Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1985, Blaðsíða 24
24
DV. LAUGARDAGUR30. MARS1985.
Allmerkilegur fundur var gerður
suður á Signubökkum eins og ræki-
lega hefur verið frá sagt bæði í
blöðum og útvarpi að undanförnu.
Sigurður Jónsson heitir maður, líf-
fræðingur að' mennt og starfi,
búsettur i Paris og áhugasamur
safnari hvers konar gripa sem
tengjast íslandi. Hann mun býsna
lengi hafa verið á höttunum eftir
frumeintaki af ferðabók þeirri sem
Paul Gaimard, franskur maður, rit-
aði eftir vísindaleiðangur sem hann
fór hingað til lands rétt fyrir miðja
19. öld. Þar kom að bókin fannst í
forngripaverslun einni og var
raunar um að ræða eintak
Gaimards sjálfs. Fyrir islendinga
var fundur þessi merkilegri en ella
fyrir þá sök að aftast í bókinni var
listi sem á höfðu letrað nöfn sín
margar helstu frjálsræðishetjurnar
góðu og forystumenn íslendinga í
Kaupinhafn; þeir höfðu haldið
Gaimard samsæti þegar hann kom
til Danaveldis nokkru eftir Íslands-
förina. Þar ku hafa verið glatt á
hjalla og Jónas Hallgrímsson fór
með kvæði. En hver var Paul
Gaimard?
Franskt herskip
hverfur
Frakkar voru oft fjölmennir á
Islandi á fyrri hluta 19. aldar og
gjaman síöan, enda ráku þeir miklar
fiskveiöar viö strendur landsins mest-
an part aldarinnar. Þess munu jafnvel
dæmi aö þeir hafi seilst til einhverra
áhrifa hér á landi en sú saga mun lítt
rannsökuð enn. Hitt vita allir að í fylgd
meö fiskibátunum frá Bretagne og
víöar voru iðulega frönsk herskip og
rannsóknarskip af öllu tagi. Eitt þess-
ara skipa var La Lilloise sem kom til
Norðfjaröar snemma í júlí áriö 1833.
Þaðan hélt skipið noröur og vestur í
haf og lenti um tíma í nokkrum
hrakningum í ísnum út af austurströnd
Grænlands. La Lilloise komst þó
klakklaust til Islands í þetta skiptiö og
hélt aftur út í ágúst, nú frá Vopnafiröi.
Enn hefur leiöin legið noröur og vestur
því rúmri viku eftir brottför sást til
skipsins frá önundarfirði. Hvað síðan
gerðist veit enginn eri altéi.t hefur
ekkert til La Lilloise spurst.
Frönskum stjórnvöldum þótti súrt í
brotiö aö vita ekkert um afdrif skipsins
þótt ljóst mætti vera aö þaö heföi farist
með manni og mús einhvers staöar í ís-
hafinu. Sumarið 1834 svipaðist herskip-
iö La Bordelaise um eftir La Lilloise í
hafinu noröur af Islandi en árangurs-
laust. Næstu tvö sumur á eftir gegndi
her- og rannsóknarskipið La
Recherche (Rannsóknin) sama hlut-
verki. Fyrra sumariö, 1835, kom Paul
Gaimard í fyrsta sinn til landsins.
Lögðu sig fram um
að eignast trúnað
íslendinga
Gaimard var læknir og dágóður nátt-
úrufræðingur og meöan La Recherche
hélt uppi vonlausri leit aö félaga sínum
skyldi hann ferðast um byggðir
landsins viö rannsóknarstörf ásamt
Eugene Robert, náttúrufræðingi. Þeir
héldu frá Reykjavík í maí og flökkuðu
víöa fram á haust; fóru um Borgar-
fjörð, Snæfellsnes og Dali norður í
Strandasýslu; síðan suöur til Þing-
valla, Geysis og Heklu; loks héldu þeir
til Eyrarbakka og þaöan aftur til
Reykjavíkur. Á leiðinni söfnuöu þeir
fjölda náttúrugripa og gerðu ýmsar
rannsóknir aörar.
Ári seinna voru þeir Gaimard og
Robert aftur komnir á La Recherche
til íslands og nú meö öllu meiri
viöhöfn. Gaimard haföi aflaö sér
stuönings málsmetandi manna á
Frakklandi og vera kann aö þar hafi
ekki síst ráöiö áhugi franskra stjórn-
valda á aö öðlast aukin áhrif á Islandi.
Að minnsta kosti haföi franska stjómin
veitt ómældu fé í leiðangur Gaimards
og var hann afar vel búinn tækjum og
vísindamönnum. Nefna má Victor
Lottin, eölisfræöing sem tvívegis hafði
siglt umhverfis hnöttinn meö þeim
Duperrey og Dumont-d’Urville;
Xavier Marmier bókmenntafræðing;
Auguste Mayer landslagsmálara og
Louis Bévalet dýramyndamálara.
Eins og árið áður kastaði Le
Recherche akkerum í Reykjavík og
þar dvöldust leiöangursmenn um hríð í
góöu yfirlæti hjá embættismönnum
Dana og ööru yfirstéttarslekti. Þeir
Paul Gaimard stjórnaði umfangsmesta vísindaleiðangri sem útlendingar hafa skipulagt til íslands.
ÞU STODST A
TINDIHEKLU
HAM...
Um Paul Gaimard, vísindaleiðangur
hans og ferðabók
Benedikt Gröndal segir í Dægra-
dvöl sinni frá dapurlegum örlögum
Guðmundar Sivertsen, skólapilts
sem Gaimard kom til metorða í
Frakklandi.
