Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
  • Qaammatit siuliiMarch 1985Qaammatip tullia
    MoTuWeThFrSaSu
    25262728123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    25262728293031
    1234567
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1985, Qupperneq 24

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1985, Qupperneq 24
24 DV. LAUGARDAGUR 2. MARS1985. Nauðungaruppboð annaö og síöara sem auglýst var i 116., 119. og 122. tölublaöi Lögbirt- ingabtaösins 1983 á eigninni Kársnesbraut 24 — hluta —, þingl. eign Hermanns Sölvasonar, fer fram aö kröfu Guðjóns Á. Jónssonar hdl., Verslunarbanka islands, Einars Viöar, Guöjóns Steingrímssonar hrl., Ara isberg hdl., Brunabótafélags íslandsog Tryggingastofnunar rikisins á eigninni sjálfri miðvikudaginn 6. mars 1985kl. 10.00. Bæjarfógetinn í Kópavogi. Nauðungaruppboð Nauöungaruppboði, sem halda átti að Hamraborg 3, norðan viö hús, Kópavogi, mánudaginn 4. mars 1985 kl. 17.00, aö beiöni Jóns Eiríks- sonarhdl., hefur veriö frestaö til 11. mars 1985 kl. 17.00. Eftirtaldir munir verða þá boönir upp: Bifreiöin R-73362 af gerðinni Rover 3500, árgerö 1978. Vélsleði af gerð- inni El. Tigre, Arctic Cat, ásamt vagni. Sófasett með hvítu antilópuleðri (3 + 2 + 1) ásamt boröi. Luxor litasjónvarpstæki 26". Nordmende mynd- segulbandstæki. Bæjarfógetinn i Kópavogi. Nauðungaruppboð sem auglýst var I 23., 26. og 29. tölublaöi Lögbirtingablaösins 1983, á eigninni Kársnesbraut 90, þingl. eign Árna Helgasonar, fer fram að kröfu skattheimtu ríkissjóös í Kópavogi, Tryggingastofnunar ríkisins og bæjarsjóðs Kópavogs á eigninni sjálfri miövikudaginn 6. mars 1985 kl. 11.15. Bæjarfógetinn í Kópavogi. Nauðungaruppboð sem auglýst var i 5., 8. og 10. tölublaöi Lögbirtingablaðsins 1984 á eign- inni Hlaöbrekku 11 - hluta -, þingl. eign Hilmars Adólfssonar, fer fram að kröfu skattheimtu rikissjóðs i Kópavogi, Ólafs Gústafssonar hdl., bæjarsjóðs Kópavogs og Veðdeildar Landsbanka islands á eign- inni sjálfri miðvikudaginn 6. mars 1985 kl. 11.00. Bæjarfógetinn í Kópavogi. Nauðungaruppboð sem auglýst var 1 40., 42. og 44. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1984, á eigninni Kópavogsbraut 78 - hluta -, þingl. eign Lúðvíks Jónssonar og Sigrúnar Guðmundsdóttur, fer fram að kröfu bæjarsjóðs Kópavogs, Hauks Bjarnasonar hdl., Gísla Baldurs Garöarssonar hdl. og Jóns Finnssonar hrl. á eigninni sjálfri miðvikudaginn 6. mars 1985 kl. 11.45. Bæjarfógetinn i Kópavogi. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 79., 80. og 82. tölublaöi Lögbirtingablaðsins 1984 á eigninni Ásbraut 11 — hluta —, þingl. eign Gunnars Björnssonar, fer fram að kröfu bæjarsjóðs Kópavogs, Guöjóns Steingrímssonar hrl. og Ólafs Gústafssonar hdl. á eigninni sjálfri miðvikudaginn 6. mars 1985 kl. 15.45. Bæjarfógetinn í Kópavogi. Nauðungaruppboð sem auglýst var i 79., 80. og 82. tölublaöi Lögbirtingablaðsins 1984 á eigninni Vatnsendabletti 417, talinni eign Eddu Dagbjartsdóttur, fer fram að kröfu bæjarsjóðs Kópavogs á eigninni sjálfri miðvikudaginn 6. mars 1985 kl. 14.30. Bæjarfógetinn í Kópavogi. Nauðungaruppboð annað og siöasta á eigninni Hverfisgötu 24, Hafnarfiröi, þingl. eign Einöru Sigurðardóttur, fer fram á eigninni sjálfri miðvikudaginn 6. mars 1985 kl. 14.30. Bæjarfógetinn í Hafnarfiröi. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 51., 55. og 57. tölublaöi Lögbirtingablaðsins 1984 á eigninni Miðbraut 3, 1. hæð, Seltjarnarnesi, þingl. eign Kristjönu Eddu Haraldsdóttur, fer fram eftir kröfu Guðjóns Ármanns Jónssonar hdl. á eigninni sjálfri þriöjudaginn 5. mars 1985 kl. 13.30. Bæjarfógetinn á Seltjarnarnesi. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 51., 55. og 57. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1984 á eigninni Nesbala 92, Seltjarnarnesi, þingl. eign Finnboga B. Ólafssonar, fer fram eftir kröfu Ólafs Gústafssonar hdl. og Veödeildar Landsbanka islands á eigninni sjálfri þriöjudaginn 5. mars 1985 kl. 14.30. Bæjarfógetinn á Seltjarnarnesi. Marilyn undir yfirborðinu Marilyn Monroe er ein tilbeðnasta stjarna sem Hollywood hefur átt. I bók sem franska leikkonan Simone Signoret gaf út nýlega segir hún frá Marilyn og fleirum. Árið 1960, tveimur árum áður en hún dó, lék Marilyn Monroe í myndinni Let’s Make Love ásamt Yves Montand. Þau bjuggu hlið við hlið í Hollywood, bæði gift. Marilyn var gift Arthur Miller og Montand var giftur Simone Signoret. 