Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1984, Qupperneq 35

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1984, Qupperneq 35
DV. FÖSTUDAGUR14. DESEMBER1984. 43 & Nýjar bækur Nýjar bækur Nýjar bækur SAGNAKVER SKÚLA GÍSLA- SONAR Séra Skúli Gíslason (1825—1888) var einn þeirra sem á síöustu öld söfnuöu þjóösögum og sögnum og lögöu til efni í Þjóösögur Jóns Arnasonar. Sagnakver Skúla Gíslasonar í útgáfu Sigurðar Nordal kom út árið 1947 og gerði Halldór Pétursson myndir viö sögurn- ar. 100 þjóösögur og sagnaþættir eru í bókinni og 19 myndir. Er hér að finna ýmsar af okkar þekktustu þjóösögum, t.d. Galdra-Loft, Móöir mín í kví kví, Atján barna fööur í álfheimum, sögur af séra Eiríki í Vogsósum og af Fjalla- Eyvindi. Þá er í bókinni ítarlegur for- máli Siguröar Nordal og athugasemdir umútgáfuna. Ragnheiöur Kristjánsdóttir hannaöi kápuna. Bókin er prentuö í Hólum og bundin hjá Bókfelli hf. TANNLÆKNA- TAL 1854—1984 Komið er út á vegum Tannlæknafé- lags Islands Tannlæknatal 1854—1984. I ritinu er aö finna æviskrár 248 tann- lækna. Þar á meðal eru nokkrir Islendingar, sem starfað hafa erlendis og sömuleiö- is nokkrir erlendir tannlæknar sem fengið hafa íslenskt tannlækningaleyfi. I bókinni er grein eftir Rafn Jónsson um „Stofnun og starfsemi Tannlækna- félags Islands fyrstu 30 árin 1927— 1957. Þar er einnig kandidataskrá, nafna- skrá og skrá yfir stjómir félagsins frá upphafi. Formaður ritnefndar Tannlækna- talsins er Gunnar Þormar. Bókin er samtals 232 bls. aö stærö og var sett í Prentþjónustunni hf., prentuð í Prent- bergi hf. og Bundin í Bókfelli hf. A kápuumslagi er mynd af Brynjúlfi Bjömssyni, sem var aðalhvatamaður aö stofnun Tannlæknafélags Islands 1927. TVÆR LJÓÐABÆKUR EFTIR ÁRNA LARSSON ORÐ ELTA FUGLA GÓÐVONAR- HÖFUÐ Ljóöasmiöjan s/f í Reykjavík hefur sent frá sér tvær ljóöabækur eftir Arna Larsson. Bækurnar heita Orð elta fugla og Góðvonarhöfuö. Þær hafa aö geyma um hundrað ljóö og er önnur bókanna myndskreytt. Ljóöabækurnar eru prentaöar í prentsmiöjunni Rún og bundnar inn hjá Arnarbergi. Aöur hafa komið út eftir Arna Larsson bækurnar Uppreisnin í grasinu (skáldsöguþættir) 1972 og ljóöabókin Leikfang vindanna 1974. Ennfremur er í ráöi hjá I.jóða- smiöjunni s/f aö gefa út blaða- og tíma- ritsgreinar eftir Arna frá árunum 1970—1983. Greinasafniö ber heitiö Þrumudýröin og kemur þaö út snemma á næsta ári. Ljóöabækurnar Orð elta fugla og Góövonarhöfuö fást í bókaverslun Braga í Lækjargötu, hjá Isafold, bóka- verslun Máls og menningar, bóka- verslun Sigfúsar Eymundssonar og Bóksölu stúdenta. Rúnar Helgi Vigr'isson EKKERT SLOR RÚNAR HELGI VIGNISSON EKKERT SLOR Ut er komin hjá Forlaginu ný skáld- saga, Ekkert sior, eftir Rúnar Helga Vignisson. Vettvangur sögunnar er Fiskhúsið hf. — endalaus hringiða þar sem Plássbúar strita viö aö bjarga verðmætum frá skemmdum. Upp úr iöandi mannlífi sögunnar