Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1984, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1984, Blaðsíða 17
DV. LAUGARDAGUR 25. AGUST1984. 53 Ferðamál Ferðamál Ferðamál Hagstætt verð á vetrarferðum til Spánar: A hóteli fyrir átta þúsund á mánuði með fullu fæði! Fjöldi ellilífeyrisþega í nágranna- löndum og aörir, er hafa rúman tíma, kjósa aö dvelja í Suöur-Evrópu um lengri eöa skemmri tima yfir veturinn. I Bretlandi er fjöldi slíkra ódýrra ferða í boði. Má nefna sem dæmi aö fjögurra og hálfs mánaðar- dvöl í ibúð á Mallorca kostar um 850 krónur á viku. Þrír mánuöir á hóteli kostar um tvö þúsund krónur á viku. Þá er innifalið flug frá Gatwick fram og til baka og fullt fæði allan tímann. Ferðasíðan gerði lauslega könnun á tilboðum sem liggja frammi hjá breskum ferðaskrifstofum um vetrarferðir til Spánar og Portúgal. Helstu staðir sem boðið er upp á eru Mallorca, Costa del Sol, Costa Brava, Algarve og ennfremur Malta. Einnig má nefna tilboð til Benidorm. Verð á þessum langdvalarferðum er oft ótrúlega hagstætt. Hins vegar er hægt að velja milli margra og ólíkra hótela og íbúða og þeir sem vilja búa rúmt og í vellystingum borga að sjálfsögðu mun hærra verð en þeir sem gera minni kröfur. En við getum nefnt sem dæmi að ferða- skrifstofan Cosmos segir 11 vikna dvöl á Costa del Sol kosta um 25 þús- und krónur og fimm vikur á hóteli á Mallorca um 7.500 krónur. Þeir sem kaupa langdvalarpakka hjá Cosmos og hluti dvalarinnar lendir á jólum fá fria flugferð heim til Bret- lands fyrir jól og síðan aftur fría flugferð út eftir jól. Geri aðrir betur! Ferðaskrifstofan Tjæreborg í Kaupmannahöfn býður til dæmis 52 daga dvöl í íbúð á Mallorca fyrir um 10—12 þúsund krónur. Ef dvalið er á sæmilegu hóteli kostar ferðin 16—18 þúsund krónur og þá morgunmatur innifalinn. Brottför í þessa ferð er 20. október. I þessum langdvalarferðum er yfirleitt boðið upp á ýmsar skemmtanir og dægrastyttingu. Ódýrara en heima Eins og sést af þessum dæmum er það eflaust ódýrara fýrir margt fólk aö dvelja í nokkra mánuði á Spáni yfir veturinn en vera heima hjá sér. Auðvitað eru staðimir misjafnir hvað veðurfar snertir. Til dæmis er veður oft leiðinlegt á Mallorca í desember og fram í miðjan febrúar að sögn kunnugra. En engu aö síður er langt í frá að menn hafi þar norðanhríðina í fangið dag eftir dag eins og við eigum að venjast á þessumárstíma. Danskir ellilífeyrisþegar hafa lengi átt kost á langdvalarferðum til Spánar yfir veturinn og notfært sér þetta óspart. Sama má segja um Breta og fleiri þjóðir. Ferðaskrif- stofur eiga margar hverjar hótel og íbúöablokkir þarna suður frá og finnst betra aö fá lága leigu yfir veturinn en enga. Svo þegar fer að vora og sumarleyfin að hefjast rýkur ■ - ■ v' ' • + - Því ekki að gefa skammdeginu langt nef og stinga af til Spánar i vetur? verðið auðvitaö upp. Þá má ekki rugla þessum stööum saman við vin- sæla vetrardvalarstaði svo sem Kanaríeyjar. Þar er mikill straumur almennra ferðamanna yfir veturinn og verðlag í samræmi við það. Grípið tækifærið Islenskir ellilifeyrisþegar ættu að gefa þessum ferðamöguleikum gaum og grípa tækifæriö ef hægt er til að komast í burtu yfir háveturmn. Til viðbótar verði sem hér hefur ver- ið nefnt koma þá auðvitaö fargjöld til og frá landinu og þar er um tals- verðar upphæðir að ræða. En fjöl- skylduafsláttur gildir til London svo dæmi sé nefnt og ef margir slá sér saman fæst auðvitaö afsláttur. Ef einhver ferðaskrifstofan vildi taka málið upp og leita samvinnu við er- lendar ferðaskrifstofur um