Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1985, Síða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1985, Síða 9
DV. LAUGARDAGUR 2. MARS1985. 9 „Ja — þetta kemur svona úr tölv- unni og viö því er víst lítið aö gera.” Hætt er viö því aö margir kannist við þetta svar starfsfólks ýmissa emb-, ætta þegar leiðrétta þarf rangfærsl- ur, bæta viö upplýsingum eöa lag- færa þaö sem á skjön hefur gengið. Tölvunni, þessu undraapparati, er kennt um likt og apparatið hafi sjálf- stæöa hugsun. Tölvur tengjast dag- legu lífi okkar í síauknum mæli. Þetta eru gagnleg hjálpartæki, sem með réttri notkun létta störf manna. Hinum mannlega þætti starfsins má þó aldrei gleyma. Það eru mennirnir sem stjórna gerðum vélanna en ekki öfugt. Það er því ekki hægt að skjóta sér á bak viö tækið ef viðskiptavinur fer fram á sanngjarna leiðréttingu. Tölvur í tuttugu ár Því er vikið aö tölvunni hér, að nú eru rúm tuttugu ár frá því að tölvu- öld hófst á íslandi. Gagnavinnsla hófst árið 1964 er Skýrsluvélar ríkis- ins og Reykjavíkurborgar fengu tölvu. Um svipað leyti tók Háskóli Is- lands einnig í notkun tölvu til notkun- ar við visindaleg verkefni. Tíminn líður hratt og margt hefur breyst á þessum tveimur áratugum. Fyrr- nefndu tölvumar tvær eru löngu úr sér gengnar og tilheyra liðinni kyn- slóð þessara tækja. Island hefur tölvuvæðst og óhætt er að segja að tölvuvæðingin hafi gengið allvel. Þó erum við enn á bernskuskeiði hinnar nýju upplýsingaaldar. Þróunin held- ur áfram, breytingamar eru örar. Sumir líta með nokkrum kvíða á hina nýju tækni, en þeir sem kynnast henni vegsama þægindin. I nýju fréttabréfi Skýrsluvéla ríkisins og Reykjavíkurborgar er vikið stuttlega að þróun mála þessa tvo áratugi. Þar er stuðst við nýlegt kandídatsverkefni Jóns Steingríms- sonar i viöskiptafræöi viö Háskóla Islands. Verkefni Jóns ber heitið Tölvur og tölvuvæðing frá sjónarhóli stjórnenda fyrirtækja. Þar voru meðal annars lagðar spurningar fyr- ir forstjóra þrjátíu fyrirtækja af mis- munandi stærð um mat þeirra á ýmsum atriðum er varða fyrirtækin. Forstjórarnir voru sammála um það að helstu markmið með tölvuvæð- ingu fyrirtækjanna hefðu verið að styrkja og bæta upplýsingastreymi og alla upplýsingavinnslu. Þá hefðu tölvumar aukið gagnavinnslu fyrir- tækjanna. I stærri fyrirtækjum var lögð meiri áhersla á að auka fram- leiðni starfsfólks með hinni nýju tækni en í minni fyrirtækjunum. Vonir þær sem bundnar voru við tölvuvinnsluna virðast hafa ræst. Þetta á einkum við hin stærri fyrir- tæki. Forstjórar minni fyrirtækja eru þó í nokkrum vafa, að ákvöröun um tölvuvæðingu hafi verið rétt. Nauðsyn tölvuneta Flest fyrirtæki nota svokallaðar einkatölvur eða sjálfstæðar tölvur á vinnuboröum manna. Þetta á einnig við um tölvur sem notaðar eru í skól- um landsins og á f jölmörgum heimil- um. Tölvur eru nú orðnar tiltölulega algengar á heimilum og nýtast sums staðar sem vinnutæki, til dæmis í heimilisbókhaldi ' og áætlanagerð. Allt of víða eru þessi tæki á heimilum manna hrein leikföng. Sá þáttur tölvunnar er góðra gjalda verður. Tölvuleikir eru síst verri en aðrir leikir, þó vissulega verði að gæta hófs í þessum efnum eins og öðrum. En illt er til þess að vita að dýr tækni með ýmsa möguleika nýtist aðeins á þennan eina hátt. Heimilistölvur og einkatölvur fyr- irtækja fá stóraukið notagildi ef þær eru tengdar saman í tölvuneti. Sigfús Björnsson dósent víkur að þessu í ágætri grein i fréttablaðinu Skipu- lagsmál höfuöborgarsvæðisins, sem út kom fyrir skömmu. Tölvur fyrir- tækja eru venjulega fullkomnari en þau tæki sem menn nota í heimahús- um. I grein Sigfúsar kemur fram að samtenging tölvuneta fyrirtækja, svonefnd næmet, sé ekki dýr viðbót. Næmetið gerir notendum kleift að samnýta dýr jaöartæki og veitir að- gang og samnýtingu stærri skjala- safna eöa gagnabanka. T öl vuboðveitur 1 fyrrnefndri grein Sigfúsar er aðallega fjallaö um einn þátt tölvu- væðingarinnar. Það eru svokallaðar tölvuboðveitur eða breiðbandskerfi. Slík boðveita, sem til dæmis gæti ver- ið rekin af sveitarfélagi, annast ýmis boð, upplýsingar og dreifingu fjöl- Jénas Haraldsson rása sjónvarpsefnis. Ríkið hefur nú einkarétt á fjarskipta- og útvarps- málum. Utvarpslögum verður vænt- anlega breytt á því þingi sem nú sit- ur, þannig að einkaréttur ríkisins til útvarps verður afnuminn. Það væri einnig í takt við timann aö gefa ein- stökum sveitarfélögum og öðrum að- ilum, sem til þess hafa bolmagn, færi á fjarskiptasendingum, svo