Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1985, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1985, Qupperneq 8
8 DV. LAUGARDAGUR 2. MARS1985. Frjálst.óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIDLUN HF. Stjórnarformaðurog útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRDUR EIMARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aðstoöarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON. Fréttastjórar: JÓNAS HAR ALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON. Ritstjórn: SÍÐUMÚLA 12—14. SÍMI 686611. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI 27022. Afgreiðsla,áskriftir,smáauglýsingar,skrifstofa: ÞVERHOLTI ll.SÍMI 27022. Sími ritstjórnar: 686611. Setning, umbrot, mynda-og plötugerð: HILMIR HF., SÍOUMÚLA 12. Prentun: Árvakurhf. . Askriftarverfi á mánufil 330 kr. Verfi I lausasölu 30 kr. Halgarblað 35 kr. Hnefaréttur kennara „Kennarar ganga út.” „Framhaldsskólarnir lamast.” Svo segir í blöðunum í gær. Fjölmargir kennarar í framhaldsskólum sögðu lausum stöðum sínum fyrir þremur mánuðum. Menntamálaráðherra hefur fram- lengt uppsagnarfrestinn um aðra þrjá mánuði, til fyrsta júní. Á fundi kennara í fyrrakvöld var samþykkt með 229 at- kvæðum gegn 49 að hvetja kennara til að standa við uppsögnina og mæta ekki í gær. Niðurstöður hafa því orðið, að mestur hluti þeirra, sem hafa sagt upp, hunsar lengingu menntamálaráðherra á uppsagnarfrestinum. Þó bendir allt til þess, að ráðherra fari í þessu að lögum en kennarar fylgi fram lögleysu. I kröfuhörku sinni beita kennarar því bolabrögðum. Ætlunin er að setja skólastarf úr skorðum svo mjög að stjórnvöld láti undan vegna hagsmuna nemenda. Landsmenn hafa áður kynnzt slíkri fjárkúgun, til dæmis af læknum og flugmönnum. Kennarar bætast í þennan hóp. Tillitssemi þeirra við nemendur víkur fyrir þeim einka- hagsmunum. Fari svo fram, munu margir nemendur ekki geta lokið prófum í vor. Líf þeirra verður sett úr skorðum. Kennarar hefðu átt að sýna meiri biðlund. Þeir hafa fengið upp í hendur ýmislegt, sem gæti orðið þeim til kjarabóta. Þeir hefðu átt að fara eðlilega leið. Kjaradómur hefur sett fram nýjan launastiga fyrir BHM-fólk. Líklegt er, að í því felist launahækkun fyrir kennara. Ríkið hefur boðið kennurum hliðstæðar kjarabætur og verða í samningum við önnur aðildarfélög BHM- og greinilega mun meira. Boðið er, aö tillit verði tekið til álits svonefndrar endurmatsnefndar ráðuneytisins. Endurmatsnefnd segir, aö bæði grunnskóla- og fram- haldsskólakennarar hafi dregizt aftur úr þeim stéttum, sem þeir stóðu jafnfætis í starfsmati fyrir fimmtán árum. Þá hafi veigamiklir þættir í kennarastarfinu verið van- metnir, til dæmis ábyrgð og áreynsla, sjálfstæði og frum- kvæði. Forystumenn kennara lýsa ánægju sinni með skýrslu nefndarinnar og telja hans styrkja stöðu kennara í kjara- samningunum. I framangreindu felst, að það stefndi í meiri kjara- bætur til handa kennurum en öðrum. Þó mundu margir fylgja á eftir, fengju kennarar slíka hækkun, og þjóðarbú- ið stendur ekki undir almennum kauphækkunum. Kenn- arar hefðu að þessu athuguðu mátt una vel sínum hlut og halda áfram viðræðum á þeim grundvelli, sem ríkið hafði boöið — kjarabætur með tilliti til álits endurmats- nefndar. Þessir lærifeður völdu hina leiðina. Athafnir þeirra eru ekki lexía í löghlýðni fyrir nemendur þeirra. Lærdómur- inn er sá, að hnefarétturinn eigi að gilda. Eins og læknar áður hugsa kennarar sér að þvinga þjóðfélagið til eftir- gjafar. Ragnhildur Helgadóttir menntamálaráðherra sagði í viðtali við DV í gær: „Hver kennari verður að gera það upp við samvisku sína, hvort hann sýnir umhyggju fyrir nemendum sínum og mætir til skyldustarfa sinna.” En kennarar ætla að láta hnefaréttinn gilda. Haukur Helgason. Norrænt plott Hann settist viö boröiö og baðst af- sökunar á því hve hann var seinn. Eg (ékk ekki oröa bundist, þvi maðurinn var fölur og tekinn í andliti, auk þess sem slaufan var skökk í hálsmólinu á honum, og hann var órakaður. — Ekki svo að skilja, að ég vilji hnýsast í þín einkamál og blessaður hikaðu ekki við að láta spumingu minni ósvaraö, ef þú hefur verið á kvennafari, sagði ég, en hvað hefur þú eiginlega verið að gera? Ég