Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1985, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1985, Page 10
10 DV. LAUGARDAGUR 2. MARS1985. Fyrirmyndir l'yrr og mi Menn hafa alla tiö haft löngun til að líkjast einhverjum sögupersónum eöa kvikmyndahetjum og stafar þetta trúlega annaðhvort af minni- máttarkennd eöa röngu uppeldi sem fariö var að stunda í stórum stíl eftir aö sálarfræðin var fundin upp. Forðum daga voru hetjumar í Is- lendingasögunum í mestu uppáhaldi og þó helst þær sem drápu óvini sína í góðu eða af illri nauösyn en þær sem geröu þetta sér til skemmtunar og aö óþörfu voru hins vegar í minni metum. Arftakar Gunnars á Hlíöarenda og Skarphéöins sem fyrirmyndir uröu síöan Roy Rogers og Tarzan apafóstri og þeir sem voru fljótir að hlaupa uröu meira að segja aö taka að sér hlutverk Triggers þótt þeim væri þaö þvert um geö því að hann fékk aldrei aö skjóta neinn meö vísi- fingri hægri handar eöa spýtu og hneggja eins og vitlaus: Þú ert dauöur, þú ert dauöur. Hrói höttur var einnig ágætis fyrirmynd bama á sinum tíma og sendi hann óvinum sínum örvadrífu og lamdi þá meö priki og stal þar aö auki öllu steini léttara frá ríka fólk- inu og gaf fátæklingum. Eg held aö Roy hafi aldrei drepiö nokkurn mann í þeim myndum sem ég sá þó aö hann væri sifretandi úr sexhleypunni sinni í allar áttir en á hinn bóginn haföi hann þau áhrif á æsku þessa lands á sínum tíma aö hún sendi fólk kynslóðum saman í látustunni inn i annan, og vonandi, betri heim. Fyrirmyndir nútímans Um daginn voru geröar upptækar á vídióleigum nokkrar fyrirmyndir bama og unglinga nútímans og þeim gefiö þaö aö sök að stunda tilgangs- laus manndráp og sýna fólki tak- markalausa mannfyrirlitningu, von- andi tilgangslausa lika, og vom allir harla ánægðir með þessa rassíu, eins og athöfnin var kölluö. Þegar ég las listann yfir bann- færðu myndimar rakst ég þar á eina sem ég haföi ýmist horft á með öðm auganu eöa hvomgu því aö þar sem ég hef aldrei unniö i sláturhúsi fóm blóösúthellingamar i taugarnar á mér. Að vísu kom þaö stöku sinnum fyrir að búiö var aö hálshöggva ein- hvem eða stinga á hol áöur en ég gat snúiö mér undan en sem betur fer var það svo sjaldgæft aö ég held aö ég hafi ekki beöiö verulegt tjón á sálu minni. I áðumefndri rassíu var ekki talin ástæöa til að gera svokallaöar klám- myndir upptækar þótt þær séu ekki BENEDIKT AXELSSON viö hæfi bama frekar en sláturhúsa- myndir, foreldrar og kaffi enda mun vera miklu erfiöara aö skilgreina hvaö er klám en morö þótt menn séu allir af vilja geröir og fái þar aö auki borgaö fyrir það. En þar sem ég er afskaplega siöa- vandur, þótt ég hafi sjálfsagt fengið rangt uppeldi, vil ég hér með mælast til þess aö Kvikmyndaeftirlit ríkisins sendi mann heim til min einu sinni til tvisvar í viku til að standa fyrir framan sjónvarpið mitt og koma þannig í veg fyrir aö bömin mín veröi fyrir slæmum áhrifum af þeirri menningu sem ríkið sendir inn í stofu til okkar og er stundum stranglega bönnuö bömum. James Bond Einu sinni geröi ég mér það til skemmtunar aö taka mér James Bond til fyrirmyndar, þó ekki að öllu leyti, en ég fékk mér í glas þegar hann gerði þaö og vindling um leið og hann. Þetta gekk ágætlega tii aö byrja með hjá okkur báðum en þegar ég var kominn á blaösiðu tuttugu og fimm í bókinni sem ég las, og man ekki lengur hvað hét, var ég orðinn blindfullur, kominn meö krónískan reykingahósta og því gjörsamlega ófær um aö fara aö stússast i kven- fólki eins og Bond ætlaði aö fara aö gera á blaösíðum tuttugu og sex til tuttugu og átta. Á meðan Bond var aö gamna sér við kvenfólkið