Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1984, Page 28
36
DV. FÖSTUDAGUR 30. NOVEMBER1984.
TOM ROBINSON—HOPE AND GLORY
GAMALL KUNNINGI, LÍTIÐ BREYTTUR
Á fyrstu árum pönksins í Bretlandi
skaut Tom Robinson upp kollinum.
Hann tilkynnti snemma aö hann væri
hommi og varö fyrir vikiö fulltrúi
þeirra og vinsælt fréttaefni. Hann var
forsprakki hljómsveitar, Tom Robin-
son Band (TRB) sem gaf út plötuna
Power in the Darkness áriö 1978.
Platan sú þótti mér meö því albesta
Titrandi
að vanda
Barry Gibb fylgir í fótspor bróður
síns Robin og gefur út sólóplötu. Nefn-
ist hún New Voyager. Þaö sama á viö
Barry og Robin. Þeir feta báöir sömu
slóðir á sólóplötum sínum og Bee Gees
hefur gert undanfarin ár. Léttrokkuð
lög ásamt rólegum ballööum inn á
milli.
Munurinn á þeim bræörum liggur
aöallega í því aö Barry Gibb er snöggt-
um betri lagahöfundur og er plata hans
í heild meira spennandi en plata
Robins þótt ekki geti hún talist neitt
meistaraverk. Aftur á móti hefur
' Robin mun betri söngrödd. Barry Gibb
er þekktastur fyrir sína falsetturödd
og hana notar hann óspart á New
Voyager.
Barry Gibb hefur sýnt þaö á undan-
förnum árum aö hann á einkar auövelt
meö aö semja lög sem ná eyrum hlust-
andans. Hann er einnig ágætur
upptökustjómandi. Komu þessir hæfi-
leikar hans einna best í ljós þegar hann
geröi Guilty meö Barbra Streisand.
New Voyager inniheldur tíu lög sem
hann hefur öll samiö ásamt bróöur
sínum Maurice og hljómborösleikar-
anura George Bitzer. Fyrri hlið plöt-
unnar er virkilega áheyrileg. Hröö og
skemmtileg lög í ágætis útsetningum.
Ein róleg baDaða er þar einnig, Face To
Face, þar sem hann syngur dúett með
Oliviu Newton-John. Seinni hliö plöt-
unnar er nokkuð daufari. Þar er aö
finna eingöngu róleg lög meö einni
undantekningu, Temptation, sem er nú
kannski slappasta lagiö á plötunni.
Rólegu melódíurnar hans bregöast
samt ekki. Það er bara fullmikiö aö
hlusta á rödd Barry Gibb í þrem
rólegum lögum í röö. Best tekst honum
upp þegar útsetningamar draga
athyglina frá rödd hans eins og í I Am
Your Driver og The Hunter.
New Voyager er hin ágætasta
skemmtun. Hræddur er ég um aö til
lengdar veröi samt sem áöur nokkuð
þreytandi aö hlusta á Barry Gibb.
Fyrir tveim vikum þegar undirritaöur
fjallaði um plötu Robin Gibb hélt ég
því fram aö bestir væm þeir bræöur
saman undir nafni Bee Gees. New
Voyager breytir ekki þeirri skoöun
minni. -HK.
sem heyrðist á þeim ámm, kraftmikiö
og pönkað rokk en þó miklu stilltara en
móðins varíþátíö.
Meö textum sínum varö Tom Robin-
son að eins konar stjómmálaafli. Hann
skaut sterkum skotum í ýmsar áttir,
fjallaði um homma, rasisma, undirok-
un og valdníöslu og stóö fylhlega jafn-
fætis Clash í pólitíkinni. Smám saman
varö síðan hljótt um hann og þó aö
hann héldi áfram aö gera plötur, fyrst
meö TRB, þá Peter Gabriel, síðan
hljómsveit sinni, Sector 27, og loks
einn, þá stóöu þær allar þeirri fyrstu
nokkuð að baki og nægöu ekki til aö
halda merki hans á lofti.
Nú kemur frá Tom Robinson sóló-
platan Hope and Glory. Hann er nú
kominn langt frá pönkinu og er með
mótaðan stíl sem er fremur rokkaöur
en meö rólegu yfirbragöi. Ef til vill
fremur bragödauf tónUst stundum en
lætur þægilega í eyrum.
Á plötunni er einn gamall smellur,
komin frá Steely Dan, Rikki (Don’t
loose that number). Gott lag sem bæöi
er erfitt aö bæta og eyöileggja og gerir
TR hvorugt með útsetningu sinni. Hún
er þó nokkuð stirð og ekki eins
skemmtileg og sú upprunalega.
