Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1985, Síða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1985, Síða 23
DV. LAUGARDAGUR 2. MARS1985. Eftir Öm Ólafsson 23 Guðmundur Gislason Hagalin. Þetta er rúmlega 200 bls. bók í litlu broti. Hún birtist 1943 (og haföi þá leg- ið meira en ár hjá útgefanda, sagði Guðmundur undirrituðum). En bókin hefst á grein úr Lesbók Mbls. 1940. 1 bókinni gerir Guömundur upp reikningana við kommúnista, bæði á sviði stjómmála og bókmennta. Hvað hið fyrra varðar, þá hefur mér í fljótu bragöi sýnst þaö vera samantekt á ýmsu sem birst hafði í Alþýöublaöinu undanfarin ár, einkum um ógnar- stjómina í Sovétríkjunum, 1936—8. Bókmenntaþátturinn finnst mér miklu merkilegri. Guðmundur sýnir fram á alvarlega mótsögn í málflutningi hreyfingar Rauðra penna. Það á hann þeim mun hægar með, sem hann gengur að verulegu leyti út frá sömu forsendum og þeir: Til þess að maður geti skáldaö um efni, verður hann að þekkja það mjög náið, ekki aðeins vit- rænum skilningi og þekkingu, heldur vera innlifaður því. Menn Rauðra penna gerðu síðan vel grein fyrir því, einkum Kristinn E. Andrésson, (í greininni „Málið og bókmenntimar III”) hvemig yrkisefnin mótast í með- ferö almennings, áður en skáld taka þau fyrir. Skáldin fást því ekki við hráa atburði, heldur við yrkisefni sem eru þrungin hugmyndum — rikjandi hugmyndum samfélagsins. En sam- kvæmt marxistum em það borgaraleg- ar hugmyndir í auðvaldsþjóðfélagi, þ.e. hugmyndir sem réttlæta rikjandi skipulag. Marxistar kenna enn, að til að sigrast á þessum hugmyndaheimi þurfi almenna sigursæla byltingarbar- áttu alþýðunnar. En stalinistar ætlast til leiðsagnar af skáldum, þ.e. að einstaklingur taki heljarstökk út úr umhverfi sínu, og móti f jöldann. Þessa mótsögn afhjúpaði Trotsky þegar árið 1924 í riti sínu: Bókmenntir og bylting, og Guðmundur Hagalín er hér mjög á sömu bylgjulengd. Hugsanlegt er að hann hafi þekkt þetta rit Trotskys, beint eða óbeint, í gegnum tímarits- grein. Ég veit það ekki, enda bendir ekkert til þess beinlinis. Röksemda- færsla Guðmundar ris einfaldlega af grundvallarviðhorfum hans í skáld- skap, raunsæisstefnu, svo sem hér hef- ur verið reynt að lýsa. Guðmundi tekst einkar vel að lýsa þeim ógöngum sem skáld geta lent í, með því að fylgja leið- sögn annarra, út af sínu eðlilega sviði. Þetta mikla gildi bókarinnar rýmar ekkert við það þó við reynum að átta okkur á takmörkunum hennar. Það var t.d. áreiðanlega rangt að yfirfæra ítÖÐVH O^rWFOK það á Olaf Jóhann sem réttilega varð sagt um Guðmund Daníelsson, að hon- um léti mun betur að lýsa sveitalífi en borgar. Og þótt röksemdafærsla Guðmundar miðist öll við að virða fjöl- breytni í skáldskap, þá kemur glöggt fram, að i raun stjómast hann af íhaldssemi. Þannig segir hann um kommúnista (bls. 13): „þeim kemur ekkert við, þó að þeir með boðun trúar sinnar misþyrmi tilfinningum manna og freisti að leggja í rústir verðmæti, sem hafa verið lífsteinn kynslóðanna.” Augljóslega verður að viðurkenna rétt manna til slíkrar gagnrýni, m.