sem áöurnefndum boöveitum. En gæti endurskoðun sú, sem nú fer fram á fjarskiptalögum, orðið tölvuboðveit- imurn þrándur í götu? Sigfús segir svoígreinsinni: „Eitt af markmiðum nýju útvarps- laganna er að gefa kapalkerfi til sjónvarps frjálst. Þó nær frumvarpið of stutt til aö forða nútímalegum út- f ærslum þeirra frá því að lenda undir nýju fjarskiptalögunum sem eru strangari einkaleyfislög til ríkis- rekstrar fjarskipta en gömlu lögin voru. Þetta felst í þvi að kapalkerfi, sem byggð eru i dag (nema þá á Is- landi), eru af hagkvæmnisástæðum tvíátta, þ.e. þau veita möguleika á aö Qytja boð til baka frá neytanda, en það felur í sér stóraukna möguleika til félagslegrar þjónustu fyrir litla viðbót í stofnkostnaði. En þetta gerir þau samkvæmt íslenskum lögum ótvírætt að fjarskiptakerfum og eru þau þvi óleyfileg i höndum annarra enríkisins.” Sjónvarp og félagsleg þjónusta Sigfús getur þess að þetta lagaviöhorf sé gagnstætt þvi sem er að þróast erlendis. Þar eru í lögum hvetjandi þættir fyrir bæjarfélög og atvinnulíf til að boðin sé ýmis félagsleg þjónusta á kapalkerfum, auk sjónvarps. I Bret- landi til dæmis, fái rekstraraðilinn leyfi til rekstrar kapalsjónvarps í fimmtán ár i senn. Möguleiki er hins vegar á þvi að fá leyfið átta árum lengur ef rekstraraðilinn byggir kapalveituna upp sem alhliða boð- veitu sem að auki getur veitt aðra fé- lagslega þjónustu, til dæmis heima- verslun, tölvubanka, pöntunarþjón- ustu, mælaaflestur, vörslu og fleira. 1 nýjum útvarps- og sjónvarps- kerfum sem væntanleg eru er nauð- synlegt að leyfa auglýsingar. Ekki verður séð að hægt sé að fjármagna starfsemina með öðrum hætti. Askriftir geta komið til sem þáttur fjármögnunarinnar en fleira verður að vera til þess að skjóta stoðum undir starfsemina. Þetta þekkist úr öðrum fjölmiðlarekstri. Ekki væri hægt aö reka dagblöð á Islandi á áskriftum einum saman og illa væri komið fyrir ríkisútvarpinu ef það nyti ekki auglýsingatekna. Nýjar stöðvar koma að sjálfsögðu til með að keppa við ríkisútvarpið um aug- lýsingamarkaöinn, en það er eðlileg þróun. Það hefur áratuga forskot á markaðnum, dreifikerfi um allt land og ætti því að standa bærilega í sam- keppninni við aðra. Þörf in fyrir hendi Þörfin fyrir boðveitur eins og hér hafa verið nefndar er vissulega fyrir hendi. Bent hefur verið á hve fljótt menn hafa tekið við sér við tölvuvæð- ingu heimila og ekki má gleyma myndbandamarkaðnum. Mynd- bandstæki eru nú algeng heimilis- tæki. Af því sést að menn gera kröfur um fjölbreyttara sjónvarpsefni en völ er á með einokunarkerfi ríkisins. Kæmu til boðveitur, hvort sem þær yrðu reknar af sveitarfélögum eða öðrum aðilum, væri hægt að bjóða upp á mun fjölbreyttara sjónvarps- efni, án þess aö það yrði notandanum dýr kostur. Sigfús Björnsson nefnir í grein sinni þá miklu félagslegu þjónustu sem boðveita sveitarfélags gæti veitt þegnunum. Þar má koma á persónu- legum samskiptum viö aldraða og sjúka á heimilum. Ýmiss konar nám- skeiðahald væri einfalt með þessari tækni. Greiðslur og pantanir færu i gegnum kerfið. Stoð viö atvinnulíf fælist meðal annars í sjálfvirkri vörslu, mælaaflestri, skoðana- könnunum og samskiptum fyrir- tækja við starfsfólk í gegnum tölvu- net. Vinnan gæti aö hluta færst inn á heimili manna. Einstæðum for- eldrum og foreldrum sem báðir vinna úti yrði brauðstritið auðveld- ara með þessum hætti. Þetta myndi og auðvelda fötluðum og hreyfihöml- uðum störf heima fyrir. Sigfús bend- ir á að án tölvuboðveitu séu einka- tölvur mjög í líkingu við ökutæki án vegakerfis. Undirbúningur boðveitu I greininni er að lokum bent á ýmis atriði sem menn skyldu hugleiöa. Þá er gengið út frá því að leyfi fáist til reksturs boðveitu. Leggja ætti drög að heildarskipulagi fyrir breiðbands- kerfi á höfuðborgarsvæðinu. Þetta á raunar við um önnur svæði landsins. Fylgjast með framkvæmdum fyrir- tækja varðandi næmet, þannig að hægt sé að samtengja þau bæjarboð- veitu. Sama gildir um búnað ein- staklinga. Þeir verða að geta notað búnað sinn, flytji þeir til dæmis milli sveitarfélaga. Gera verður ráð fyrir þessum veitum í nýjum hverfum líkt og öðrum veitulögnum. Við endur- nýjun veitulagna í eldri hverfum þarf að koma fyrir hinni nýju veitu. Þá þurfa einstaklingar og byggjend- ur atvinnuhúsnæðis að gera ráð fyrir boðveitulögnum í nýju húsnæði, lfkt og til dæmis er gert ráð fyrir síma- lögn. - Jónas Haraldsson fréttastjéri Ökutæki án vegakerfis

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.