Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.1985, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.1985, Page 14
14 DV. FIMMTUDAGUR 24. JANUAR1985. Menning Menning Menning Menning Glerskálar Sigrúnar Ó. Einarsdóttur og Sören Larsen voru verðlaunagripir fyrir 1982. Verðlaunagripurinn fyrir 1978, leirskál hönn- Leirhjálmur skreyttur járnoxíði og glerjungi, Kolbrún Björgúlfsdóttir hannaði krossa úr uð af Jónínu Guðnadóttur. hannaður af Hauki Dór, verðlaunagripur |eir sem verðlaunagripi fyrir 1980. fyrir 1979. Postulinsflisar á viðarspjöldum, verðlauna- gripir hannaðir af Sigrúnu Guðjónsdóttur fyrir 1981. Menningarverðlaun DV1985: FAGRIR GRIPIR Standmyndir úr hömruðu og póleruðu stáli, sem Jens Guðjónsson hannaði, verðlaunagripir fyrir 1983. voru skreyttir á mjög fnunlegan hátt. Þriðja árið sá Kolbrún Björgúlfsdótt- ir um gerð gripanna og voru þeir stórir flatir krossar úr leir, glerjaðir með hvítu postulíni. Sigrún Guðjónsdóttir gerði gripina fjórða árið og gerði hún gripina úr postulínsflísum, límdum á viðar- spjöld, og málaði á þær. Þá kom röðin að glerlistamönnun- um Sigrúnu Olöfu Einarsdóttur og Sören Larsen sem blésu forkunnar- fagrar glerskálar, marglitar. 1 fyrra smíðaði svo hinn þekkti gullsmiður Jens Guðjónsson stand- myndir úr hömruðu, póleruðu stáli, fagrar og óhlutbundnar. Að þessu sinni vinnur Ofeigur Bjömsson svo að smiði verðlauna- gripanna sem veittir verða í næsta mánuði fyrir framlag til lista og menningar á árinu 1984. En af því segir meira síðar. — Sjöunda verölaunaveitingin fer fram 14. febrúar Menningarverðlaun DV fyrir árið 1984 verða veitt í sjöunda sinn þann 16. febrúar nk. en verðlaunin hafa verið veitt árlega frá 1979 fyrir besta framiag til ýmissa menningarsviða á undangengnu ári. Dómnefndir eru nú teknar til starfa og hönnun verölaunagripa að þessu sinni falin Ofeigi Björnssyni gullsmið. Afhendingin fer fram í hádegis-' verðarboði í Þingholti, Hótel Holti, en matreiðslumenn staðarins hafa lagt sig fram um að gera athöfnina að viðburði á sviði matarlystar ekki síður en lista. Enda hafa ýmsir rétt- ir, sem þar hafa í fýrsta sinn séö dagsins ljós, síðan orðið fastir og vinsælir réttir á matseðli hússins. Einstæð verðlaun Áhersla hefur ætíð verið lögð á það af hálfu blaðsins að val á verölauna- höfum hverju sinni sé fullkomlega óhlutdrægt. Verðlaunin eru veitt í sex greinum: bókmenntum, tónlist, myndlist, leiklist, byggingalist og kvikmyndalist. Gagnrýnendur DV skipa formannssætið í flestum nefnd- unum en auk þeirra eru kvaddir til starfa í nefndunum kunnáttumenn úr ýmsum áttum. Dómnefndimar að þessu sinni verða kynntar nánar í blaðinu á næstunni. Verðlaunaveitingin er einstæð í sinni röð og á sér enga hliðstæöu í is- lensku menningarh'fi. Sést þaö greinilega á því hvílíkt einvalahð hefur hlotið verðlaunin og em allir verðlaunahafarnir í fylkingarbrjósti íslenskrar menningar. Fagrir verðlaunagripir Að þessu sinni hannar Ofeigur Björnsson gullsmiöur verðlauna- gripina, eins og áður sagöi. Hann er þekktur fýrir