Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1985, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1985, Blaðsíða 25
DV. LAUGARDAGUR 30. MARS1985. 25 of mikið, sendir túlkinn aftur og lætur spyrja manninn, hvort hann sé ófá- anlegur til að slá nokkuð af enn. Maðurinn segist þá skuli láta sér nægja eitt mark, en svo geti hann ekki slegið meira af með nokkru móti. Með þetta er farið til Gaimards, en hann hristi höfuðið og sagöi ekkert. Lét hann síðan senda manninum heilan borð- búnað úr skyggðu tini og átta spesíur.” Það fór mjög vel á með Frökkum og Islendingum og einkum kunnu hinir síöamefndu að meta það af hversu mikilli virðingu Fransmenn komu fram við þá. Því áttu þeir ekki að venjast af öllum útlendingum sem hingaö rákust og kannski sist dönsku herraþjóðinni. Þó segir Marmier: „íslendingar elska útlendinga" „Islendingar elska útlendinga. Þeir eru upp með sér af því ef menn heim- sækja þá úr f jarlægum löndum. En auk þess höfðu þeir góöar endurminningar um herra Gaimard og félaga hans, er höfðu verið þar árinu áöur. Við komum líka með ýmsa þarflega gripi sem þeir höfðu enn ekki lært að nota. En þetta ber ekki aðeins vott um lof- samlegt hugarfar, þetta er sannkölluð dyggð. Þegar þessir fátæku menn bera fram skál með mjólk í eða kaffibolla svipta þeir sjálfa sig oft því nauðsyn- legasta. Þeir eyða á einu augnabliki því sem þeir hafa öðlast með miklum erfiðismunum. Þeir gefa útlendingum það sem annars átti að geymast til hátíðlegrar stundar fjölskyldunnar. Allt sem sagt hefur verið um fátækt Islendinga er þvi miður ekki oröum aukið.” Marmier var kannski sá leiðangurs- manna sem hvað hrifnastur varð af landinu og ekki síður þjóðinni. Hann átti barn með fallegri stúlku úr Reykjavík er Málfríður hét Sveinsdótt- ir og var afsprengi þeirra pilturinn Sveinn Marmier. Benedikt Gröndal segir í Dægradvöl að Málfriður hafi farið til Kaupmannahafnar og dáið þar en ekki fylgir sögunni hvað varð um son hennar. Ef vera kynni að einhverj- ir fróðir lesendur viti meira þar um væri vissulega gaman ef þeir páruðu á blað til okkar frekari upplýsingar. Gaimard og menn hans fóru um stór- an hluta landsins á fáeinum mánuðum og viðuðu að sér miklum gögnum um land og lýð. Sumum Islendingum sárn- aði raunar hversu mikið af munum, ekki síst bókum, þeir höfðu á brott með sér. Þeir héldu um Suöurland austur á firði; frá Vopnafirði til Grímsstaða á Fjöllum, Mývatnssveitar og Akureyr- ar, og loks um Skagafjörö og Stóra- sand til Reykjavíkur aftur. Vestfirð- irnir voru því hér um bil eina svæðið sem Gaimard fór ekki uih á ferðum sínum. Þeir félagar héldu sig nær ein- göngu við byggðirnar og örugga fjall- vegi því upp á öræfin lögðu þeir ekki. Marmier fléttaði í bók sinni saman lýsingu á íslensku lunderni og land- kostum. „Ofurþungi náttúr- unnar hvílir á íslendingum" „Islendingar eru alvarlegir og þögulir. Ef til vill er engin þjóð er hefur jafnlitla tilfinningu fyrir sönglist og dansi. Maður mundi segja er maður sér þá að ofurþungi náttúrunnar þar sem þeir eru fæddir hvíli á þeim. Augum þeirra mæta alls staðar hryggilegar myndir, endurminningar eymdar og skelfinga, ófrjó jörð og eld- brunnin aska og hraun, ekkert blóm, engin jurt. Við höfum farið í marga daga allfjarri Reykjavík yfir þetta hrikalega land, er þakið er klettum, er eldfjöll hafa spúið. I staðinn fyrir vegi hittir maöur aöeins stíga er rofna á hverju augnabliki, ýmist fram með ár- bökkum eða gegnum illþefjandi mýr- ar. tslendingar einir geta hætt sér út á þessi auönarinnar svæði eins og skip- stjórar á úthafi. tJtlendingar myndu tortímast.” Þeir Gaimard héldu af landi brott haustiö 1836 og árið 1838 kom út fyrsta bindi ferðasögunnar: Voyage en Is- lande et au Groenland exécuté pendant les années 1835 et 1836. .. Publié par ordre du Roi (Gouvemment, á síðustu bindunum því þá hafði kóngsa verið steypt ) sous la direction de M. Paul Gaimard. Alls varö ferðabók Gaimards átta bindi í stóru átta blaða broti af lesmáli, auk fjögurra mynda- binda. Síðasta bindið kom út árið 