teygja sig nokkrir ungir þorpsbúar sem fengið hafa slor í háriö og dreymir drauma um lífiö utan frystihússins og oftar en ekki tengjast draumar þeirra hinu kyninu sem flögrar fyrir augum þeirra meöan bónusinn sveiflar svipunni yfir mannskapnum. I kynningu Forlagsins segir m.a.: „I fjörugri frásögn sameinar höfundur gráa glettni í garö þeirra sem finnst ekkert slor aö fá að puöa og aðdáun á þeim sem reyna aö eygja tilgang í lífinu þrátt fyrir sloriö. — Hér er á feröinni litríkur skáldskapur ungs höfundar.” Ekkert slor er 112 bls. Prentsmiðjan Isrún á Isafirði prentaði. Ragnheiður Kristjánsdóttir hannaöi kápu. BERGSVEINN SKÚLASON ÞARABLÖÐ ÞÆTTIR FRÁ BREIÐAFIRÐI Bergsveinn Skúlason er löngu þjóö- kunnur rithöfundur. Meöal ritverka hans eru Breiðfirskar sagnir sem kom út í nýrri útgáfu 1982.1 Þarablöðum er aö finna meöal annars frásögn af breiðfirskum konum, sem stunduðu sjóinn öörum fremur á seinni öldum og árum, bæöi sem hásetar og formenn og fórst þaö hlutverk vel úr hendi. Þá eru margvíslegir þættir og sögur og í bókarlok er langur kafli sem heitir Slætt upp af minnisblöðum Jóns Kristins Jóhannessonar. Jón Kristinn var bundinn Breiöafiröi alla tíö. Eftir hann liggja þrjú ljóðasöfn og smá- sagnasafn. Minnisblöð sín ritaði hann á Hrafnistu en þar dvaldi hann síðustu æviár sín. Víkurútgáfan gefur Þara- blöð út. Bókin er 180 bls. Bergsveina Skulason »arablöð ættir frá » ÍSLENSK KNATTSPYRNA 1984 A»g«lr Sigu'vins- jon vAfcro b*’’1 tíSfí SLANu D*,Bók kn.nspyw""" VIÐBURÐARIKT KN ATTSPYRN UÁR 1984! íbókVíðisSigurðssonar, Islensk knattspyrna 1984 er allt um viðburði ársins: sigrana, glæsimörk- in, baráttuna, ósigrana. Sumir atburðir munu seint gleymast, t.d. sigurinn á Walesbúum á Laugarda[svellinum í undankeppni HM og glæsilegur árangur Ásgeirs Sigurvinssonar í Vestur-Þýskalandi, en íslensk knattspyrna 1984 varðveitir þá alla. Litmyndir af meistaraliðum ársins 1984, ítarlegar upplýsingar um félög og leikmenn. Leikir allra leikmanna í 1. og 2. deild karla og 1. deild kvenna. Mörkin. Svart/hvítar myndir af öllum liðum 1. deildar karla og lokastöður í öllum deildum og flokkum íslandsmótsins. DAGBÓK KNATTSPYRNUNNAR 1984 í MÁLI OG MYNDUM - VÖNDUÐ BÓK SEM GEYMIR MINNINGAR UM VIÐBURÐARÍKT KNATTSPYRNUÁR. VATNAVITJUN Frásögurfjögurra þekktra veiðimanna af veiðiferðum, veiðigleði og fengsælli vatnavitjun í fegurð íslenskrar náttúru. Guðmundur Guðjónsson tók saman. Hver og einn hefur sína sérvisku og aðferðir við veiðar: Ólafur G. Karlsson tannlæknir, Rafn Hafnfjörð prentsmiðjustjóri og Ijósmyndari, Hjalti Þórarinsson læknir og Guðlaugur Bergmann framkvæmdastjóri lýsa veiðum með mismunandi agni, segja skemmtileg- ar sögur af ónefndum veiðimönnum og skynsömum löxum og rifja upp ógleymanlegar veiðiferðir. VATNAVITJUN - AGN SEM HVER EINASTI VEIÐIMAÐUR BÍTUR Á. Bókhlaðan

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.