Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1985, Side 22
22
DV. LAUGARDAGUR 2. MARS1985.
Raunsæisstef nan var grundvallaratriði í verkum hans
Nú þegar Guömundur Hagalín er
allur, verður hans rækilega minnst í
blöðum. Æviferill hans verður rakinn
rækilega, stjórnmálastarfsemi, for-
ysta í félagsmálum o.fl. Samstarfs-
menn hans síðastliðna áratugi munu
hafa frá mörgu aö segja.
Hér er ekki ætlunin að leggja orð í
belg um þessi mál, sem aðrir eru mér
mun fróðari um. Aðeins vildi ég drepa
á fáein meginatriði í ritstörfum Guð-
mundar fyrstu tvo áratugina, árin
milli stríða, og afskipti hans af deilum
um skáldskap og bókmenntapólitík í
lok þess tímabils, á styrjaldarárunum.
í hugleiöingum þessum hefi ég nokkuð
stuöst viö ritgerð Stefáns Einarssonar
um Guðmund, sem prentuð er framan
við 2. bindi Ritsafns Guðmundar, 1948,
auk annarra rita sem vitað er til.
Þroskaár
Guðmundur fæddist að Lokinhömr-
um í Arnarfirði 10. okt. 1898. Hann var
því nokkurnveginn jafngamall 20. öld-
inni, eins og flestir þeir sem mestan
svip hafá sett á hana hérlendis, i
stjómmálum og menningarmálum.
Guðmundur hefur lýst uppvaxtarárum
sínum svo, að hann hafi alist upp við
helstu störf í búskap og veiðiskap,
stundað sjó á sumrum, þegar hann var
í skóla. Bemskuheimili hans virðist
hafa verið óvenjuríkt að bókum, og
Guðmundur hafa lesið allt sem hann
náði í. Um fermingu var hann farinn
að lesa bækur á Noröurlandamálum,
m.a. Tolstoy, auk helstu norrænna höf-
unda. Einkum segist hann hafa hrifist
af Þorgils gjallanda og Jóni Trausta
meðal íslenskra höfunda, og minntist
þess síðamefnda sérstaklega vegna
sannra og fjölbreyttra lýsinga hans á
lífi íslenskrar alþýðu. Loks var á bæn-
um „afar gáfuð kerling” og sögufróð,
Guðbjörg Bjamadóttir, sem tók sér-
stöku ástfóstri við drenginn Guömund,
og sagði honum ógrynni af sögum. Og
eru alþekkt fleiri dæmi af fróðum kerl-
ingum, sem höföu mikil áhrif á íslensk
skáld á barnsaldri. Eins og fleiri fræg
skáld var Guðmundur sískrifandi og
skáldandi þegar á fermingaraldri. —
En þá var gert hlé á skrifum hans,
m.a. að læknisráði! Hann gengur í
skóla, síöast í Menntaskólann í
Reykjavík, en hætti námi eftir
skamma dvöl, tæplega tvítugur. Það
var kannski merkilegast við þá skóla-
göngu, að þá kynntist Guðmundur
ýmsum helstu andans mönnum í
Reykjavík, jafnöldrum sínum og eldri
mönnum, m.a. Unuhússhópnum, sem
Þórbergur og Halldór Laxness hafa
gert frægan. Guðmundur las nú
Nietzsche, og varð gagntekinn af ofur-
mennisdýrkun. Ekki var Guðmundur
nema tvö ár í Reykjavík þessu sinni,
en 1919—23 var hann á Seyðisfirði, rit-
stjóri blaðs íhaldsmanna. Því fylgdi
auðvitað aö hann skrifaöi um allt milli
himins og jarðar, kynntist við margt
fólk og las enn óhemjumikiö af
erlendum samtímaskáldum. Einkum
hreifst hann af m.a. M. AndersenNexö,
Johannes V. Jensen og Maxim Gcrid. Af
þeim síöastnefnda einkum vegna þess
hve snilldarlega honum tókst að lýsa
ræflum og föntum „og finna í þeim
góðar taugar, án þess þó að fegra þá
hið minnsta”. Þetta sagði Guömundur
að hefði öðru fremur opnað augu sín
fyrir kjörum og lífi smælingjanna.
