneytisinntöku á flugi, gæslu- flug og viö sáum þyrlur vamarUösins, framkvæmdir viö flugbrautir og fleira. Svæöiö er nokkuð grasi gróið og víöa í íbúðahverfunum voru börn aö leik á litlum vöUum. I sumum gluggum voru álþynnur vegna birtunnar á næturnar sem hermönnum virðist geöjast mis- vel. Vinkað Hin eldri hús á VelUnum bera nokkuð annað svipmót en íslensk og myndu vart þykja sérlega glæsUeg í íslenskri byggö. Þarna voru hins vegar ný- byggöar blokkir sem heföu getaö sómt sér í hvaða nýbyggingarhverfi sem er í Reykjavík. Viö nokkrar gömlu blokk- irnar voru verkpallar því veriö var aö einangra þær. Brátt lauk hringferðinni og viö sner- um aftur tU híbýla Friöþórs og Schmidt. Þá var ekkert annaö eftir en að kveðja. Vöröurinn í hliöinu vinkaði. Ég Uka. SGV Friðþór Kr. Eydal blaðafulltrúi. Bandarískur hermaður i mat.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.