Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1985, Síða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1985, Síða 21
DV. LAUGARDAGUR 2. MARS1985. „Ég var aldrei þvingaður. Hins vegar var mjög örvandi andrúmsloft heima og mikil músík, aöallega i kring- um gamla stofuorgeliö. Þegar ég, enn ótalandi, stóö uppi í rimlarúminu og söng prelúdíu eftir Couperin, sem móöursystir mín haföi veriö að æfa', þótti sýnt hvert stefndi. Ég veit ekki hvort ég hefði orðið tónlistarmaður ef andrúmsloftiö heföi ekki verið jákvætt heima. Ég hef alltaf fiktað við margt og hefði alveg eins g-’tað endað i allt öðru. Einu sinni átti aö senda mig í ballett en ég neitaði af því að andrúms- loftiö var þannig að strákar fóru ekki i ballett. Ég sé jafnvel svolítið eftir því. Fjölbreytnin er mikilvæg. Það hefur jafnvel hent sig að ég spili á árshátíð- um innan um skvaldur og drykkju. Það er aö vísu ekki draumastaöan að spila við slikar aöstæður en það er hluti af skóluninni því ekki batna taugarnar meðaldrinum. Brauðstritið Fasta vinnan er í Sinfóníuhljóm- sveitinni en auk þess spila ég með hóp- um, sérstaklega Blásarakvintett Reykjavíkur. Það er mjög ánægjulegt samstarf, óvenju samstilltur hópur. Frá því að ég var ungur hef ég fiktaö við að mála og teikna. Það er ein leið til að yfirkeyra sig ekki á hljóðfær- inu. Það er takmarkað hvað hægt er að helga sig svo einum hlut áöur en hann fer beinlínis að ráða yfir manni. Þessu til viðbótar les ég nokkuð. Ég er ef til vill með sjö bækur í takinu og lýk ekki við þær fyrr en eftir dúk og disk. Það lýsir mér kannski vel að vera að gutla í öllu. Mér leiðist mest að komast ekki betur inn í listalífið í Reykjavik vegna vinnunnar. Þegar ég er ekki að spila verð ég að sitja heima og æfa. Þess vegna er ég ekki viðræðuhæfur um leikhúsin og ýmsar sýningar sem bcðið er upp á. Það væri æskilegt að þetta starf væri hærra metið, hægt væri að gefa sér tima til aö lifa lifinu. Tónlistin er brauðstrit eins og er. Það kemur að þvi að við verðum að brjótast út úr þeirri einangrun sem við höfum veriö í hjá Sinfóníunni og kynn- ast og bera okkur af alvöru saman við aðrar hljómsveitir. Það eina sem rétt- lætir rekstur sinfóníuhljómsveitar er að hún sé góð hljómsveit.” Vantar þjálfara fyrir Sinfóníuhljómsveitina — Er Sinfóníuhljómsveit Isiands ekki nógu góð? „Ég held að menn séu að reka sig á að breytinga er þörf. Það þarf að taka miklu meira mið af því hvemig góðar hljómsveitir eru reknar annars staðar, að öðrum kosti er hætta á að við endum með eitthvert séríslenskt burokratí sem á litið skylt við gott hljóðfæri. Mér finnst gæta hér nokkurrar sjálfumgleði, á mörgum sviðum, sem oft er trúlega bara vöm. Fólk heldur að ekki þurfi að læra af reynslu annarra. Það er mjög dapurlegt.” — Nú hefur verið gag.jýnt að margir útlendingar eru í Sinfóníu- hljómsveitinni. Á sú gagnrýni rétt á sér? „Það sitja engir heimamenn hjá nema þeir séu ekki hæfir eöa kæri sig ekki um að vera með. Auðvitaö eru allir sammála um að hljómsveitin á að vera mönnuð íslensku liöi eins og unnt er. Það er e.t.v. umhugsunarefni aö svona margir útlendingar skuli vera i hljómsveitinni og að hún skuli ekki vera betri en hún er. Það verður að vanda val hljóðfæraleikaranna en þó er árangurinn fyrst og fremst kominn undir þessum þjálfara, eöa kennara, eða leiðbeinanda sem kallaöur er stjómandi. Ég held ég halli ekki á neinn með að segja að það.sé komin viss stöðnun i starfsemina. Það verður að taka góðan tima í að finna mann til aö taka við af núverandi stjómanda sem senn hefur lokið sínu tímabili. Reynsla flestra er aö ekki gangi að hafa sama stjómanda lengur en 8—10 ár. Ég hef mikið persónulegt álit á nú- verandi stjómanda sem túlkanda en skeið hans er á enda runnið. Þaö þarf ný tök og nýja afstöðu. Við þurfum fyrsta flokks þjálfara eins og þeir ger- ast bestir í íþróttaheiminum. Það er ekki endalaust hægt aö velta