Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1985, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1985, Qupperneq 4
4 DV. FÖSTUDAGUR15. FEBRUAR1985. „ÖMURLEGT AÐ VERA A ATVINNULEYSISBÓTUM” Margrét Guðmundsdóttir og Erna Gunnarsdóttir vinna við að hreinsa þorjskflökin. Þessa viku hefur veriö nóg að gera i Sjöstjömunni í Njarövíkuin. Þar féll niður vinna um miðjan desember og allir sendir heim. Vinna hófst aftur í lok janúar. Eigandi Sjöstjörnunnar, Einar Kristinsson, er einn ræðumanna á fundinum sem verður haldinn í _ Keflavik á morgun. Hann ætlar að p. fjalla um stöðu fiskvinnslunnar á s - Suðumesjum. Hann segir sjálfur að þaö sé ekki lengur hægt aö halda áfram rekstri þar ef ekkert verður aðgert. Þessa viku er fiskur og flestir reyna eflaust aö gleyma atvinnuleysi sem vofir yfir. Er í góðri leigu Emiiía Þórðardóttir er 24 ára og einstæð móöir með eitt bam. Hún varð að fara heim um miðjan desember eða rétt fyrir jól. Hún fór á atvinnuleysisbætur. „Það er ömurlegt aö þurfa að fara á atvinnuleysisbætur,” segir Emilía. ,íig fékk 2.900 á viku. Þaö gengur ekki að lifa á því.” Emiiía bætir því við aö hún sé í góöri leigu. Það bjargi öllu. Hún segir einnig að hún hafi verið f rá vinnu lengur í f jrra. Vantar smáiðnað Margrét Guðmundsdóttir og Ema Gunnarsdóttir eru að vinna á fullu við að hreinsa þorskflökin sem væntanlega eiga eftir að fara á Bandaríkjamarkað. Margrét segir að þetta árlega at- vinnuleysi fari vaxandi. Hún er búin að starfa í fiski í 17 ár. ,,Það kemur manni alltaf jafnilla að þurfa að fara á atvinnuleysis- bætur. Ég fékk 2000 krónur á viku.” Erna Gunnarsdóttir hefur ákveðnar skoöanir á þessum vanda sem blasir við á Suðurnesj unum. „Okkur vantar smáiönað. Það er ekkert fyrir okkur konumar að gera nema ræstingar og fiskur. Og nú fer fiskverkunarhúsunum fækkandi. Þess vegna vantar nú atvinnutæki- færi héma. Ég held að smáiðnaöur geti hjálpað.” Maðurinn var í vinnu Atvinnuleysi kemur illa við flesta. En þau áhrif geta aö sjálf sögöu verið nokkuð mismunandi. „Þetta kom ekki svo illa út hjá mér. Maðurinn minn var í fullri vinnu allan tímann. Ég fékk 1700 krónur á viku,” segir Elínborg Vestergárd sem er í þann mund að snara einum stórum þorski á borðið hjásértilflökunar. APH „ROSALEGA ILLA STÖDD” Jóhanna Kristinsdóttir er ein þeirra sem hefur verið atvinnulaus frá því fyrir jól. Hún er reyndar heppin að vera gift manni sem hefur haft atvinnu þennan tíma. Jóhanna er 26 ára og á tvö börn. Hún hefur unnið í frystihúsinu Heimi hf. Rétt fyrir jói var ekki meira að gera þar og flestir sendir heim á atvinnu- leysisbætur. En það er ekki nóg að vera svo heppin aö eiga mann sem er með fulla vinnu. Að minnsta kosti ekki þegar fjölskyldan stendur í miðjum íbúöarkaupum. „Þetta kemur okkur rosalega illa f járhagslega. Við erum ákaflega illa stödd, því við stöndum í íbúðarkaup- um.” Ætlar þú þá ekki að reyna að sækja um þá aðstoð sem rikisstjóm- in býöur upp á fyrir aöþrengda íbúðakaupendur? ,3g var reyndar að lesa um þetta í blöðunum. Ég held að viö verðum aö sækja um þessi aukalán.” Jóhanna segir að hún geri sér vonir um að komast í vinnu næsta mánudag. Þaö standi til að byrja vinnslu hjá Heimi hf. Verkefnaleysi þar stafar m.a. af þvi að allur fiskur sem bátar frystihússins hafa aflað undanfarið hefur verið seldur beint úr landi í gámum. „Eg hef fengíð3.066 krónur á viku í atvinnuleysisbætur. Þaö dugir aö sjálfsögðu ekki neitt.” -APH. J» > Jóhanna Kristinsdóttir er að hugsa um að sœkja um viðbótar- lán hjð húsnæðisstofnun. Hún er búin að vera atvinnulaus í nokk- urn tima og stendur í íbúðarkaup- um. DV-mynd KAE „Góð leiga bjargar mér," segir Emilía Þórðardóttir, einstæð móðir. Sjávarútvegurinn á Suðurnesjum: Ætlar að snúa vöm i sókn Atvinnuleysi er fyrirbrigöi sem núverandi kynslóð hefur ekki kom- ist mikið í návígi viö. Með minnk- andi fiskafla og vegna annarra erfiðleika í sjávarútvegi hefur það færst í vöxt að fiskvinnslufólk og allir er starfa við sjávarútveg hafa þurft aö fara heim og þiggja at- vinnuleysisbætur í stað vinnu- launa. Suöumes eru atvinnusvæöi sem er kannskí dæmigert fyrir þessa þróun. Undanfarin ár hefur verið nokkuð reglubundið atvinnuleysi þar ár hver. Hápunktur þess er í desemberog janúar. Um þessi áramót var fjöldi at- vinnulausra meiri en nokkru sinni áöur. A Suðurnesjunum varð tala þeirra tæp 600. Nú er vertíðin byrj- uð og atvinnuleysið í rénun. Þaö er margt sem veldur þessu atvinnuleysi.1 Kvótafyrirkomulag- ið, gámaútflutningur og ekki síst brostinn rekstrargrundvöllur fisk- vinnslustöðvanna aö mati eigenda þeirra. Fundur á morgun „Snúum vöm í sókn” er yfir- skrift fundar sem haldinn verður á morgun í Keflavik. Þaö eru samtök launþega og atvinnurekenda sem standa fyrir þessum fundi. A dag- skrá er staða sjávarútvegsins á Suðurnesjum. Þar verður reynt að leita lausna á þeim vanda sem blasir viö öllum sem starfa við þessa undirstöðuatvinnugrein okk- ar. I frétt frá verkalýðsfélögunum segir m.a. .JEinnig verður rætt um þá staðreynd, að sjávarútvegur á Suðumesjum er verr staddur en gerist annars staðar á landinu. Togarar og bátar með þúsundir tonna aflakvóta streyma af svæð- inu — eftir situr verkafólk atvinnu- laust. Þau sjálfsögðu mannréttindi að hafa atvinnu eru ekki til staðar hjá öllum. Fundurinn verður haldinn £ Félagsbíói á morgun og hefst klukkantvö. APH Guðrún Ólafsdóttir, formaður verkakvennafélagsins á Suðurnesjum, var önnum kafin á fimmtudaginn þegar DV leit inn til hennar. Hún var ásamt öðrum að senda út fundarboð til 3500 félaga í öllum verkalýðs- félögum sem tengjast sjávarútvegi á Suðurnesjum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.