ö.o. niðurrifstarfssemi, annaðhvort er mál- frelsi til slíks, eða það er ekkert mái- frelsi. En það kemur viða fram í Gróður og sandfok, að Guðmundur vill GUÐMUNDUR GISLASON HAGAUN; EINN AF POSTULUNUM 0G FLEIRI SÖGUR l>ORSTE1NN M. jÖNSSON AKt'devst Þekktustu og jafnframt umdeildustu rit Guðmundar frá millistríðsárunum. jákvæðar bókmenntir, bjartsýnar á mannlifiö eins og þaö er i kringum hann. Hann hefur ímugust á því að bókmenntir séu mjög gagnrýnar á ríkjandi menningar- eða þjóðfélags- ástand. En það þarf ekki lengi að hug- leiða bókmenntir veraldar til að sjá hvílíkt afhroö þær biöu ef allt slíkt ætti að hverfa. — Félag íslenskra rithöfunda Af félagsmálum íslenskra rithöf- unda er meiri saga en svo, að hún veröi hér sögð. Nefnum aðeins nokkur atriði. Frá árinu 1940 fóru f járveitingar ríkis- ins til listamanna um hendur Mennta- málaráös, sem Jónas Jónsson frá Hriflu hafði forystu fyrir. Þessi starf- semi ráðsins sætti æ meiri gagnrýni listamanna. Þessu fylgir að þeir skipu- leggja sig í stéttarfélög, þannig er t.d. Rithöfundafélag íslands stofnað 1943. Jónas var nú aö missa tökin á ráðinu, og lagöi þá til á Alþingi, að félög lista- manna fengju sjálf úrslitaáhrif um út- hlutun fjárins. Jónas hælist um i bók sinni Rauðar stjömur, 1943, að þama hafi hann fylgt hugmynd Egils Skalla- grímssonar, að dreifa silfrinu yfir þingheim, og séð fyrir sem Egili, aö menn yrðu varla á eitt sáttir um það hvemig skipta skyldi, „ætia eg að þar myndi vera þá hrundningar eða pústr- ar, eöa bærist að um síðir, aö allur þingheimurinn berðist” (Egils saga, 85. k. ). Þótt Agli tækist ekki þetta ætlunarverk sitt, þá gekk þetta eftir hjá Jónasi, því Rithöfundafélagið klofnaði á aðalfundi sínum í mars 1945. Og í því sem hinar stríöandi fylkingar létu frá sér fara um klofninginn, verð- ur ekki grípið á öðru en ágreiningi um úthlutun f járins. Klofningurinn gerðist þannig, að fráfarandi formaður félags- ins, Friðrik Á. Brekkan, stakk upp á Guömundi Hagalin í sinn stað, og hlaut hann tiu atkvæöi, en Halldór Stefáns- son fimmtán. Hagalínssinnar tóku þá ekl’i frekar þátt í kjöri stjómar og trúnaöarmanna, en að því loknu ias Guðmundur upp yfiriýsingu 12 félags- manna (þar af tveggja fjarstaddra, þetta var undirbúið fyrirfram) þess efnis, „að kosning í stjóm félagsins lýsti svo miklum stefnumun í aðalmál- um félagsins, að eftirtaldir 12 rithöf- undar teldu sig ekki geta starfað þar framar” (Alþýðublaðiö 20/3 1945). Þeir stofnuðu svo Félag islenskra rithöfunda undir forystu Guðmundar. Vikapiltar Kristins E. Andréssonar Auðsénir eru stjórnmálapólar í skiptingunni, en þeir eru ekki einhlítir, því með Hagalín fara róttæklingamir Gunnar M. Magnúss og Siguröur Helgason — auk Kristmanns, Davíðs, Jakobs Thorarensen, o.fl. En í Rithöfundafélagi Islands sátu áfram t.d. Tómas Guðmundsson, Lárus Sigurbjömsson og Barði Guðmunds- son, auk kunnra sósíalista. Eins og kunnugt er, varð þessi skipting rithöf- unda mjög langæ og til ills held ég hve mjög var skirskotað til stjómmála. Hér verður ekki farið út í þá enn. Hér verður ekki farið út í þá sálma, en rétt er að nefna að lokum merkilega grein sem Guðmundur reit í Alþýðublaðið af þessu tilefni í júní 1945: „Augasteinar og amakefli”. Hann ræðir þar einkum úthlutun Quðmundur Qfslaaon Hagalfn: Kristrún í Hamravík SÖQUkorn um þá gömlu, góðu konu nkORKYiSi tnoti’Asi’i Kí»st:.i\n m. jonssox Hq« xxxiii