Jónas Hallgrímsson tók því fálega
þegar hann var beðinn um kvæði
handa Gamiard en þegar hann
hófst handa kom snilldarlegt Ijóð.
Páll Melsteð þýddi kvæði Jónasar
á latinu og las það jafnóðum upp
fyrir Gaimard i veislunni góðu og
flutti það svo til íslands.
urðu fljótt vinsælir og vel metnir enda
lögðu þeir sig fram um að eignast trún-
að innfæddra. Xavier Marmier ritaði
síöar þrjár bækur um Island — Lettres
sur l’Islande (1837), Historie d’Islande
(1840) og La litterature islandaise
(1843) — og er eftirfarandi kafli um
heimsókn þeirra félaga til Steingríms
Jónssonar biskups tekinn úr þeirri
fyrstu; þýöinguna gerði Alexander
Jóhannesson.
Frakkar færa góðar
gjafir
„Herra Steingrímur tók á móti
okkur meö allri alúð Noröurlanda-
manna. Meö mestu virktum sýndi
hann okkur biskupsstofuna og einkum
bækur sínar og handrit og talaöi á víxl
á latínu við einn okkar, á dönsku viö
annan og íslensku viö þann þriöja, en á
meöan undirbjó kona hans kaffi handa
okkur og bar fram porivín og ágætan
bjór, er hver íslensk húsmóöir geymir
til þess að bera á borö fyrir erlenda
gesti. En þessi heimsókn var þó sér-
staks eðlis bæöi fyrir biskupinn og
okkur. Herra Gaimard hafði sent hon-
um daginn áður ýmsar gjafir í nafni
konungs og flotamálaráöuneytisins og
við aöstoðuöum hann nú viö að koma
þessum gripum fyrir í biskupsstof unni.
Mér er ekki unnt að lýsa meö hve mik-
illi barnslegri gleöi þessi viröulegi
öldungur virti fyrir sér flauelsskamm-
eliö, er honum var ætlað, og boiiana úr
Sévres-postulíni er komiö var fyrir í
skápnum hans. Og ekki varö gleði hans
minni er einn af ferðafélögum okkar
dró upp klukkustrenginri í standklukku
þeirri er viö komum meö, eða þegar
spiladósin, er geymd var í kassa,
byrjaöi aö leika forleikinn aö Zampa
og einn af þekktustu völsum okkar.
Hann hljóp þá eins og hamingjusamt
barn til þess að kalla á konu sína. Með
henni kom dóttir eins af vinum hans og
þjónustustúlkumar, sem þoröu ekki að
koma nema aö dyrunum. En bak viö
þær tyllti vinnumaðurinn sér á tær til
þess að geta athugað þetta töfra-
hljóðfæri.”
Gjafir þær sem Gaimard og menn
hans færöu Islendingum urðu á sínum
tíma frægar og munu ýmsar þeirra
vera til enn. Má sem dæmi um gjafir
Frakka nefna að Læröa skólanum
færðu þeir uppblásna jarökúlu, skor-
kvikindasafn og sitthvaö fleira; land-
læknir fékk sömuleiöis jarökúlu og
himinkúlu í ofanálag. En Frans-
mennimir uröu sömuleiðis heiiiaðir af
gestrisni Islendinga og þá ekki aðeins
yfirstéttarfólksins í Reykjavík. 1 bók
Marmiers segir meöal annars:
Gestrisnin vakti
aðdáun Frakka
„I nokkurra mílna fjarlægð (frá
Reykjavík) heimsóttum við bóndabæ
einn. Viö hliðina á dvalarherbergi
bónda sýndi hann okkur annað her-
bergi meö fjórum rúmum, er ætluð
voru ferðamönnum, en nálægt eldhús-
inu er smiðja, þar sem bóndinn hefur
margsinnis ókeypis járnað hesta gest-
komandi manna. Er bóndinn hafði
veitt okkur mjóik og kaffi, sté hann á
bak hesti sínum og fylgdi okkur yfir
grýttar heiöar og reið fyrstur út í ólg-
andi fljót og hélt í taumana á hestum
okkar, svo að okkur hlekktist ékki á.
Þegar hann skildi viö okkur eftir
fjögurra tíma reið gættum viö þess aö
bjóða honum enga borgun, því meðan við
vorum heima hjá honum hafði ég látáð i
ljós þá ósk að kaupa Hólaútgáfu af
biblíunni og útgáfu eina af Landnámabók,
er ég sá í bókasafni hans, og vildi hann þá
gefa mér þessar bækur, en enga borgun
þiggja.”
I Dægradvöl Benedikts Gröndal er
rakið svipað dæmi. Bóndi einn fylgdi
Gaimard og förunautum hans yfir
Kúðafljót í Skaftafellssýslu og var
fljótiö mjög illt og erfitt yfirferðar.
Eftir nokkra hrakninga komust þeir þó
yfir og settu niður tjöld. Gröndal segir:
„Gaimard var ætíð í tjaldi sér. Þá
sendi Gaimard til bóndans og lét
spyrja hann, hvað hann setti upp á
fylgdina yfir fljótið. Maðurinn setti
upp tvö mörk (64 aura). Túlkurinn fer
aftur og segir Gaimard þetta;
Gaimard þótti þetta dýrt og sendi
aftur, lætur segja manninum að þetta
sé of mikið heimtað, hvurt hann geti
ekki gert sig ánægöan með minna.
Maöurinn segist þá muni slá af og láta
sér nægja 24 skildinga. Túlkurinn fer
með þetta, en Gaimard þykir þaö enn