Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1985, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1985, Blaðsíða 2
2 DV. LAUGARDAGUR 30. MARS1985. Suðurnesjamenn ísamvinnu við Færeyinga um mikla fram- leiðsluupp- byggingu? Krabbafætur búnir til i Sandgerði ? Um þessar mundír er verið að kanna möguleika á samstarfi Suður- nesjamanna og Færeyinga varðandi ýmiss konar framleiðsluuppbygg- ingu. Meðal annars er um að ræða hugsanlega framleiöslu á svokölluöu surimi og gervi-krabbafótum úr ódýrumfiski. TUtekinn aðili í Sandgerði hefur sérstaklega sýnt áhuga á þessari framleiðslu. Færeyingar eru í þann mund að hefja sams konar starf- semi. Þeir byrja á krabbafótum í nýrri verksmiðju í KoUafirði næsta haust. Suðurnesjamenn eiga þess kost að nýta sér þá þekkingu sem Færeyingar hafa aflaö sér. Nú þegar eru hafnar tilraunir á Rifi á SnæfeUsnesi í framleiðslu á surimi. Það er í samvinnu við Rannsóknastofnun fiskiönaöarins og Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna. Surimi er sérstaklega frá genginn mamingur úr fiskafgöngum og ódýr- um fisktegundum. Þetta er japönsk uppfinning. Surimi er síðan notað í aUs konar rétti sem hrifa nú meðal annars Bandaríkjamenn. Eitt af því sem framleitt er úr surimi eru fyrmefndir krabbafætur sem em með verðmætari réttum úr þessu hráefni. I Sandgerði er nú að verða tilbúiö hús sem hugsanlega verður tekið til þess að hýsa krabba- fótaverksmiðju. Til greina kemur að Færeyingar leggi henni tU surimi í fyrstu. Það framleiða þeir einkum í tveim verksmiðjutogurum. Hugmyndirnar að samvinnu Suöumesjamanna og Færeyinga um þetta og fleira á sviði framleiðslu, kviknuðu í heimsókn Jóns Unndórs- sonar iðnráðgjafa tU Færeyja rétt fyrir síöustu áramót. Þar komst hann í samband við Þormóð Dal sem tU skamms tíma var forstöðumaður Föroya iönaðarstovu en rekur nú ráögjafafyrirtæki. Þormóður hefur þegar komiö hing- að tU lands i framhaldi af þessum kynnum og sýnt mikinn áhuga á að stuöla að samstarfi við Suðumesja- menn. Talið er að báðir aðUar geti lagt ýmislegt af mörkum. Þá er einnig haft í huga að í slíku samstarfi gætu orðið mikil not af svokölluðu norð-vestur samstarfi innan Norður- landaráðs og Norræna iðnþróunar- sjóðnum. HERB. Fjórir bréfberar áminntir: Einn „rekinn” -tveir gengu út Uppákoma bréfbera í Austurstræti í síðustu viku hefur dregið dilk á eftir sér. Fjórir bréfberar hafa fengið áminningu frá póstmeistara. Starfs- samningur við einn þeirra hefur ekki verið framlengdur. Honum lauk nú um mánaðamót. Þessi bréfberi er því ekki lengur við störf. Tveir aðrir bréfberar gengu þegar úr staifi í gærmorgun er þeir vom áminntir af póstmeistara. t síðustu viku voru bréfberar með uppákoinu í Austurstræti þar sem þeir voru að mótmæla kjörum sínum. Þar dreifðu þeir m.a. bæklingum í leyfis- leysi. „Eg hef fengið lögregluskýrslu um málið. Almenna bókafélagiö kæröi þetta vegna þess aö bréfberamir dreifðu bæklingi frá því,” segir Jón Skúlason póst- og símamálastjóri við DV. Um það hvers vegna starfssamn- ingur eins bréfberans var ekki fram- lengdur segú- Bjöm Bjömsson póst- meistari: „Hannhefuráðurgerstbrot- legur í starfi og nú hefur það enn einu sinni gerst. Þess vegna var ákveðið að frainlengja ekki staifssamning hans semlauk31.mars.” APH. Utanríkisráðuneytið: „Ekkívæsirum Malagafangann” „Þótt drengurinn sé grunaður um innbrot og þjófnað er að sjálfsögöu óviðunandi að ekki sé búiö að rétta í málinu eftir heila 8 mánuöi. Það brýt- ur meira að segja í bága við spænsk lög,” sagði embættismaöur í utanríkis- ráðuneytinu um málefni Malagafang- ans. „En það á ekki að væsa um hann í fangelsinu. Við höfum haft milligöngu um peningasendingar til hans, bæði frá aöstandendum og óskyldum. Þetta er maður sem á eftir óuppgerðar sakir hér á landi. Eg held að hann sé að bera saman aðstæður á Litla-Hrauni og þessu spænska fangelsi og honum líkar bersýnUega ekki sá samanburður,” sagði embættismaðurinn. I kjölfar skrifa DV um ömurlega aðstöðu þessa íslenska fanga á Malaga hafa fjölmargir einstakUngar tjáö sig reiðubúna til aö láta fé af hendi rakna svo hægt sé aö kaupa fangann út. Sjálf- ur segir Malagafanginn í bréfum, er borist hafa til DV, aö veröið sé 100 þúsund krónur. Síðast þegar fréttist hafði íslenska söfnunarfólkinu tekist að öngla saman 60 þúsund krónum. -EIR. Hjalti Garöarsson, bilstjóri hjó Steypustöðinni hf., afhendir Þresti Ólafssyni, framkvœmdastjóra Dags- brúnar, sögulegt bróf i gær. úrsögn 31 bíistjóra Steypustöðvarinnar hf. úr Dagsbrún. Ástæðan: „Loforð um kjarabætur svikin." DV-mynd: Kristján Ari. Bflstjórará steypubflum Steypustöðvarinnar hf.: — „Dagsbrún hefur gleymt okkur. Félagið hef ur brugðist okkur” SÖGÐU SIG ÚR DAGSBRÚN „Skil óánægju bílstjóranna” „Við hjá Dagsbrún erum mjög óhressir meö þann hægagang sem verið hefur í viðræðunum við Vinnu- veitendasambandið út af þessu máli. Og ég skil óánægju bílstjóranna mjög vel.” Þetta sagði Þröstur Olafsson, fram- kvæmdastjóri Dagsbrúnar, í gær er hann tók viö úrsögn bílstjóra steypubíl- anna hjá Steypustööinni hf. úr Dags- brún. Þröstur sagði aö Dagsbrún væri að semja viö báðar steypustöðvarnar um kjör bílstjóranna og seinagangurinn stafaði mest af miklum tíma sem heföi farið í að reikna út hvernig ákveðið bónusfyrirkomulag kæmi út fyrir bíl- stjórana. Hann sagði ennfremur að Vinnu- veitendasambandið hefði komið með tillögu um bónusinn í stað mikilla almennra kauphækkana. „En það hefur sýnt sig að bónusinn kemur út fyrst og fremst sem sumar- bónus. Þá er mest aö gera hjá steypu- stöðvunum. Bónusinn nýtist því föstum bílstjórum mjög illa.” „Þá kemur bónusinn miklu verr út fyrir bílstjóra Steypustöðvarinnar hf. en BM Vallá. Framleiðnin er meiri hjá BM Vallá og annatíminn lengri. Það var því fyrst og fremst meö hagsmuni bílstjóra Steypustöðvar- innar hf. í huga að við gátum ekki sam- þykkt aö sama bónusfyrirkomulagiö gilti fyrir báöar stöðvamar. „Nú er líka svo komið að lögð er áhersla á almennar kauphækkanir fyrir bílstjórana og minna rætt um bónusinn. En boltinn er hjá vinnuveitendum núna. Eg bíð eftir svörum viö ákveðn- um spumingum minum frá þeim,” sagöi Þröstur Olafsson. -JGH Steypubílstjórar Steypustöðvar- innar hf. sögðu sig úr Dagsbrún í gær- dag og sóttu síðan um inngöngu í Verslunarmannafélag Reykjavíkur. „Dagsbrún hefur gleymt okkur. Hún hefur brugðist okkur,” sagði Hjalti Garöarsson, starfsmaöur Steypu- stöðvarinnar, í samtali við DV á skrif- stofu Dagsbrúnar í gær. Það var hann sem afhenti Þresti Ölafssyni, framkvæmdastjóra Dags- brúnar, listann með nöfnum bílstjór- anna sem sögðu sig úr félaginu. Aöeins einn bílstjóri skrifaði ekki undir. I bréfinu stóö meöal annars: „Astæðan fyrir þessu er sú að við teljum að öll þau loforö, sem okkur voru gefin um kjarabætur í haust, hafi veriðsvikin.” „Við fórum í aðgeröir síðastliðið haust. Hófum þá að aka í hægagangi. Okum á þetta 20 til 30 kílómetra hraða. Og þessar aðgerðir virtust vera áhrifa- ríkar,” sagði Hjalti. „Þær leiddu tii þess að skriður komst á málin. Þröstur Ölafsson kom uppeftir og sagði að ef aðgerðum yröi hætt yrðum við settir á oddinn hjá Dagsbrún. Okkur var lofað margra flokka hækkun og áttum líka að fá bónus. Þetta átti að liggja fyrir 20. október síðastliðinn. Niðurstaöan núna er sú að ekkert hefur gerst, að okkar áliti. Það er líka alveg út í hött á hvaða launum við erum hafðir. Við erum að keyra stóra bíla, 20 til 30 tonna. Komi eitthvað fyrir berum við bílstjóramir ábyrgðina. Samt erum við hafðir undir lág- markstaxta. Við erum á lægra kaupi en menn sem eru að leggja steypuna á gangstéttir, líka á mun lægra kaupi en þeir menn sem vinna í byggingar- vinnu. Eitt sinn vorum við að aka steypu í byggingu. Þar voru 15 ára strákar í sumarvinnu aö steypa. Þeir vom á miklu hærri launum en viö. Þetta gengur ekki lengur, við erum á alltof lágum launum miöaö við þá ábyrgð semhvílirá okkur.” Það kom fram hjá Hjalta að mjög örar mannabreytingar væru hjá bíl- stjórum steypubíla stöðvarinnar. „Menn em þama eins og farand- verkamenn. Flestir stoppa viö aðeins í stuttantíma.” — Getur Verslunarmannafélag Reykjavíkur gert eitthvað fyrir ykkur? „Árangurinn getur ekki orðið minni. Þaö sýnir sig líka að Steypustöðin er ljómandi ánægö með að Dagsbrún klúöri öllu fyrir okkur.” -JGH Eftir hádegi i gær varð árekstur á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar. Þar rákust á bilar sem komu úr vestur- og norðurátt. Talið er að sá er kom úr norðurátt hafi ekið yfir á rauðu Ijósi. Ekki urðu alvarleg slys á fólki. ökumenn tveggja bifreiöa voru fluttir á slysa- deild en fengu að fara heim skömmu síðar. Tveir bilanna voru óökufærir eftir áreksturinn. -ÁE. DV-mynd S.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.