slagaöi ég því fram í eldhús aö fá mér kaffisopa. Þegar þangaö kom hélt ég í fyrstu að það væru komnir gestir en áttaði mig fljótlega á því aö fólkið sem ég sá í eldhúsinu var bara konan mín i steríó. Þegar ég uppgötvaði þetta sá ég mér þann kost vænstan aö fara og leggjamig. Bond hélt hins vegar uppteknum hætti og varö ekkert meint af. Kveflja Ben. Ax. Hiigleiðingar að loknn a£- mælismðti Sumir hafa gaman af þvi aö leika sér að tölum. Einn þeirra hvislaöi aö mér um daginn heldur kuldalegum staöreyndum um nýlokið afmælis- mót Skáksambandsins. Hann sagöi aö Islendingamir sex, sem tefldu á mótinu og skipuöu ólympíusveitina sem tefldi i Grikklandi i lok síöasta árs, heföu staðið sig afleitlega. „Fjórum ólympíuförum tókst aöeins aö vinna samanlagt tvær skákir í fjörutíu og fjórum tilraunum og hinir tveir unnu sjö skákir en þar af sex gegn félögum sínum í ólympíusveit- inni!” Eftir þessu að dæma virðast út- lendingarnir hafa sloppiö ósköp auö- veldlega frá mótinu. Aö vísu er kannski ekki viö öðru aö búast af mönnum eins og Spassky, Hort og Jusupov sem þekktir eru fyrir allt annað en aötapa skákum. Og Larsen var i banastuði og þar að auki hepp- inn, enda náöi hann efsta sæti. En hvaö er jjaö sem veldur, spyrja þeir sem vitni uröu aö „skákbylgj- unni miklu” fyrir réttu ári er Islendingar vermdu efstu sæti á hverju mótinu á fætur ööru. Að vísu ber þó ekki aö gera litið úr frammi- stööu þeirra Islendinga sem nú stóðu sig. Margeir náði þeim glæsilega árangri að deila ööru sæti meö ekki ómerkari manni en fyrrum heims- meistara, Boris Spassky, og náöi þar meö einnig sínum fyrsta stórmeist- araáfanga. Og Guömundur var harla óheppinn aö hrapa úr góöri stööu meö því aö fá aöeins hálfan vinning úr síðustu þremur skákunum. En burtséö frá þessum tveimur ollu Is- lendingamir vonbrigöum. Nærtækasta skýringin er sú að mótiö hafi einfaldlega verið of sterkt! Þau mót sem haldin voru hér á landi fyrir ári vom aö jafnaöi þremur styrkleikaflokkum veikari en afmælismótiö, sem jafngildir því aö meöalstig skákmanna hafi veriö sjötíu og fimm stigum lægra. En þetta er skýring, sem við neðri sæta menn eigum erfitt með að sætta okkur við því þaö er auðvitað fjar- stæða aö viö séum ekki betri en þetta. Okkur til málsbóta ber að nefna að meðalstig Islendinganna sjálfra hafa hækkaö um fjörutíu og átta stig á þessu eina ári. Aðrir kenna um mismunandi aðstöðu Islendinga og erlendu kepp- endanna. Hinir síöamefndu bjuggu á Loftleiöahótelinu, þar sem teflt var, og áttu á margan hátt auöveldara meö aö einangra sig frá umheimin- um og einbeita sér að skákmótinu. Larsen haföi á oröi að hann heföi aðeins tvisvar fariö út af hótelinu á meðan mótiö stóö yfir! Því fylgja náttúrlega ýmsir kostir aö búa í heimahúsum en samt er það svo að það er margt sem glepur úr hinu daglega amstri. Annars benda öll sólarmerki til þess að heilladísimar hafi einfald- lega snúiö baki viö Islendingum aö þessu sinni. Helgi átti t.a.m. sannan- lega unnið tafl gegn Larsen í fyrstu umferð og þaö var eins og þaö drægi svolítiö úr honum mátt að „missa þann stóra”. 