hef aldrei séö þig svona illa útlitandi. Hann brosti, og þrátt fyrir þreytu- drættina í andliti hans, fór ekki á milli mála, að hann var ánægöur; ánægður eins og letingi, sem hefur frestað öllum skyldustörfum sínum fram í næstu viku. Hann brosti semsagt brosi þess manns, sem hefur afkastað ein- hverju. — Ég var á fundi. Ansi löngum fundi, reyndar, og það var margt að diskútera og skipuleggja. Ætli þetta sé ekki búinn aö vera rúmur sólar- hringur í þessari töminni, en við vorum búnir að funda áður, reyndar. Eg lét mér þetta svar ekki lengi nægja og fór fljótt að krefjast nánari skýringa. Og við vorum fleiri kunn- ingjar hans, sem drukkum með hon- um kaffi, sem vildum fá skýringar á þessari miklu fundarsetu. Viö eigum semsé öðru að venjast af þessum vini okkar en mikilli fundagleði. Einu sinni á okkar skólaárum var hann kjörinn fundarstjóri á málfundi og lét það verða sitt fyrsta verk að loka mælendaskrá, „svo fundurinn dræg- ist ekki óþarflega á langinn”, eins og hann orðaði það. Þá höfðu tveir kom- ist á mælendaskrá, fyrir utan frum- Ólafur B. Guðnason sitja fundinn, sem þið vitið að gengur þvert á helstu lífsprinsíp min, eða eiga á hættu að tærast upp úr leiö- indum, líða kvalafullan dauða, vesl- ast upp, vamarlaust gamalmenni, langt fyrir aldur fram. — Er að ganga einhver pest? — Nei! Og þó, jú. Það má eiginlega segja það. Það er að ganga pest. Og hann þagnaði, meöan hann ein- beitti sér aö þvi aö hella í bollann, mæla út sykurskammtinn og hræra vandlega í, tólf sinnum réttsælis og tíu sinnum rangsælis og tvisvar sinn- ir ólíkindalæti. Oiíkindalæti er einn alvarlegasti glæpurinn sem félagar í kaffiklúbbnum geta gert sig seka um. — Það byrjar hér Norðurlanda- þing í næstu viku, sagði hann og hall- aði sér aftur í stólnum, meðan hann beið eftir skerandi neyðarópum okk- ar hinna grandalausu. Við hinir grandalausu hnussuöum: — Og er eitthvað fleira í fréttum? — Þið gerið ykkur enga grein fyrir hættunni sem vofir yfir! Það væri auðvitað réttast að láta þaö ganga yfir ykkur alla, sagði hann, og var nú reiöur. — Hvað ertu eiginlega að tala um? — Hafiði ekki heyrt talað um nor- rænt menningarsamstarf ? Við gátum ekki neitað því, að eitt- hvað hljómaði það kunnuglega fyrir eyrum. — Hvað haldið þið að „norrænt menningarsamstarf” sé? Við horfðum spyrjandi á hann, og tveir franskmenntaðir kaffidrykkju- menn gengu svo langt að yppta öxl- um. — „Norrænt menningarsamstarf” er ekkert annað en dulnefni á sví- virðilegri áætlun, sem gengur út á það að plata inn á okkur íslendinga norsku sjónvarpi! — 0 Gvuð almáttugur, sagði hrif- næmur leiklistarfræðingur. — Mæltu manna heilastur, hélt fundargesturinn áfram og brýndi nú raustina. — Við höfum verið að ráð- leggja andóf! Já, andóf. Þaö verður friðsamlegt eins lengi og mögulegt er. Við munum fara í kröfugöngur, standa fyrir mótmælastöðum við Þjóðleikhúsiö, og nokkrir eru reiöu- mælendur, svo fundarstjórinn til- kynnti einnig að ræðutími væri tak- • markaður við fimm mínútur. Þegar fundargestir mótmæltu, reiddist fundarstjóri, sleit fundinum og fór meðhamarinn. Meðal annars vegna þess að við minntumst þessa fundar, trúðum við því eiginlega ekki, að hann hefði set- ið á sólarhringslöngum fundi, ótil- neyddur. — Enda var ég tilneyddur! Ég átti tveggja kosta völ! Annaðhvort að um þvers. Síðan blés hann tvisvar, létt yfir kaffið, áður en hann smakk- aði ögn, smjattaði dálitið og lygndi aftur augunum, eins og lymskur köttur í teiknimyndaseríu. — Þið vitið auðvitað hvað við vor- umaðræða? Við neituðum því og vorum nú orðnir létt pirraðir. En við létum á engu bera. Það er vaninn I okkar hóp, að geyma en gleyma ekki, og við létum okkur nægja að nótera hjá okkur, að hann ætti inni refsingu fyr- búnir að fara i mótmælasvelti! En dugi það ekki, verður gripið til harð- ari aðgerða. Við hræðumst ekki dauðann! Það að vera barinn í klessu af Víkingasveitunum við götuvígin er betri dauðdagi en að veslast upp frammi fyrir sjónvarpsskerminum undir norskum messum! Nú bíð ég spenntur eftir því að þingið hefjist. Hver veit hvað gerist? Og kannski veröur sjónvarpið með beina útsendingu ef það verða mót- mæli! Hverveit?!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.