Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1984, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1984, Blaðsíða 12
48 DV. LAUGARDAGUR 25. ÁGUST1984. Viðtal við forseta íslands, Vigdísi Finnbogadóttur ,,Ég geri nákvæmlega það sama og aðrir þjóðfélagsþegnar i fristundum," segir Vigdís Finnbogadóttir. Hér hugar forsetinn að gróðri á for- setasetrinu á Bessastöðum. lands sem utan og kallar á framþróun í tímanna rás.” — Hver eru erfiðustu embættisverkin? „Það er að reyna að koma til skila í sem skýrustu máli því sem forseta liggur á hjarta hverju sinni. Ohemjumikill tími fer í að semja allar þær ræður sem forseta er gert að flytja allan ársinshring.” Leikritin víkja fyrir stjórn- málasögunni — I kosningabaráttunni 1980 var það haft á orði að næðir þú kjöri gæti reynsluleysi þitt af stjórnmálum reynst þér fjötur um fót. Hefur sú oröið raunin? „Nei, ég hef ekki orðið vör við það. Stjórn- málin eru stööugt að breytast en það er hægt að læra þau og um þau eins og annað. Allar götur frá því að ég tók við embætti forseta Islands hef ég lesið mikið um stjómmál líðandi stundar og fortíöarinnar. Eg hef gert mér far um að kynna mér stjórnmálasöguna, einkum þessarar aldar. Einhverja nasasjón held ég að ég hafi haft af stjómmálasögu fyrri alda áður en ég settist í þennan stól. Ég held ég hafi ekki lesið eins mikið um nokkurn hlut á þessum f jórum árum. Eg hef meira að segja tekið stjómmálasöguna fram yfir leikritin — og þá er ég farin að taka eitt fram yfir annað, því ég hef mjög gaman af lestri leikrita — og bókmennta almennt.” — Einhverjir uröu til að hafa áhyggjur af því að þú værir ógift og hefðir engan maka til aö hjálpa þér við embættisstörfin eins og fyrri for- setarhöfðu? „Eg er ekki ennþá farin að koma auga á nokkur þau störf í embættinu sem, eiginmaður á mínum aidri heföi unnið í minn stað. Eiginmaður á mínum aldri hefði aldrei unnið húsfreyjustörf á Bessastööum en þau hef ég að sjáifsögöu tekið að mér. Eg hef heldur ekki tekiö eftir að þeir sem skipt hafa við embættið eða verið gest- komandi hafi hnotiö um að ég hafi ekki eigin- mann mér við hlið.” Að kynna sér þjóðlífið — Hvemig er starf forseta Islands? „Forsetinn situr ekki iöjulaus, það er alveg áreiðanlegt. Hann sinnir þeim störfum sem kveðið er á um í stjómarskrá lýðveldisins, svo sem að undirrita lög og embættisbréf. Hann vinnur venjulega skrifstofuvinnu á skrifstofu- tíma. Forseti tekur á móti mönnum sem koma meö hin ýmsu erindi og kynna 'yrir honum. Embættinu berast mjög mörg erindi. Mörg frá Islendingum en ekki síður eriendis frá. Það þarf að svara ótal bréfum, semja ávörp, senda kveðjur út um allan heim, svo dæmi séu nefnd. Starfsdagurinn heldur iðulega áfram eftir aö venjulegur skrifstofutími er liðinn. Þá taka oft við móttökur á Bessastöðum eöa samkomur sem forseti er beðinn um að sækja eða óskar eftir sjálfur því að forsetinn þarf aö vera úti í þjóðfélaginu til að kynnast öllum hliðum þess. Mestu annimar eru við skrifborðið. Þó að ég hafi alla mína tíð unnið slík störf hef ég aldrei kynnst eins mikilli skrifborðsvinnu. Samt man ég ekki eftir mér öðruvísi en með eítthvert lítil- ræði í ritvélinni eða stafla af prófum og rit- gerðum til yfirlestrar.” Að horfa á ungt fólk þroskast til manns — Saknarðu stundum fyrri starfa viö kennslu og leikhússtjóm? „Jú, það koma þær stundir. Eg á svo góðar minningar um hvort tveggja. Eg sakna kennslunnar sérstaklega vegna þess að í kennsl- unni var ég stöðugt í sambandi viö ungt fólk og horfði á það þroskast til manns. Það er eitthvert skemmtilegasta starf sem hægt er að vinna. ” í sviðsljósi fjölmiðla — Forseti Islands er óhjákvæmilega mjög í sviðsljósi fjölmiðla. Undanfarið hafa birst a.m.k. þrjár „nærmyndir” af forsetanum í tímaritum og blöðum þar sem atferli hans og hættir eru vegnir og metnir. Tjáningarmáti þinn hefur verið tekinn tii umfjöllunar, svo dæmi sé nefnt. Er ekki erfitt að vera svo mjög undir smá- sjá fjölmiðla? ,,Æ, jú.. .. Það eru þessir nýju tímar. Forseti er ekki lengur á staili, situr ekki í Hliðskjálf. Svo er ekki lengur að ekki megi um hann fjalla og við það verður forsetinn að sætta