1 minningabókinni, Nostalgi er ekki það sem hún var, segir Simone Signoret frá Marilyn sem nágranna sem á endanum var keppi- nauturinn Marilyn. Marilyn og Mon- tand áttu nefnilega í ástarsambandi er myndin var tekin upp. „Þegar Marilyn kom heim voru Arthurog ég annaðhvort heima hjá henni eða hjá mér. Hún var ennþá förð- uö og sagði: „Eg ætla aðeins að skreppa í bað. Svo kem ég.” Hún kom klædd litlum kimono úr bláu gervisilki með hvítum deplum. Oförðuð og án gerviaugnahára, berfætt, sem minnk- aði hana dálítið, leit hún út eins og yndislegasta bóndadóttir í Frakklandi. Eins og hún hefur verið lofsungin um aldir. Lítill þríhyrningur Krullumar fram á ennið voru horfnar. Hún haföi burstaö þær kröftuglega aftur. Lítið þríhymt far kom í ljós. Það var fallegt lítið far með litlum liðuðum hárum sem skiptust yfir miöju enni hennar. Hún þoldi þessi hár ekki þvi að þessi litlu hár, sem voru n.júk eins og á ungabami, voru miklu ómóttækilegri fyrir litun heldur en önnur hár á ljósu höfði hennar. Fallegar enniskrullur sem héngu niður yfir augað, að því er virtist fyrir tilvilj- un, vom eins og skjöldur með svika- rætumar fyrir ofan. Það útskýröi hún fyrir mér um leið og við vorum orðnar vinkonur. Hún sagði líka: „Sjáöu nú. Allir halda að ég sé með fallega langa fætur. En ég er stuttfætt og meö lærin í skónum.” Það var varla satt þegar hún var berfætt í kimonónum og hætti alveg að vera það þegar hún var upp- færö sem „Marilyn”. Eg sá hana einungis þrisvar sem „Marilyn” á f jórum mánuðum. Til þess að halda hári sinu platínu- ljósu og losa það viö blettinn sem var dekkri borgaöi hún afar gamalli konu frá San Diego fyrir að koma. Þessi kona var á eftirlaunum frá Metro- Goldwyn Mayer fyrirtækinu og hafði unnið þar viö að lýsa hár. San Diego er nálægt mexíkönsku landamærunum og þar bjó þessi listamaður i aflitun. Hún hafði 30 árum áður gert aöra mikla stjömu ljóshærða. Það var Jean Harlow. Hún var platínuljós á hár sinn stutta feril. Því hélt kerlingin aö minnsta kosti fram. Ct af þessu sagöi Marilyn alltaf við mig hvert föstudagskvöld þegar við kvöddumst: „Sjáumst aftur á morgun klukkan 11 í eldhúsinu mínu.” Hvem laugardagsmorgun fór gamla konan um borö i flugvél í San Diego og lenti í Hollywood. Þar beið bíll Marilynar eftir henni á flugvellinum og ók henni i litla eldhúsiö i raðhúsi númer21. Áður en Marilyn lét gömlu konuna taka flöskumar með brintoverilte, sem fyrir löngu var hætt að nota, upp úr töskunni, kom hún og bankaði hjá mér. (Hún hafði lagt mat á borð sem sú gamla hressti sig á) og síðan þurftum við aö safna saman nauðsynlegum handklæðum. Hægt var að byrja aflitunarveisluna. Sögur af Jean Harlow Gamla konan lifði aftur fortíð sína. Viö urðum ljóshæröar á meðan hún sagði frá litnum sem hún hefði notaö á Jean Harlow fyrir 30 árum sem hefði vakiö á henni alheimsathygli. Frásagnir hennar voru fullar af lýsing- um á silkikjólum, hvítum refum, gull- bryddum skóm og veislum. Þær enduðu alltaf með lýsingu á jarðarför platinuljóskunnar. Við tvær nutum þessara endurminninga og blikkuðum hvor til annarar þegar sú gamla hætti áður en hún yrði allt of hrærð. Litli pensillinn sem endaði á bómullarvisk sem dýfðist ofan í dýrmætan vökvann sveiflaöist í loftinu í stað þess að beinast að dýrmætum hárrótum okkar. Marilyn hafði einungis áhuga á að litli dökki bletturinn fengi nákvæm- an skammt. Afganginn af tímanum naut hún bara f rásagna gömlu konunn- ar. Eftir því sem sú gamla sagöi frá hlaut Jean Harlow að hafa verið í aflit- un allan daginn því hún hafði eftir sögunum að dæma verið með henni dag og nótt. Hún flaug aftur til baka til San Diego seinna um eftirmiðdaginn eftir smá máltíð. Við vorum báðar orðnar óaöfinnanlega aflitaðar. Marilyn platínuljóshærö og ég pínulítiö ljósrauðhærð. Við tókum til í eldhús- inu. Listamaöurinn hafði skilið eftir fjölda bómullarviska sem vættir höfðu verið i brintoverilte. Það hlægði mig að ég hafði verið aflituð af konunni sem þóttist hafa búið til goðsögnina sem fyllti blöðin í mínu Þama stillir Marilyn sér upp fyrir Ijósmyndara á frumsýningu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar: 52. tölublað (02.03.1985)
https://timarit.is/issue/190096

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

52. tölublað (02.03.1985)

Iliuutsit: