Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1985, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1985, Blaðsíða 19
DV. LAUGARDAGUR 30. MARS1985. 19 Bflar Bflar Bflar Bflar Bflar Bílasala í Bandarikjunum 1984: Heildarsala á bilum (USA) Þaraf bandariskir Innfluttir bilar Söluhœstu aðilar á Bandarikjamarkaði: 10.500.000 7.959.000 2.541.000 GM 4.600.000 43,7% Ford 1.986.000 18,8% Chrysler 1.080.000 10,3% Honda 642.000 6,1% Toyota 556.000 5,3% Nissan 483.000 4,6% AMC 199.000 1,9% VW (USA) 178.000 1,7% Mazda 168.000 1,6% Subaru 157.000 1,5% Allar aðrar tegundir seldar i USA voru samt. 472.500 eða 4,5% (tekið saman af BÖB). r i New York Frá Baldvin ö. Berndsen í New York: Nú fyrir nokkru var haldin í New York hin árlega bílasýning og var hún haldin í N.Y. Coloseum. Þessi sýning hefur verið haldin í 86 ár og ár eftir ár kemur fólk til að skoða og dást aö bílunum sem prýða allar f jórar hæðirnar á sýningunni. Þaö er alltaf viss spenna sem ríkir þegar svona sýning er haldin því á sýningu sem þessari gefur aö líta allt það nýjasta sem bílaframleiðendur hafa upp á að bjóða á komandi ári. Það ér alltaf eitthvað nýtt sem þeir bjóða upp á, til dæmis tölvustýrt digital mælaborð, ný bremsukerfi, nýjar vélar og fleira. Núna eru flestir bílaframleiðendur að koma með minni vélar í bíla sína, en bílakaupendur krefjast samt sem áður sömu aksturseiginleika. Þeir vilja ennþá hafa þá kraftmikla en um leið sparneytna. Þetta hefur leitt til þess aö miklar og örar endurbætur hafa oröiö á þessum nýju vélum. Einna fremstir með litla en kraftmikla bíla eru Oldsmobile, þeir hafa komið með nýja fjögurra strokka vél sem gefur 260—300 hestöfl. Þeir eru samt ekki einir um hituna, því flestir hinna stóru aöila eru með svipaðar vélar í smíðum. Á þessari sýningu sýndu yfir 50 aðilar bíla. Einnig voru um 20 aðilar sem sýndu varahluti og tæki tengd þessum iðnaði. Þeir bílar sem á sýningunni voru eiga það eitt sameiginlegt að vera bún- ir betri eiginleikum en fyrirrennarar þeirra. Á sýningunni voru bílar frá öllum heimshornum. Flestir bílanna voru bandarískir sem er ekki skrýtið þegar tekið er tillit til þess að bandarískir bílar eru meö yfir 70% af bíla- markaðinum í Bandarik junum. En þarna voru allir stóru aðilarnir bæöi frá Evrópu og Japan með sína bíla og skipuöu veglegan sess á sýning- unni. Hér á síöunni gefur að líta svipmynd- ir frá sýningunni, ljósm. BÖB. BÖB/JR. Sn«kB»

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.