sig. Eitt af því sem ég haföi ekki hugsað út i áöur var að kosning mín vekti svona mikla athygli. Það er ekki vafi á því að hún vakti mun meiri athygli en ella vegna þess að kona var valin til embættisins. Menn biðu forvitnir eftir að sjá hvemig hún færi að því að leysa af hendi störf sem karlmenn einir hafa unnið áður. Að skjátlast ekki þannig að aðrir bíði skaða af Fyrir löngu hélt ég erindi um daginn og veg- inn. Þar reyndi ég að vekja athygli manna á því að vera ekki eins óbilgjamir og hvassir í dómum sínum um menn og málefni eins og oft vill við bregða. Allir menn vilja reyna að gera eins vel og þeir geta. Mergurinn málsins er að skjátlast ekki þannig að aðrir bíði skaða af.” — I nýlegum greinum í tímaritum er því hald- ið fram aö þú hafir i nleitt nýjan stíl á B^ssa- staði. Hvað vilt þú segja um það? Ert þú ólík fyrirrennurum þínum í háttum og störfum? „Nei, nema síöur sé,” segir forsetinn og er greinilega býsna mikið niðri fyrir. „Mér hefur þótt þetta ákaflega sérkennileg staðhæfing. Eg held að það sé ekki neinn nýr stíll í þessu embætti. Ég er mjög fastheldin á hefðir og þá sérstaklega hefðir þessa embættis. Aftur á móti skulum við nefna til sögunnar nýja tíma. Það verður að mæta nýjum tímum hvern dag. Þjóðfélagið hefur breyst svo miklu meira undanfarinn áratug en maður gerir sér grein fyrir frá degi til dags. Allar samgöngur, fjöl- miðlatækni og fleira hefur fært okkur miklu nær hvert öðru. Andsvar mitt — eins og likast til allra sem stæðu í sömu sporum og ég — er að- eins í takt við þá tíma sem við lifum. ” „Ég er stolt af framsýni þjóðar minnar" — Er ljóst var að þú hafðir verið kjörin for- seti sumariö 1980 hafðir þú á orði aö kosning þín yrði íslenskum konum — og raunar konum um allan heim — hvatning til að sækjast eftir þeim metorðum sem þeim bæri? Hefur kosning þín haft áhrif í þessa átt? „Mér er sagt það. Mér berast fregnir af því alls staðar úr heiminum. Mikið af þeim pósti sem embættinu berst er til kominn vegna þess að kona var kosin forseti Islands. Uti í heimi er mikil forvitni. Fólk vill vita hvað þessi kona hef- ur að segja, af hverju hún var kosin forseti af þjóð sinni fyrst allra kvenna í heiminum. Ég er stolt af því að Islendingar skuli hafa verið s'vo framsýnir að kjósa konu. Eg tel það sjálfsagðan hlut að kona geti gegnt þessu embætti — ekki á sama hátt og karl — en jafnvel. Þetta vakti heimsathygli og það kom mér á óvart. Fólk er-l lendis vill fá að vita hver sé málflutningur kon-| unnar sem gegnir embætti forseta Islands, ekki bara fyrir Island heldur fyrir umheiminn. Hvar sem ég fer minni ég á hver við erum, hvar við bú- um, hvemig ein þjóð kemst af í erfíðu landi og hvemig henni tekst að varöveita þjóðararfinn. Allar þjóðir eiga sér sjálfsmynd. Þegar ég tala um sjálfsmynd Islendinga á erlendri grund reyni ég að vekja athygli á því sem við eigum sameiginlegt með viðkomandi þjóð. Þegar ég var stödd í Portúgal minnti ég til dæmis á sæfara beggja landa sem alltaf rötuðu heim því að þann þráð er að finna í þeim vef sem myndar sjálfsmynd beggja þjóða. Allar þjóðir eiga líka sameiginlegt að eiga land sem þær vilja rækta og varðveita og síðast en ekki síst eiga þær sameiginlegan vilja til aö vemda menningu sína og sjálfstæði. Menntunarskortur rót misréttis Mikinn fjölda erlendra blaðamanna ber að garði embættis forseta Islands og vill ræða við forsetann. Mér þykir gott að láta iljóta með í viðtölum við þá uppörvun til ungra stúlkna hvar sem þær búa í heiminum. Hún felst í því að hvetja þær til að huga að framtíðinni með því að mennta sig, með því að læra eitthvað, hvort heldur sem er til munns eða handa. Hér heima er stundum eins og mönnum finnist orðiö menn- ing feli aðeins í sér bókmenningu. Það er ekki rétt. Menning felur í sér alla starfsemi þjóð- félagsins. Allt sem þjóðin fæst við er menning og sama máli gegnir um aðrar þjóðir. Eg hvet ungar stúlkur til aö sætta sig ekki við að mennta sig minna en piltamir. Því að þann dag sem jafnréttí hefur komist á í þeim efnum verður ekki lengur talað um misrétti kynjanna. Það hefur verið viðtekin skoðun að konur þurfi ekki að mennta sig eins