Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1984, Side 7

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1984, Side 7
DV. LAUGARDAGUR 27. OKTOBER1984. 43 ■ Vidtal: Sigurður G. Valgeirsson í galleríum og þaö sem er skrifað um. Gildran er hins vegar sú aö þegar við tileinkum okkur eitthvað upp úr tíma- ritum þá höfum við ekki náð tökum á því tímabili fyrr en það er orðið kalt. Ég tel að ef myndlistarmenn ætla að koma sér eitthvað áfram þá verði þeir að halda sig við það sem þeirra karakter snýst um og vona að þeirra tími komi. Það getur gerst innan fimm ára og eftir fimmtíu ár aö markaður myndist fyrir verk þeirra.” Skrölt — Myndirðu vera sáttur við að halda áfram í fimmtíu ár og það mynd- ist aldrei markaður? „Éghefengar áhyggjur af því. Þeg- ar ég nota hugtak eins og markaður þá er það frekar í þeim skilningi að verk ákveðinna myndlistarmanna verði ein- hver þungamiðja. Þó svo að þær myndir, sem ég geri, verði aldrei „inn” í þeim skilningi þá er ég viss um aö ég kem alltaf til með að geta skrölt á mínum my ndum. ” — Manni hefur sýnst aö Islendingar séu alltaf aö reyna að grípa einhverjar nýjarstefnur? „Já, ég veit ekki hvort við eigum svona auðvelt með aö tileinka okkur nýja hluti, eða hvort þaö er bara áhrifagimi. En það er mjög eðlilegt, að það fólk, sem er að koma úr skólum núna, taki upp nýja málverkið, meðan ég og mín kynslóð startaði í konsept- inu. Meðan við erum að mótast þá fylgjum við straumnum og dettum síðan út í þær greinar sem hver jum og einum henta. Nýja málverkiö hentar okkur, það er einnig sláttur í okkur. Og það var tilfaliandi að sumir okkar manna dyttu inn í það, hins vegar eru þó nokkrir illilega utangátta og skiptu klaufalega um föt, því öllu þessu fylgja yfirlýsingar.” — Þú átt þér enga uppáhaldsmenn á myndlistarsviðinu? „Nei, það er fullt af mönnum sem hafa haft áhrif á mig en ekki neinn einn.” — En hvaöa standard finnst þér vera á íslenskri myndlist? ,,Aaa,”stynur Jón. „Það ermikiðaf millibilskúnst eða hönnun þar sem menn taka upp stæl annarra og gera að sínum — ný útsetning á verkum annarra. En það er þó nokkuð af mönnum hér sem mér finnast mjög góðir. — Námsferill? „Eg fór í Myndlista- og handíða- skólann eftir stúdentspróf, þótti leiðinlegt og missti áhugann. Eftir það tók við tvegg ja ára skeið á dagblöðum. Ég hef unnið nokkuð stöðugt við myndlist frá tvítugsaldri en mér hefur aldrei fundist ég hafa verið búinn aö ná þeim þroska fyrr en núna að sýna verk mín almenningi.” — En skólinn úti. Þú gerðir þaö nokkuð gott, var það ekki? Jón tekur því ekki fjarri. Hann var einn tíu nemenda í skólanum sem fékk heiðursútskrift, og auk þess fékk hann 1. verðlaun skólans, 1000 dollara, sem veitt eru árlega við útskrift. Engin furða að hann segir: „Eg er mjög sáttur við veru mína í skólanum.”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.