Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1984, Qupperneq 36

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1984, Qupperneq 36
44 DV. FÖSTUDAGUR14. DESEMBER1984. DAS KAPITAL - LILIMARLENE DAS KRAFTUR „Suma hvaö þið þræliö það gengur ekki neitt. Þiö veröiö hara sljórri og aðeins meira þreytt.” Fyrsta plata hljómsveitarinnar Das Kapital er rist rúnum Bubba Moithens í bak og fyrir. Hann á flest lög og texta plötunnar og hefur sem fyrr ýmislegt fram að færa eins og sést á viðlagi lags hans, Launaþrællinn, hér í upphafi. Áöeins tvö lög er aö finna á plöt- unni sem kappinn hefur ekki farið nærfærnum höndum um, lagið Fallen Angels, sem þeir Mike Pollock og Björgvin Gíslason hafa samið og tit- illagið. Lagiö Fallen Angels er jafn- framt hið eina á plötunni með enskum texta. WHAM! — MAKEIT BIG Með betra glanspoppi Breski dúettinn Wham! á geysi- legum vinsældum að fagna um þessar mundir enda renna frá honum smell- irnir rétt eins og af færibandi. Og á þessari stóru plötu hljómsveitarinnar er aö finna meöal annars þrjá af síö- ustu stórsmellum hennar, þannig að það er ekki að undra að þessi gripur seljist eins og heitar lummur. Lögin sem hér um ræöir eru „Wake Me Up Before You Go Go”, „Careless Whisp- er” og ,,Freedom”. Reyndar var „Careless Whisper” aðeins gefið út í nafni George Michaels, annars helmings dúettsins, en lagið er einnig eftir hinn helminginn Andrew Ridgeley, nokkuð sein annars er ekki algengt um lög hljómsveitar- innar. Hljómsveitin er nefnilega George Michael númer eitt tvö og þrjú. Á þessari plötu er auk smellanna þriggja að finna fimm lög, sem öll eru eftir títtnefndan George Michael fyrir utar. eitt, sem er gamalt lag eftir þá Isley Borthers. Hvaö það lag er að ger i á þessari plötu veit ég ekki, því mér finnst það áberandi lakasta lag plötunnar. Varla hefur George Michael orðið uppiskroppa meö sinell- ina. Hin lögin fjögur eru mjög í anda smellanna þriggja, áferðarfallegt og átakalaust glanspopp, sem rennur þýö- lega um eyru. Stærsti gallinn við plöt- una aö mínu mati er sá aö maöur var orðinn hundleiöur á smellunum þrem- ur loksins þegar þeir koma á stórri plötu. Enda er búiö að spila þá linnu- laust i eyrun á manni síöustu mánuð- ina. Engu aö síður veröur plata þessi aö teljast í hópi betri platna ársins þar sem glanspopp er haft aö leiðarljósi. -SþS- Platan Lili Marlene er kröftug plata eins og flest verk Bubba hingaö til. Tónlistin er að mestu hreint og beint „rokk n ról”, blandaö ýmsum áhrifum. Key rð í gegn af f estu og öryggi. Þaö lag sem er einna bestur sam- nefnari fyrir þær tónlistarpælingar sem Das Kapital stendur í þessa dagana og gefur jafnframt í skyn ákveöna framþróun hjá hljómsveitinni er Svartur gítar, en landsmenn hafa átt þess kost aö berja þaö eyrum og augum í Skonrokki meðal annars. Inni- hald textans er meira stemmningslýs- ing en gengur og gerist í öörum text- um, eins og titlarnir, 10.000 króna frétt, Giftu þig 19 og Bönnum verkföll, bera meösér. Lítið ber á hinum nýja meðlim hljómsveitarinnar, Jens Hanssyni á plötunni. Tenórsaxófónn hans heyrist aðeins í einu lagi. Það gefur hins vegar góðar vonir um framhaldið. -FRI. MAGNÚS OG JÓHANN - UÓSASKIPTI Látlaus endurkoma Magnús Þór Sigmundsson og Jóhann Helgason eru báöir þekktir tónlistar- menn hvor í sínu lagi. Þeir byrjuðu aftur á móti feril sinn saman undir nafninu Magnús og Jóhann og naut dúettinn töluverðra vinsælda á sínum tíma. Af og til hafa þeir komið saman aftur og nú hefur hið nýja útgáfu fyrú-- tæki í hljómplötubransanum, Skálholt, fengið þá til að gera plötu. Platan nefnist Ljósaskipti og skiptist í tvennt. Á fyrri hlið plötunnar, er nefn-' ist jólahliðin, er aö finna lög og texta sem vísa eingöngu til jólanna. Á hinni hliðinni eru textarnir trúarlegs eðlis án þess að beinast eingöngu aö jólunum. A jólahliðinni eru bæði þekkt jólalög og svo ný og frumsamin jólalög eftir þá Magnús og Jóhann. Lög þeirra félaga eru róleg og auðlærð. Best þykir mér Gleöileg