1 lok mótsins missti hann svo niöur í einum leik unniö tafl á móti Hollendingnum Van der Wiel og það var útlit fyrir sigur hans gegn Margeiri á timabili. Meö sigri í þessum þremur skákum heföi Helgi komist nálægt stórmeistaraáfanga, svo ekki var nú munurinn meiri. Oheppnin elti Jóhann einnig á röndum. Stærsti bitinn var stiga- hæsti keppandinn, Sovétmaöurinn Jusupov, sem lenti í kröggum og átti erfiöa stööu lengi fram eftir tafU. En í tímahrakinu fór Jóhann of geyst í sakimar og missti vænlega stöðu allaleiöniöurítap. Karl Þorsteins var einnig ófarsæll aö tapa tveimur jöfnum og spenn- andi skákum gegn Van der Wiel og Jusupov en hann skorti aðeins einn vinning til viðbótar til þess aö ná lokaáfanga aö alþjóölegum meist- aratitli. Sjálfur gekk ég ekki heill til skógar framan af móti og átti í raun ekki von á miklum afrekum af heila- búinu. En þó er aldrei að vita hvað gerst heföi ef ekki hefði komið til afar slysalegur leikur í fjórðu um- Skák Jón L. Árnason ferð á móti Spassky. Rétt áöur en tímamörkunum var náö fékk ég þá flugu í höfuðið að leggja „gildru” fyrir heimsmeistarann fyrrverandi en ekki vildi betur til en svo aö hann lumaði á peðsleik sem breytti stöð- unni í einu vetfangi. Aður ai ég lagði út í ævintýrin var staöa mín nefni- lega mjög vænleg, ef ekki unnin meö bestu taflmennsku. Eftir mistökin sat ég hins vegar uppi með erfiða biðstööu, slakan riddara gegn öflugum biskupi og Spassky tefldi lokin óaöfinnanlega. Hér kemur þessi skák i heild sinni en hún var að mörgu leyti innihaldsrík. Hvitt: Boris Spassky Svart: Jón L. Árnason Sikileyjarvörn 1. e4 c5 2. Rc3 Rc6 3. g3 Lokaða afbrigðið svonefnda, sem Spassky hefur haldið tryggö við síö- ustu tuttugu árin, þrátt fyrir mis- jafnt gengi. 3. — g6 4. Bg2 Bg7 5. d3 d6 6. Rge2 1 síöustu umferö mótsins lék Spassky 6. f4 og síðan Rf3, 0—0, Be3 og Rh4 gegn Helga en svartur jafnaöi tafliö auðveldlega. 6. —e6 7. 0-0 Rge7 8. Bg5 0-0 9. Dd2 Dd77 Slæmur leikur sem Spassky not- færir sér strax. Betra t.d. 9. —Hb8. 10. Bh6 Rd4 Hvítur hótaði 11. Bxg7 Kxg7 12. d4 með betri stööu. 11. Rxd4 cxd4 12. Bxg7 Kxg7 13. Re2 eS 14. f47 Nú nær svartur að endurskipu- leggja varnirnar. Betra er strax 14. c3! og hvítur nær aö brjóta upp miö- borösstöðuna sér í vil. 14. - Dd8l 15. c3 Bg4 16. Rc1 Db6 17. Kh1 f618. cxd4 exd4 Ekki 18. - Dxd4? 19. h3 Be6 20. Re2 og síðan d3—d4 og hvitur nær yfirhöndinni. 19. h3 Be620. Re2d5 Svartur má nú vel viö una því hann hefur komiö mönnum sínum á fram- færi og hefur heilbrigða stöðu. Hvítur leggur til atlögu. 21. f5 Bf7l7 22. e5 Annars nær svartur tangarhaldi á e5-reitnum. 22. - Rxf5 23. exf6 + Kh8 24. Df4 Eftir 24. g4 Re3 25. Hf4 g5! 26. Hxd4 Rxg2 27. Kxg2 Hae8! veröur hvítur aö leika 28. Ha4 til aö komast hjá liðstapi! Staða hvíts yrði hættu- leg vegna opinnar kóngsstööu. 28.— d4!? væri tilraun til þess að ná sóknarfærum. 24. — Hae8 25. Rg1 He3 26. Rf3 Dxf6 27. g4 Dd6I Á þennan hátt losar svartur sig úr leppuninni og hefur haft peö upp úr krafsinu. 28. Dxd6 Rxd6 29. Had1 He2 30. Rxd4 Hxb2 31. a3 (7) Betri möguleiki til þess að flækja málin var fólginn i 31. Hf6, sem svartur svarar best með 31. —Hd8. 31. - Kg7 32. Hcl Hc8 33. Hxc8 Rxc8 34. Hcl Rd6 35. Hc7 Kf6 36. Hd7 Hb6 37. h4 h6 38. Kh2 38. - Rb577 Beint út um gluggann. Hugmyndin er að svara 39. Bxd5 með millileiknum 39. — Be8! En þetta er tálsýn. Eftir hinn sjálfsagða leik 38. — Ke5 á hvítur í miklum vanda. T.d. 39. Rf3+ Kf4 40. g5 h5 41. d4 Be6 42. Hg7 Bf5 43. Re5 Re4 með hótuninni 44. — Ke3 og svartur vinnur létt. 39. g5+ I hxg5 40. hxg5 + Kg7 Annað tapar: 40. — Kxg5 41. Rxb5 Be8 42. Hxd5 með skák; eða 40. —Ke5 41. Rxb5 Be6 42. d4+! og vinnur mann. 41. Bxd5 Rxd4 42. Hxf7+ Kh8 43. Hf8+ Kg744. Hf7+ Kh8 45. Kg3l Eftir þennan snjalla leik er hæpið aö svartur fái borgiö taflinu. Biskup- inn hvíti er sterkur og kóngurinn hót- ar aö gera innrás i sumum tilfellum. 45. — Hd6 46. Be4 Re2+ 47. Kf3 Rc3 48. Hxb7 Ha6 49. Kf4 Kg8 50. d4 Kf8 51. Hb3 Rxo4 52. Kxe4 Ke7 53. Ke5 He6+ 54. Kd5 Hd6+ 55. Kc5 Ko6 56. He3 + Kd7 57. d5. Biöleikurinn og svartur gaf.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.