Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1985, Síða 25
DV. LAUGARDAGUR 2. MARS1985.
25
#'1. a:#
ÍÉÉÍlll
Ásamt Yves Montand í myndinni Lets Make Love.
ungdæmi. Marilyn hló ekki. Hún hafði
ekki fengið heimilisfang einmitt
þessarar konu af neinni tilviljun. Hún
var hrifin af henni og virti hana. Hún
borgaði ferðalag hennar og bílferðir.
Þetta voru nokkurs konar tengsl milli
ljóskunnar af fyrri gerðinni og
ljóskunnar sem hún hafði sjálf oröið.
Það var líka — ég er fyrst núna farin
aö sjá það — útrétt hönd til konu sem
gleymdist alveg eins og tæknimenn
sem sjá um myndavél, hljóð, förðun og
hárgreiöslu gleymast.
Kaus að vera heima
Marilyn átti líka siopp sem hún
kiæddist stundum heima. Hann var
síður og úr rauöu flaueli. Miller hafði
gefiö henni hann á nýársdag 1960.
Þegar hún fór í hann í staðinn fyrir
litla kimonóinn úr gervisilkinu talaöi
hún um hann eins og aðrir tala um
minkapels.
Ég tala um hverju Marilyn klæddist í
raðhúsi númer 21 þvi hún fór aldrei út
nema hún þyrfti að fara að vinna mjög
snemma morguns. Hún kom heim þeg-
ar vinnan var búin og fór ekkert hvorki
laugardag né sunnudag. Hún fór bara
út í vinnuna. Hún virtist ekki sérlega
hrifin af vinnunni. Margir sem hún
hafði hitt um dagana höfðu lagt
áherslu á það við hana að hún væri allt
nema leikkona og að hún gæti ekki gert
neitt merkilegra en segja: „Það
verður rigning” með réttum áherslum.
Hún var farin að trúa þeim. Það varð
henni dýrkeypt og hún varð að borga
fyrir það. Hún þurfti líka að borga
fyrir að vera stimi i bæ sem hafði eytt
miklu til að gera hana að stjömu. Þeim
hafði litist vel á Marilyn en fyrirlitu
Monroe. Það var ekki komið vingjam-
lega fram við hana og þess vegna kaus
hún að vera heima.
Marilyn fór líka stundum i taugarn-
ar á mér. Það var leiðinlegt að hlusta á
hana segja frá því hvað hún hefði verið
hamingjusöm mánuöina sem hún var
módel fyrir Richard Avedon. Það voru
seríumar þar sem hún hermdi eftir
öllum merkustu stjömum þriðja ára-
tugarins. Hún talaöi um módeltímann
eins og leikarar tala um kvikmynda-
leik sinn. Hún átti ekki aðrar jákvæðar
minningar úr bransanum. Engar
sögur um óstöðvandi hlátur, faðmlög
og kossa eftir senu þar sem maður
hefur á tilfinningunni að um gott sam-
spil hafi verið að ræða. Ailt það var
henni framandi. Mér fannst það ótrú-
legt. Hún bað mig um að segja sér
sögur mínar. Þaö voru sögur um
dásamlega samdrægni þegar maöur
var bam í skóla.
Það er möguleiki aö hún hafi upp-
götvað þessa samdrægni þegar hún lék
meö Montand og það getur hugsanlega
útskýrt margt sem síðar gerðist.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 105. tbl. Lögbirtingablaðs 1984, 10. og 13. tbl. þess
1985 á hluta í Dalseli 34, þingl. eign Helga J. Bergþórssonar, fer fram
eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík á eigninni sjálfri þriðjudaginn 5.
mars 1985 kl. 13.45.
Borgarfógetaembættið i Reykjavík.
Nauðungaruppboð
annaö og síðasta á Suðurlandsbraut 26, þingl. eign Sigmars Stefáns
Péturssonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík á eigninni
sjálfri þriðjudag 5. mars 1985 kl. 16.00.
Borgarfógetaembættið í Reykjavík.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var i 72., 74. og 77. tbl. Lögbirtingablaðs 1984 á hluta I
Garöastræti 14, þingl. eign Láru Eggertsdóttur, fer fram eftir kröfu Út-
vegsbanka islands á eigninni sjálfri þriðjudaginn 5. mars 1985 kl. 10.30.
Borgarfógetaembættiö í Reykjavik.
Nauðungaruppboð
sem augiýst var í 110., 113. og 117. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1983 á
eigninni Arkarholti 15, Mosfellshreppi, þingl. eign Guðmundar Inga
Hjálmtýssonar, fer fram eftir kröfu innheimtu rikissjóös á eigninni sjálfri
þriöjudaginn 5. mars 1985 kl. 16.45.
Sýslumaöurinn í Kjósarsýslu.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var i 9., 14. og 18. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1983 á
eigninni Borgartanga 2, Mosfellshreppi, þingl. eign önnu Ingibjargar
Benediktsdóttur, fer fram eftir kröfu Veðdeildar Landsbanka islands,
Péturs Guðmundarsonar hdl., Guðjóns Ármanns Jónssonar hdl., Ara
Ísberg hdl. og innheimtu rikissjóös á eigninni sjálfri þriöjudaginn 5. mars
1985 kl. 17.15.
Sýslumaðurinn í Kjósarsýslu.
'ú
BEINT DA6HUGISOISKINID
Benidorm er á Costa Blanca ströndinni — ströndinni
hvítu — sem telst vera besta baðströnd Spánar.
Strendurnar eru hreinar, sandurinn hvítur, sjórinn
tær og hér er sólríkasti staður landsins.
Benidorm er fiskimannabær með hvítkölkuð hús
uppi við fjailshlíðarnar — og nútíma ferðamannabær
með breiðgötum, nýtísku verslunum, veitinga- og
gistihúsum.
Eins og aiþjóðlegum ferðamannastað sæmir hefur
staðurinn úrval næturklúbba og veitingahúsa, þar sem allir finna eitthvað við sitt hæfi.
Hér geta lífsglaðir landar — á öllum aldri — notið lífsins og látið drauminn um vel
heppnað frí rætast. Það segir hreint ekki svo lítið, að Beni-
dorm er vinsælasti ferðamannastaður Spánverja sjálfra.
Á vorin leggur ilminn af sítrusávöxtum og blómstrandi
trjám yfir allt, sumarið er eitt hið sólríkasta í Evrópu,
haustið langt og hlýtt.
Benidorm liggur 60 km norður af Alicante og í 140 km
fjarlægð frá Valencia, á þrjár hliðar umlukt fjallahring. Því
er auðvelt að leita á náðir gamla tímans og kynnast hjarta
landsins.
Margir láta sér nægja að liggja flatir í sandinum og baða sig í bláu Miðjarðarhafinu. Aðrir
smella sér í golf (tveir golfvellir í nágrenni Benidorm), minigolf, tennis, keiluspil, leigja séi
hjól eða fá sér göngu upp í hæðirnar fyrir ofan borgina og njóta kyrrðarinnar.
Ef þú ert feiminn við sólarlandaferð, farðu þá til Benidorm!
Brottfarardagar: 3/4, 17/4, 8/5, 29/5, 19/6, 10/7, 31/7, 21/8, 11/9, og 2/10.
Gisting í íbúðum eða hótelum-, með eða án fæðis. Ath: Beint dagflug.
BENIDORM-SIRÖNDIN HVÍTA
FERÐAMIÐSTOÐIN
AÐALSTRÆTI9
SÍMI28133