frumlega og nýstár- lega smíðisgripi sína. Það hefur verið stefna DV, frá því veiting Menningarverðlaunanna hófst, að fá íslenskt listiðnaðarfólk til þess að spreyta sig á gerð verðlaunagrip- anna. Með því vill blaðiö hvetja ís- lenska hstiönaöarmenn til dáða og vekja athygli á verkum þeirra. Listafólkið hefur fengið frjálsar hendur til þess aö gera tilraunir og tilbrigöi við gamlar hugmyndir. Þannig hafa orðið til margir góðir og eigulegir gripir og listafólkiö komið sjálfu sér og öðrum á óvart með hug- kvæmni sinni. Fyrri verðlaunagripir Fyrsta áriö sem Menningar- verðlaunin vom veitt, 1979, var leitað til Jónínu Guðnadóttur leirkera- smiðs í Hafnarfiröi, um gerð verðlaunagripa. Hún gerði þá myndarlegar skálar sem bæði mátti hengja á veggi og láta standa á borði. Næsta ár var það Haukur Dór sem vann verkefnið. Hann gerði hjálma úr leir í mjög frjálslegu formi. Þeir BLOKKFLAUTA OG OfíGEL Tónlist Eyjólfur Melsted Tónleikar Musica Antiqua í Kristokirkju 19. janúar. Rytjendur: Camilla Söderberg og Hörður Áskelsson. A efnisskró: Verk fyHr blokkflautu og orgel eftir Frescobaldi, Castello, Boismortier, Domel, Clórombault, Mancini. Blokkflauta og orgel. Hvemig í ósköpunum skyldi slíkt fara saman? kynni fólk að hugsa. Skyldi ekki hallast æði mikiö á? Hvað munar heilt orgel um að kaff æra eina litla blokkflautu? Vitaskuld munar heilt orgel ekki vitund um að kaffæra eina blokkflautu. Til þess eru meira að segja allmiklar líkur ef ekki er til staðar organisti sem kann um hljóðfæri sitt mjúkum höndum að fara. Ekki vantaði það að Hörður Áskels- son kynni að registrera í réttu sam- ræmi við blokkflautuleik meðspilara síns. Hann leyfði orgelinu á hinn bóg- inn aö hljóma á fullu i þeim verkum sem hann lék einn, Toccata quinta eftir Girolamo Frescobaldi og Suite de deuxiéme ton eftir Louis-Nicolas Clérambault. Ef mig minnir rétt þá var þessi svíta Clérambault eina verkið á þessum tónleikum sem leikiö hafði verið á tónleikum hérlendis fyrr. Þegar Hörður lék einleiksverkin fyrir orgel var því líkast að verið væri að hleypa innibyrgðri orku út um ventil og þannig varð munurinn á samleiks- verkunum og orgeleinleiksverkunum fyrir minn smekk fullmikill. Þótt Hörður léki þarna á besta og raunar eina sanna barokkorgel höfuöstaðarins þá hygg ég að enn betur hefði farið á að hann léki á lítið orgel í samleiknum, helst af öUu organo di legno, að minnsta kosti í renaissanceverkunum. En allar boUaleggingar um rétt val hljóðfæra, jafnvel þeirra sem ekki eru tU í landinu, breyta engu um það að spUamennskan á þessum tónleikum var frábær, jafnt í einleik sem í samleik. I höndum sniUinga eins og CamiUu Söderberg verður blokkflautan að öðru og meira hljóðfæri en hún er aUa jafna talin af þorra fólks. Hjá henni fer saman feikUeg leikni og ótviræð þekk- ing á stU þeirra gömlu verka sem hún fæst við. Þegar slíkir kostir fara saman getur útkoman ekki orðið nema á einn veg — að blokkflautan sé hafin tU öndvegis í hærra veldi. EM.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.