Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1985, Side 1

Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1985, Side 1
Skagfirðingar flýja undan ríkisrafmagninu: Einkastöðvamar borga sig upp á fáeinum ámm Gríðarlegur áhugi er nú meðal ým- issa manna í Skagafirði á þvi að ger- ast sjálfum sér nógir í orkumálum. Víða eru aðstæður til þess að koma upp einkarafstöðvum. Notast raf- magnið bæði til venjulegs heimilis- og búreksturs og til upphitunar. Stöðvamar eru taldar borga sig upp á 3—5 árum, sé miðað við taxta Raf- magnsveitna ríkisins og oliuverð. Samkvæmt heimildum DV hefur Bragi Þ. Sigurðsson, vélsmiður á Sauðárkróki, nýlega smíðað raf- stöövar fyrir bæina Vatn á Höfða- strönd og Fremri-Kot. Hann mun smíða 200 kílóvatta rafstöö fyrir Sleitustaðaþorpið þar sem eru sex hús og verkstæði. Þá hefur DV spumir af að forráðamenn á Hofsósi kanni hagkvæmni þess aö koma upp rafstöð fyrir allt þorpið. Þorvaldur Oskarsson á Sleitustöð- um sagði DV að hann gæti einungis staðfest það sem að sér sneri. Ætlun- in væri að byggja nýja rafstöð fýrir þorpið. Fyrir væri gömul, lítil stöð fyrir Sleitustaöabæinn. Hann sagði að komið væri að endurnýjun henn- ar. Þar sem séð væri að aldrei kæmi hitavelta á staðinn, borgaði sig tví- mælalaust að reka rafstöð til hitunar jafnframt. Stöðin myndi borga sig á innan við fimm árum. Hún yrði jafn- framt það stór að dygði fyrir helm- ingi stærra þorp. Þá sagði Þorvaldur að hann yrði var viö mikinn áhuga manna á einkarafstöðvum einmitt um þessar mundir. Margir kæmu til sin og öfl- uðu upplýsinga um gömlu stöðina og þær fyrirætlanir sem uppi væru. Þor- valdur kvað það helst í veglnum að engin peningafyrirgreiðsla lægi fyrir. A því þyrfti að finna lausn og að minnsta kosti í sumum tilvikum kæmi hugsanlega til greina aö einka- ráfstöðvamar yrðu í viðskiptatengsl- um viö almenningsveiturnar. Það væri iðkaö i Danmörku og heföi kom- iðbáöumvel. -HERB. Menningarvorðlaun DV fyrlr árið 1984 voru afhent við hádegisverðar- boð að Þinghoiti Hótel Holts í gær. Hér sjóst verðlaunahafarnir, en þelr eru, talið frá vinstri, María Sfgurðardóttlr, sem tók vlð leikllstarverð- launum fyrir hönd Alþýðuleikhússins, Elnar Jóhannesson, sem hlaut tónlistarverðlaunin, Álfrún Gunnlaugsdóttlr, sem hlaut bókmennta- verðlaunln, Hrafn Gunnlaugsson, en kvikmynd hans Hrafninn flýgur fékk kvikmyndaverðlaunin, Jón Gunnar Árnason, sem hlaut mynd- listarverðlaunin, og Einar Sæmundsen, Grétar Markússon og Stefán örn Stefánsson, sem hlutu byggingarlistarverðlaunin. Nánar verður sagt frá afhendlngu Menningarverðlauna DV á siðu 42 og 43. DV-mynd. GVA. Kaffibaunamál Sambandsins til ríkissaksóknara: Brotá bókhalds- og skatta- lögum? „Mínar athugasemdir varöa skatta- og bókhaldsþátt málslns," sagði Garðar Valdimarsson skattrann- sóknarstjóri í samtali við DV. „Ríkis- saksóknari tekur nú ákvörðun um þaö hvort lögreglurannsókn verður sett í gang.” Samkvæmt áreiðanlegum heimildum DV er talið að gögnin í málinu sýni greinileg bókhalds- og skattalagabrot af hálf u Sambandsins. Eins og DV skýrði frá í gær hefur Gjaldeyriseftirlit Seðlabankans skilað áliti sínu til skattayfirvalda á kaffi- viðskiptum Sambandsins. Þetta álit, á- samt greinargerð frá verðlagsstjóra, hefur skattrannsóknarstjóri nú sent ríkissaksóknara. „Eg er um það bil að senda gögnin frá mér. Rikissaksóknari mun taka á- kvöröun um hvort lögð verður fram ákæra íþessumáli.” Rikissaksóknari er erlendis og ekki væntanlegurfyrr en eftir helgina. -EH. 1 Larsen á | Hvaðerá 1 toppnum ! seyðium 1 — sjá bls.2 helgina? 1 Unniðíbuil- — sjábls. 19—30 j andiloðnu , — sjábls. 3 Frækilegur t sigur íslendinga — ogstærsti ósigur Júgóslava í 10 ár — sjá bls. 18 : DV yfirheyrsla: { Þekkiengin rök fyrir að neitabami umbrauð l -sjábls.ll I Tvær hervélarí nauðum íKeflavík — sjá bls. 44

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.