skáldalauna 1943—5, og þykir mjög misskipt pólitískt: „Litum siðan snöggvast á augasteina nefndarinnar (...) hvort myndi sá ekki glámskyggn, sem ekki ber kennsl á þessa heiöurs- fylkingu, sem ekki kennir þama þá Andréssyni og þeirra vikapilta?” En hér er einkum ástæöa til aö nefna til- lögu Guömundar um nýskipan þessara mála: „Ég hygg að rétt muni vera, að allir þeir höfundar, sem menn geta yfirleitt verið nokkum veginn sam- mála um að öðlast hafi virðingarsess i vitund mikils hluta þjóðarinnar, og vit- að er að helga eða vilja helga skáld- skapariðkun krafta sína sem allra mest, eigi að hafa föst laun, sem séu það há að þeir eigi að geta lifað af þeim menningarlifi — en við ákvörðun sé þó gert ráð fyrir því að höfundamir vinni sér inn nokkurt fé með ritstörfum. Eg lít og þannig á, aö allir slikir höfundar eigi að hafa sömu laun, enda hafi þeir þá svo til fulla starfsorku. Allir slíkir menn þurfa föt og fæði, húsnæði, hita, ljós, bækur o.s.frv. — hafa sem sé svipaöar þarfir, þær sömu og menn yfirleitt, sem gera kröfur til og kunna að meta lífsþægindi og þokkalegt og menningariegt umhverfi — og auk þess mun alltaf verða vandmetið, hvað er verðmætast í bókmenntum dagsins, hvað hefur mest gildi fyrir liðandi stund og hvað fyrir framtíðina.” Auk þessa vildi Guðmundur hafa marg- brotið kerfi styrkja fyrir menn sem væru aö vinna sig upp i þennan hóp at- vinnurithöfunda. Því miður kom þessi viturlega tillaga ekki fram fyrr en eftir klofninginn, fyrir því hefi ég orð Guð- mundar sjálfs í samtali, haustið 1982. Og þessari hugmynd hefur verið sorg- lega Utill gaumur gefinn. Eins langt aftur og ég man, hefur verið þjarkað um úthlutun listamannalauna út frá því sjónarmiöi, að listgildi verði metið í peningaupphæðum: „Af hverju fær þessi eins mikið og þessi?”, o.s.frv. I röksemdum Guðmundar fyrir til- lögunni eru bomir saman af víðsýni ýmiskonar rithöfundar, sem hver geti haft til síns ágætis nokkuð, t.d.: „Hugsum okkur svo rithöfund, sem er léttur og auðskilinn, ekki sérkenni- legur að stQ, en skrifar gott og alþýð- legt mál, skapar sæmilega f jörlega at- burðarás, og sennilegar persónulýs- ingar. Slíkur höfundur verður vinsæll meöal allmargra lesenda, og hann hefur sitt hlutverk. Bækur hans verða áfangi hins almenna lesanda á leið til annars stórbrotnara og listrænna — og verk hans er allrar virðingar vert. Fram hjá slíkum höfundi er því alls ekki rétt aö ganga við úthlutun styrkja.” Á þessari lýsingu er við hæfi að ljúka þessari grein. Eg vil þó að endingu láta í ljós ósk um að menn hætti að láta deilumál gærdagsins skyggja á rithöf- undinn Guðmund Hagalín. Vinir hans og velunnarar munu vilja minnast hans myndarlega, nú þegar hann er allur. Væri hægt að gera það betur en með því að gefa út þau merkisrit Guð- mundar sem lengi hafa verið ófáanleg, enda dreifð í horfin blöð og tímarit? Mikill fengur yrði að rækilegu úrvali af ritgerðum hans um bókmenntir og önnur menningarmál, einkum frá fyrri árum. Það héldi veglega á lofti minn- ingu þessa merkilega menningar- manns. OUBMMNDUR OÍSUSON HXOM ÍN STURLA í VOGUM ' / SKÁl.DSAOA 5 hiHlií AK ITHtVRI fOHSTF.lSN M. IÓNSSON. MCMXKXVlH Í í í

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.