Margir textanna eru ljúf ástarljóö
(mUli karla) og er greinilegt aö TR vill
síst draga dul á að hann er hommi.
Hann gerir það hins vegar á óvenju-
lega smekklegan hátt meö einlægum
og tilfinningaríkum textum. Minna fer
fyrir pólitíkinni og enginn textanna er
neitt í líkingu viö þaö sem hann samdi
hér áöur fyrr nú er gagnrýnin ekki eins
opinská og frekar sögö undir rós.
Eg get ekki meö góöri samvisku
sagt að þetta sé hress og skemmtileg
plata. Til þess er hún of bragödauf, of
venjuleg. Hins vegar er margt vel
gert, útsetningar margar góöar og
sándiö gott, sérstaklega í saxófónun-
um sem eru mjög áberandi. Raunin er
því sú aö platan fer aUoft undir nálina,
sennilega vegna þess aö ekkert í henni
iætur illa í eyrum og í heild er hún hin
þægilegasta.
Þetta er tæpast plata fyrir brjálaö
partí eöa tryUtan dansleik, hún hæfir
betur fyrir notalega kvöldstund heima
viö.
járn
Tom Robinson
U2-THE UNFORGETTABLE FIRE
SERSTÆÐ OG HEILLANDI
Tónlist verður aldrei skoöuð einvörð-
ungu í ljósi tónfræðinnar og allra síst
rokktónlist. Hún er félagslegt fyrir-
bæri og nærist á hugmyndum og áhrif-
um úr ýmsum áttum. Þess vegna átta
ég mig til dæmis ekki á því hvers
vegna hljómsveit einsog U2 fær um sig
umsagnir sem byggjast nær eingöngu
á góöum hljómi, flinkum hljóöfæra-
leikurum, tilþrifamiklum söng og þar
fram eftir götunum. Sérstaöa U2 í
rokkinu liggur ekki í góðu samspili
bassaogtrommu!
Að minni hyggju leikur U2 sér fyrst
og fremst meö stemmningu. Irsku
strákarnir eru meistarar í því aö láta
hljóðfærin túlka einkennilega heillandi
andrúmsloft dulúöar og drauma. Þeir
ná á köflum upp slíkum ofsa og ákefö í
tónlist sinni aö slíkt veröur ekki aðeins
skýrt meö miklum styrk magnaranna
(sem koma af stað jaröskjálftamæl-
um, aö því er fréttir herma). Miklu
fremur veröur þessi kraftur skýrður
meö hugmyndunum sem aö baki liggja
og einlægninni sem mér finnst til
dæmis koma glöggt fram í lokalaginu,
sálminum sem ég vil kalla svo um
Martin Luther King, MLK. Einmitt í
þessu stutta rólega lagi sýnir U2 aö þaö
er tilfinningin aö baki tónlistinni sem
skapar umgerö viö hæfi hverju sinni;
reiöir og sárir hrópa þeir kröftuglega í
laginu Pride (in the Name of Love)
vegna morösins á Martin Luther — og
þar á þaö viö aö sýna dálítinn ofsa. I
lokalaginu er vonin hins vegar ein eftir
og þá er andrúmsloftiö milt og um-
gjöröin sálmi líkust. Raunar hafa
trúaráhrif komiö áöur berlega í ljós
hjá U2, strákarnir írskir og kaþólskir
og fyrirliðinn, Bono, einkar metnaöar-
fullur bæöi í lögum og ljóöum.
Mér sýnist aö áhyggjur um einleik
og ofríki upptökustjórans, Brian
Eno’s, hafi reynst óþarfar. Hljóm-
sveitin U2 er altént á þessari plötu í
sínu besta formi og ef eitthvað er
stendur The Unforgettable Fire feti
framar en þrjár fyrstu breiðskífurnar,
Boy, October og War. Plata í sérflokki.
-Gsal.
PAUL MCCARTNEY—GIVE MY REGARDS TO BROADSTREET
MISNOTAÐIR HÆFILEIKAR
Tónlistarkvikmyndir og kvikmynda-
tónlist eru án efa vinsælustu fyrirbærin
í heimi kvikmynda og tónlistar um
þessar mundir. Kveöur svo rammt aö
þessu fyrirbæri aö viö liggur aö annaö
hvert lag í efstu sætum vinsældalista
bæöi vestan hafs og austan sé ættaö úr
kvikmynd. Og nú hefur Paul
McCartney gleypt þessa flugu líka,
annaö hvort væri nú, þessi klókasti
bisnessmaður innan poppsins. Og án
efa hefur hann erindi sem erfiði, þaö
viröist sama hvaö þessi drengur gerir,
allt veröur að peningum í höndunum á
honum. En þrátt fyrir þaö er ekki hægt
aö segja annaö en aö þessi plata meö
lögum úr kvikmyndinni „Give My
Regards To Broadstreet” valdi
vonbrigðum. Og ekki ku myndin par
merkileg heldur, að sögn þeirra sem
séðhafa.