1852. AIls kostaði verkið 500 gullfranka og mun það hafa veríð geysihá upphæð á sínum tíma, enda hefur aldrei „verið gefið út jafnmikið viðhafnarrit um Island, þar sem landinu sjálfu er lýst, náttúru þess og þjóðlífi i máli og Stellið góða sem kætti Steingrím biskup. . . Málfriður Sveinsdóttir féll fyrir bókmenntafræðingi leiðangursins, Xavier Marmier, og átti með hon- um soninn Svein Marmier. myndum, saga þess og bókmenntir rækilega raktar.” (Haraldur Sigurðsson, úr eftirmála við útgáfu á myndum Gaimard-leiðangursins, Reykjavik 1967.) „Nú get ég ekki ort meira!" Rannsóknir Fransmannanna munu ekki hafa brotið nýtt land i skilningi manna á íslenskri náttúru ellegar þjóðlífi og nú eru niðurstöður þeirra að sjálfsögðu úreltar meö öllu. Myndimar halda hins vegar fullu gildi og einkum eru þjóð- lífsmyndiraar ómetanleg heimild um þjóðhætti og menningu islensku þjóðarinnar á fyrra helmingi aldar- innar sem leið. Þær eru flestallar gerðar af Auguste Mayer, landslags- málara leiöangursins. Mayer náöi sér síöur á strik í sjálfum landslags- myndunum; hjá honum verður vart sömu tilhneigingar og hjá mörgum öörum útlendum listamönnum sem teiknuðu Island; aö gera landslag hér hrikalegra og uggvænlegra en efni standa til. Steingrímur Jónsson, biskup, varð barnslega glaður þegar Frakkar færðu honum gjafir og hrifnastur varð hann af spiladós. Paul Gaimard varð mjög vinsæll meöal Islendinga eftir ferðir sínar hingaö og lætur það að líkuin. Is- lendingar í Höfn gripu tækifæriö þegar Gaimard heimsótti borgina í janúar 1839 og ákváðu að slá upp veislu honum til heiðurs. Daginn fyrir veisluna kom Þorgeir Guömundsson við annan mann inn á Garð til Jónasar skálds Hallgrímssonar og var Páll Melsteö þar hjá honum. „Við ætlum að halda Gaimard veislu á morgun,” sagði Þorgeir, „nú verður þú endilega að yrkja eitthvað. ” Jónas svaraði fáu einu en eftir að Þorgeir og förunautur hans voru á brott fór hann að ganga um gólf og raula fyrir munni sér. Páll skipti sér ekki af honum. Að lokum settist Jónas niður og skrifaði hjá sér þrjár fyrstu vísurnar en þeytti svo frá sér penn- anumíbræði: „Nú get ég andskotann ekki meir! ” En Jónas gafst þó ekki upp og kannski eins gott því upphaf fimmtu vísunnar er nú orðið frægt máltæki og gott ef ekki einkunnarorð Háskóla íslands. Kvæðið kallaðist Til herra Páls Gaimard. Vísindin efla alla dáð Þú stóðst á tindi Heklu hám og horfðir yfir landið fríða, þar sem um grœnar grundir líða skínandi ár að œgi hlám. En Loki bundinn beið í gjótum bjargstuddum undir jökulrótum. — Þótti þér ekki ísland þá yfirbragðsmikið til að sjá ? Þú reiðst um fagran fjalladal, á fáki vökrum, götu slétta, þar sem við búann brattra kletta œðandi fossar eiga tal, þar sem að una hált í hlíðum hjarðir á beit með lagði sínum. — Þótti þér ekki ísland þá íbúum sínum skemmtan Ijá? Þú komst á breiðan brunageim við bjarta vatnið fiskisœla, þar sem vér áður áttum hœla fólkstjórnarþingi, frœgu um heim. Nú er þar þrotin þyrping tjalda, þögult og dapurt hraunið kalda. — Þótti þér ekki ísland þá alþingi svipt, með hrellda brá? Nú heilsar þér á Hafnar slóð heiman af Fróni vina flokkur. Við vitum glöggt, að anntu okkur, frakkneskur maður, frjálsri þjóð, því andinn lifir œ hinn sami, þótt afl og þroska nauðir lami. Menntanna brunni að bergja á besta skal okkur hressing Ijá. Vísindin efla alla dáð, orkuna styðja, viljann hvessa, vonina glœða, hugann hressa, farsœldum vefja lýð og láð. Tífaldar þakkir því ber að fœra þeim, sem að guðdómseldinn skœra vakið og glœtt og verndað fá viskunnar helga fjalli á. Þvílíkar fœrum þakkir vér þér, sem úr fylgsnum náttúrunnar gersemar, áður aldrei kunnar, með óþrjótanda afli ber. Heill sé þér, Páll, og heiður mestur! Hjá oss sat aldrei kœrri gestur. Alvaldur greiði œ þinn stig! Island skal lengi muna þig! -------------------------------------------i Sigurður Jónsson, líffræðingur, með eintakið af bók Gaimard sem hann náði i suður i Paris á dögun- um. DV-mynd Friðrik Rafnsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.