Þegar hér er komið sögu var ritstjóri
íhaldsblaðsins orðinn jafnaöarmaöur,
og var lengi síðan einn af framámönn-
um Alþýðuflokksins. 1924—7 dvaldi
hann í Noregi við fyrirlestrahald, en
frá 1928 var hann bókavörður Isfirð-
inga. Það var skilyrði Alþingis fyrir
bókasafnsstyrk til staðarins, aö hvöt-
um Jónasar Jónssonar frá Hriflu. Á
sama hátt var öðru skáldi útvegað
framfæri, Davíð Stefánssyni á
Akureyri.
Aðferð Guðmundar
Seyöisfjarðarárin hafa verið
Guðmundi mikið þroskaskeiö. Þar
birtust fyrstu baricur hans: Blindsker;
1921, og Strandbúar, 1923.1 fyrstu bók-
inni spreytir Guðmundur sig á ýmsum
bókmenntagreinum: kvæðum, ævin-
týrum (sem þá voru mjög í tísku) og
smásögum. Og þetta síöasttalda varö
einmitt helsti farvegur skáldgáfu hans
næstu árin. Fyrir smásagnasafninu
Strandbúar er örstuttur formáli, sem
segir mikið um skáldskaparstefnu
Guðmundar:
„Islenskir skáldsagnahöfundar
hafa Utiö gert aö því aö láta persónur
sínar tala sem óbreyttast alþýðumál.
Má segja, að Jón Thoroddsen sé þar
sérstæður. En ég tel það eigi lítils vert,
að famar séu sem mest brautir tal-
málsins (...) Þá er ég skrifa sögur,
hef ég ósjálfrátt í huga Vestfirði, vest-
firska lífemisháttu og vestfirskt lund-
arfar. Gleymdum orðum skýtur upp,
hau verða samræm persónunuri og
krefjast réttar síns. ”
Nú eru raunar áhöld um hversu bók-
staflega Guðmundur fylgdi þessari
stefnu. T.d. lýsti kunnur Vestfirðingur
því yfir, að hann kannaðist ekki við þá
vestfirsku sem Kristrún í Hamravík
talaöi. Það segir nú hvort eð er lítið um
gildi skáldverks, hversu nákvæm eftir-
mynd það er af þjóölífinu, í málfari eða
öðru. Við mótun þess hljóta önnur
sjónarmið að ráða. En á árunum
1921—39 sendi Guðmundur frá sér fjór-
ar skáldsögur og sex smásagnasöfn.
Algengustu og minnisstæðustu persón-
ur þessara sagna em alþýðufólk,
ómenntaö, einrænt og sérsinna — enda
býr það við einangrun. Oft er þessi
einangrun landfræðileg, manneskjan
ein gegn náttúruöflunum. En hitt er
ekki síður algengt, að persónan sé lítil-
magni, einangmð af lítilsvirðingu
samborgara sinna, eða þetta eru sér-
vitringar sem ganga fram af umhverf-
inu. Ég held að formáli Guðmundar frá
1923 verði réttast skilinn sem viljayfir-
lýsing um að skapa eftirminnilegar,
sérstæðar persónur, sem skýrist af
aðstæöum sínum, raunverulegum að-
stæðum íslensks alþýðuf ólks framan af
20. öld. Nú hefur mörgum orðið star-
sýnt á þessar lýsingar á alþýðufólki i
heimabyggö höfundar, og túlkaö þetta
svo, sem aö þarna væri einhver sjálf-
sprottin, alþýðleg söguritun á ferðinni.
Sumir hafa sagt þetta Guðmundi til
hróss, miklu fleiri til lasts. En þetta er
grundvallarmisskilningur. Sagnagerð
Guðmundar sprettur ekki síður upp af
lestri hans á erlendum skáldum en af
vestfirsl.um sögnum eða lifsreynslu
skáldsins og athugunum í heimabyggð.