sér upp úr háfleygu tali um listræna túlkun. Það sem viö þurfum núna, er uppalandi; þjálfari á bæöi listræna og tæknilega sviðinu.” Gallað skipulag — Sérðu fram á að þetta muni ger- ast? „Ef vel er staðið að ráðningu nýs aðalhljómsveitarstjóra og ekki flanað aðneinu. Það þarf að reyna menn, ekki einu sinni eða tvisvar heldur oftar, og gefa sér góðan tíma. Núverandi skipu- lag ætti ekki aö koma i veg fyrir þetta atriöi. Þeir sem núna ráða vilja vel og vonandi gefa þér sér góðan tíma til að velja í stöðuna. Þegar nýr stjómandi er tekinn við á hann að fá meiri völd en tíðkast hefur hingað til. Hann á að vera ábyrgur fyrir árangrinum. Eins og er höfum við ágætt dæmi um svokallaða fljótandi ábyrgð. Ég er hræddur um að svokallað lýðræði eigi ekki heima við rekstur á Sinfóníuhljómsveit nema að takmörkuöu leyti. Utkoman verður flatneskja. Hljómsveitin er nú á viðkvæmu stigi og þá er oft auðveldara að finna aö en koma með uppbyggilegar tillögur. En við sem erum yngri getum ekki horft endalaust upp á að ekki skuli verða mciri framfarir í leik hljómsveitarúm- ar. Við höfum fulian rétt á að þenja okkur svoiitið og tala heiöariega um okkar sannfæringu. Hljómsveitin á ekki að vera leyndarmál. ” — Breyttist aðstaða hljómsveitar- innar ekki þegar rekstur hennar var tekinn inn á f járlög? „Fyrir þá sem höfðu barist fyrir til- veru hljómsveitarinnar i áratugi var þetta stórkostlegur sigur. Við sem yngri erum skiljum þetta kannski ekki nógu vel. En auðvitað eru allir sammála um þann mikla áfanga sem þá náðist. En hljómsveitin tók ekkert gæðastökk við það. Það er mik- ið tönnlast á þessu orði „professional” síðan Ashkenazy varð það á aö nefna nokkur sannleiksorð um hljómsveitina á sínum tíma og gerði allt vitlaust. Orðið „professional” á ensku er gæða- stimpill, í þessu tilviki ekki orð yfir atvinnumennsku. En kröfur um slík gæði haldast i hendur viö laun; þau verða að duga til framfærslu. Þau gera þaö tæpast. Þess vegna eru menn úr hljómsveitinni i aukatimum úti um allar trissur. Þeir sem hafa lært og veriö erlendis sætta sig ekki við einhvem sérislensk- an standard. Það hefur verið gert mik- ið átak í skipulagsmálunum án þess að það hafi borið mikinn árangur út á við. Breytingamar taka lengri tíma en menn ætluðu. Þaö á bæöi viö í þessu viðkvæma vali á stjómanda og eins í endumýjun á hljóðfæraleikurum. Hæg endumýjun stafar af því hvað eftir- launaaldurinn er hár. Hljóðfæraleikari sem nálgast sextugt þarf hvild þótt frá því séu undantekningar. Alvarlegast er ef til vill að það vantar hvatann til að hljómsveitin sjái meira um sig sjálf og standi og falli með þvi sem hún gerir.” Angan af músík — Hvað er framundan hjá þér ? „Tækifærin sem ég fæ hér fengi ég ekki eins greiðlega annars staðar. Til dæmis það að fá aö koma fram sem einleikari með sinni hljómsveit sem er ekkert sjálfsagt mál úti i heimi. Ég fer sem einleikari með Sinfóníuhljóm- sveitinni til Frakklands í vor. Það er fátt eins hvetjandi og þannig tækifæri. Ég reyni að fara nokkrum sinnum á ári út til að spila. Hve oft fer eftir þvi hvaö býðst og hve duglegur ég er að vinna að þessu. Ég fer þessar feröir til aö staðna ekki. Um daginn hélt ég tón- leika með Philip Jenkins í London. Það er stórkostlegt að taka þátt í músíklífi borgar eins og London; þar angar allt af músík. Ferðin var vítamínsprauta sem á eftir að endast mér lengi. Ég fékk styrk frá einkafyrirtækjum til fararinnar. Áhugi einkafyrirtakja á að styrkja listamenn er möguleiki sem ætti að skoða betur. Það voru allmörg fyrirtæki sem lögðu fram fé, litla upp- hæð hvert. Þetta er sama aöferð og t.d. iþróttafélög nota. Það eina sem ég get gefið á móti eru auglýsingar i prógrammi. I raun er um hreinan stuðning að ræða án nokkurrar hagn- aðarvonar. Ég dreif mig bara sjálfur af stað og talaöi viö forstjórana. Mót- tökumar voru ótrúlega góðar.” — Ef litið er til aöstöðu listamanna fyrr verður