Það sem fyrst og fremst veldur von-
brigöum er hversu fá ný lög er aö finna
á plötunni. Maður skyldi ætla aö tón-
listarséní á borö viö McCartney væri
ekki í vandræöum meö aö snara fram
nokkrum nýjum lögum þegar á þyrfti
aö halda. En því viröist ekki aö heilsa
aö þessu sinni og því er aö finna níu
gömul lög á þessari plötu og þrjú ný.
Gömlu lögin eru svo sem ekkert slor,
gamlar bítlaballöður og Wingssmellir.
Aftur á móti veldur vonbrigöum aö
McCartney skuli ekki reyna aö útsetja
þessi lög upp á nýtt, þó ekki nema til aö
gefa þeim nýtt líf. Það má nefnilega
heyra á þeim tveimur útsetningum af
laginu „No More Lonely Nights”, sem
eru aö finna á plötunni, aö hann getur
leikandi gert tvær mjög áheyrilegar
útgáfur af sama laginu. En það er
kannski of mikiö á sig lagt. Þetta selst
hvort sem er. -SþS-
Sa>l nu! Husmóðir vcrður
rokkstjarna a eínni nóttit og
sigrar heiminn. F.r þetta ekki
haiuirit i hiiotskurn að kvik-
mv nd sein á eltir að veröa eiu
mí aiviiisadasta'.’ Svo heldur
að mimista kosti Susan
Seidelman sem leikst\rir
n\rri imnd Desperateh
Seekiug Stisan, og það sein
ineira er: Madonna ter meö
aöalhltitverkiö. . . Jotm Catl-
ert> amt the Beaver Brown
Banri er bandarisk hljom-
sveit sem sast a topp tíu
vostrn a dögtinitin. I in ara-
raðir var þetta hljómsveit
sem lek tónlist a ia Bruee
Springsteen en tok s\o aö sér
aö semja tónlist \ iö k\ik-
m\nd um rokkhljómsveit og
þá tok iukkuhjóiiö aö snúast.
h!riiii(> & the t'ruisers og John
('atlerts á The Beaver
Brown Band er þvi nánast
eitt og þaö sama: tiniiur
raoiivenileg. hin á tjalriinu
h\ít:, How M.tsie littow r-
ir iirugglega tortiöinni. Br\-
an Kern s\slar viö sóloplötu
en tvrrum télagar hans,
Aiiri;. MaeKa\ og 1‘hii
Manzanera. hala n\ja Jifjóiii-
sveit a sinnm sna-rum. 'ihe
Fsplorers, og viima henni
braiitargengi. I»eir hala jaln-
iramt lilk\nnt lat Ko\>
Musie en Br\aii Kerr> neitar
aö hortast i augu viö anri-
látiö. . . \>ja smaskílan Irá
J’rinee heitir: 1 Woulri Die 1
l . . . Kelio Anri the Buinn-
men. sem hingaö komu i
l.'-rra, haia í h\ggjti aö taka
sér hvílri tra upptökum og
hljómleikahalrii i þ\i sem
na-st eitt ár. Kngin plata er i
bígerð |>rr en i l\rsta lagf
na-sta htiiist. llins vegtir
arilar ian MeCulioeh aö hetja
sólóteril og nu þegar er t> rsta
stnaskilan trá honum komiii
ul meö laginu September
Song. I.agiöer ursöngleik Irá
arinu iU.'IK, Kniekerboeker
Holirias. . . Frankie (ioes to
Holiwuiori kemur Irtim i
sjónvarpsþaetti 5. jamiar seni
er í sjáltu ser ekki i Irásögur
tærandi nema at því
þa-ttinum vi-röur sjónvarpaö
um Kvrópulönri. Sk>ldi Is-
lanrt vera intti i mynriinni?
Þáttinn kalla þeir Kurope A-
(fo-(io. . . Banriariska hljóm-
svettin Koreigner er viiknuö
til litsins og n> breiöskíta
komin út, Agent 1‘rovocate-
ur. . . iínnur hetur snúið upp
tánuni: Stra> Cats. . . Kleiri
söngvararen latt Mel ulloueh
h> ggja a solóleril. Sai Solo úr
Classix Nduveaux (helurlika
troöiö upp í Kaugardalshöll i
er búinn aö geia út lyrstu
smáskiluna, San Damiatio.
Kagiö heitir í höluöiö á smá-
þorpi á N’oröur-Itaiíu þar sem
Sal tann triöinn. . . Búiö i
bili. . .
-fisal.