mikið og karlar. Þessi við- tekna skoðun er nú til allrar hamingju á undan- haldi og ég vil gera mitt til að reka flóttann.” „Pabbi ætlar að kjósa þig vegna okkar" — Á fyrsta kjörtímabili þínu bar það til tíðinda að sérstök framboð kvenna til Alþingis og bæjarstjóma hlutu fulltrúa kjöma. Jafn- framt fjölgaði konum á þingi og í sveitarstjóm- um sem kjömar voru af öðrum listum. Má líta á þetta sem beina afleiöingu af kjöri konu til emb- ættis forseta Islands? „Nei, þetta er ekki bein afleiðing en kjör konu sem forseta var fyrsta skrefið sem var stigiö. Þetta er einn vefur, ein flétta. Það er skemmtilegt til þess að hugsa að ef allar konur á Islandi hefðu haft metnað til að fá konu í forseta- stól þá hefði hún fengiö rúmlega 50% atkvæöa. Hitt er annað mál að ég veit að fleiri konur gengu til kjörs í forsetakosningunum en nokkru sinni áður. Mér fannst einnig skemmtilegt og merkilegt að margir karlar kusu konu af metnaði fyrir hönd eiginkvenna sinna og dætra. Litlar stúlkur komu til mín sumarið 1980 og sögðu við mig þessa fallegu setningu: „Pabbi ætlar að kjósa þig vegna okkar.” Og það er nú svo að karlar verða miklir kvenréttindamenn þegar þeir eignast dætur. Allir vilja veg sinna bama sem mestan og feður taka eftir því að dætumar em ekki síður vel gerðar til andans en synimir.” Misrétti kynjanna er enn til staðar — Eigum við ennþá langt í land í jafnréttis- baráttunni? „Það er nýbúið að gera úttekt á launamálum Islendinga. Þar kemur fram að konur — mjög hæfar konur — hafa laun að meðaltali á borð við 18 ára pilta og sjötíu og tveggja ára karla. Þetta stafar að sjálfsögðu af því að konur eru frekar í láglaunastörfum en karlar. Hafi konur menntað sig til jafns við karla fá þær hins vegar að sjálf- sögðu sömu laun og karlar.” — Enun við á réttri leið? „Já, er aukinn fjöldi kvenna á Alþingi og í borgarstjóm ekki vísir þess? Mér þykir ákaf- lega vænt um að konur eru famar að læra til ýmissa verka sem fólk taldi karia eina færa um að sinna í mínu ungdæmi. Það má nefna húsgagnasmiöi, bifvéla- virkjun, svo ég tali ekki um úrsmíði, skart- gripahönnun og gaman er að sjá konur í strætis- vagnaakstri. Þetta sést einnig vel í öllum listgreinum. Nú þykir ekki tiltökumál að meira en helmingur myndlistarmanna em konur. Konur hafa nefnilega allt í einu fengið metnað til þess að læra það sem hugur þeirra stendur til í stað þess að draga sig í hlé.” — Við bollaleggjum um stund í hvaða störfum konur hafa ekki haslað sér völl. „Eg man ekki eftir að hafa séð kvenýtu- stjóra. Það væri svei mér gaman aö sjá það, ég er viss um að það leynist einhver einhvers staðar.” — Eg segist vera viss um það líka og vind mér í næstu spumingu. Orðuveitingum ekki fjölgað innanlands — Aðspurð í kosningabaráttunni 1980 sagöir þú að stilla bæri orðuveitingum í hóf. Því er haldið fram að svo hafi ekki verið á fyrsta kjör- tímabili þínu. Er þetta rétt og ef svo er hvað veldur? „Þama hefur ekki verið haft nákvæmlega rétt eftir mér. Eg orðaöi það svo að sparlega bæri að fara með orður og þeirrar skoðunar er ég enn. Islenska fálkaorðan er það eina sem við höfum til að sýna þjóðfélagsþegnum að við höfum tekið eftir frumkvæði þeirra að fram- faramálum og aö þeir hafi unnið þjóð sinni mikið gagn. Þetta er sérstaklega mikilvægt j fy rir landsbyggðina — og mikilvægt er að þjóðin eigi eitthvert tákn til aö sýna þakklæti sitt. Frá því að lýðveldið var stofnaö hefur fjöldi landsmanna tvöfaldast. Vitaskuld hefur orðu- veitingum fjölgaö í samræmi við það á sama hátt og annað í þjóðfélaginu er orðið stærra í sniðum. En það er mikill misskilningur að orðu- veitingum hafi fjölgað í minni embættistiö. Síðustu tvö ár hefur orðuveitingum fækkað frekarenhitt. Stjómskipuð orðunefnd leggur tillögur fyrir forsetann um orðuveitingar. Eg held að engin dæmi séu þess að forseti hafi hafnað til- lögum hennar. Mér er því ljúft að koma því á frarn- færi — því ég held að það sé útbreiddur mis- skilningur — að forseii ákveður ekki orðuveit- ingar persónulega. Um það fjalla margir menn eins og sæmir í lýðræðisríki. Enda væri að æra

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.