lang- dvalarpakka fyrir Islendmga á Spáni eða öðrum stöðum syðra er lítill vafi á að margir vildu taka þátt í slíku. Sumar ferðaskrifstofur hér hafa efnt til sérstakra hópferða fyrir aldraða utan háferðamannatímans, en að öðru leyti hefur þessu ótrúlega lítið verið sinnt hérlendis. Er það ef til vill í samræmi við annað þá er aldraöir eiga í hlut. Sá þjóðfélags- hópur hefur mjög átt undir högg að sækja í velmegunarþjóðfélagi nútím- ans. -SG Ferðamannastrautnurinn janúar—júlí: Hundrað þús- und manns komu til landsins Erlendum ferðamönnum f jölgaði um sex þúsund f rá í fyrra Erlendum ferðamönnum fjölgaði um sex þúsund hérlendis fyrstu sjö mánuði ársins miðað við sama tímabil í fyrra. Jafnframt fjölgaöi þeim Islendingum sem fóru utan mánuðina janúar — júlí, eða komu að utan réttara sagt, um 3.500. Af erlendum ferðamönnum hefur orðið langmest fjölgun frá Banda- ríkjunum eða um 2.600 manns. Enn- fremur hefur ferðamönnum frá Sví- þjóð, Danmörku og Frakklandi fjölgað verulega frá því í fyrra. lönd sem áttu yfir eitt þúsund full- trúa í heildarfjölda erlendra ferða- manna þessa mánuði: Umsjón: Sæmundur Guðvinsson Enn er of snemmt að segja til um hvemig sumarið kemur út í heild að þessu leyti þar sem tölur fyrir ágúst- mánuð eru ekki komnar, en ekki er ástæða til að ætla annaö en þar sé um mikla aukningu að ræða frá sama mánuöi í fyrra. Hér á eftir eru tölur um fjölda erlendra ferðamanna fyrstu sjö mánuði ársins ásamt samanburði frá í fyrra. Talin eru upp Heimaland 1984 1983 Breyting jan.-júl. jan.-júl. % Bandaríkin 16.921 14.316 + 18,2 V-Þýskaland 6.711 6.235 + 7,6 Bretland 5.448 5.572 - 2,3 Danmörk 5.026 4.343 '+ 15,7 Svíþjóð 4.431 3.357 + 32,0 Noregur 3.963 3.498 + 13,3 Frakkland 3.453 2.805 + 23,1 Sviss 2.130 1.916 + 11,2 Finnland 1.292 1.054 + 22,6 Holland 1.141 1.077 + 5,9 Austurríki 1.004 918 + 9,4 Tölur þessar eru byggðar á upp- lýsingum frá U tlendingaeftirlitinu í Reykjavik. Frá áramótum til 1. ágúst höfðu samtals 54.743 erlendir ferðamenn sótt okkur heim á móti 48.694 sömu mánuöi í fyrra. Islend- ingar sem komu að utan voru 45.196 nú á móti 41.733 í fyrra. Ef við lítum á júlí sérstaklega kemur í ljós að í þeim mánuði komu um 22.400 útlend- ingar og liðlega 12 þúsund Islend- ingar til landsins. Samtals hafa 99.939 ferðalangar, innlendir og er- lendir, komið til landsins fyrstu sjö mánuði þessa árs. -SG Góður bæklingur um Reykjavík Samstarfsnefnd um ferðamál í Reykjavík hefur mjög látið til sín taka frá því henni var komið á lagg- irnar ekki alls fyrir löngu. Utgáfa bæklinga um Reykjavík bæði á ís- lensku og ensku hefur bætt úr brýnni þörf og vissulega ástæða til aö vekja athygli á góðu starfi nefndarinnar. Gefið var út afsláttarkort fyrir ferðamenn í sumar og gilda þau í 1— 3 daga. Með þeim er veittur ótak- markaður aðgangur að Arbæjar- safni, Ásmundarsafni, sundstöðun- um og Strætisvögnum Reykjavíkur. Kortin eru seld á hótelum, hjá SVR og víðar. Þá hefur samstarfsnefndin gefið út vandaðan og skemmtilegan kynning- arbækling um Reykjavík á ensku, ,,Surprise city”. Bæklingurinn er prýddur fjölda litmynda og teikning- um. Þessu riti hefur verið dreift erlendis í miklu upplagi og til dæmis munu um 50 þúsund eintök hafa fariö í dreifingu á vegum Flugleiða. Ymis- legt fleira mun á döfinni hjá Sam- starfsnefnd um feröamál í Reykja- vík. Formaður hennar er Markús öm Antonsson, forseti borgarstjórn- ar, en Omar Einarsson, fram- kvæmdastjóri Æskulýösráðs, hefur annast ýmis verkefni fyrir sam- starfsnefndina. -SG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.