Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1984, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1984, Síða 2
2 DV. FÖSTUDAGUR14. DESEMBER1984. 4 MILUARÐA TEKJUTAP „Oft heyrist um þaö rætt, hve erfiðlega gangi aö draga saman seglin í ríkisrekstrinum og aö ríkis- sjóöur hafi ekki aö sínum hluta tekiö þátt í þeim erfiöleikum, sem aö þjóöarbúinu steöja,” sagöi Pálmi Jónsson, formaöur fjárveitinga- nefndar Alþingis í gær. Hann hóf aðra umræöu um fjárlagafrum- varpiö 1985 í sameinuöu þingi. „í þessu sambandi er vert aö athuga þaö, að áriö 1982 voru skatt- heimtur ríkisins taldar nema 32,3% af þjóöarframleiöslu. Samkvæmt þvi frumvarpi sem hér er til umræöu og eftir síðasta endurmat Þjóðhags- stofnunar á tekjuhlið frumvarpsins, sem sýnir aö Þjóðhagsstofnun áætlar aö tekjur ríkissjóös veröi á næsta ári 24,9 milljarðar, er innheimtuhlutfall rikissjóðs 28,1% af þjóðar- framleiðslu. Hér hefur því þetta innheimtuhlutfall lækkaö á þremur árum frá 1982 til 1985 um 4,2%. „Gat Pálmi þess aö þessar tölur kunni aö breytast viö endanlega gerö fjár- laga. Ef þjóöarframleiöslan hefði staðiö í staö frá árinu 1982 heföu innheimtur ríkissjóös veriö um 4 milljörðum hærri. Skattalækkanir virðist vera hægt aö meta á verðlagi næsta árs á um 1200 milljónir króna. Þá hefur verið dregin frá söluskattshækkunin sem gert er ráö fyrir að veröi lögfest nú, það er 0,5 % söluskattshækk un. Tekjutap ríkissjóös vegna skatta- lækkana og samdráttar í þjóöar- búskapnum nemur um 4 milljónir króna. „Niöurskurður fjárveitinga til verklegra framkvæmda á næsta ári er sá langharkalegasti sem fram- kvæmdur hefur veriö,” sagði Geú- Gunnarsson þingmaður er hann talaöi fyrir minnihluta fjárveitinga- nefndar. „Er þó sá munur á ytri aöstæöum, aö árin 1983 og 1984 minnkuðu þjóðartekjur, 1983 um 3,7% en um 0,4% áriö 1984. En í þjóðhagsáætlun fyrir næsta ár er því spáö aö þjóöar- tekjur aukist um 1,8%. Stjórnar- flokkamir hafa þó ákveöiö aö þá skuli niöurskuröur félagslegra fram- kvæmda veröa meiri að raungildi en nokkru sinni hefur áður þekkst,” sagðihann. Fulltrúar allra flokka tóku til máls í þessari annarri umræöu um fjárlögin og stóð umræöa lengi fram- eftir. -ÞG. Kjarval tvöfaldast — og rúmlegaþað Þó gangverö á málverkum eftir Jóhannes Kjarval og Asgrím Jónsson hafi veriö á bilinu frá 150—300 þúsund krónur aö undanförnu fer vart hjá því að það hækki eftir aö Þingvallamynd eftir Kjarval var seld á rúmar 500 þúsund krónur á málverkauppboði í Kaupmannahöfn fyrir nokkru. „Kjarval kemur ekki til með aö hanga á alþýöuheimilum eftir þetta og vissulega mun þetta hafa áhrif á verö annarra mynda hans,” sagöi lista- verkasali í Reykjavík í samtali við DV. „Kaupandinn fer varla aö selja þessa mynd undir 600 þúsund krónum er hún kemur heim,” sagöi annar. Alls voru 12 íslenskar myndir boönar upp hjá Bruun Rasmussen uppboöshaldara í Kaupmannahöfn og fóru þær flestar á hærra veröi en þær hundruðir annarra mynda sem á uppboðinu voru. Og þaö voru aðallega íslendingar sem fjárfestu í íslensku listamönnunum. ,,Eg hef vissu fyrir því aö Danir hafa ekki áhuga á Kjarval, Ásgrími og þessum köppum,” sagöi listaverka- sali, „enda hafa þessi „reyfarakaup” vakið athygli og furöu í dönskum fjöl- iniðlum,” sagöi listunnandi sem er hnútum kunnugur. „Þaö eru ekki íslensk söfn sem kaupa þessar rándýru myndir, heldur einstaklingar sem eiga nóga peninga og líklega eru þeir