jól eftir Jóhann. Ekki er ég alveg sáttur viö útsetningarnar á hinum þekktu jólalögum sem þar eru flutt. Kemur þar sjálfsagt til íhalds- semi undirritaös um hvernig á að flytja þau. Litla jólasyipan inniheldur jólalög sem allir þekkja, era þau flutt meö föstum danstakti sem ég felli mig ekki allskostar við. Litli trommu- leikarinn, hiö fallega lag, er of mikiö rafmagnaö upp fy rir minn smekk. Hin hliðin er trúarlegs eölis eins og áöur sagöi. Byrjar á lagi sem Nútíma- börn fluttu á sínum tíma, Konan, sem kyndir ofninn minn. Virkilega fallegt lag sem samiö er af Sverri Helgasyni við ljóö Davíðs Stefánssonar. Magnús og Jóhann syngja þetta lag vel. Eitt annaö þekkt lag er 0, Jesú, bróöir besti, vel flutt af þeim félögum. Fjögur lög eru frumsamin af Magnúsi og Jóhanni. Meðal þeúra er fallegt lag sem Magnús hefur samiö viö Faöir- voriö. Ljósaskipti höföar að múiu mati meira til bama. Er ölluin börnum holl hlustun. Ekki er hægt að telja frum- sömdu lögin með bestu lögum þeirra Magnúsar og Jóhanns. Söngur þeirra er aftur á móti alltaf áheyrilegur og í heild er Ljósaskipti áheyrileg í látleysi súiu. -HK. STUÐMENN - KÓKÓSTRÉ OG HVÍTIR MÁVAR OFTAST GERT BETUR Stuömenn, er starfaö hafa meö hlé- um í eúi fúnmtán ár, eru þekktir fyrir skemmtileg og grípandi lög meö text- um sem oft á tíðum eru bráðfyndnir. Stuðmenn taka sig ekki alvarlega. Meölúnirnir hafa aftur á móti starfað sem alvaran er meiri, samanber Þursa- flokkúin og Spilverk þjóðanna. Seúini árúi hafa þeir bætt viö sig einni list- grein, kvikmyndinni. Kvikmynd þeúra frá í fyrra, Meö allt á hreinu. . ., sló heldur betur í gegn og plata Stuö- inanna meö sama nafni var eúi mest SADE — DIAMOND LIFE Þokkafull söngkona, þokkaleg breiðskífa Margú- hafa haft stór orö um ágæti þessarar fyrstu plötu Sade (frb. Sharday) og vissulega er þetta þekki- leg tónlist, en engin tímamótaplata. Þó ber hún ánægjulegan vott um nýja strauma í popptónlist og sýnir aö þessi títtnefnda óalandi og óferjandi dægur- lagatónlist snýst ekki bara kringum sjálfa sig eúis og hundur sem eltir á sér skottið. Hér er pínulítið róiö á mií djassins og stemmningin afslappano og dálítið rómantísk. Aö mínum dómi kemst þessi tónlist þó hvergi á neitt verulegt flug, djasstil- finningin er einlægt borin ofurliöi af poppsinnuðum húsbændum hverjir svo sem þeir eru. Og hér er auövitaö veriö í aöra röndúia aö reyna eitthvaö nýtt, þaö er lofsvert, en þaö er á hinn bógúin afleitt þegar nýjungarnar eru helst í umbúöunum, múini í innihaldinu. Eg held nefnilega aö þrátt fyrir fremur góöa rödd og stórum hrífandi á köflum þá valdi Sade sjálf ekki alls kostar þeirri dýpt og tilfinningu sem djasstón- list krefst. Engu aö síöur: þetta er fullkomlega heiöarleg tilraun og ný aöferð til þess aö sætta þessi gömlu systkin: rokk og djass. Margt hefur verið reynt í þeim bræðúigi gegnum tíðúia. Og því verður ekki móti mælt: Sade er einkar þokka- full söngkona hvernig sem á hana er litið: raunar alveg ótrúlegt samræmi í útliti og raddblæ og þaö er sennilega ekki hvaö síst samspil þessara tveggja þátta sem hefur lyft Sade upp á stjömuhiminúin. Eftú aö hafa heyrt lögúi af fyrstu smáskífunum: Your Ixive is King og Smooth Operator átti ég satt best að segja von á betri breiðskífu. Asamt Frankie’s First Affaú eru þetta bestu lögin; besta lagið þó ekki á plötunni, béhliöin af fyrstu smáskífunni: Love- Affair With Life. Og svo verða menn aö hafa í huga aö Diamond Life er byrjandaverk, fyrsta plata Sade, og þaö er fyllsta ástæða til þess að bíða spenntur eftir framhaldinu. Aö sama skapi, ástæöulaust aö hoppa hæö sina í loft upp vegna Diamond Life. Þægileg tónlist og þokkafull en skortir dýpt. -Gsal. selda platan enda virkilega skemmti- leg og komu þar fram allir bestu kostú þessara ágætu listamanna. Þaö hefur því þótt sjálfsagt aö fylgja þessari vinsælu kvikmynd eftir meö annarri kvikmynd þótt ekki sé hún beint framhald. Hvítir mávar nefnist hún og veröur frumsýnd fljótlega eftir áramót. Platan