Meginatriði sagna Guðmundar er sál-
fræðilegar pælingar eða athuganir á
viöbrögðum persóna við ýmsar að-
stæður. Af því leiðir, að hann hneigist
oft til að láta reyna verulega á
persónurnar, setja þær í óvenjulegar
og erfiðar aðstæður. Þetta hafa menn
stundum kallað reyfarakennt, en mér
sýnist fráleitt að kalla þessar sögur
reyfara. Því í reyfurum skiptir hröð og
spennandi atburöarás mestu máli, en
persónur eru yfirleitt mesta flatn-
eskja. Þessu er öfugt fariö hjá Guð-
mundi eins og áður segir, persónumar
eru meginatriðið, og rækt lögö við lýs-
ingu aöstæðna, sem i meginatriðum
eru sannfærandi. Frægt er að þar tókst
Guðmundi oft mjög vel upp, einkum í
lýsingu á siglingum, ofviðri, og á
hrjúfri, ómennskri náttúru, f jallvegum
um auönir, o.þ.u.l. Guðmundi lét lika
vel að lýsa sérkennilegum einstakling-
um sem mótast af baráttu við þessi
óblíðu náttúruöfl. Þetta hafa ýmsir
kallað einstaklingsdýrkun, jafnvel
hetjudýrkun. Það er sjálfsagt ekki
fjarri lagi, hvort sem er í bestu sögum
Guðmundar — eða hinum lakari, þar
sem hann fylgir tískunni, t.d. í að út-
mála þrútnar tilfinningar ástar og hat-
urs — að maður ekki segi tilfinninga-
semi í stíl Einars H. Kvarans, sem þá
var höfunda vinsælastur; svo sem í
skáldsögunni Brennumenn, 1927. Best
tókst Guðmundi upp í stuttum sögum
með fáum persónum, og einu megin-
atviki, eða fáum samþættum — þ.e. í
smásögum Skyringin liggur í skáld-
skaparleið Guðmundar, sem reynt var
að lýsa hér að framan, þetta eru
karakterstúdiur, sem kallað var. Slíkt
getur orðið langdregið eða endurtekn-
ingasamt í langri skáldsögu.
Viðtökurnar
Misjafnar urðu viðtökur bóka Guö-
mundar. Mikilvirkur gagnrýnandi, sr.
Gunnar Benediktsson hafði jafnan á
orði, aö einu sinni heföi Hagalín verið
þokkalegur, en nú væri hann alveg bú-
inn að vera. Rangur þykir mér sá dóm-
ur um þróun Guðmundar þessi árin.
En hér verður þess að geta, að Gunnar
var einn helstu boðenda sósíalrealism-
ans: að nú væri kominn tími nýrrar
verkalýðslistar, sem sýndi vígreifa
öreigastétt í byltingar baráttu, auk
þess að afhjúpa böl auðvaldsþjóð-
félagsins. Gjaman mátti þá aðal-
persóna taka sinnaskiptum til að
aðhyllast verkalýðsbaráttu. Með þessu
móti legði listin byltingarbaráttunni
lið sem fyrirmynd, fordæmi. Þessu
fylgir, að á fjórða áratugnum gagn-
rýna kommúnistar ýmis vinsæl skáld
fyrir það, að borgaraleg viðhorf þeirra
valdi því, að þau fjalli ekki um átök
samtíðarinnar, enda skorti þau skiln-
ing á þeim, þar sem þau hafi fjarlægst
hugsunarhátt alþýöunnar. Það eru
einkum Davíð Stefánsson og Guð-
mundur Hagalín sem verða fyrir þess-
ari gagnrýni.
SturlaíVogum
Þó keyrði fyrst um þverbak 1938,
þegar Guðmundur sendi frá sér 600 bls.
skáldsögu: Sturla í Vogum. Um hana
skrifaði Gunnar Benediktsson rúmlega
heillar síðu ritdóm í Þjóðviljann, en
það er a.m.k. ferföld venjuleg lengd
ritdóma. Langa grein skrifaði hann
svo um söguna í bók árið eftir. Ymis-
legt er vel athugað hjá Gunnari
(einkum um framangreint eðli smá-
sagna Guðmundar), en honum finnst
einkenna þessa sögu aö atburðarásin
sé ærið stórbrotin og reyfaraleg: „þá
dynur yfir hvert ólánið af öðru. Um
sumarið fýkur megnið af heyi þeirra,
einnig hlaða og báturinn sem Sturla
hafði til aðdrátta heimilis síns af sjón-
um (...) En allir þessir erfiðleikar
renna út úr höndunum á skáldinu.
Skáldið stillir söguhetju sinni aldrei
andspænis þeim, heldur tekur hana á
arma sér og ber hana yfir alla
erfiðleika án þess aö til átaka komi.