búnir aö kaupa myndirnar fyrirfram. Það borgar sig fyrir menn sem eiga svona málverk aö fara meö þau til Kaup- mannahafnar. Þannig krækja þeir sér í gjaldeyri og listaverkasalar sjá sér hag í því aö sprengja upp verö á innlenda listaverkamarkaðinum.” -EIR. VITA-BAR, Hverfisgötu 82. ÞÚ PAIMTAR — VIÐ SENDUM. Smurt brauð — snittur — samlokur — hamborgarar og franskar. Einnig gos — sælgæti — tóbak og blöð. i flestum tilvikum sendum við ykkur að kostnaðarlausu á Reykjavíkursvæðinu. Sími 23535. Úr flugstjórnarmiðstöðinni i Kefia- vik. Verið er að endurskipuieggja vaktirnar. Sitja þeir áf ram dauðþreyttir við ratsjárskermana? Ohóflegt vinnuálag og uppsöfnuö þreyta flugumferðarstjóra. Þessi orö má lesa í skýrslu rann- sóknamefndar um atvikiö viö Keflavík 6. september síðastliöinn þegar ekki munaöi nema nokkrum metrum aö tvær Flugleiðaþotur með samtals 403 menn innanborös rækjust saman. Svipuö orð má finna í skýrslu um at- vik hálfu ööru ári áöur. Þann 15. mars 1983 munaöi litlu aö Arnarflugsþota og Orion kafbátaleitarvél frá Varnar- liöinu rækjust saman skammt frá Vestmannaeyjum. Flugstjóra Arnar- flugsþotunnar tókst þá á síöustu stundu aö sveig ja þotu sína til hægri og f ramhjá Vamarliðsvélinni. Því er von að spurt sé: Hafa menn ekkert lært af reynslunni? Sitja flug- umferöarstjóramir ennþá dauö- þreyttir viö ratsjárskermana eftir margar oglangaraukavaktir? í skýrslu um atvikið viö Vestmanna- eyjar lagöi rannsóknamefnd meöal annars til aö vaktir flugumferöar- stjóra yröu endurskoðaöar. Hvaö hef ur gerstíþví máli? „Viö erum á lokastigi meö tillögur um endúrskipulagningu á stjóm, vaktalengd og vaktakerfi,” sagöi Pétur Einarsson flugmálastjóri í samtali viö DV. „Vaktir eru núna tólf klukkustunda langar. Það er okkar hugmynd aö stytta þær niöur í hámark átta klukkustundir,” sagöi Pétur. Taldi hann að nýtt vaktafyrirkomulag gæti tekið gildi á fyrsta ársf jóröungi 1985. Flugmálastjóri sagöi aö álag á flug- umferðarstjórum væri ekki einvörð- ungu þegar mikil umferö væri. Lang- ar, aðgerðarlausar vaktir væru jafnvel hættulegri. Álag væri einnig á aögerö- arlausumvöktum. Pétur sagöi aö lokum aö erlendir sérfræöingar, sem komiö heföu hingaö til lands og kynnt sér flugstjórnar- kerfiö, hefðu hrósaö því. Gátu ekki fylgst með radaraðskilnaði I grein í blaöinu í gær um atvikiö viö Flugumferðarstjórinn sagöi flug- Keflavík þegar nærri lá viö árekstri mönnunum að þeir gætu ekki fylgst tveggja Flugleiöavéla féll úr einni meö radaraöskilnaöi. setningu oröið „ekki”. Breyttist því Beöist er velviröingar á þessum mis- merkingsetningarinnaralveg. tökum. -KMU. DV-mynd KAE. RÁÐHERRARNIR FARNIR Norrænu forsætisráöherrarnir, sem setiö hafa vetrarfund í Reykjavík til undirbúnings þingi Noröurlandaráös sem haldiö veröur hér á landi snemma á nassta ári, eru flognir til síns heima. Olof Palme, forsætisráöherra Sví- þjóöar, veröur hér þó einn dag til viöbótar í opinberri heimsókn. A fréttamannafundi sem forsætis- ráöherramir og forsætisnefnd Noröur- landaráðs héldu í Norræna húsinu síð- degis í gær kom fram að mikil eining ríkti í norrænu samstarfi. Olof Palme og Káre Willoch, forsætisráðherra Noregs, deildu þó eilítiö um kjarnorkuvopnalaust svæöi á Noröur- löndum, annars fór fundurinn vel fram og leystist upp vegna þess að ráöherr- arnir voru aö flýta sér í flugvélar sínar. -DV-mynd KAE.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.