meö lögum úr kvik- myndinni er komúi út og nefnist hún Kókostré og hvítir mávar. Þaö verður að segjast að nokkrum vonbrigðum hefur platan valdiö undúrituðum. Ekki þaö að hér sé um lélega plötu aö ræöa heldur hitt aö þegar eiga í hlut jafnfærú tónlistarmenn og Stuðmenn eruþá býstmaöur viðmeiru. Textarnir skemmtilegu eru á sínum staö og bregöast þeir ekki. Þaö eru lögin sem í heild ná ekki þeún standard sem búist var viö. Hafa ber samt í huga viö dóm á lögunum aö þau eru samúi við kvikmynd og þar sem undir- ritaöur hefur ekki séð myndina enn, getur vel verið aö melódíurnar passi vel viö þaðefni sem hvert lag á við. Platan byrjar aö vísu glæsilega. Hringur og bítlagæslumenn er besta lag plötunnar og endúinn á plötunni er í samræmi viö byrjunina. Hið fallega lag Ut í veöur og vúid er eúinig virki- lega gott lag. Inni á milli þessara laga er ýmislegt sem ekki er eins gott. Þar á meðal er lag sem er aö múinsta kosti jafngamalt Stuðmönnum, Honey Will You Marry Me, og þrátt fyrú góöa út- setnúigu er litið púöur í því. Annað lag sem Stuðmenn hafa flutt viö ýmis tæki- færi er Come Pretty Baby To The Go Go Party, lag sem ekki hefur áöur komiö út á plötu. Er þaö grípandi og einföld laglína sem Stuömenn fara vel með. Góö videomynd hefur verið gerö kringum þetta lag og geta áhorfendur : fengiö þar smásýnishom af því sem i koma skal þegar myndúi Hvítú mávar i verður tekin til sýninga. Nýju lögin á plötunni eru öll samúi afl Jakobi Magnússyni, Valgeiri Guöjóns- syni og Agli Olafssyni og hefur þeim oftast tekist betur upp í lagasmíöúini en þeim bregst ekki bogalistin í texta- gerö. Það er ekki aö efa aö einstaka lög á Kókostré og hvítú mávar eiga eftir aö heyrast mikiö á næstunni en í heild veröur plötunnar sjálfsagt helst minnst sem laganna úr kvikmyndinni Hvítúmávar. -HK. Sæl nú! Þeir hafa nú aldrei verið að skafa neitt utan af hiutunum, bresku gagnrýn- endurnir, eins og margir vita. Einn þeirra var freniur óhress með jóialagið frá Wham! strákunum, sagði i lausiegri íslenskri þýöingu og staðfærðri aö lagið yrði örugglega smellur en sjálíur kysi hann-fremur aö hiusta á áramótaávarp útvarps- stjóra. . . Það ríkir mikið bræðralag meðai poppstjarn- anna fyrir þessi jól. Öll heistu goðin búin að syngja saman inn á plötu i þágu söfnunar- ínnar fvrir Eþíópíu og það R10 lag; Dö They Know It’s Christmas þegar á toppi Lundúnalistans. Þá hóaði Paui Welier úr Style Couneil í nokkra þekkta poppara og baö um aðstoð við gerð plötu sem tiieinkuð verður náma- mönnum í Bretlandi. Platau átti að koma út i gær.. . Human Leagueog Alvin Star- dust tróðu upp í vikunni í Sheffieid og ágóðinn af hljómleikunum rann óskiplur í Eþiópíusjóðinii. sömuleiðis fé af hljómieikum í Royal AI- bert Hall fyrr i mánuðiiium þar sem fram komu meðal aunarra: Niek Heyward, Mari Wilson, Feargal Sharkey, Thomas Dolby, Alvin Stardust, Riek Wake- man, Matt Bianeo og Trevor Walters.. . Og fleiri troða upp í þágu góðs malefnis: Flying Piekets, Helen Terry og Jools Hoiland skemmtu á dögunum og söfnuðu fé fyrir sjóð sem hefur það inarkmið aö sérmennta lækna i krabbameinsfræðum. Floy Joy og Working Weekætla sto aö lialda hljómieika í uæstu viku og safna fé fyrir Chile og Thompson Twins sem gátu ekki verið með i Band Aid ævintýrinu gefa hluta af ágóða nýjustu smá- skifunnar í Eþíópiusjóð- inn. .. Og svo er fólk að segja að poppfotkið sé ekkí fallega þenkjandil. .. Jólalög eru nú farin að setja svip sinn á vinsældaiistana og fyrir utan Band Aids lagið i efsta sæti breska iistaus eru á þeim lista jóialög með Wham (2), Toy Dolls (161, Queen (21) og Gary Glitter (22). Tölurnar í svigunum merkja sæti á list- anum. .. Það bætast alltaf við uöfn í anda Frankie Goes to Hollywood. Nýjar hljóm- sveftir, sem við höfum haft spurnir af, heita þessum nöfnum: Freddie Goes to Crieklewood, Ronnie Goes to Liverpool og Bonzo Goes to Washiiigton. . . Ekki meiri molar að sinni. Góða heigi! -Gsal

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.