Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.1985, Síða 7
DV. FIMMTUDAGUR 24. JANUAR1985.
7
Neytendur
Neytendur
Neytendur
Neytendur
UM MEGRUN
Upphafsorð:
Það er kannski í sjálfu sér aö bera í
bakkafullan lækinn aö skrifa um
megrun. Þó má koma meö nokkur
einföld ráð sem ættu aö koma fólki aö
gagni í baráttunni við aukakílóin.
Matur og hreyfing:
Fitusöfnun á líkamanum veröur
vegna þess aö einstaklingur neytir
fleiri hitaeininga heldur en hann eyöir.
Til þess að ná fram árangri í megrun
þarf aö snúa þessu tafli við. Slíkt er þó
ekki eins auðvelt aö framkvæma og aö
segja.
Til þess aö brenna umframhitaein-
ingum þarf aö auka hreyfinguna. Hægt
er aö fara í göngutúra eöa í létta leik-
fimi. Þeir sem treysta sér til ættu að
taka hlaupaspretti viö og viö.
Hins vegar ætti fólk að gæta sín á því
aö verðlauna sig eftir erfiðið, með því
aö fá sér aukabita úr sjoppunni eöa
bakaríinu. Fólk er nefnilega miklu
fljótara að sporðrenna 100 hita-
einingum heldur en aö brenna þeim.
Ef sett er upp í töflu annars vegar
þaö sem þarf aö gera til þess að brenna
100 he. og hins vegar hversu mikið
magn þarf aö borða til þess aö fá 100
he. sésteftirfarandi:
Bruni 100 he. Neysla 100 he.
Ganga hratt 15 mín. 1/2 vínarbrauð
Hlaupa 10 mín. 1 kókosboUa
SyndahrattlOmín. 1/3 stórt prins póló
Dansa25mín. lmiHistórkók
1 lítil ferna sykurlaus
ávaxtasafi.
Megrun og mataræði:
1 kg af fituvef inniheidur 7000 he. Ef
einstaklingur dregur úr hitaeininga-
neyslu sinni sem svarar 1000 he. á dag,
þ.e. minnkar neysluna úr 2000 he. í 1000
he.,eyöirhannlkg af fituvef á viku.
TU þess aö ná árangri verður
einstaklingur aö breyta mataræöi sínu.
Jafnframt veröur hann aö gera sér
grein fyrir því að þörf líkamans fyrir
næringar- og bætiefni er óbreytt. Þaö
þarf aðeins aö draga úr hitaeininga-
neyslu.
Sá einstaklingur sem ætlar í megrun
verður aö fá mat úr öUum fæöuflokk-
um. I stuttu máU sagt verður hann að
draga úr fitu- og sykurneyslu en auka
grænmetis- og kornneyslu.
Megrun og markmið:
Það hafa verið geröir óteljandi
megrunarkúrar sem eiga að leysa
vandamáUö á mjög stuttum tíma. Því
miður eru þessir megrunarkúrar t.d.
jógúrtkúrar, kolvetnasnauöir kúrar,
bananakúrar, ananaskúrar, grape-
kúrar o.s.frv. afskaplega einhæfir og
jafnframt mjög takmarkaðir
næringarfræðUega séö.
Þegar byrjað er á megrun verður
hver og einn að setja sér raunhæft
markmið aö stefna aö. Megrun tekur
mjög langan tíma og krefst mikillar
þolinmæöi vegna þess að oft skiptast á
skin og skúrir meðan á baráttunni
stendur.
Raunhæft markmið er að ná af sér 1
— 11/2 kg á viku. En hvaö þarf aö gera
til þess aö slíkt sé hægt?
Notkun fæðutegunda:
Grænmeti:
Þennan fæöuflokk á aö boröa í miklu
magni soöinn eöa ósoöinn.
Ávextir:
Ávextir gefa töluveröar hitaeiningar
og því ætti aö miða dagsneyslu viö 2
ávexti. Foröast þurrkaða ávexti,
rúsínur, döðlur og fíkjur.
Kartöflur:
Þær á að boröa soðnar eða bakaöar í
takmörkuöu magni.
Rótarávextir:
Boröa soöna eöa hráa rótarávexti.
Mjólkurvörur:
Miöa neyslu mjólkurvara við margar
tegundir, t.d. léttmjólk, undanrennu,
léttost og léttjógúrt.
Kjöt og fiskur:
Boröa oft magran fisk, soöinn eða ofn-
bakaðan. Einnig boröa magurt kjöt.
Brauð og mjölmatur:
Boröa helst sykurlaus brauð og mjöl-
mat í takmörkuðu magni. Foröast aUt
kaffibrauö.
Feitmeti:
Nota ekkert smjör eöa jurtasmjörlíki á
brauö. Ef einhver fita er boröuð á aö
miða við að hún innihaldi mikiö af
linolsýru, t.d. lýsi eða sólblómaolia.
Lokaorð
Hér hefur veriö stiklað á stóru í sam-
bandi við megrun. Til þess aö árangur
náist veröur fólk aö gerbreyta matar-
æöi sínu og auka hreyfingu sína. Til
dæmis skilja bUinn eftir heima og fá
sér göngutúr í staöinn. Hér er um lang-
tíma markmiö aö ræða sem krefst
mikiUar þolinmæði og hjálpsemi allra í
fjölskyldunni.
Gunnar Kristinsson
matvælafræðingur
SJÚKRAHÚS
SKAGFIRÐINGA
Sauðárkróki, óskar að ráða:
Sjúkraþjálfara nú þegar eða eftir nánara samkomulagi.
Ljósmóður til afleysinga í vetrarleyfum.
Einnig óskast:
Hjúkrunarfræðingar, Ijósmæður, sjúkraþjálfarar, meina-
tæknar og sjúkraliðar til sumarafleysinga.
Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri í síma
95-5270.
VIÐ RÝMUM
VEGNA FLUTNINGA
TEPPABUDIN
SiÐUMÚLA 31
STORÚTSALA
Mikið úrval af fatnaði, t.d.
gallabuxur
flauelsbuxur
háskólabolir
jogginggallar
úlpur
jakkar
vinnuskyrtur
sokkar - .
stígvél 11
leðurjakkar lf
SKÚLAGÖTU 26
Sendum í póstkröfu
VINIMUFATABUÐIN
Sími
11728