(...) Maöurinn á peninga eins og skit.
Hann kaupir hey, eins og honum sýnist
og hann þarf og borgar allt í reiðu,
hann kaupir bát líka fyrir peninga út í
hönd og prjónavél handa konunni
sömuleiðis.”
Af þessu, m.a., ályktar Gunnar að
sagan sé nauðaómerkilegur lofsöngur
um einstaklingsframtakiö, um
manninn sem er sjálfbjarga einn, and-
spænis samtökum skrílmenna. Þessi
skilningur á sögunni hefur ríkt síðan,
enda mun Olafur Thors hafa boöað
hann líka, í útvarpi 1. desember, viku á
undan Gunnari. Gegn þessari tangar-
sókn andstæðra stjórnmálaafla mátti
sín einskis túlkun höfundar sjálfs og
flokksbróður hans, sr. Sigurðar
Einarssonar. Mætti þó augljóst vera
hverjum lesanda sögunnar að sú túlk-
un er rétt, en hin ekki; sagan er ákafur
boðskapur gegn einstaklingshyggju,
en fyrir samhjálp alþýðu! Vissulega er
hetjudýrkun áberandi í sögunni — eins
og i fleiri sögum Guðmundar, enda
drottnar sá hugsunarháttur í umhverfi
hans. En það má líka segja aö sagan
verði aö útmála þann hugsunarhátt
vel, til að geta tekist á við hann. Vissu-
lega er illa útskýrt í sögunni hvemig
Sturla sigrast á öllum þessum örðug-
leikum, sem mættu virðast óyfir-
stíganlegir. En það er þó til að sýna
lesendum, að það er ekki efnisleg nauð-
syn sem knýr Sturlu frá hugsunarhætti
„sjálfstæðs manns” til samstarfs við
aðra — það hefðu einhverjir lesendur
getað virt honum til aumingjaskapar,
eða skýrt svo, að þarna væri slegið af
annars sjálfsagðri hugsjón, vegna sér-
stakra, erfiðra aðstæðna. Nei, Sturla
snýst vegna sálrænnar nauðsynjar,
vegna þess einfaldlega aö mannlegur
þroski þýðir það að vera félagsvera.
Sjálfstæðishugsjón sú sem hann fylgdi
áöur, er útskýrö sem sálræn bæklun
þess sem hafði verið niðursetningur í
bemsku (likt og í Brennumenn).
Mótvægi við
Halldór Laxness
Það er með ólíkindum, að
sósíalrealistar skyldu ekki sjá í sinna-
skiptum aðalpersónunnar skyldleik-
ann við stefnu sína — þó svo að hér sé
ekki flokkserindreki á ferð til aö glæða
verkalýðsbaráttu, heldur aðeins
nokkrir fáfróöir bændur um aldamót-
in, sem hafa haft óljósar fréttir af sam-
vinnufélagi i fjarlægum kaupstað. Nei,
mistúlkunin rikti áfram, t.d. í fyrsta
árgangi Tímarits Máls og menningar,
1940, en það varð þegar eitt útbreidd-
asta tímarit landsins. Þar endurtók
Kristinn E. Andrésson helstu rök
Gunnars Benediktssonar fyrir því að
bókin væri ómerkilegt áróðursrit
íhaldssjónarmiða, hún sé blásin upp af
stjórnvöldum til þess að heimska þjóð-
ina, og til að íhaldsöflin eigi eitthvert
mótvægi gegn Halldóri Laxness. —
Þetta síöasta atriði sýnist mér vera
hárrétt athugað, sterk öfl hafa oft ver-
ið að verki við að troða Guðmundi inn í
þetta hlutverk mótvægis. Það er gert
undir yfirskini lotningar, en er auðvit-
að hinn mesti ógreiði við Guðmund, og
til þess eins fallið að dylja fyrir al-
menningi raunverulega kosti hans. En
þessi saga sýnir, að þegar undir stríð
voru verk Guðmundar að hverfa í póli-
tísku moldviðri.
Uppgjör við
kommúnista
Gróður og sandfok var svar
Guðmundar við ádeilu kommúnista.
Árið 1939 var leikgerð sögunnar um Kristrúnu i Hamravík fœrö upp. Móðir
skáldsins, Guðný Guðmundsdóttir, fór með hlutverk Kristrúnar.