þá staðan nú ekki að teljast góð? „Þetta er spurning um tíðaranda og samanburð og hvert hlutarins eðli er hverju sinni. Ég býst við að menn hafi unnið þrekvirki í litlum sveitakirkjum um aldamótin. Nú höfum við yfir að ráða miklu bákni eins og sinfóníu- hljómsveit. Kröfur tímans eru þær að ekki er hægt að sætta sig við hlutina fyrir neðan ákveöið gæðamark. Annað hljómar eins og fölsk nóta. Það tekur tíma að finna hinn rétta tón. Það er hægt ef aldrei er slegið slöku við. En það verður líka einhver að láta í sér heyra ef nótan er ekki eins hrein og efni standa til. Kannski er þetta leitin að hinum hreina tóni sem maður getur sætt sig við og hlustar eftir að verði ekki falskur á ný ef hann finnst. Að syngja á klarínettu — Eyjólfur Melsted segir í umsögn sinni vegna menningarverðlaunanna að þú syngir á klarinettuna. Hvað er að syngja á klarínettu? „Ja, hvað er söngur? Söngur er i hugum margra miklu meira en að opna munninn og gefa frá sér fögur hljóð. Söngur er óður til lífsins, almætt- isins, ástarinnar. Allir eru söngvarar i sér að meira eða minna leyti. Það eru ef til vill stórkostleg forréttindi aö fá að eyða mestum tíma sínum í að rækta þennan söng og finna sinn tón. Þaö má vel vera að ég hafi hitt á hinn rétta tón á góðum augnablikum en það veit hamingjan að ég hef líka glutrað hon- ' um niður á slæmum stundum. Einar Jóhannssson: „Þafl aina sam róttlœtir rekstur sinfóníuhljómsveitar er afl hún sé gófl hljómsveit." Þaö sem heldur mér við efnið er leit- in að þeim tón sem mér finnst sann- astur.” — Finnst þér þú eiga dóm Eyjólfs skilinn? „Ég tek þetta nú ekki bókstaflega af því að menn veröa aö tala fallega við hátíðleg tækifæri. Auðvitað er ekki hægt aö gefa svona einkunmr. Mér þykir þó gott til þess að vita aö stund- um get ég ef til vill sungið fallega á klarínettuna. Enginn veit þó betur en eg að það er ekiri hægt að ylja sér við þannig tilhugsun nema stutta stund því vinnan heldur áfram. Þetta helst einkennilega saman viö manns eigin þroska. I raun og veru er maður alltaf að fást við sjálfan sig í gegnum hljóðfærið. Það sama á við í kennslu. Þar er maður að fást við persónur í gegnum hljóðfærið. Hljóð- færið er eitt af þessum tækjum sem maður hefur til þroska. Þess vegna er hljóðfæranám svo dásamlegur hlutur fyrir krakka. Hljóðfærakennsla er dálitið merki- leg vinna. Það eru ekki alltaf bestu kennaramir sem hafa skýrustu að- ferðimar og klárustu reglumar því kennsla byggir einnig á innsæi. Nálægö við góðan kennara hefur oft miklu meira að segja en einhver útskýrð kerfi. Þetta á við um lífið yfirleitt. Við erum alltaf að reyna að njörva lífið niður í kerfi og metóður og svo kemur einhver með nýjar hugmyndir og öll prinsip eru runnin út í sandinn. ” — Áttu við einhvem sérstakan kenn- ara? „Já, reyndar er ég að víkja að kenn- ara sem ég haföi úti í Énglandi. Hann trúði á mörg sterk prinsip og reglur sem reyndar virkuðu aldrei fyrir hann en stóðu í öðrum. En nærvera hans var mjög geislandi og gefandi. Trúlega er góö kennsla fólgin í því að koma með ögrandi og óvænta hluti sem vekja menn til um- hugsunar því allt er betra en sljóleik- inn. Það er spuming hvað fjölmiðlar gera athyglisgáfu manna. Mér finnst horfa nokkuð kvíðvænlega með snerpu manna og athyglisgáfu manna þegar hlustaö er á létta dagskrá allan daginn án þess að heyra neitt, eða horft á myndir og fyrirsagnir án þess að lesa. Sumir þjálfa sig upp í mikinn hraða við að melta fréttir og upplýsingar en fleiriverðasljóir. Þótt hraðinn sé spennandi finn ég það oft eftir að mikið hefur verið að gera að í rauninni fleytir maður kell- ingar í gegnum lífið án þess að botna og geta notið þess að líta í kringum sig. Kannski er ég bara latur að eölisfari og er að reyna að finna einhverja afsökun fyrir að vera þaö. Það er líka kúnst að vera latur og mjög fáum tekst það.” -GK.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.