Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1984, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1984, Blaðsíða 10
10 DV. FÖSTUDAGUR14. DESEMBER1984. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Union Carbide-slysið: Ulfakreppusérfræðing- amir til starfa Vart er hægt aö ímynda sér verri auglýsingu fyrir fyrirtæki en þá sem Union Carbide fékk i Bhopal á Ind- landi. Vangá varö 2500 manns að bana og olli veikindum aö minnsta kosti tuga ef ekki, hundraöa þúsunda. Og þegar slíkt gerist er ekki nema eitt fyrir stórfyrirtæki aö gera: aö kalla á sérfræðingana. Union Carbide hefur fengiö liö „úlfakreppusérfræöinga” sem hafa þaö verkefni eitt aö bjarga áliti fyrir- tækisins. Þeirra hlutverk er aö reyna aö sjá til þess aö slysið í Bhopal verði ekki aö fjárhagslegu og stjómmála- legu stórslysi fyrir fyrirtækiö. Samkvæmt ráöleggingum þessara sérfræöinga hefur Union Carbide þegar hafiö aögeröir til aö takmarka skaöann. Fyrirtækiö hyggst nota sömu aðferðir og hafa veriö notaðar áður, til dæmis þegar sjö manns dóu í Chicago eftir aö hafa notaö Tylenol- lyfiö. Sama aöferö var lika notuð eftir kjamorkuslysið á Þriggjamílnaeyju. „Af því sem ég hef séö frá þeim fara þeir alveg eftir leiðbeininga- bæklingunum í þessu máli,” sagði Steven Fink úlfakreppusérfræöingur sem sá um almenningstengslamál fyrirtækisins sem lenti í Þriggja- mílnaeyjuslysinu þegar geislavirkt efni lak út úr kjamaofni í Banda- ríkjunum. Fink og aörir sérfræöingar segja aö Union Carbide sé einkum aö reyna að gera femt: — Sýna aö stjómarmenn fyrirtæk- isins hafi veriö harmi slegnir þegar þeir fréttu af slysinu og séu reiöu- búnir til aö greiöa f ólki bætur. — Kynnatilraunirfyrirtækisinstil aö rannsaka orsök slyssins og aö taka öryggismál fyrirtækisins ræki- legaígegn. — Fullvissa stjórnmálamenn á stööum þar sem Union Carbide hefur verksmiöjur um aö sama slys geti ekkigersthjáþeim. — Róa fjármálamenn og hluthafa sem hafa áhyggjur af því aö fyrir- tækiö geti ekki staöist skaðabótamál. Þrátt fyrir mikiö átak hefur Union Carbide og úlfakreppusérfræöingum þess ekki gengið sérlega vel að lægja öldumar. Fyrirtækið hélt blaða- mannafund þar sem þaö sagðist hafa næga tryggingu sem greiðslu í skaöabótamáli. Samt hríöféll verðmæti hlutabréfa í fyrirtækinu. Hlutafé, sem kostaði 48 dollara fyrir slysið, fór niður í 37 dollara eftir þaö. Þaö þýddi að verömæti fyrirtækisins hrapaöi um 700 milljónir dollara, eöa 28 milljaröa íslenskra króna, á einni viku. Þaö er meira en sem nemur öllum útgjöldum íslenska ríkisins á næsta f járlagaári. I Vestur-Virginíu í Bandaríkjunum reyndi Union Carbide aö róa taugar heimamanna meö því aö loka verksmiðju sem framleiðir sama efni og verksmiðjan í Bhopal. Stjómarformaöur Union Carbide, Warren Anderson, flaug til Bhopal til aö líta á aðstæöur þar meö eigin augum og til að sýna áhyggjur fyrir- tækisins. Meö því að mæta sjálfur á staöinn vildi hann sýna Indverjum og umheiminum hve alvarlegum augum fyrirækiö Uti slysið. I staö þess að veröa uppnæmir handtóku Indverjar Anderson en slepptu honum síöar úr landi. „Þeir fá virkilega aö vinna fyrir kaupinu sínu,” sagöi Fink um úlfa- kreppusérfræöingana. „Eg get ekki ímyndað mér neitt sem fyrirtæki getur lent í sem er hægt aö bera saman viö þennan harmleik.” Stephen Greyser er prófessor í markaðshagfræði viö viðskiptafræði- deild Harvard-háskóla: „Verk þeirra er aö safna saman öllum staðreyndum málsins, útbreiöa þessar staðreyndir og sannfæra fólk um aö þetta geti ekki gerst aftur,” sagðihann. Fjármálasérfiræöingur í Wall Street í New York sagöi aö Union Carbide hygöist senda hluthöfum sínum bréf þar sem þeir yröu fullvissaöir um að fyrirtækið geti staöist þetta áfall. En ekki er ljóst hve mikiö áfall fyrirtækiö getur staöist. Undanfarin tvö ár hefur ágóöi þess fariö minnk- andi. Áriö 1983 var ágóðinn 79 milljónir dollara eöa um 3,2 milljaröar íslenskra króna. Árið áöur græddi fyrirækiö 310 milljónir dollara eöa nálægt 12 milljörðum íslenskra króna. Greyser lagöi áherslu á aö þaö þyrfti miklu meira til en aö senda bréf til hluthafa til aö verjast almennri óvild í garð fy rirtækisins. ,,Ef þú byggir í borg þar sem er Union Carbide verksmiðja myndir þú þá ekki hafa áhyggjur af því að þetta gæti gerst aftur?” spuröi hann. „Þetta er spuming sem fólk er núna aðveltafyrirsér.” Umsjón: ÞórirGuðmundsson Jólagetraun DV, 7. hluti Hvaóheitir hljóöfærið? Þaö eru ekki bara jólatrén sem eru skrautleg. Regnboginn Bifröst skart- ar sínu fegursta jafnt á jólum sem öörum dögum og héma sjáum viö ásinn Heimdall vera aö príla utan í honum. Annars er það hlutverk Heimdallar að gæta inngangsins í Asgarð og láta félaga sína vita þeg- ar gesti ber aö garöi. Þá blæs hann í lúður einn mikinn þannig að undir tekur í Asgarði. Sérstaklega leggur hann sig fram þegar sést til jóla- sveinsins og á hann það þá jafnvel til að leika jólasálma af fingrum fram. I dag viljum viö fá aö vita hvað hljóðfæri Heimdallar heitir og eins og venjulega: Munið aö senda allar 10 lausnirnar samtímis til DV, jóla- ! getraun, Síöumúla 14 Reykjavík, fyr- ir 2. janúar. Þá verður dregiö úr rétt- um lausnum og vinningarnir ekki af verri endanum. r------------------- □ Gjallarhorn | □ Trompet □ Píanó | Nafn.............. I Heimilisfang .... ^ Sími.............. T I I I I I I -I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.